Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 52
10 Urðarhóll í Kópavogi er fyrsti heilsu- leikskólinn á landinu. ,,Leikskólinn hefur þá stefnu að leiðarljósi að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listir allt saman í gegnum leik,“ segir Unnur Stefánsdóttir, skóla- stjóri á Urðarhóli. Til þess að fylgjast með árangri barnanna hefur leikskólinn útbúið svokallaða heilsubók barnsins. ,,Inn í heilsubókina skráum við tvisvar á ári. Við gefum ekki einkunnir en með þessu móti getum við fylgst með því hvort börnin ná þeim þroska sem þeirra aldurshópar á að ná. Börnin eru hjá okkur í átta tíma á dag og ef foreldrar þeirra fylgja sömu áherslum þegar heim er komið eiga þau að ná markmiðunum 100 prósent,“ segir Unnur. Á Urðarhóli er ekki hefðbund- inn morgunverður líkt og á öðrum leikskólum. ,,Klukkan 10 á morgn- ana bjóðum við upp á grænmeti og ávexti í staðinn fyrir hefðbundinn morgunmat eins og tíðkast á öðrum leikskólum.“ Í hádeginu fá börnin fisk tvo daga í viku og kjöt einn dag í viku. Þess á milli fá þau hollmeti eins og skyr. Suma dagana eru þó pitsur eða pítur í hádegismat. Tvisvar í viku fara börnin í formlegan íþróttatíma í íþróttahúsi skólans sem Unnur segir að sé lít- ill en vel búinn. Þar tekur á móti þeim íþróttakennari sem kennir þeim mikilvægi hollrar hreyfingar í gegnum leiki. Á leikskólanum er lágmarks útivistartími einn klukku- tími á dag en á sumrin og þegar vel viðrar er hann mun lengri. ,,Hér eru líka góðar gönguferðir vor, sumar og haust þannig að hér fær enginn að liggja í leti.“ Börnin á Urðarhóli fara einu sinni í viku til listakennara þar sem þau fá undirbúning í tónlist, leiklist og myndlist. Í listatímunum reyn- ir kennarinn að stuðla að því að krakkarnir skapi eitthvað sjálfir.“ Heilsuleikskólinn hefur verið rekinn í 10 ár og nú hafa 6 aðrir leikskólar tekið upp sömu stefnu og þar af einn í Kópavogi. Urðarhóll er að sögn Unnar einn af stærstu leik- skólum landsins með tæplega 150 börn en flestir aðrir leikskólar eru með 80-100 börn. ,,Urðarhóll er ekki einkaskóli, hann er rekinn af Kópavogsbæ en við höfum fengið mikið frelsi til þess að þróa okkar hugmyndir sjálf. Kópavogsbær hefur alltaf staðið vel við bakið á okkur.“ Hér liggur enginn í leti Heilsuleikskóli hefur verið starfræktur í Kópavogi í tíu ár. Á leikskólanum fá börnin hollan mat og mikla hreyfingu í bland við listakennslu. Sex aðrir leikskólar hafa nú tekið upp sömu stefnu og Urðarhóll. Það er alltaf líf og fjör á leikskólanum. Breiðablik leikur í Landsbankadeild- inni í sumar í fyrsta skipti í nokkur ár. Marel Baldvinsson, leikmaður Blika, segir að Kópavogsbúar standi vel við bakið á sínu liði í deildinni í sumar. ,,Það er náttúrlega erfið- ara að gera sér grein fyrir áhugan- um svona snemma á tímabilinu en maður hefur heyrt það frá fólki úti um allt hvað það sé gaman að við skulum vera komnir í efstu deild,“ segir Marel. Rígurinn á milli Kópavogslið- anna tveggja er sterkur og segir Marel að leikmenn liðanna leggi sig mjög fram í viðureignum þeirra. ,,Það liggur við að liðin óski hvort öðru alls hins versta í baráttunni. Litlir guttar í HK-búningum hafa meira að segja lýst vanþóknun á mér fyrir það að vera Bliki. Það hefur einhver kennt þeim þetta,“ segir Marel en bætir því við að hann hagi sér ekki þannig. Það eru aðallega stuðningsmenn Breiðabliks sem standa við bakið á þeim í Landsbankadeildinni en Marel segir að Kópavogsbúar mættu gjarnan sameinast meira til þess að standa við bakið á Blikunum. ,,Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir bæjarlífið að hafa lið í efstu deild. Það væri bara til skammar ef svo væri ekki. Maður sér það líka alveg að ef vel gengur þá vekur það fólkið í bænum til lífsins og stuðn- ingur úr öllum hverfum bæjarins eykst.“ Breiðablik á flesta uppalda leikmenn allra liða í Landsbanka- deildinni í sumar og því eru leik- menn eflaust staðráðnir í því að vera bænum sínum eða að minnsta kosti bæjarhlutum sínum til sóma í sumar. Nauðsynlegt að eiga lið í efstu deild Framherjinn knái Marel Baldvinsson gekk nýverið til liðs við Breiðablik sem leikur í Landsbankadeildinni í knatt- spyrnu. Marel Baldvinson leikmaður Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og oddviti framboðslista Framsókn- arflokksins, getur ómögulega gert upp á milli uppáhaldsstaða á heim- ili sínu í Kastalagerðinu. „Þetta er góð spurning, það koma nú tveir staðir strax upp í hugann, annar er fyrir framan tölvuna og hinn er fyrir framan sjónvarpið,“ segir Ómar sem segist aðallega horfa á gamanþætti, íþróttir og fréttir. „Ég horfi líka gríðarlega mikið á veð- urfréttir. Sérstaklega á ákveðnum árstímum. Þá get ég alls ekki misst af veðurfréttunum.“ Tölvan er líkt og hjá öðrum sem vilja vera í takt við tímann algjört þarfaþing á heimili Ómars og eyðir hann sömuleiðis miklum tíma fyrir framan hana. Það eru sjaldan ról- egheit hjá oddvitanum og því er um að gera að nota tímann heima fyrir vel. „Þegar ég vil gleyma mér alveg og hugsa um eitthvað allt annað en vinnuna og stjórnmál þá knúsa ég börnin mín og leik við þau. Annars horfir maður bara á sjónvarpið.“ Bæjarfulltrúinn segist hafa yfir- drifið nóg að lesa í tengslum við vinnuna og því hefur það bitnað verulega á lestri í frístundum. „Já, lesturinn hefur minnkað mikið síðustu ár. Ég les nóg í vinnunni.“ Knúsar börnin sín til að gleyma stjórnmálunum Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, nýtur sín vel fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Þegar hann vill gleyma stjórnmálunum sinnir hann börnunum sínum. Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins, kann vel við sig heima. ■■■■ { kópavogur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson úr hljómsveit- inni Í svörtum fötum mun taka lagið eins og honum er einum lagið á konukvöldi HK í Fagralundi föstudags- kvöldið 19. maí. Veislustjórn kvöldsins verður í hönd- um Guðríðar Arnardóttur og sumarið verður þema kvöldsins. Miðaverð er 3.000 krónur og er miðasala þegar hafin. Jónsi á konukvöldi HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.