Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 94
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR62 NÝR STÓR HUMAR GRILLPINNAR SIGIN GRÁSLEPPA Morgunverðurinn: Café Roma við Rauðarárstíg er opnað snemma dags alla daga vikunnar. Þetta er sætt bakaríiskaffihús þar sem þú getur notið nýjustu dagblaðanna yfir kaffi og bakkelsi og svo geturðu kippt brauði með þér heim til að eiga með síðdegiskaffinu. Þráðlaust net á staðnum. Tónlistin: Ástral- inn Jack Johnson er að gera afar góða hluti. Nýjasti diskurinn hans er algjör snilld en hann heitir In Between Dreams. Drengur þessi býr á Hawaii þar sem hann stundar brimbretti á milli þess sem hann semur þessa ljúfu tónlist sem kemur öllum í gott skap. Hreyfingin: Sumarið er tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt svo Fréttablaðið stingur upp á því að fólk prófi svifvængjaflug í sumar. Fisfélag Reykjavíkur stend- ur fyrir námskeiði í íþróttinni. Sjá nánar inni á www. fisflug.is Dekrið: Franska verslunin L´Occitane á Laugavegi var að taka inn nýja líkamsvörulínu sem er samsett úr grænu te og jasmínu og ilmar guðdómlega. Í línunni er að finna ilmvatn, líkamskrem, baðtöflur, líkamsúða, sápu og fljótandi ilmkerti. Umbúðirnar eru í seiðandi austurlenskum stíl og afar fallegar. Ferskleiki franska sumarins skilar sér hér beint í æð í gegnum jasmínu- ilminn. Heimasíðan: Kíkið inn á www.ikea.com en þar er að finna hana Önnu sem er sérlegur ráðgjafi fyrirtækis- ins. Anna svarar hvaða spurningum sem er þótt hún sé reyndar hrifnust af spurningum sem tengjast Ikea. Spurningarnar eru einfaldlegar slegnar inn í þar til gert box og netstúlkan Anna svarar manni um leið. Viðburðurinn: Stærsti kvenna- kór landsins, Léttsveit Reykjavíkur, blæs til tónleika í Langholtskirkju á föstudags- kvöld. Kórinn er nýkominn frá Kúbu og verður tónlistarprógrammið eitthvað litað af þeirri ferð. Einnig er tilvalið að kíkja við í Eurovisonpartíi Páls Óskars og Rásar 2 á Nasa á laugardagskvöld. Helgin okkar... FRÉTTIR AF FÓLKI Ófarir Eyþórs Arnalds eru mörgum netverjum hugðarefni þessa dagana. Bloggarinn dr. Gunni skrifar á heimasíðu sína, this. is/drgunni, að bæði Eyþór og morfínfíkl- arnir Jói og Gugga í Kompásþáttunum afsaki „aumingja- skapinn“ í sér á einfaldan hátt, Jói og Gugga kenni „fíklinum í sér“ um en Eyþór kenni „dómgreindarleysi“ um það að hann ók ölvaður á ljósastaur. „Það er alltaf best að kenna öðrum um, sér- staklega er gott að finna upp „sjúkdóm“ til að klína öllu á. Þegar leti verður skil- greind sem sjúkdómur verð ég fyrstur í röðinni með resept,“ skrifar Dr. Gunni, sem situr reyndar ekki auðum höndum þessa dagana því hann er að semja söngleik sem áformað er að frumsýna í byrjun næsta árs. Sögusagnir hafa verið í gangi um það að sjónvarpsþulan Ellý Ármanns- dóttir áformi að gefa út nýtt helgarblað innan tíðar. Í samtali við Fréttablaðið staðfesti Ellý að hún hefði undanfarið kannað landslagið og rætt við fjárfesta um að koma að verkinu. Ellý segir þó að engra tíðinda sé að vænta af málinu fyrr en í haust í fyrsta lagi. Þangað til einbeitir hún sér að fyrirtæki sínu, Spámaður.is, og þulustörfum hjá Sjónvarpinu. Íslendingar í Kaupmannahöfn bíða nú spenntir eftir að nýtt kaffihús Friðriks Weisshappel og félaga verði opnað á Austurbrú. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu fyrir skemmstu er þar um að ræða annað útibú frá The Laundromat Café, en hið fyrra hefur notið mikilla vinsælda. Friðrik segir að lítilshátt- ar tafir hafi orðið á fram- kvæmdunum undanfarið. Stefnt er að því að kaffihúsið verði opnað eftir rétt rúman mánuð. Vinsældir Andra Snæs Magnússonar og Draumalands hans þykja með ólíkindum. Andri hefur ferðast víða undanfarið og haldið fyrirlestra um efni bókarinnar. Þannig var hann á Húsavík á þriðjudag og mættu um 90 manns til að hlýða á rithöfundinn. Það þykir þó nokkuð þar á bæ og segja heima- menn að helmingi færri hafi sótt fund Halldórs Ásgrímssonar á sama tíma í bænum. - hdm HRÓSIÐ ...fær dansparið Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve sem hafa unnið til fjölda verð- launa í samkvæmisdönsum fyrir hönd Íslands. Þau hafa nú ákveðið að hætta keppni og einbeita sér að dansþjálfun og sýningum. www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. Fyrir hornið… Aldrei hef ég notið eins mikillar fjöl- miðlaathygli og hér í Grikklandi. Hinar ýmsu sjónvarpsstöðvar hafa beðið mig að gefa álit á keppanda sínum og aðbúnaðinum hér í Grikklandi. Ung grísk sjónvarpskona frá sjálfstæðu sjónvarpsstöðinni Antenna 1 vatt sér að mér þar sem ég drakk pepsí af stút og horði á Önnu Vissi, gríska keppandann, æfa á sviði. Ég rétt náði að kyngja áður en ég var beðin um að syngja íslenska Eurovision-lagið. Var þjóðinni ekki til sóma þar sem ég gaulaði Congratulat- ions í tóntegund sem lagið hefur aldrei heyrst í áður. Var síðan beðin um að dæma frammistöðu Önnu Vissi. Frábær, svaraði ég. Hvað gat ég annað sagt eftir endalausan misskilning grískra fjölmiðla á orðum Silvíu Nætur. Var beðin að syngja lag Önnu. Sá mér vænstan leik að koma mér undan því. Hældi Önnu fyrir frábæra hæfileika og sagðist alls ekki geta fetað í fótspor hennar. Stoppuð af fréttamanni Andorra. Hann vildi vita hvernig ég taldi að öskubuskunni Jenny myndi ganga í keppninni. ,,Rosalega vel,” sagði ég, þrátt fyrir að muna ekkert sérstaklega eftir laginu. Sagði þó að ég teldi tæpt að hún næði úr undanúrslitunum en bætti henni þar snögglega í hóp Silvíu Nætur og sagði svo erfitt að segja. ,,Ævintýrin gerast enn,” aulaði ég út úr mér. Beðin að segja hvernig mér líkaði aðstaðan hjá Grikkjunum. ,,Aldrei verið betri,” svaraði ég svellköld, þrátt fyrir að vera í fyrsta sinn í keppninni. Það er engin lygi. Aldrei séð það verra. EUROVISION GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ GRIKKLANDI Söng Congratulations í grísku sjónvarpi SILVÍA NÓTT Hefur verið á fullu síðastliðna daga við að fínpússa atriðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Dropinn sem fyllti mælinn var fjarvera Silvíu Nætur á bensín- stöð Esso við Ártúnshöfða nú á dögunum, þar sem aðdáendur hennar voru samankomnir í þeim tilgangi að fá nýja geisladiskinn hennar áritaðan. Þarna var fjöldi manns samankominn, en sorgleg- ast var að sjá yngstu kynslóðina standandi þarna eins og stranda- glópar með tárin í augunum og reiðar mæður að róa þau. Þetta fólk beið klukkutímunum saman til að berja hana augum,“ segir Ástrós Lilja Einardóttir, stofnandi og eigandi einnar stærstu aðdá- endasíðu Silvíu Nætur, www. silvianott.com, sem nú hefur verið lokað fyrir fullt og allt. „Við vorum búin að fá nóg af látalátunum og stjörnustælunum svo ákveðið var að leggja síðuna niður.“ Í tilefni af lokun síðunnar sendu aðstandend- ur hennar frá sér yfirlýsingu þar sem fram komu ástæður lokunar- innar. „Til að byrja með voru stjörnustælarnir skemmtilegir enda tilgangurinn með gríninu en hún fór langt yfir strikið. Grínið hefur súrnað og er langt frá því að vera fyndið lengur. Silvía var í okkar huga ein bjartasta von land- ins og frægðarsól hennar reis óvenju hratt en við áttum ekki von á því að þetta færi út í einhverja vitleysu,“ undirstrikar Ástrós. „Þá hefur hegðun hennar í Grikklandi valdið okkur miklum áhyggjum. Þarna á hún að vera landi sínu og þjóð til fyrirmyndar en er okkur til háborinnar skammar í raun. Fólk er almennt hneykslað og skil- ur ekkert í framkomu hennar. Ég fékk tölvupóst síðast í dag frá fok- illum Grikkjum sem sögðust sár- móðgaðir yfir dónaskapnum í henni. Rétt áður en við lokuðum síðunni hafði fjöldi manns sam- band við okkur, foreldrar og aðrir, og tjáðu okkur vonbrigði sín með hátterni hennar sem væri komið yfir öll velsæmismörk. Ungar stúlkur fylkjast um stjörnuna og herma eftir öllu sem hún gerir. Þegar fúkyrði fjúka af vörum stjörnunnar í sífellu, taka þær þetta auðvitað upp. Það þykir for- eldrum að vonum slæmt. Og nú segist hún aðeins tala ensku jafn- vel þótt hún sé að tala við Íslend- inga. Ætli ungir íslenskir aðdáend- ur taki ekki líka upp þessa vitleysu og leggi móðurmálið á hilluna,“ spyr Ástrós alvarleg í bragði. „Við tökum ekki lengur þátt í þessum sirkus. Vefsíðan okkar hefur verið mikið ævintýri. Hún varð stærri en okkur óraði fyrir og óx mun hraðar en við gerðum nokkri sinni ráð fyrir. Á þeim þremur mánuð- um sem síðan hefur verið opin hafa nánast 20.000 manns lagt leið sína hingað. Þetta hefur verið ein- staklega skemmtilegt og ég vil nota tækifærið og þakka þeim þúsundum aðdáenda Sivíu Nóttar sem hafa stutt okkur og eins þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt okkur stuðning. Að reka aðdáendasíðu kostar bæði mikla fyrirhöfn og pening og þar er ekki auðvelt að loka henni. En fyrir okkur er þetta ævintýri á enda. Við vonum að karakterinn Silvía Nótt, sem Ágústa Eva leikur, taki sig saman í andlitinu,“ segir Ástrós að lokum og leggur áherslu á orð sín. Í til- efni af undankeppni í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem sjónvarpað verður í kvöld, er rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt könnun á vegum Neyt- endasamtakanna er Ísland í fjórða sæti af þeim 26 löndum sem skoð- uð voru, hvað varðar hæsta verð á SMS-skeytum og símaatkvæðum í þátttökulöndunum. Aðeins Grikk- ir, Rúmenar og Spánverjar greiða hærra verð. ÁSTRÓS LILJA EINARSDÓTTIR: KOMIN MEÐ NÓG AF STJÖRNUSTÆLUM Snýr baki við Silvíu Nótt ÁSTRÓS LILJA EINARSDÓTTIR Síðan hefur nú verið lögð niður vegna þess að Silvía Nótt hefur að hennar mati farið yfir strikið. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LÁRÉTT 2 óskiptu 6 hæð 8 sægur 9 yfir rúm 11 frú 12 flott 14 smápeningar 16 nafnorð 17 fjór 18 tunnu 20 golf áhald 21 gort. LÓÐRÉTT 1 líkamshluti 3 í röð 4 sendir 5 dýra- hljóð 7 skemmtun 10 frostskemmdir 13 bein 15 eyja 16 lík 19 tveir eins. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 öllu, 6 ás, 8 mor, 9 lak, 11 fr, 12 smart, 14 klink, 16 no, 17 fer, 18 ámu, 20 tí, 21 raup. LÓÐRÉTT: 1 háls, 3 lm, 4 loftnet, 5 urr, 7 samkoma, 10 kal, 13 rif, 15 krít, 16 nár, 19 uu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.