Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 86
54 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Ísland nálgast 100. sætið Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið niður í sæti númer 99 á styrk- leikalista FIFA. Liðið heldur áfram að hríðfalla niður listann, en Ísland hefur fallið um tvö sæti frá aprílmánuði og sjö sæti á þessu ári. Fréttablaðið greindi í gær frá skamm- arlegri umgjörð Valsmanna í kringum leik kvennaliðs félagsins og Stjörnunnar á Valbjarnarvelli en í stuttu máli voru engir starfsmenn frá félaginu klárir fyrir leik, engin vallarklukka var til staðar, réttur bolti var heldur ekki á staðnum og svona mætti lengi telja. „Við erum ekki á heimavelli lengur og aðstöðuleysið er að há okkur. Við lentum í hremmingum með skiltin okkar sem fóru á vitlausan stað og svo var einhver mis- skilningur með sjálfboða- liðana. Þetta er afsökun en samt ekki góð,” sagði Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals. „Okkur þykir ekki skemmtilegt að hafa byrjað tímabilið svona hjá stelp- unum. Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Þetta mun ekki koma fyrir aftur og verð- ur búið að laga fyrir næsta leik. Þetta er dónaskapur í okkur í garð allra þeirra sem koma að leikjunum. Við erum búnir að biðja stelpurnar afsökunar í gegnum meistaraflokksráð kvenna.” Eins og málið væri ekki nógu neyðarlegt fyrir Val ráku glöggir lesendur valur.is augun í að á heimasíðu félagsins sama dag og leik- urinn fór fram var Valur að auglýsa eftir sjálfboðaliðum á heimaleiki karlaliðsins. Ekki var minnst á að vantaði sjálfboðaliða hjá kvennaliðinu en eins og segir að framan var ekki einn starfsmaður til taks í upphafi leiks. „Við erum með nægt fólk í kvennastarf- inu og það er meira umstang í kringum karlaleikina og þess vegna vorum við að óska eftir fólki í kringum karlaleik- ina,” sagði Þurý Björk Björgvinsdóttir, formaður heimaleikjanefndar Vals, spurð af hverju ekki var auglýst eftir fólki á kvennaleikina. Eðlileg spurning í ljósi þessa svars er hvar þetta fólk var eigin- lega á þriðjudag? „Þetta voru í raun bara mistök því við eigum fólk til að sinna þessum leikjum. Það varð misskilning- ur sem leiddi til þessara mistaka. Við héldum að ákveðið fólk ætlaði að mæta sem síðan mætti ekki. Þetta kemur ekki fyrir aftur.” VALSMENN SKAMMAST SÍN FYRIR UMGJÖRÐINA HJÁ STELPUNUM: SKULDINNI SKELLT Á MISSKILNING Kvennalið Vals beðið afsökunar HANDBOLTI Stefán og Gunnar hafa dæmt ógrynni leikja, bæði hér heima og erlendis. Eftir að hafa dæmt í mörg ár mynduðu þeir eitt besta dómarapar í heimi þegar þeir tóku saman árið 1999 og hafa allar götur þá dæmt leiki í Evr- ópukeppnum, á Heims- og Evr- ópumótum sem og á Ólympíuleik- unum í Aþenu árið 2004. „Þetta markar ákveðin tíma- mót en ákvörðunin átti sér eðlileg- an aðdraganda, það hlaut að koma að þessu fyrr en síðar. Við erum búnir að dæma nánast allt sem hægt er að dæma og því fer þetta að renna alltaf í sama farinu. Þetta starf útheimtir ótrúlega mikla vinnu og fjarveru frá fjölskyld- unni. Þetta er orðið gott í bili,“ sagði Stefán við Fréttablaðið í gær. „Við vildum hætta á toppnum, ef svo má segja, áður en við förum að síga til baka. Þannig viljum við ekki láta minnast okkar. Við kveðj- um mjög sáttir og þetta hefur verið stórkostlegur tími. Það er hægt að segja að það séu forrétt- indi að fá að vera svona lengi á meðal þeirra bestu,“ sagði Stefán sem þurfti að hugsa sig vandlega um áður en hann tók út það besta úr ferlinum. „Það er mjög erfitt að draga eitthvað eitt út úr öllum þeim stór- leikjum sem við höfum dæmt. Það er gömul og ný klisja að Ólympíu- leikarnir séu alltaf stærsta mótið, og það gæti staðið upp úr. Það var mjög gaman að fá að dæma í Aþenu, ég hefði alls ekki viljað missa af því tækifæri,“ sagði Stef- án, sem segir að þeir hafi lent í mörgum skrautlegum atvikum. „Það sem við minnumst einna helst er að þegar við vorum að dæma á móti í Kína. Þegar við rákum menn útaf í tvær mínútur stilltu þeir sér upp fyrir framan okkur, hneigðu sig og báðust afsökunar á ensku. Það var ansi skrautlegt og eitthvað annað en það sem maður heyrir aðeins oftar, þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu,“ sagði Stefán. Handboltaunnendur á Íslandi kvarta mikið yfir dómgæslunni á leikjum en mjög fáir dómarar eru til staðar. Stefán hefur áhyggjur af þessari þróun. „Dómgæslunni hefur fleytt lítið fram enda er endurnýjunin lítil. Það vantar dóm- ara til starfa auk þess sem vinnu- umhverfið og viðhorfið mætti klár- lega vera betra,“ sagði Stefán, sem vonast til allsherjarátaks hvað handboltann á Íslandi varðar. „Það þurfa allir að leggjast á eitt við til að lyfta handboltanum í heild sinni upp á hærra plan, og þá kemur dómgæslan að sjálfsögðu með. Þeir sem eru í forsvari fyrir handboltahreyfinguna þurfa að taka á málinu. Það væri til dæmis hægt að markaðssetja þetta alveg upp á nýtt en það þarf að finna ein- hverjar leiðir. Handboltinn er að verða undir samanborið við aðrar íþróttir,“ sagði Stefán Arnaldsson. hjalti@frettabladid.is Vildum hætta á toppnum Þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson hafa ákveðið að leggja dómara- flautuna á hilluna. Félagarnir hafa verið meðal bestu dómarapara heims undanfarin ár og er ákvörðunin mikið áfall fyrir íslenskan handbolta. GUNNAR VIÐARSSON OG STEFÁN ARNALDSSON Besta dómarapar landsins, og eitt það besta í heimi, hefur ákveðið að hætta. Þeir félagar sjást hér að störfum á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HANDBOLTI Spurningar hafa vakn- að um framtíð línumannsins Har- aldar Þorvarðarsonar hjá Íslands- meisturum Fram eftir að Einar Ingi Hrafnsson gekk til liðs við félagið úr Aftureldingu. Sú saga hefur gengið að Haraldur sé á óskalista Stjörnunnar úr Garðabæ en sjálfur segist Haraldur ekki hafa heyrt frá Stjörnumönnum þó hann hafi heyrt þennan orðróm um að liðið hafi áhuga á honum. „Ég er samningslaus en stefni á að vera áfram hjá Fram. Það er fínt að hafa samkeppni og svo verður gríðarlegt álag vegna Meistaradeildarinnar. Það eru spennandi verkefni fram undan hjá Fram en ég neita því ekki að ef lið munu hafa samband við mig mun ég skoða það,“ sagði Harald- ur, Þorsteinn Rafn Johnsen, for- maður Stjörnunnar, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablað- ið hafði samband við hann í gær en sagði að markmið næsta vetrar væru skýr. „Við ætlum að vinna deildina,“ sagði Þorsteinn. - egm Miklar hræringar í handboltanum síðustu daga: Haraldur á leið til Stjörnunnar? Í STJÖRNUNA? Haraldur er hér ásamt Kjartani Ragnarssyni, formanni handknattleiksdeildar Fram, er hann gekk í raðir Framara. FÓTBOLTI Stuðningsmenn FH eru fyrir löngu orðnir þekktir fyrir að vera þeir bestu á landinu. Kjarninn í hópi þeirra er stuðn- ingsmannaklúbbur liðsins sem kallar sig Mafíuna. Þeir ætla nú að toppa sjálfa sig á sunnudag- inn þegar FH heimsækir Vals- menn á Laugardalsvelli klukkan 20.00. Mafían hefur leigt fjóra eðalvagna sem hún ætlar að fylla af fólki og mæta með stæl á þjóð- arleikvanginn. Tveir eðalvagn- anna verða svartir og tveir hvítir og ætlar Mafían að merkja þá FH í bak og fyrir. Meðal annars mun fáni Mafíunnar blakta á húddum bílanna og verður vænt- anlega mikil stemning hjá Mafíunni fyrir leikinn. - hþh Leikur Vals og FH um helgina: Mafían mætir á eðalvögnum STUÐNINGSMENN FH Ætla að hvetja lið sitt áfram sem aldrei fyrr á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖDDI HANDBOLTI Fram fer mikinn á leikmannamarkaðnum þessa dagana og eftir stöðugar fréttir af karlaliði félagsins er stjórnin farin að vinna í kvennaliðinu og fyrsti leikmaðurinn, og tæplega sá síðasti, sem liðið fær fyrir næsta tímabil er markvörðurinn Kristina Matuzeviciute sem leik- ið hefur með Haukum síðustu ár. Hún gerði tveggja ára samning við félagið. - hbg Framarar byrjaðir að versla fyrir kvennaliðið: Matuzeviciute í raðir Fram > Arnór á leið í bæinn? Hinn 18 ára gamli hornamaður Þórs og einn allra efnilegasti leikmaður DHL- deildarinnar, Arnór Þór Gunnarsson, er hugsanlega á förum frá félaginu og á leið í bæinn. Arnór stundar nám á Akureyri sem hann getur aðeins klárað á höfuðborgar- svæðinu og er það því í raun ekki spurning hvort heldur hvenær hann flytur suður. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þrjú lið borið víurnar í Arnór, þar á meðal Valur og Íslandsmeistarar Fram, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við norðanliðið. Arnór var langmarka- hæsti leikmaður Þórs í vetur með 172 mörk í 25 leikjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.