Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 30
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR30
Í pistlinum „degi til dags“ í Frétta-
blaðinu sl. sunnudag eru gerð að
umtalsefni orð sem fjármálaráð-
herra lagði mér í munn í umræð-
um á Alþingi um hátt verð á olíum
og bensíni. Þar sagði ráðherra að
ég væri „örugglega eini talsmaður
græningjaflokks í heiminum sem
predikar að lækka eldsneytis-
verð“. Þessi orð hafa síðan ratað
áfram í umræðunni í ýmsum bún-
ingi, óleiðrétt og slitin úr sam-
hengi m.a. á síðum Fréttablaðsins.
Það gerist þrátt fyrir að fjármála-
ráðherra hafi leiðrétt þau og borið
til baka í umræðum um bensín-
gjald á Alþingi nokkrum dögum
seinna. Það er því alrangt hjá pist-
lahöfundi að ætla mér þann vafa-
sama „heiður“ að vera „fyrstur
þingmanna græningjaflokka í
heiminum til að setja ódýrara
bensínverð á oddinn“.
Jöfnun flutningskostnaðar
Nú held ég að enginn óski sér hás
orkuverðs en hins vegar snýst pól-
itíkin um orkusparnað og sjálf-
bæra orkustefnu sem er ein af
meginstoðum í stefnu Vinstri
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs. Skattlagning óendurnýjan-
legra orkugjafa er einn liður í að
stýra þróuninni til sjálfbærs orku-
búskapar. Hafa skal það sem sann-
ara reynist og í ræðu minni um
þetta mál vakti ég athygli á gríð-
arlega háum flutningskostnaði á
vörum til og frá landsbyggðinni
sem skekkir mjög samkeppnis-
hæfni byggðanna. Ég kallaði eftir
efndum á loforðum ríkisstjórnar-
innar um jöfnun flutningskostnað-
ar á landsbyggðinni hliðstætt því
sem gert er í öðrum dreifbýlum
löndum.
Strandsiglingar og almenn-
ingssamgöngur
Ég hef einmitt lagt ítrekað fram
tillögur um strandsiglingar m.a.
til orkusparnaðar og til að hlífa
þjóðvegum landsins sem bera alls
ekki þá þungaumferð sem nú er
lagt á þá. Í löndunum í kringum
okkur er hvatt til stuðnings við
strandflutninga ekki síst af hag-
kvæmnisástæðum en hér eru þeir
lagðir af.
Við þingmenn Vinstri hreyfing-
arinnar - græns framboð höfum
ítrekað lagt fram tillögur á Alþingi
um auknar almenningssamgöngur
og er það einnig eitt af baráttu-
málum VG í borgar- og bæjar-
stjórnarkosningum nú í vor
Vistvænir orkugjafar
Við umræðu um breytingu á lögum
um olíugjald og kílometragjald
sem nú liggur fyrir alþingi flutti
þingflokkur Vinstri hreyfingar-
innar - græns framboðs tillögu um
átak í vistvænni nýtingu orku í
samgöngum. Verði frumvarp rík-
isstjórnarinnar að lögum mun það,
að óbreyttu verði eldsneytis skila
um 800 miljónum króna í auknar
tekjur til ríkissjóðs:
„Innheimtar tekjur af olíu-
gjaldi, kílómetragjaldi og sérstöku
kílómetragjaldi samkvæmt lögum
þessum renna til vegagerðarinnar
að frádregnum 0,5% sem renna í
ríkissjóð til að standa straum af
kostnaði við framkvæmd laga
þessara og 4,5% sem renna til að
efla almenningssamgöngur og til
að auka hlut vistvænna orkugjafa
í samgöngum.“
Verði tillaga okkar í VG sam-
þykkt munu um 200 milljónir króna
af þessum tekjustofni ríkisins
renna til þessara verkefna á ári.
Um orkustefnu Vinstri grænna
UMRÆÐA
FLUGSAM GÖNG-
UR
JÓN BJARNASON
ALÞINGISMAÐUR
Flestir sem ég tala við í Reykjavík
vilja að flugvöllurinn fái að vera
áfram á sínum stað í Vatnsmýr-
inni. Tvær Gallup kannanir árið
2005 sýndu mikinn stuðning við að
völlurinn sé kyrr.
Fólk úti á landi er ekki í vafa.
Hversu nærsýnir sem reykvískir
sveitarstjórnarmenn kunna að
vera þá á fólk annarsstaðar á land-
inu mikinn rétt í þessu máli.
Helstu rökin fyrir því að færa
flugvöllinn eru fjárhagsleg. Lóð-
irnar yrðu dýrar og borgina vant-
ar fé. En borgin á nóg af landi sem
selst dýru verði um leið og skipu-
lag liggur fyrir. Meira að segja
landi með ágætu útsýni og flestir
vilja útsýni. Það hækkar fast-
eignaverð og hefur alltaf gert.
Ekkert hefur verið látið uppi
um skoðanir hins heimsfræga hol-
lenska arkitekts sem fenginn var
til ráðgjafar um flugvallarmálið.
Þó hefur kvisast að hann hafi aðal-
lega spurt: „Til hvers þurfið þið
þetta land?“ Líklega meinti hann:
„Þið þurfið ekkert að standa í
þessu.“ Kjósendur þyrftu að vita
þetta fyrir kjördag.
Sú var tíð að mönnum datt í hug
að flytja miðbæinn til. Það varð þó
ekki úr og miðbærinn mun aldrei
líkjast erlendum miðborgum sem
betur fer. Yrði byggt í stórum stíl
á flugvallarsvæðinu myndi mið-
bærinn ekki einungis missa hluta
af fegurð sinni, hinu opna útsýni
og norræna yfirbragði. Umferðar-
þunginn myndi aukast enn og
kvosin kynni að verða kös.
Aðalkosningamál Framsóknar
er að fara með völlinn í sjávardríf-
una á Lönguskerjum. En þótt hug-
myndin sé afleit kann flokkurinn
að bjargast. Framsókn flýtur alltaf.
Jafnvel þegar hún missti SÍS undan
sér fyrir nokkrum árum komst hún
yfir á hið ríkisrekna heilbrigðis-
kerfi sem hún flýtur á í dag.
Flugvöllurinn er í raun til prýði
þar sem hann er. Auk þess að
tryggja greiðar samgögur lands-
manna, er hann nauðsynlegur
vegna öryggis sem varaflugvöllur
og sjúkraflugin nálgast nú að vera
tvö hvern dag. Flugumferðin trufl-
ar fólk lítið miðað við bílaumferð-
ina og mörgum okkar þykja flug-
vélarnar fallegar. Tilveru
flugvallarins má þakka það að suð-
urstönd Reykjavíkur er óskemmd
af stórum mannvirkjum. Einnig
það að við eigum útsýni til suðurs
úr miðborginni, sjáum Keili,
Reykjanes, Álftanes og vetrarsól-
ina þegar hún er lágt á lofti. Víð-
sýnið nýtur sín. Engar háhýsaraðir
skyggja á til suðurs.
Búið er að leggja Hringbraut-
ina sem tekur mikið pláss. Tvö
stórhýsi hafa þegar risið í Vatns-
mýrinni sem skyggja þó ekki veru-
lega á Norræna húsið sem hefur
verið augnayndi okkar í áratugi.
Háskólinn í Reykjavík mun byggja
nálægt Öskjuhlíðinni, reisa þarf
samgöngumiðstöð í stað þeirra
þreytulegu bygginga sem lengi
hafa þjónað því hlutverki. Meira
þarf vart að byggja. Flugvallar-
svæðið getur þá áfram verið opið
og að miklu leyti grænt svæði og
Vatnsmýrin áfram verið vatna-
svæði Reykjavíkurtjarnar og
varpsvæði fuglanna þar.
Frjálslyndi flokkurinn er eina
stjórnmálaaflið í Reykjavík sem
styður staðsetningu flugvallarins
í Vatnsmýrinni. Sú stefna er í sam-
ræmi við aðrar áherslur flokksins,
áherslu á varðveislu opinna svæða
almennt, umhverfismál, áherslu á
örugga og greiða umferð og varð-
veislu gamalla fallegra húsa.
Gömlu húsin eru sum hver falleg-
ustu listaverkin í borginni. Þar
sem þau standa lágreist og stíl-
hrein varðveita þau sögu hennar
og norrænt yfirbragð. Þau opna
fyrir sól og birtu inn á stræti borg-
arinnar og þau opna fyrir útsýni
hliðstætt því sem flugvöllurinn
gerir á sinn hátt þar sem hann er
nú.
Frjálslyndi flokkurinn í Reykja-
vík hefur reynst stefnufastur í
þessum málum og forysta hans
óhvikul. Hann getur haft úrslitaá-
hrif á gang þessara mála í borgar-
stjórn. Hann þarf öflugan stuðn-
ing okkar í komandi kosningum.
Fyllum ekki Vatnsmýrina af húsum
UMRÆÐAN
REYKJAVÍKUR-
FLUGVÖLLUR
INGÓLFUR SVEINSSON
LÆKNIR OG FYRRV. VARABORGARFULLTRÚI
Það er nú einu sinni svo að við
búum öll saman sem einstaklingar
í einu samfélagi, samfélagi sem
getur alls ekki virkað nema að við
tökum samfélagslega ábyrgð á
hvort öðru og stuðlum að sem
mestum lífsþægindum og þroska
hvers annars.
Rétt eins og foreldrum er borin
sú skylda að ala börn sín upp sem
nýta þjóðfélagsþegna, ber okkur
sú skylda að sjá til þess að þeir
sem einhverra hluta vegna ná ekki
að afla sér sömu lífsþæginda, þ.e.
getunnar til menntunar á við aðra,
atvinnufrelsis sem flestir hafa og
réttarins til eðlilegs fjölskyldu-
lífs, sé búinn sá félagslegi stakkur
sem gerir þeim kleift að nýtast
samfélaginu sem best.
Það samfélag sem ekki reynir
að þroska hvern einasta einstakl-
ing innan sinna vébanda getur
aldrei talist til þroskaðs samfélags
né siðmenntaðs.
Stefnumótun Sjálfsbjargar
Í nóvember sl. kom út mjög merki-
leg skýrsla undir nafninu „Stefnu-
mótun Sjálfsbjargar, Varðandi
heimaþjónustu“ þar sem gerð var
grein fyrir tilraunaverkefninu
„Samþætting á heimaþjónustu í
Reykjavík“ sem hófst í nóvember
2003 með samningi Reykjavíkur-
borgar og Heilbrigðisráðuneytis-
ins um sameiginlega stýringu
borgarinnar og ráðuneytisins á
heimaþjónustu fyrir fatlaða.
Tilgangur verkefnisins var
fyrst og fremst sá að bæta sam-
skipti og samráð milli borgarinnar
og Heilbrigðisráðuneytisins með
það í huga að efla nærþjónustu og
þar með draga úr stofnanavistun
þeirra einstaklinga sem þessa
þjónustu nota. Skýrslan greinir
frá því, og þá er sérstaklega vitn-
að í Þórunni Ólafsdóttur, hjúkrun-
arforstjóra heilsugæslunnar í
Reykjavík, að 70% þeirra sem
heimahjúkrunin sinnir eru aldrað-
ir þ.e. 67 ára og eldri, en af eitt
þúsund skjólstæðingum heima-
hjúkrunarinnar eru einungis 50%
fatlaðir.
Samkvæmt Þórunni Ólafsdótt-
ur er það ljóst að heimahjúkrunin
komi aldrei til með að hafa þann
sveigjanleika sem fatlaðir óska
eftir, því að heimahjúkrunin sinni
fyrst og fremst öldruðum sem
glíma við heilsufarsleg vandamál
og veikindi en fatlaðir þurfi þjón-
ustu sem gerir þeim fært á að lifa
eðlilegu lífi með eins lítilli röskun
og mögulegt er. Þórunn segir orð-
rétt í skýrslunni „fatlaðir eru ekki
veikir nema að þeir veikjast af
einhverjum sjúkdómi og hlutverk
heimahjúkrunar er fyrst og fremst
að sinna sjúku fólki“.
Undir þessi orð tek ég heils-
hugar. Við megum ekki rugla þess-
um tveim mikilvægu þjónustulið-
um saman þ.e. þjónustu við aldraða
og þjónustu við fatlaða og í raun
ótækt að fjalla um þessa mála-
flokka í sömu andrá þó svo að
hreyfihömlun hrjái vissulega þó
nokkrum hópi aldraðra.
Taka verður mið af þörfum hvers
einstaklings
Frá því að ég fór fyrst að fylgjast
með málefnum fatlaðra í Reykja-
vík, fyrst sem stjórnarmaður í
framkvæmdasjóði fatlaðra til
margra ára, og svo á landinu öllu
sem formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, hefur margt breyst
og mörg stefnumið og réttindamál
náð fram að ganga. Ný hugmynda-
fræði hefur ollið miklum framför-
um og fært fatlaða nær eðlilegu
lífi til jafns við aðra þegna samfé-
lagsins þar sem fatlaðir þroska
okkur jafnvel meira en við þá.
Flutningur stofnana sem þjónu-
stað hafa fatlaða út í samfélagið
frá afmörkuðum og vel sjáanleg-
um stofnunum er einna markverð-
astur í mínum huga.
Í mínum huga er það alveg ljóst
að til að svara kalli nútímans, kalli
um kröfuna um fullkomna þátt-
töku fatlaðra og heyfihamlaðra á
öllum sviðum þjóðlífsins, verða
bæði sveitarfélög, ríki, frjáls
félagasamtök og síðast en ekki
síst atvinnulífið að taka höndum
saman og þróa stoðþjónustukerfi
sem einkennist af sveigjanleika
og tekur mið af þörfum einstakl-
ingsins. Einstaklingsbundin stoð-
þjónusta einkennist því að sveigj-
anleika og tekur mið af
breytilegum þörfum og óskum
þeirra einstaklinga sem þurfa á
þessari þjónustu að halda.
Þátttaka atvinnulífsins
En hvernig náum við sem mestum
árangri á sem skemmstum tíma í
átt okkar til fullkominnar þátttöku
hreyfihamlaðra og annarra fatl-
aðra á öllum sviðum þjóðlífsins?
Ég tel það ekki nóg að fagna
þeim árangri að stofnanir hafi
flust út í samfélagið og ný hug-
myndafræði varpi áður viðtekn-
um skoðunum fyrir róða. Það er
ekki nóg að einblína á ríki og sveit-
arfélög og bíða eftir því að stjórn-
málamenn hafi frumkvæði að
breytingum. Samtök eins og
Sjálfsbjörg verða að kalla á
atvinnulífið og óska eftir frekari
samstarfi og frumkvæði um aukna
atvinnu þátttöku fatlaðra. Við
verðum að virkja það frumkvæði
og þor sem býr í þessum þjóðfé-
lagshópi og sýna það í verki að
þarna býr auðlind sem nýtast mun
til framtíðar.
Ég er þess fullviss að með
krafti Reykjavíkurborgar, Sjálfs-
bjargar og allra þeirra aðila sem
láta sig þessi mál varða, muni ekki
langt um líða, að hér verðum við í
forystu í málefnum fatlaðra gagn-
vart þeim löndum sem Ísland ber
sig svo gjarnan við.
Þá fyrst munum við lifa í þrosk-
uðu samfélagi.
Öll í einu samfélagi
UMRÆÐAN
SAMFÉLAGSMÁL
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
BORGARFULLTRÚI
Ég er þess fullviss að með krafti
Reykjavíkurborgar, Sjálfsbjarg-
ar og allra þeirra aðila sem
láta sig þessi mál varða, muni
ekki langt um líða, að hér verð-
um við í forystu í málefnum
fatlaðra...
Í 75 ár hefur Dethleffs verið í fararbroddi í gerð framúrskarandi hjólhýsa
og nú á afmælisárinu eru það viðskiptavinirnir sem fá afmælisgjöfina:
100.000 kr. inneign í nýju fortjaldi frá Isabella sem fylgir hverju nýju
Dethleffs hjólhýsi.
Nýtt Dethleffs hjólhýsi
Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is
með 100.000 kr. afmælisgjöf til þín
Umboðsmaður á Akureyri:
Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2