Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 74
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR42
Á laugardag var stafagöngudagur
Íþróttasambands Íslands haldinn
hátíðlegur á fjórtán stöðum á land-
inu. Stafaganga hefur verið að
breiðast hratt út og nú stunda
milljónir manns þessa íþrótt um
heim allan. Íþróttin á rætur sínar
að rekja til Finnlands þar sem
þjálfarar gönguskíðamanna létu
þá ganga um með stafina á sumrin
þegar enginn var snjórinn, til þess
að halda efri hluta líkamans í
þjálfun. ÍSÍ stóð fyrir stafagöngu-
degi í fyrra þar sem íþróttin var
kynnt gestum og gangandi og
þjálfarar kenndu fólki réttu hand-
tökin við stafina. Í ár var leikurinn
endurtekinn og sveifluðu 450
manns stöfunum á laugardaginn í
blíðskaparveðri. Myndirnar hér á
síðunni eru allar teknar í Laugar-
dalnum en eins og áður segir fór
kennslan fram á fjórtán stöðum á
landinu, meðal annars í Neskaup-
stað, á Þórshöfn, Akranesi, Laug-
arvatni, Akureyri og Selfossi.
...og svo sveiflast st afurinn
og stafurinn sveifl ast svo...
RJÓMABLÍÐA Stafagöngumenn fengu blíðskaparve ður og skrefamæli að gjöf frá Kelloggs.
SVONA Á AÐ GERA ÞETTA Stafagönguleiðbeinandinn Halldór Hreinsson segir áhugasömum til á stafagöngudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
VINSÆL ÍÞRÓTT Stafaganga hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið en íþróttin er
upprunnin í Finnlandi. Þar voru gönguskíðamenn látnir arka um með stafi að sumarlagi til
að halda efri hluta líkamans í þjálfun.
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Hvernig á ég að lýsa þessu fyrir
ykkur? Það er vissulega eitthvað
heillandi við þá staðreynd að
Pearl Jam sé enn að. Þeir eru
búnir að vera gefa út plötur núna
í um 15 ár og ekkert virðist stoppa
sameiginlegan sköpunarkraft
þeirra. Það er erfiðara verk en
marga grunar að halda hljóm-
sveit saman í svo langan tíma.
Pearl Jam hafa alla tíð verið
frekar tregir við að spila sig sem
rokkstjörnur. Vilja bara búa til
plötur og fara svo á löng tónleika-
ferðalög um heiminn til að spila
nýju lögin. Þeir hafa aldrei látið
plata sig út í óþarfa glys og glam-
úr sem oft fylgir slíkri frægð.
Þeir eru frekar andlitslaus hljóm-
sveit sem er greinilega ekki vel
við allar hliðar sviðsljóssins. Þeir
halda sig því út af fyrir sig. Vegna
þessa efast ég meira að segja um
að margir geti nefnt fleiri liðs-
menn Pearl Jam en Eddie Vedder
söngvara. Hann er líka mjög
fyrirferðarmikill í öllu sem hann
gerir. Leikrænn söngstíll hans
hefur lengi ónáðað mig en ég
myndi þó aldrei láta hafa það eftir
mér að hann væri lélegur söngv-
ari, bæði raddsvið hans og kraft-
ur eru vissulega aðdáunarverð.
Pearl Jam er góð hljómsveit.
Stundum finnst mér þeir þó ein-
beita sér örlítið of mikið að því að
sýna að það sé enn rokkneisti í
þessum gömlu beinum. Þeir
rokka vissulega á þessari nýju
plötu, á því leikur enginn vafi. Ég
hefði vilja heyra þá einbeita sér
betur að laglínum og textum, það
er án efa veikasti hlekkur
þessarar plötu. Ég hefði viljað
heyra fleiri lög eins og næstsíð-
asta lagið Come Back og færri
eins og smáskífuna World Wide
Suicide. Það lag gefur hárrétta
mynd af plötunni. Frekar hefð-
bundin og óspennandi lagasmíð
sem sýnir þó kraft sveitarinnar.
Rokk snýst ekki um hversu
mikinn kraft þú getur skapað,
heldur hversu djúpt tónlistin
sekkur inn í eyru hlustandans.
Rokk hófst sem uppreisn, þó það
sé að mestu orðið að lamaðri sölu-
vöru í dag.
Pearl Jam á eflaust eftir að
halda áfram að gera plötur eins
og þessa sem er í rauninni ekki
mikið hægt að setja út á heldur.
En að sama skapi, eftir tíu ár,
þegar við lítum aftur yfir feril
Pearl Jam, mun þessi plata ekki
skipta neinu máli. Hvorki í sam-
hengi sveitarinnar eða tónlistar-
sögunni. Til þess er hún bara ekki
nægilega góð né merkileg. Sveit-
in er líklegast bara orðinn sauma-
klúbbur fyrir liðsmenn sem njóta
þess að vera komnir á fimmtugs-
aldurinn. Hér er enginn uppreisn,
gegn einu eða neinu. Bara tilfinn-
ingaríkt gól, fítonskraftur, hávær-
ir gítarar og keyrsla. Sú stað-
reynd að þeir hafi ekki getað
fundið betra nafn á plötuna en
nafn sveitarinnar er líka ágætis
vísbending um hugmyndaleysið
sem virðist ríkjandi. Já, og kóver-
ið er hræðilegt.
Birgir Örn Steinarsson
Sviðasulta yrði meira spennandi
PEARL JAM: PEARL JAM
NIÐURSTAÐA:
Nýasta afurð Pearl Jam á eftir að halda
aðdáendum sáttum. Allir hinir eiga þó líklegast
bara eftir að halda það áfram að sveitin hafi
hætt fyrir áratug.