Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 2

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 2
2 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������� ���� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson, vara- formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, hefur ekki ákveðið ennþá hvort hann ætli sér að bjóða sig fram til for- manns á flokksþingi flokksins í haust. Guðni segir forsendur fyrir samkomulagi sem hann og Hall- dór gerðu með sér vera brostnar en það gerði ráð fyrir því að Guðni myndi víkja sem varaformaður flokksins. „Ég hafði á fundi með forsætisráðherra fallist á ákveðn- ar tillögur sem miðuðu að því að ný forysta tæki við flokknum strax í sumar sem alger samstaða væri um meðal miðstjórnar, lands- stjórnar og þingflokks. Þá var gert ráð fyrir því að við Halldór segðum báðir af okkur. Ekkert verður af þeim fyrirætlunum þar sem samstaða um breytingarnar er ekki fyrir hendi.“ Guðni segir trúnaðarmann Halldórs hafa sagt sér að hann væri ekki tilbúinn til þess að standa upp úr formannsstólnum fyrir Guðna. „Málið snerist um að það yrði kosin forysta í flokkinn. Halldór vildi ekki standa upp fyrir mér, að sögn trúnaðarmanna hans. Ég varð að taka því. Mín persóna er ekki aðalatriði þessa máls held- ur Framsóknarflokkurinn,“ sagði Guðni að loknum ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokks- ins og forstjóri VÍS, hefur þrálát- lega verið orðaður við endurkomu í íslensk stjórnmál að undanförnu. Guðni segist hafa miklar mætur á Finni en efist um að almenn sátt geti náðst um hugsanlega endur- komu hans. „Ég minnist Finns sem mikils dugnaðarforks og öflugur var hann sem ráðherra. Ég hins vegar bjóst við því að það gæti verið flókið fyrir hann að koma inn á vettvang stjórnmálanna og hæpið að um það næðist alger samstaða en ég ætlaði ekkert að standa gegn því,“ sagði Guðni og sagði forsendurnar fyrir sam- komulagi hans og Halldórs því brostnar. „Þetta var til þess að Halldór kynnti allt aðrar niður- stöður á Þingvöllum en við höfð- um rætt um og þess vegna var samkomulag okkar Halldórs, sem var ætlað til þess að ná samstöðu um nýja forystu, ekki fyrir hendi. Kjarni Framsóknarflokksins víða um land var mótfallinn í niður- stöðum sínum fór fram á það að flokksþingið myndi kjósa sér nýja forystu en ekki miðstjórnin.“ Ríkisstjórnin ræddi ekki breyt- ingar á ríkisstjórninni á fundi sínum í gærmorgun en Geir H. Haarde mun taka við sem forsætisráðherra þegar Halldór Ásgrímsson hættir. Guðni segist ekki óttast um sæti sitt í ríkisstjórn en fyrirsjáanlegt er að breytingar verði gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórninni vegna þeirra breytinga sem boðað- ar hafa verið. „Ég á ekki von á öðru en að ég haldi áfram sem þingmað- ur og ráðherra. Ég hef sterka stöðu í mínum flokki og mínu kjör- dæmi.“ magnush@frettabladid.is Vildi ekki standa upp fyrir Guðna Guðni Ágústsson segir trúnaðarmann Halldórs Ásgrímssonar hafa sagt sér að Halldór vildi ekki standa upp úr formannsstólnum fyrir Guðna. Óvissa ríkir um arftaka Halldórs. Á ekki von á öðru en að ég verði ráðherra áfram, segir Guðni. GUÐNI ÁGÚSTSSON SVARAR SPURNINGUM FRÉTTAMANNA Töluverð ólga er innan Fram- sóknarflokksins vegna brotthvarfs Halldórs Ásgrímssonar af sviði stjórnmálanna. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, ætlar sér ekki að fara úr forystu flokksins, eins og Halldór og hann höfðu gert samkomulag um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍRAN, AP Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, tjáði jap- önskum starfsbróður sínum í gær að Íransstjórn myndi „rannsaka af fullri alvöru“ tilboð sex stórvelda heims um margvíslegan efnahags- legan ávinning fyrir Írana gegn því að þeir hætti auðgun úrans. Mottaki ítrekaði í samtalinu að Íranar hefðu rétt til að koma sér upp tækni til að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Hann bætti því við að það væri ráðamönnum í Washington að kenna að eins lítið traust og raun bæri vitni ríkti í samskiptum Írans og Bandaríkj- anna. Hann sagðist finna fyrir því að alþjóðasamfélagið deildi þessu vantrausti á Bandaríkjastjórn. Þó er eitt af því sem komið hefur fram um innihald sáttatil- boðsins - sem Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Þýskaland, Rúss- land og Kína komu sér saman um fyrir helgi - og þykir einna mest- um tíðindum sæta tilboð Banda- ríkjamanna um að sjá Írönum fyrir nýjustu kjarnorkutækni. Javier Solana, utanríkismála- stjóri Evrópusambandsins, ræddi tilboðið við íranska ráðamenn í Teheran í gær og fyrradag. - aa Sáttatilboð stórveldanna í kjarnorkudeilunni við Írana: Lofa að grannskoða tilboðið SOLANA OG MOTTAKI Ræddu sáttatilboðið í Teheran. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Ritstjóra Séð og heyrt til tíu ára, Bjarna Brynjólfssyni, var hótað í gær að verða fluttur brott af lögreglu hyrfi hann ekki án tafar á braut frá Fróða, tímaritsútgáfu Odda. Hann er sakaður um fjársvik og fékk ekki að tæma skrifstofu sína. Bjarna var ásamt ritstjóra Vik- unnar og blaðamönnum sagt upp störfum hjá fyrirtækinu vegna slælegs fjárhags tímaritanna. Bjarni telur engan fót fyrir ásökunum. Hann hafi óskað eftir starfslokum í fullu samkomulagi við Fróða. „Ég mun leita réttar míns með aðstoð Blaðamanna- félags Íslands,“ segir Bjarni. „Ég fór þess á leit að brotin væru tilgreind en því var hafnað. Ég hef hins vegar ekki haft neina umsýslu fjármuna og verið venjulegur launamaður hjá fyrirtækinu. Ég hef ekki haft tök á því að stunda fjársvik eða önnur svik.“ Bjarni stofnaði blaðið ásamt Kristjáni Þorvalds- syni. Elín G. Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri tímaritaútgáfu Fróða, vildi ekki tjá sig um brott- hvarf Bjarna. „Málið er á viðkvæmu stigi. Ég get því miður ekkert sagt.“ Hún ætlar að gefa út fréttatil- kynningu um málið. - gag Bjarni Brynjólfsson, fráfarandi ritstjóri Séð og heyrt, mátti ekki tæma skrifstofuna: Ritstjóri sakaður um fjársvik ELÍN RAGNARSÓTTIR Framkvæmdastjóri tímaritaútgáfu Fróða vildi ekki tjá sig um brotthvarf ritstjóra Séð og heyrt. Málið væri á viðkvæmu stigi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Fjörutíu og átta ára gam- all breskur ríkisborgari var stung- inn til bana á götu í Kaupmanna- höfn um klukkan hálf fimm í gærmorgun, kemur fram á frétta- síðu danska blaðsins Politiken. Árásarmaðurinn er sagður hafa stöðvað Bretann þar sem hann var á göngu ásamt danskri vinstúlku sinni og beðið hann um sígarettu. Þegar hún fékkst ekki réðst hann gegn honum og stakk hann marg- sinnis í handleggi, fótleggi, maga, brjóst og háls. Mennirnir tveir þekktust ekkert. Svo beið árásarmaðurinn róleg- ur eftir lögreglu, sem handtók hann á staðnum. Líklegt þykir að árásarmaðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. - smk Morð í Kaupmannahöfn: Manni banað vegna sígarettu MORÐSTAÐUR Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar vettvang þar sem maður var stunginn til bana í gærmorgun. SPURNING DAGSINS Kristján, eruð þið villimenn? „Alls ekki. Upp til hópa eru þetta öðl- ingar en inni á milli eru svartir sauðir sem sverta íþróttina.“ Umhverfisráðherra vill hertar reglur um utanvegaakstur og kallar þá villimenn af versta tagi sem það stunda. Kristján Geir Mathiesen er formaður Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. KAPPLEIKUR Sendiherra Svía á Íslandi, Madeleine Ströje-Wilkens, háði borðtenniseinvígi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra við Norræna húsið í gær. Borðtenniseinvígið var háð í tilefni af þjóðhátíðardegi Svía sem haldinn var hátíðlegur í gær. Eftir einliðaleikinn, sem lykt- aði með sigri þeirrar sænsku, tók við tvíliðaleikur þar sem mennta- málaráðherra brá sér í sænskan landsliðsbúning og lyfti spaðann- um við hlið Jóhanns Haukssonar, blaðamanns á Fréttablaðinu. Þau kepptu þá við Ströje-Wilkens og danska sendiherrann Lasse Reimann. - sh Þorgerður og Ströje-Wilkens: Háðu einvígi í borðtennis EINBEITING Þorgerður Katrín þurfti að lúta í lægra haldi á tennisvellinum gegn ofjarli sínum, sænska sendiherranum. SLYS Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur mikið slasaður á sjúkrahús í gær eftir að hann féll um sex metra ofan í húsgrunn á Bíla- naustlóðinni við Borgartún. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins var kallað til og voru aðstæður til björgunar talsvert erfiðar. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík er maðurinn mjög mikið slas- aður, meðal annars með höfuð- áverka, fótbrot og aðra áverka. Nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Ekki er vitað hvernig slysið bar að en það er í rannsókn. - sh Vinnuslys við Borgartún: Féll sex metra og slasaðist illa DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri fyrir að hafa í febrúar 2004 slegið systurson sambýliskonu sinnar í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Maðurinn bar við að höggið hefði verið greitt í sjálfsvörn en það þótti dómnum ekki sannað. Maðurinn hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þeim kjálkabrotna um 745 þúsund krónur í miskabætur. Hæstiréttur staðfesti þann dóm. - sh Maður dæmdur í Hæstarétti: 30 daga skilorð fyrir kjálkabrot New Orleans sekkur Land það er borgin New Orleans stendur á sekkur um rúmlega 20 millimetra á ári hverju samkvæmt nýjum útreikningum vísinda- manna. Telja þeir það útskýra að hluta hvers vegna varnargarðar brustu þegar fellibylurinn Katrína reið yfir borgina. BANDARÍKIN Dæmdur fyrir hnefahögg Héraðs- dómur Austurlands hefur dæmt karl- manntil að greiða félaga sínum rúmar 200 þúsund krónur vegna líkamsárásar. Ákærði gaf félaganum hnefahögg sem hafði þær afleiðingar að skyntaugar í andliti sködduðust. HÉRAÐSDÓMUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.