Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 8
8 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hver er að gera heimildarmynd um Íslendingabók? 2 Hvað heitir markvörður knatt-spyrnuliðs FH-inga? 3 Hvenær settist Halldór Ásgrímsson fyrst á þing? SVÖR Á BLS. 38 UMHVERFISMÁL „Það kemur til greina að banna þessi hjól þó að ég vilji reyna aðrar aðferðir fyrst,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra um akstur tor- færuhjóla utan vegar. „Ég höfða til ábyrgðar þessara manna sem þarna eiga í hlut. Það er ekki komið að þessu ennþá og ég er ekki með neinar hótanir en ég vil undirstrika alvarleika þessa máls.“ Sigríður segist hafa átt mjög gott samstarf við vélhjólamenn en svo virðist sem margir líti ekki á akstur utan vegar af nægilega mikilli alvöru. Ráðherra segir að fyrst um sinn verði tekið á utanvegaakstri á þann hátt að auka eftirlit og höfða til samvisku þeirra sem slík hjól nota. Sigríður telur að nauðsyn- legt sé að herða viðurlög með því að hækka sektir og jafnvel komi til greina að gera ökutæki upptæk sen notuð eru á þennan hátt. „Þetta eru mjög alvarleg afbrot og sums staðar er um varanlegar skemmd- ir að ræða. Það er óafsakanlegt,“ segir Sigríður. Land í næsta nágrenni við höfuðborgina virðast vera undir sérstaklega miklu álagi og Andrés Arnalds, fagstjóri hjá Landgræðsl- unni, hefur bent á að ástandið á Reykjanesi sé sérstaklega alvar- legt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, tekur undir með Andrési. „Reykjanes- fólkvangur er allur stórskemmdur eftir utanvegaakstur mótorhjóla og vandamálið vex ár frá ári. Það kemur ekkert annað til greina en að banna umferð þessara tækja alfarið ef árangur á að nást í að stöðva eyðilegginguna.“ Sigurður H. Magnússon, plöntu- vistfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands, segir það afar mis- jafnt hvað gróður þoli rask vel. „Plöntur sem vaxa hægt, eins og til dæmis mosi, eru mjög lengi að jafna sig og för eftir tæki geta sést í marga áratugi. Hafa skal hugfast að snemmsumars er gróðurinn sér- staklega viðkvæmur þegar frost er að fara úr jörð.“ Sigurður minnir á að gróðurskemmdir geti orðið sér- staklega miklar ef vatn renni um förin því vatnið grafi sig niður og margfaldi tjónið. Ef ítrekað rask verði á landsvæði geti farið svo að skemmdirnar séu varanlegar og sérstakt uppgræðsluátak þurfi til að koma landinu í samt horf. svavar@frettabladid.is Til greina kemur að banna torfæruhjól Umhverfisráðherra er staðráðinn í að uppræta utanvegaakstur. Ráðherra vill herða viðurlög við brotum strax og jafnvel banna torfæruhjól ef það skilar ekki tilætluðum árangri. Gróður getur verið áratugi að jafna sig eftir áníðsluna. UTAN VEGAR Á REYKJANESI Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hitti menn sem voru á hjólum sínum utan vegar á Reykjanesi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KANADA, AP Tólf menn, sem hand- teknir voru auk fimm táninga í Kanada á föstudag og laugardag, mættu fyrir dómara í Ontario-ríki í gær. Mennirnir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk. Þeir eru sagðir hafa ætlað að sprengja merk mannvirki í Kan- ada í loft upp, svo sem þinghúsið í Ottawa og CN-turninn í miðborg Toronto, og segir lögregla al- Kaída hryðjuverkanetið hafa verið eina helstu fyrirmynd þeirra þótt engar upplýsingar liggi fyrir um bein tengsl þeirra í millum. Haft hefur verið eftir lögreglu að búist sé við fleiri handtökum á næstu dögum í tengslum við málið. Mennirnir og táningarnir, sem eru undir lögaldri, voru allir hand- teknir á föstudag og laugardag í Toronto og nágrenni eftir að lög- regla fékk upplýsingar um að hóp- urinn hefði fengin sent þrjú tonn af ammóníumnítrati, sem nota má til sprengjugerðar. Nú leita yfirvöld að frekari tengslum milli mannanna og öfga- fullra múslimahópa innan Banda- ríkjanna og fimm annarra landa. Bandaríkjamenn hafa hert til muna eftirlit með 6,500 kílómetra löngum landamærum sínum og Kanada. - smk Kanadamenn handtaka sautján menn grunaða um að skipuleggja hryðjuverk: Þinghúsið meðal skotmarka TEKINN HÖNDUM Einn hinna sautján manna sem handteknir voru um síðustu helgi í Kanada, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚKRAÍNA, AP Svæðisþing Úkraínu á Krímskaga lýsti í gær skagann „NATO-laust svæði“ í afgerandi kosningu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mótmæla gegn Atlants- hafsbandalaginu, en bandarískir hermenn komu nýlega til landsins til að undirbúa heræfingar sem munu eiga sér stað um miðjan júlí. Viktor Júsjenkó, forseti Úkra- ínu, segir yfirlýsinguna vera merkingarlausa, enda tilheyri ekkert af landinu NATO. Hins vegar hefur stjórn hans sóst eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið og tekið þátt í skipulagningu hern- aðaræfinga af þessu tagi. - sgj Yfirvöld á Krímskaga: Lýsa skagann Natólausan HVERAGERÐI Aldís Haf- steinsdóttir, oddviti D-list- ans, verður nýr bæjarstjóri í Hveragerði. Hún er fyrsta konan til að gegna embætti bæjarstjóra þar. Hún er jafnframt fyrsti kjörni heimamaðurinn sem sest í þennan stól. „Þetta er stefnubreyting á mörgum sviðum,“ segir Aldís og telur spennandi að sjá hvernig bæjarbúum líst á þetta. „Ég kem inn með mikla þekkingu á málefnum Hveragerðisbæjar því að ég hef búið hér frá 1966 meðan hér bjuggu aðeins nokkur hundruð íbúa.“ Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag. Bæjarbúum hefur fjölgað mikið síðustu árin og þeim mun fjölga á komandi kjörtímabili. Aldís segir að framtíðar- uppbygging grunnskól- ans sé eitt af fyrstu verk- efnunum sem verði að huga að. Nýja verk- menntaálmu vanti við grunnskólann. „Svo þarf að huga að þeim nemendafjölda sem er að koma í skólann og taka afstöðu til þess hvernig við ætlum að koma þeim fyrir,“ segir hún og bætir við að gatnagerð þurfi að klára og huga þurfi að mörgum brýnum umhverfisverkefnum. Aldís tekur formlega við starfi bæjarstjóra 11. júní. - ghs ALDÍS HAFSTEINS- DÓTTIR Aldís Hafsteinsdóttir er nýr bæjarstjóri í Hveragerði: Skólamál og fólks- fjölgun í forgangi INDÓNESÍA, AP Merapi-eldfjallið, sem er í hinum illræmda „Eld- hring“ Kyrrahafsins, spýr enn hrauni og gasi yfir nærliggjandi þorp. Fjallið er frægt fyrir ófyrir- sjáanleg eldgos, en svo virðist sem jarðskjálftinn stóri sem varð tæp- lega 6.000 manns að bana fyrir skemmstu hafi aukið virkni þess. Yfirvöld í héraðinu Magelang sendu yfir fjörutíu jeppa og bíla til að flytja ellefu þúsund íbúa nágrannahéraða Merapi-fjalls burt úr gjóskuregninu í neyðarskýli. - sgj Eldgos í Indónesíu: Ellefu þúsund flýja eimyrjuna MERAPI-ELDFJALLIÐ Eldvirkni hefur aukist að undanförnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.