Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 16

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 16
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Frændsystkin þorsksins, þau ýsa og ufsi, hafa það bærilega gott á Íslandsmið- um. Þó er að sjá sem þau hafi ekki nóg að éta frek- ar en þorskurinn. Það er kannski eins með fæðuna í hafinu og beitarlönd á fjalli; þegar sumrar seint og sprettur illa koma lömbin vesöl af fjalli og fallþungi þeirra minnkar. Verðmætastur allra fiskistofna við landið er þorskstofninn. Ástand hans er verra en ýsunnar og ufsans. Nýliðun er léleg á sama tíma og nýliðun ýsunnar er góð svo dæmi sé tekið. Horaður þorsk- ur og léleg nýliðun er slæm blanda og Hafrannsóknastofnun- in mælir í nýrri skýrslu sinni með 11 þúsund tonna niðurskurði á næsta fiskveiðiári. Biðin langa eftir auknum þorsk- kvóta heldur því áfram. Hafrann- sóknastofnunin vill láta veiða enn minna en gert er, helst ekki meira en 18 til 20 prósent í stað 25 pró- senta af stofninum en við þá hámarksreglu hefur verið stuðst undanfarin 13 ár. Aðeins þannig megi auka afrakstursgetuna en með óbreyttu veiðiálagi hjakki menn aðeins í sama farinu. Vonbrigði „Þetta eru vonbrigði því tillagan felur í sér skerðingu þorskafl- ans,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Hann ligg- ur undir feldi áður en hann tekur endanlega ákvörðun sína um veiðiheimildir næsta fiskveiðiárs og kveðst einnig ætla að ráðfæra sig við sérfræðinga utan Haf- rannsóknastofnunarinnar, sjó- menn og útvegsmenn og aðra sem að fiskveiðum koma. „Sjómenn og útvegsmenn hafa greint frá ágætum afla og ég batt vonir við að Eyjólfur væri að hressast. Ég gerði mér grein fyrir að brugðið gæti til beggja vona varðandi þorskinn. Allar til- lögur til skemmri tíma munu fela í sér skerðingu á tekjum sjávar- útvegsins. Menn verða að horfast í augu við það. Ef menn vilja bæta fæðuframboð fyrir þorsk- inn verða menn að draga úr loðnuveiðum, hugsanlega einnig síldveiðum. Hitt væri að lækka aflaregluna niður um nokkur pró- sentustig, draga úr þorskafla, en það veldur einnig minnkandi tekjum. Ég er ekki tilbúinn til þess að lækka veiðihlutfallið í bili að minnsta kosti. Ég fer yfir þetta með fiskifræðingunum, útvegsmönnum og fleirum. Þetta er alvörumál og við þurfum að taka okkur þann tíma sem þarf í þetta. Enginn vill búa áfram við þetta ástand,“ segir sjávar- útvegsráðherra. Önnur sjónarhorn Jón Kristjánsson, sjálfstætt starfandi fiskifræðingur, segir að ekkert komi lengur á óvart varðandi ráðgjöfina. „Að vísu kemur á óvart að fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar tala nú um að það skorti kannski æti fyrir fiskinn og kenna um loðnuleysinu. Nú er talað um að meðalþyngd þorsksins sé í sögu- legu lágmarki. Hvernig svo sem stendur á fæðuskortinum lagar stofninn sig að honum, en viðbröð stofnunarinnar og stjórnvalda við honum eru alröng.“ Jón hefur í seinni tíð verið í samskiptum við sérfræðinga sjávarútvegsmála hjá Evrópu- sambandinu. „Skoskur þingmað- ur, sem fylgist með fiskveiðum tók eftir því að fiskiskipaflotinn hafði minnkað þar um 70 prósent en samt var ofveiði talin ástæða lélegs ástands fiskistofna. Það gengur varla upp. Menn leita nýrra sjónarhorna, einnig hjá Evrópusambandinu. Það er ef til vill galið að halda því fram að léleg afkoma stofnanna sé afleið- ing af fiskveiðistefnunni, en er ekki verðugt að skoða það líka? Í landbúnaði reyna menn ávallt að hámarka vöxtinn og það verður aðeins gert með nægjanlegu fæðuframboði,“ bendir Jón á. Öðruvísi veiðar Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að sjávarútvegsnefnd verði kynntar niðurstöður Hafrannsókna- stofnunarinnar fyrir helgina. Jóhann hallast að því að mikil- vægt sé að draga úr loðnuveið- um. „Kvótakerfið stærðarvelur fisk og vel má vera að lítill stofn, kvótakerfi og miklar loðnuveiðar valdi vandanum.“ Jóhann segir í fjórða lagi að frá því landhelgin var endanlega færð út í 200 sjómílur hafi Íslend- ingar sjálfir séð til þess að tog- veiðiþunginn er orðinn margfalt meiri en þá á Íslandsmiðum. „Togveiðar okkar eru stundaðar af miklu meiri þunga en þegar við rákum Breta af höndum okkar og héldum því fram fullum hálsi að þeir væru að leggja miðin okkar í rúst. Þetta væri fjórða gagnrýnisatriði mitt. Hér huga menn lítið að gerð veiðar- færa. Í hnotskurn sést þetta þegar bent er til dæmis á að hér á landi er aldrei gerður greinar- munur á því hvort menn veiða humar í botntroll eða í gildrur. Þeim sem nota vistvænni veiðar- færi eru ekki gefin nein betri tækifæri en öðrum,“ segir Jóhann Ársælsson. Svona erum við FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON jóhannh@frettabladid.is N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf F í t o n / S Í A Eftir að Svartfellingar rufu ríkjasamband sitt við Serba í síðastliðnum mánuði með einungis 55 prósenta atkvæða meirihluta hefur landið verið mikið í sviðsljósinu. Lítið er þó vitað um þetta smáríki, enda hefur það verið hluti af mun stærra ríki, Júgóslavíu, í áraraðir. Hvar er Svartfjallaland? Svartfjallaland eða Crna Gora liggur við Adríahaf í sunnanverðri Evrópu og á landamæri að fjórum löndum, Serbíu í austri, Bosníu og Hersegóvínu í norðri og Albaníu í suðri. Einnig liggur lítil ræma Króatíu að landinu vestanmegin. Landið er lítið eða tæpir 14.000 ferkílómetrar og eins og nafnið bendir til er það fjöllótt mjög. Höfuðborg Svartfjallalands heitir Podgorica og hét áður Titograd. Þar búa um 140.000 manns. Hverjir eru Svartfellingar og hver er tunga þeirra? Svartfellingar teljast til Suður-Slava, en þeir settust að í Suður-Evrópu á fimmtu til sjöundu öld eftir Krist. Svartfellingar eru um 680.000 talsins, en þó telur tæpur þriðjungur þeirra sig ekki vera eiginlegan Svartfelling, heldur Serba. Mikill meirihluti Svartfellinga tilheyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni, en að auki eru nokkrir þeirra múslimar. Tungan nefnist serbó-króat- íska, en hún er náskyld búlgörsku, makedónsku og slóvensku. Hver er framtíð Svartfjallalands? Meirihluti þjóðarinnar hefur nú hafnað ríkja- sambandinu við Serbíu, meðal annars til þess að auðvelda Svartfjallalandi inngöngu í Evrópu- sambandið, en aðild að því er allra brýnasta framtíðarmál Svartfellinga. Embættismenn í Evrópu er margir efins um mögulega aðildar Svartfjallalands og telja að stjórnkerfi þess sé enn sem komið er of spillt til að standast kröfur Evrópusambandsins. Djukanovic forsætisráð- herra, sem liggur nú undir grun um sígarettu- smygl, hefur hins vegar heitið því fullum hálsi að landið verði fullbúið til Evrópusambands- aðildar innan fárra ára. FBL GREINING: SVARTFJALLALAND Smáríki á leið í Evrópusambandið > Giftingar, skilnaðir og staðfest samvist árið 2005 Heimild: Hagstofa Íslands Biðin eftir meiri þorski ÞORSKUR Horaður þorskur og léleg nýliðun er slæm blanda og Hafrannsóknastofnunin vill láta veiða talsvert minna en fjórðung af mældum stofni. JÓHANN ÁRSÆLSSON „Togveiðar okkar eru stundaðar af miklu meiri þunga en þegar við rákum Breta af höndum okkar.“ EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGS- RÁÐHERRA „Þetta eru vonbrigði því tillagan felur í sér skerðingu þorskaflans.“ 7 56 0 Fj öl di 1. 60 7 6 Hjóna- bönd Staðfest samvist konur Staðfest samvist karlar Lög- skilnaðir Aktívistar og mótmælendur hafa talsvert látið til sín taka í umræðunni að undanförnu og jafnvel komist í klandur vegna róttækra aðgerða sinna. Garðar Stefánsson vinnur að heimildarmynd um aðgerðastarf á Íslandi. Hvað er aktívismi? Aktívismi þýðir á góðri íslensku aðgerðastarf og er skilgreint sem hvers kyns sjálf- boðastarf sem einstaklingar eða hópar taka að sér með það að markmiði að láta hugsjónir sínar rætast. Hvernig getur maður tekið þátt? Það er mjög einfalt að taka þátt í aðgerðastarfi og er þetta í rauninni aðeins spurning um að velja sér mál- efni sem skiptir mann virkilega miklu máli., hvort sem það er umhverfi, mannréttindi, dýravernd eða kvenrétt- indi svo ég nefni nokkur. Skilar aðgerðastarf einhverju? Að sjálfsögðu gerir aðgerðastarf gagn. Gott dæmi um vel heppnað aðgerða- starf er Samtökin 78, þar sem hópur fólks hittist fyrir 28 árum til þess að berjast fyrir auknum rétti samkyn- hneigðra. Í dag eru þetta virk félaga- samtök sem meðal annars skipuleggja Gay Pride gönguna. SPURT & SVARAÐ AKTÍVISMI Að fylgja hugsjónum GARÐAR STEFÁNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.