Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 18
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR18 Mikil óvissa ríkir um stöðu manna og mála innan Framsóknarflokksins eftir yfirlýsingar formanns og varaformanns í fyrrakvöld. Báðir höfðu ákveðið að hætta en það eitt er vitað nú að formaðurinn hættir í haust. Framsóknarflokk- urinn hefur ekki glímt við forystukreppu í áratugi. Hafi Halldór Ásgrímsson óskað sér að línur innan Framsóknar- flokksins yrðu skýrar eftir yfir- lýsinguna á Þingvallafundinum á mánudagskvöld hafa þær óskir orðið að engu. Þvert á móti hefur óvissan aukist um allan helming. Aðeins þremur klukkustundum eftir að hann gaf til kynna að þeir Guðni Ágústsson ætluðu báðir að segja af sér embættum sínum sendi Guðni frá sér yfirlýsingu og sagði ekkert liggja fyrir um afsögn sína. Eftir stendur að Halldór hættir í ríkisstjórn á næstu dögum eða vikum og sem flokksformaður í haust. Og í fyrsta sinn síðan ein- hvern tíma á fyrrihluta síðustu aldar er allsendis óvíst hver verð- ur næsti formaður Framsóknar- flokksins. Atburðir síðustu daga hafa spil- ast af fingrum fram - öfugt við það sem stundum gerist í stjórnmál- unum þegar atburðarás er hönn- uð. Áætlanir hafa breyst og ný tromp komið fram. Hávær orðrómur komst á kreik á föstudag þess efnis að Halldór Ásgrímsson hygðist hætta í stjórn- málum. Illa gekk að fá þau orð staðfest en í Fréttablaðinu á laug- ardag sagðist Halldór ætla að ræða málin við sitt fólk áður en hann ræddi þau í fjölmiðlum. Þann sama laugardag hittu hann og Guðni Ágústsson Hjálmar Árna- son, formann þingflokksins, að máli og greindu honum frá þeirri ákvörðun sinni að víkja úr emb- ættum til að skapa svigrúm fyrir Finn Ingólfsson. Áður höfðu tví- menningarnir rætt við Finn og lagt að honum að snúa aftur í stjórnmálin og taka við forystu flokksins. Samkvæmt orðum Finns í Morgunblaðinu í gær fóru þær viðræður fram fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 27. maí og því ljóst að úrslit þeirra skiptu litlu og jafnvel engu um framvind- una. Þeir Halldór og Guðni höfðu þegar afráðið að hætta, áður en heldur slælegar niðurstöður kosn- inganna lágu fyrir. Dregið fyrir gluggana Halldór Ásgrímsson ræddi ekki aðeins um vangaveltur sínar og fyrirætlanir við fjölskyldu sína og nánustu samverkamenn í flokknum. Geir H. Haarde, for- manni Sjálfstæðisflokksins, var kunnugt um áform hans og höfðu þeir ræðst við um breytingar á ríkisstjórninni. Ekkert hefur verið látið uppi um hvaða breyt- ingar verða gerðar annað en það að Halldór hverfi úr stjórninni og Geir verði forsætisráðherra. Uppi voru getgátur um að Finnur Ing- ólfsson yrði fjármálaráðherra en hafi einhverjar líkur verið á því hafa þær minnkað. Halldór boðaði þingflokk og landsstjórn Framsóknarflokksins til fundar við sig í bústað forsætis- ráðherra á Þingvöllum á mánu- dagskvöld. Fundurinn hófst klukk- an hálf átta en til hans var boðað með skömmum fyrirvara. Kokk- arnir í eldhúsinu á Hótel Valhöll voru meðal fyrstu manna til að frétta af fundinum en þeir hófust handa þegar um morguninn við að undirbúa hlaðborð það er fundar- menn gæddu sér á. Var hlaðborðið sagt hefðbundið; á því voru bæði kjöt- og fiskréttir og í glösum var malt, appelsín og pilsner. Þegar fundarmenn komu til Þingvallafundarins vissu þeir ekki hvers vænta mátti. Auðvitað höfðu þeir heyrt sögusagnir og rætt málin sín á milli auk þess sem í það minnsta einhverjum var kunnugt um áætlanir Halldórs og Guðna. Þeir vissu hins vegar ekki hvað Halldór ætlaði að segja. Þegar allir voru komnir til fundarins voru gluggatjöld bústaðar forsætisráðherra dregin fyrir og var snætt og hlýtt á Hall- dór í skjóli fyrir kvöldbirtunni og forvitnum augum þeirra örfáu blaðamanna sem haft höfðu spurn- ir af fundinum. Klappað vel og lengi Skömmu eftir að fundarmenn voru sestir að borðum var fjöl- miðlum sagt að yfirlýsingar Hall- dórs Ásgrímssonar væri að vænta klukkan níu um kvöldið. Ætlaði hann að stíga út á hlað Þingvalla- bæjarins og greina frá áformum sínum. Uppi varð fótur og fit á sjónvarpsstöðvunum þar sem engir möguleikar eru á beinum sendingum frá Þingvöllum með svo skömmum fyrirvara. Fór svo að NFS sendi orð Halldórs beint út í gegnum GSM-síma og kom upp- töku sinni af yfirlýsingunni með þyrlu til Reykjavíkur. Fundurinn fór vel fram. Hall- dór greindi frá ákvörðun sinni og hlaut mjög góðar undirtektir. Var klappað vel og lengi fyrir honum. Fundarmenn hafa almennt verið sparir á lýsingar sínar á því sem gerðist og þeirri stemningu sem ríkti en þó hafa nokkrir tjáð sig opinberlega. Á vefsíðu sinni segir Siv Friðleifsdóttir að stundin hafi verið magnþrungin og stór og Guðjón Ólafur Jónsson segir hana hafa verið fallega og tilfinninga- þrungna. „Auðvitað vorum við dálítið döpur þarna á Þingvöllum,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir svo á morgunvaktinni á Rás eitt í gær. Þegar klukkan sló níu streymdu fundarmenn út á hlaðið og mynd- uðu skeifu sem Halldór formaður sté inn í. Þar upplýsti hann þjóðina um ákvörðun sína þess efnis að draga sig í hlé úr stjórnmálunum, sem átt hafa hug hans allan í á fjórða áratug. Guðni þögull en hugsi Halldór lét þess getið að þeir Guðni hefðu greint Hjálmari frá því að báðir væru viljugir til að hætta og stóðu flestir í þeirri trú fram eftir kvöldi að svo yrði. Hann vís- aði hins vegar á Guðna sjálfan þegar eftir því var gengið hvort hann myndi líka segja af sér emb- ættum sínum. Guðni var á hinn bóginn þögull sem gröfin þegar hann var inntur eftir áformum sínum. Sagði aðeins að kvöldið væri Halldórs. Ljóst er hins vegar að Guðni hugsaði sitt í þögninni og að fundi loknum ók hann sem leið lá á heimili sitt á Selfossi og settist við tölvuna, skrifaði yfirlýsingu og sendi frá sér. Þar vísar hann til þess að ekki hefði ríkt samstaða í flokknum um breytingar á flokks- stjórninni og forsendur fyrir afsögn sinni því brostnar. Athyglis- vert er að í niðurlagi yfirlýsingar- innar þakkar hann Halldóri langt samstarf. Má heita undarlegt að varaformaðurinn noti þennan vett- vang til að þakka formanninum samstarfið en þeir hafa setið saman í þingflokki Framsóknarflokksins síðan Guðni var fyrst kjörinn á þing fyrir nítján árum. Ýmsar kenningar og sögusagn- ir spunnust í gær um atburði hvítasunnuhelgarinnar og líklegt framhald mála. Sumir segja að með yfirlýsingu sinni hafi Guðni stungið rýtingi í bak Halldórs en aðrir vilja meina að hann hafi fyrst og fremst svikið sjálfan sig. Mögulegar afleiðingar séu að honum verði ekki ætlað sæti í nýrri ríkisstjórn Geirs Haarde. Væri þá komin upp sérkennileg staða ef hvorki formaður né vara- formaður stjórnmálaflokks eiga sæti í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Á hinn bóginn verður erfitt að ganga framhjá Guðna við val á ráðherrum enda mest ánægja með störf hans af ráðherrum Fram- sóknarflokksins og raunar allra ráðherra ríkisstjórnarinnar sam- kvæmt nýjustu mælingu Gallup. „Vegir stjórnmálanna eru órannsakanlegir,“ sagði einn þing- manna Framsóknarflokksins í samtali við Fréttablaðið í gær. Eru það orð að sönnu og víst að ógjörn- ingur er að spá fyrir um framhald mála. Það er hins vegar kaldhæðnis- legt að þessi erfiða staða Fram- sóknarflokksins skuli vera uppi á sama tíma og Halldór Ásgrímsson ýtir úr vör átaki sem miðar að því að einfalda opinbert regluverk undir kjörorðinu Einfaldara Ísland. Um leið og Ísland verður ein- faldara verður Framsókn flóknari. Ný og óþekkt staða Framsóknar HUGSAR RÁÐ SITT Guðni Ágústsson hélt heim til Selfoss eftir Þingvallafundinn og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ekkert liggja fyrir um eigin afsögn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Samfylkingin á Akureyri Félagsfundur. Boðað er til félagsfundar fimmtudaginn 8. júní 2006. Fundurinn er í LÁRUSARHÚSI og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Meirihlutasamningur og bæjararstjórna- mál. Seturétt á fundinum eiga skráðir félagar í Samfylkingunni á Akureyri og Hrísey. Stjórnin. FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is AFSÖGNIN OPINBERUÐ Halldór Ásgrímsson greinir frá pólitískum endalokum sínum fyrir utan bústað forsætisráðherra á Þingvöllum á mánudagskvöld. Þingmenn og landsstjórnarmenn hlýða íbyggnir á. Á þessari stundu bjóst Halldór við að Guðni Ágústsson myndi einnig segja af sér trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en það fór á annan veg. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.