Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 24
[ ]Ótryggt ástand í Íran getur hækkað bensínverð á Íslandi upp í 150 krónur á líterinn. Merkilegt hvernig tilraunir með kjarnorku í Mið-Austurlöndum geta haft áhrif á ökumenn hér. Note er nýjasta viðbótin í Nissan fjölskyldunni. Þetta er svokallað- ur fjölnotabíll en er í minni kant- inum miðað við slíka bíla. Nissan Note er þó ekki bara fjölnotabíll og afar nýtilegur sem slíkur held- ur er hér á ferðinni bíll með afar skemmtilega akstureiginleika. Reynsluekið var sjálfskiptum bíl með 1600 vél og reyndist hann framúrkarandi lipur og skemmti- legur. Hann var léttur og leikandi í stýri en einnig rásfastur og stöð- ugur. Þá var vélin snörp og skemmtileg þannig að bíllinn var snöggur að svara bensínfætinum. Því má segja að hér sé á ferðinni nokkuð fjörlegur bíll. Nissan Note er laglegur útlits, ekki síst sé miðað við fjölnotabíla þar sem notagildið er oft sett útlit- inu framar. „Boomerang“lagað aft- urljósið setur sterkan svip á bílinn og má segja að það sé útlitslegt ein- kennismerki hans. Framsvipurinn sver sig hins vegar í ætt við lúxu- sjeppann Nissan Murano og nýju Micruna með áberandi krómuðu grilli. Að öðru leyti er útlitið í sam- ræmi við aðra bíla þar sem áhersla er lögð á góða nýtingu plássins, með utarlega staðsett hjól. Bíllinn er vel búinn margvís- legum geymsluhólfum og öðrum þægindum. Nefna má sérstaklega borð aftan á framsætum fyrir aft- ursætisfarþega og sniðugt lítið lokað hólf ofan á mælaborðinu miðju sem hentar til dæmis fyrir sólgleraugu eða lykla. Þá er hans- kahólfið tvískipt þannig að auk hins venjulega lokaða hólfs er opið hólf sem smellpassar fyrir kort eða ferðahandbækur. Sömuleiðis má nefna að skottið er með fölsk- um botni þannig að hægt er að dýpka það með því að losa um botninn. Nissan Note hlýtur að teljast áhugaverður kostur fyrir fjöl- skyldur ekki síst ef hinir fullorðnu hafa smekk fyrir bíl með skemmti- lega aksturseiginleika. Hann er vissulega ekki stór en fyrir litla fjölskyldu er plássið kappnóg. steinunn@frettabladid.is Fjörlegur fjölnotabíll Nissan Note er snaggaralegur fjölnotabíll í minni kantinum. Í þessum bíl fer saman mikið notagildi og afar skemmtilegir aksturseiginleikar. Nissan Note ber dæmigerð útlitseinkenni fjölnotabíla eins og utarlega staðsett hjól en er um leið nokkuð sportlegur og snotur. Framsvipurinn á Note er kunnuglegur þeim sem þekkja Nissan Murano og nýju Micruna. Skottið býður upp á ýmsa notkunarmögu- leika þótt ekki sé það stórt ef aftursæti eru í notkun.Skottið er aðgengilegt með góðri opnun. Aftursæti eru þægileg og borð aftan á framsætum bæta aðstöðu aftursætisfarþeganna. Ef aðeins eru tveir afturí má fella niður armpúða milli sæta. Afturljósið með „boomerang“laginu setur sterkan svip á Nissn Note. Aðstaða bílstjóra er góð og mælaborðið hefur nútímalegt útlit. REYNSLUAKSTUR NISSAN NOTE Vélarstærð Hestöfl Beinskiptur Sjálfskiptur Visia 1,4 88 1.740.000 kr. Visia 1,6 110 1.950.000 kr. Tekna 1,6 110 2.190.000 kr. • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.