Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 26
[ ] Páll Steinar Sigurbjörnsson 11 ára, Hugrún Helgadóttir 11 ára og Rebekka Ingibjartsdóttir 10 ára hafa öll verið í sumarbúð- um KFUM og KFUK. Páll Steinar Sigurbjörnsson hefur verið mikið í sumarbúðunum í Vatnaskógi. „Ég hef einu sinni farið sjálfur í flokk en þegar ég var lítill var pabbi forstöðumaður í Vatnaskógi og ég fór oft með honum þangað,“ segir hann. Páll fór sjálfur í Vatnaskóg síð- asta sumar og var þar í viku. „Á hverjum degi var keppt í fótbolta og svo voru frjálsar íþróttir. Mér fannst samt skemmtilegast þegar við gengum að hyl sem er í vatn- inu og stukkum ofan í hann.“ Í sumar ætlar Páll að fara aftur í sumarbúðirnar í Vatnaskógi. „Ég fer með tveimur vinum mínum en ég fór með öðrum þeirra síðast og núna ætlar hinn að koma með líka.“ Páll mælir með því að allir krakkar prófi að fara í sumarbúð- ir. „Ég mæli sérstaklega með Vatnaskógi því það er mjög gaman þar.“ Hugrún Helgadóttir var í Kald- árseli síðasta sumar. „Ég hef farið fjórum sinnum í Kaldársel en ég fór tvisvar sinnum síðasta sumar,“ segir hún. Í tvö fyrri skiptin sem Hugrún var í Kaldárseli fór hún með vin- konu sinni en í seinni tvö skiptin fór hún með systur sinni. „Systir mín er tveimur árum yngri en ég og hún var að fara í fyrsta skipti í sumarbúðir síðasta sumar.“ Hugrún segir að hægt sé að vera í fimm daga í einu í Kaldár- seli. „Við gerðum margt skemmti- legt þegar við vorum þar, lékum okkur og fórum í gönguferðir. Það er alltaf brennókeppni á milli borða og svo er hægt að fara í skotbolta og fótbolta og vaða í ánni. Hugrún veit ekki ennþá hvort hún ætlar að fara í sumar- búðirnar í sumar. „Ef ég fer þá förum við systurnar örugglega saman,“ segir hún. Rebekka Ingibjartsdóttir hefur bæði farið í sumarbúðir í Ölveri og Vindáshlíð. „Ég var sex ára þegar ég fór í Ölver og níu þegar ég fór í Vindáshlíð,“ segir hún. Rebekka var í viku í Vindáshlíð síðasta sumar og var þar með frænku sinni. „Hún er eldri en ég en við vorum báðar að fara í Vind- áshlíð í fyrsta skipti.“ Nóg var að gera hjá stelpunum þessa viku sem þær voru í sumar- búðunum. „Það var mjög skemmti- legt í sumarbúðunum. Við fórum upp á Sandfell og fórum oft í brennó sem mér finnst skemmti- legast.“ Rebbekka er ekki búin að ákveða hvort að hún ætlar að fara aftur í sumarbúðir í sumar. „Ef ég færi myndi ég vilja fara aftur í Vindáshlíð,“ segir hún. emilia@frettabladid.is Gaman í sumarbúðum Rebekka Ingibjartsdóttir hefur bæði farið í Ölver og Vindáshlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Hugrún Helgadóttir fór tvisvar sinnum í Kaldársel síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Páll Steinar Sigurbjörnsson mælir með Vatnaskógi fyrir öll börn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðni Már Harðarson er æsku- lýðsfulltrúi KFUM og KFUK en starfsemi sumarbúða þeirra hófst formlega í gær. Í sumarbúðum KFUM og KFUK fer fram kristilegt starf. „Við vilj- um næra andlegu hliðina eins og þá líkamlegu og erum stolt af starfi okkar,“ segir Guðni. Sumarbúðirnar eru á fimm stöðum á landinu. „Þær eru í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri í Borgarfirði, Kaldárseli og Hóla- vatni fyrir norðan. Sumarbúða- starfið hófst formlega í gær í öllum sumarbúðunum og fyrstu flokkarnir eru byrjaðir. Í sumar verða alls fimmtíu dvalarflokkar í boði á þessum stöðum.“ Skipt er eftir aldri í flokkana í sumarbúðunum og Guðni segir að enn sé laust í einhverja dvalar- flokka. „Búið er að skrá 2.200 börn hjá okkur í sumar en það er ennþá hægt að bæta við 800 börnum. Í öllum búðunum er fullt í einhverja dvalarflokka en það er líka laust í einhverja í þeim öllum. Sumarbúðirnar eru fyrir börn frá sex ára aldri og upp í sautján ára. „Langflest börnin eru á aldr- inum tíu til tólf ára en það er svona vinsælasti sumarbúðaald- urinn. Þau börn eru ekki byrjuð í unglingavinnunni og eru óhrædd við að fara að heiman. Við erum svo með styttri flokka fyrir sex til sjö ára því þau eru að venjast því að fara að heiman og ef kemur upp heimþrá þá er það yfirleitt í þeim flokkum. Loks erum við með unglingaflokka fyrir fjórtán til sautján ára og það eru yfirleitt börn sem hafa komið ár eftir ár og vilja bara ekki hætta. Í þeim flokkum myndast oft mjög skemmtileg stemning og nú þegar eru 200 börn eldri en fjórtán ára búin að skrá sig hjá okkur,“ segir Guðni. Guðni segir að allir eigi að geta skemmt sér vel í sumarbúðunum. „Dagskráin er mjög fjölbreytt og börnin geta valið um það hvort þau vilja fara út í skóg að leika sér, í leiki, á fótboltamót eða í gönguferð. Þau geta alltaf valið um fimm eða sex dagskrártilboð og það finna alltaf allir eitthvað við sitt hæfi og tíminn líður hratt í sumarbúðunum.“ emilia@frettabladid.is Allir finna eitthvað við sitt hæfi í sumarbúðum Guðni Már Harðarson segir að tíminn líði hratt í sumarbúðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þegar þú kennir barninu þínu, kennir þú einnig barnabarninu þínu. af glæsilegum sumarfatnaði og útifatnaði Fatnaður fyrir 0-16 ára Ný lína fyrir krakka yfir kjörþyngd frá 8-16 ára Hlíðarsmára 12 • Sími: 555-6688 Full búð RÓBERT BANGSI ...og unglingarnir Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 www.modurast.is Mikið úrval af brjóstagjafa- og meðgönguundirfatnaði í mörgum litum Einnig erum við með hinn vinsæla Carters ungbarnafatnað Börnin eyða miklum tíma útivið og skemmta sér í hinum ýmsu leikjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.