Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 46
MARKAÐURINN 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR10 F R É T T A S K Ý R I N G Hlutirnir hafa breyst hratt hjá knatt- spyrnuliði FC Barcelona frá því að Joan Laporta, félagsmaður númer 27.869, felldi nafna sinn Joan Gaspert í kjöri til forseta félagsins árið 2003. Núverandi Spánarmeistarar hafa náð sér heldur betur á strik eftir að hafa staðið í skugga erkióvinanna í Real Madrid um nokkurra ára skeið og er orðið besta félagslið heims eftir sigur á Arsenal í meistaradeildinni í vor. Það er svo sem ekki nýlunda að Barca eigi lið í fremstu röð; félagið er næstsig- ursælasta félagslið Spánar og hefur lengi vel verið meðal þeirra sterkustu á alþjóða- vettvangi. Hins vegar telst það nýlunda að glæstur árangur innan vallar tryggi jafnframt mikinn vöxt í fjárhagslegum efnum. Forsetanum eru þakkaðar þess- ar breytingar, en hann einsetti sér að breyta FC Barcelona úr knattspyrnufé- lagi í afþreyingarfyrirtæki með því að fjárfesta í nýjum tekjuþáttum og efla þá þætti sem fyrir voru. Með því að fjárfesta í leikmönnum á borð við Ronaldinho og Samuel Eto´o var ljóst að innri þættir myndu eflast verulega og auka tekjur í formi aukinnar miða- og auglýsingasölu, sjónvarpssamninga og alls kyns varnings auk aukinnar athygli fjölmiðla á félaginu. Tölurnar tala sínu máli. Velta félags- ins hefur frá keppnistímabilinu 2002-2003 farið úr 11,5 milljörðum króna í 22 millj- arða fyrir nýliðið leikár. Barca tapaði 6,8 milljörðum fyrir þremur árum og skuld- aði 17,3 milljarða, nú heyrir taprekstur sögunni til og skuldir fara minnkandi. FC Barcelona er nú í níunda sæti Forbes yfir verðmætustu félög heims en samkvæmt listanum er liðið metið á 31 milljarð króna og má ætla að verðmiðinn hækki jafnt og þétt með sömu þróun. ANDLIT KATALÓNÍU Uppbygging FC Barcelona er allt önnur en flestallra stærstu knattspyrnuliða heims sem eru oftar en ekki í eigu fárra auð- kýfinga eins og Chelsea, Manchester Utd. og A.C. Milan. Barcelona er félagsskap- ur meðlima (socios) sem telur 142 þús- und manns og hefur fjölgað mjög frá því Laporta tók við. Að einhverju leyti má líkja Barca við almenningshlutafélag því með- limirnir greiða fyrir aðild sína að félaginu og kjósa svo forseta og aðra stjórnend- ur. Aðrar íþróttir koma einnig við sögu því keppt er undir merkjum Barcelona í handbolta, körfubolta og hokkýi. Hvorki handbolti né körfubolti standa undir sér og kemur það því í hlut knattspyrnunnar að leggja það fram sem á vantar. En í herbúðum félagsins leynist einn- ig merkileg saga sem sumpart er saga Katalóníu. Félagið er andlit héraðsins út á við og hefur verið sameiningartákn þess á góðum sem erfiðum stundum. „Katalónía er þjóð og FC Barcelona her þess,“ sagði Bobby Robson, fyrrum knattspyrnu- stjóri Barca. Simon Kuper segir svo frá í „Football against enemy“ að á valdatíma Francos hafi Nývangur (Nou Camp) verið eini staðurinn sem klær einræðisherrans náðu ekki til. Til að ögra Franco karlin- um, sem gat þulið upp öll byrjunarlið Real Madrid langt aftur í tímann, blakti katalónski fáninn við hún á leikvanginum. „Það er ekki rétt að ég hati Katalóníu. Ég dái Katalóníu þrátt fyrir Katalóna,“ mælti einræðisherrann eitt sinn. Hersveitir Francos stormuðu niður Avenida Diagonal í átt til miðborgar Barcelona snemma árs 1939 og mörkuðu þannig endalok spænsku borgarastyrjald- arinnar og fullnaðarsigurs þjóðernissinna yfir lýðveldissinnum. „Þegar Barcelona vinnur deildina, verðum við herlið gleðinnar, göngum upp Diagonal og stöndum andspænis því áfalli [þegar hersveitir Francos gengu niður],“ skrifar bakvörðurinn knái Oleguer, sósí- alisti og andstæðingur alþjóðavæðingar og Evrópusambands, í rit sitt „Leiðin til Íþöku“. Mörgum hefur þó fundist full ein- falt að stilla hlutunum upp þannig að FC Barcelona standi fyrir lýðræði gagnvart einræðinu í Madrid. Í valdatíð Josep Lluis Nuñez, á árunum 1978-2000, þóttu stjórn- arhættir allt annað en lýðræðislegir en á móti var Barca sigursælt á þessu tímabili; varð sjö sinnum Spánarmeistari og fór með sigur af hólmi í gömlu meistaradeild- inni árið 1992. Gavin Hamilton, ritstjóri World Soccer, er á því að þá umbylt- ingu sem hefur orðið eftir að Laporta tók við keflinu megi einmitt rekja til opnari stjórnarhátta og nútímalegri vinnubragða, til dæmis að líta á knattspyrnulið sem hvern annan „bisness“. MENGA EKKI TREYJUNA Tækifæri til frekari tekjuaukningar og aukins hagnaðar FC Barcelona blasa við: Nægir þar að nefna að Barca hefur aldrei borið nafn styrktaraðila á treyjunum og hefur ástæðan verið sögð sú að ekki mætti „menga“ hinn röndótta búning. Nú hafa þó félagsmenn veitt stjórn heimild til að fá styrktaraðila. Á næstu leiktíð má reikna með að auglýsandi verði kominn á treyjurnar en ekki er víst að stórfyr- irtæki muni eiga þar hlut að máli heldur mannúðarsamtök. Einnig hefur verið bent á að miðaverð á hinn glæsilega Nývang er mun lægra en gengur og gerist hjá öðrum stórliðum, til að mynda í Englandi. Það er sennilega gert af ráðnum hug, svona eins konar verðlaun til dyggra félagsmanna. Ódýrasti ársmiðinn á Nývangi kostar 69 pund en til samanburðar verður ódýrasti ársmiðinn á Emirates Stadium, nýjum og glæsilegum leikvangi Arsenal, 885 pund. Dýrasti miðinn á leiki Barca kostar 579 pund. Þá horfa forráðamenn Barcelona til Austurlanda fjær, aðallega til Kína og Japans, í von um að eignast þúsundir stuðningsmanna sem myndu skapa félag- inu miklar tekjur. Þetta hefur reynst Manchester Utd. og Real Madrid fengsæl tekjuleið. Esteve Calzada, markaðsstjóri FC Barcelona, segir að þótt knattspyrna sé vinsælasta íþróttagrein heims þá sé hún enn framandi í mörgum Asíulöndum. Hann tekur sérstaklega fram að þótt það væri freistandi að hafa japanskan eða kínverskan leikmann á mála hjá liðinu álíti stjórnendur félagsins að undirstaðan að velgengni félagsins sé hæfileikaríkir leikmenn sem skili vinnunni sinni - nefni- lega sigrum. Byggt á: Football against enemy, Guardian og World Soccer. BESTA FÉLAGSLIÐ Í HEIMI Ronaldinho og fyrirliðinn Puyol fagna sigri í meistaradeildinni á dögunum. JUAN LAPORTA, FORSETI FC BARCE- LONA, SIGRI HRÓSANDI Algjör stakka- skipti hafa orðið á rekstri þessa besta knattspyrnuliðs í heimi eftir að Laporta var kjörinn forseti árið 2003. Velta félagsins hefur tvöfaldast á þessum tíma og skríður það hratt upp lista Forbes yfir verðmætustu félög heims. AFP/IMAGE FORUM Herlið gleðinnar og Katalóníu Á sama tíma og snillingarnir Ronaldinho og Samuel Eto´o leika við hvurn sinn fingur hefur Juan Laporta snúið rekstri FC Barcelona úr miklu tapi í hagnað. Allir vegir virðast vera þessu stolti Katalóníu færir, sem er ekki einvörðungu lið ellefu fótboltamanna heldur heilt íþróttasamfélag þar sem togast á saga, samkennd og útrás. Eggert Þór Aðalsteinsson fer yfir gang mála í Barcelona. FRANCO HERSHÖFÐINGI „Það er ekki rétt að ég hati Katalóníu. Ég dái Katalóníu þrátt fyrir Katalóna.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.