Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 54
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR18 H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Í marsmánuði réði Alfesca til sín Antony Hovanessian í starf framkvæmdastjóra við- skiptaþróunar félagsins. Starf hans er marg- þætt og sér hann meðal annars um fjárfesta- tengsl og hefur yfirumsjón með fjárfesting- um fyrirtækisins. Hann vinnur einnig náið með forstjóra og öðrum innan framkvæmda- stjórnar félagsins að ýmsum málum sem varða stefunumótun og rekstur. Alfesca hefur gjörbreyst síðustu misseri og innviðir sam- stæðunnar hafa verið styrktir. „Við tryggjum að dótturfélögin fái stuðning og höfum eftir- fylgni með að starfsfólk þess fái þá þjálfun sem þarf. Tilgangur höfuðstöðvanna er ekki einungis að fylgjast með dótturfélögunum heldur að tryggja að þau fái þann stuðning sem þau þurfa til að vel gangi.“ ALLTAF OG ALLS STAÐAR ÚTLENDINGUR Antony fæddist í Bretlandi árið 1969. Faðir hans er Armeni sem hafði farið til Bretlands í háskólanám og kynnst þar ungri hjúkrunar- konu. Stuttu síðar eignuðust þau svo soninn Antony og fluttist litla fjölskyldan þá til Íran. Þangað hafði stórfjölskyldan flúið vegna ofsókna tyrkneska meirihlutans á armenska minnihlutanum við upphaf fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Í höfuðborginni Teheran ólst hann svo upp til fjórtán ára aldurs. Hann hugsar hlýlega til æskuáranna og segir armenska minnihlutann í Íran vel liðinn þótt hann hafi lítið sem ekkert að segja um pólitík landsins. Þegar Antony var fjórtán ára flutti hann aftur til Bretlands þar sem hann segir marga hafa átt erfitt með að skilja bakgrunn hans. „Ég hef í raun alltaf upplifað mig sem útlending. Ég var útlendingur í Íran, ég var útlendingur í Bretlandi, svo nú er ekkert mál fyrir mig að vera útlendingur á Íslandi.“ SKRIFSTOFA Í LONDON OPNUÐ Í SUMAR Antony eyðir drjúgum hluta tíma síns á Íslandi og kann vel við sig hér. Hann á sitt skrifborð í höfuðstöðvum Alfesca í Hafnarfirði og þekkir orðið vel til Reykjavíkur og þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Eitt fer þó fjarri að hann geti tengt sig við en það er Eurovision-umræða og -áhugi landans sem honum þykir stórfurðuleg. Það mun þó ekki koma til þess að Antony flytjist alfarið hingað til lands því opnun skrifstofu Alfesca í London er fyrirhuguð nú í júlí. Þar verða Antony og Nadine Deswasiere til húsa og þar mun Jakob Sigurðsson, for- stjóri félagsins, jafnframt hafa aðsetur. „Við þurfum að vera nær þeim verkefnum og þeim markaði sem við vinnum á svo fólk geti komið og hitt okkur. London er svo miðsvæðis og því mjög góður staður,“ segir Antony sem játar að vera jafnframt feginn því að vera ekki eins mikið fjarri eiginkonu sinni og tveimur börnum sem búsett eru þar. MEÐ ÍSLENDINGUM Í LONDON Áður en Antony réði sig til Alfesca var hann aðstoðarforstjóri fjárfestingabankastarfsemi KB banka í London frá stofnun hennar árið 2003. Starfsferilsskrá hans fram að því er jafnframt glæsileg, en hann hóf starfsferil sinn sem lögfræðingur hjá alþjóðlegu lög- fræðiskrifstofunni Clifford Chance sem jafn- framt kostaði hann til náms við Plymouth- háskóla þaðan sem hann útskrifaðist árið 1993. Þaðan fór hann til lögfræðistofunnar DLA Piper Rudnick Gray Cary þar sem hann öðlaðist frekari reynslu af störfum tengdum samruna fyrirtækja og fjárfestingum fyrir matvælafyrirtæki, fyrirtæki í neytenda- vöru og iðnfyrirtæki. Þaðan lá leið hans til Barclays Capital þar sem hann vann þar til KB ævintýrið hófst. „Það var mikil breyting fyrir mig að taka þátt í því ævintýri enda komst ég þannig í kynni við Íslendinga.“ Hann segir ekki hægt að líkja því saman hvernig litið er á Íslendinga í bresku atvinnulífi í dag miðað við þá. Hann man vel eftir því að hafa á stundum ekki verið tekinn alvarlega. „Það tók tíma að sannfæra breska markaðinn um að okkur væri alvara en þegar Baugur tók Karen Millen yfir og þegar Mosaic var skráð á íslenska hlutabréfamarkað- inn urðu fjölmiðlar forvitnir og fóru að fylgjast með. Það átti tvímælalaust þátt í að Íslendingar komust á kortið fyrir alvöru.“ ÚR BANKANUM Í MATVÆLIN KB banki leiddi einmitt kaup Alfesca á hinu franska Labeyrie sumarið 2004. Antony var þá í nánu sam- starfi við Jakob, forstjóra Alfesca, og hans samstarfs- menn sem leiddi til þess að honum bauðst að ganga til liðs við fyrirtækið fyrr á þessu ári. Antony segir þau kaup, ásamt kaupunum á Lyons Seafood árið áður, hafa markað þáttaskil í starfsemi Alfesca, sem bar enn nafnið SÍF og hafði fyrst og fremst verið sérhæft í sölu og mark- aðssetningu sjávarafurða. Stjórnendur SÍF tóku þá ákvörðun um mitt ár 2004 að leggja megináherslu á fram- leiðslu og sölu fullunninna afurða í Evrópu og nú, tveimur árum síðar, starfar fyrirtækið undir nýja nafninu á mörkuðum fyrir helstu afurðir sínar sem seldar eru undir vörumerkj- unum Labeyrie, Blini, Delpierre, Skandia, Lyons og Farne auk þess sem félagið hefur sterka stöðu í vörumerkjum verslanakeðja. ÁHERSLAN Á INNRI OG YTRI VÖXT Stjórnendur Alfesca stefna ótrauðir að því markmiði að fyrirtækið verði númer eitt í Evrópu í þeim vöruflokkum og á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar þegar á. Jafnframt er verið að líta til stækkun- ar, bæði í gegnum samruna við fyrirtæki sem falla vel að rekstri félagsins, og ekki síður að bæta við afurðaflokkum og þróa þær vörur sem þegar eru í framleiðslu. Samstarf meðal dótturfélaganna hefur jafn- framt verið aukið og stefnt er að því að auka þá þróun enn frekar, til dæmis þegar kemur að því að samnýta viðskiptavini. Antony segist gera ráð fyrir að tvennt muni gerast í nánustu framtíð. Í fyrsta lagi muni verð á laxi fara lækkandi og ná jafnvægi enda sé það í óeðlilegum hæðum núna. Í öðru lagi muni það ekki skipta fyr- irtækið eins miklu máli í framtíðinni. „Við ætlum að tryggja okkur gegn sveifl- um í hráefnaverði og árs- tíðasveiflum með því að bæta við afurðaflokkum og þróa frekar þær vörur sem við höfum nú þegar.“ Hann segir að þrátt fyrir að fyr- irtækið sé að mörgu leyti í krefjandi aðstæðum núna séu hann og aðrir stjórn- endur fyrirtækisins fullir sjálfsöryggis fyrir hönd félagsins. „Fjölmörg fyrir- tæki í okkar bransa eru að fara á hausinn en við svífum í gegnum þetta og erum að undirbúa okkur undir að þenja vængina. Það eru spennandi tímar fram undan.” ANTONY HOVANESSIAN, FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐSKIPTAÞRÓUNAR ALFESCA Antony var aðstoðarforstjóri fjár- festingabankastarfsemi KB banka í London og leiddi meðal annars kaup Alfesca á Labeyrie sumarið 2004. Þannig komst hann í kynni við stjórnendur Alfesca sem varð til þess að hann gekk til liðs þá fyrr á þessu ári. Alþjóðlegt yfirbragð stjórnar Alfesca Yfirstjórn Alfesca tók á sig nýja og litríkari mynd í marsmánuði með tilkomu tveggja nýrra framkvæmdastjóra. Annar þeirra er af armenskum og breskum ættum, ólst upp í Íran og á sér skemmtilega sögu hvort sem snýr að vinnu og einkalífi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Antony Hovanessian og rak úr honum garnirnar yfir hvítlauksristuðum humri. Hádegisverður fyrir tvo á Lauga-Ási Forréttur Súpa dagsins og brauð Aðalréttur Hvítlauksristaðir humarhalar Drykkir Kók, sódavatn og kaffi Alls krónur: 7.180 ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Antony Hovanessian framkvæmdastjóra viðskipta- þróunar Alfesca Antony Hovanessian Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Alfesca Fæðingardagur: 18. nóvember 1969 Maki: Julia Hovanessian Börn: Elena 5 ára og Oliver 3ja ára Þeim linnir ekki gleðifréttunum á Íslandi um þessar mundir. Fyrst tókst Framsóknarflokknum að halda völdum í borginni og nú hefur verið ákveðið að Finnur Ingólfsson verði næsti formaður. Aurasálin gæti ekki verið ánægð- ari. Reyndar er svekkjandi að þurfa að bíða fram á haust – en það er búið að ákveða þetta. Finnur Ingólfsson er athafnastjórn- málamaður. Þeir eru því miður ekki margir á Íslandi. Of margir pólitíkusar misskilja hlutverk sitt. Þeir halda að stjórnmála- menn eigi að „setja almennar leikreglur í samfélaginu“ og svo muni „markaðurinn“ ráða hvern- ig fram vindur. Þetta er þvætt- ingur. Stjórnmálamenn eiga að redda fólki hlutum. Hugmyndafræði Aurasálarinnar byggist á því að kjósendur hjálpi stjórnmálamönnum að fá vinnu og í staðinn þá reddi stjórnmála- maðurinn þeim vinnu, góðum díl eða einhverjum öðrum verðmæt- um. Þetta er spurning um sann- girni – kaup kaups, æ sér gjöf til gjalda, quid pro quo. Það er ekkert athugavert við þetta fyrirkomulag sem tíðk- ast og það er heldur ekkert að því að stjórnmálamenn reddi bara sínum stuðningsmönnum. Ekki voru það kjósendur VG sem redduðu Finni Ingólfssyni formennskunni í Framsókn – ó, nei. Það verða flokksmenn sem redda honum því. Reyndar hefði verið betra ef miðstjórnin reddaði honum þessu því þá hefði hann þurft að redda miklu minna í staðinn. Viðskiptalífið verður vitaskuld fyrir mikilli blóðtöku nú þegar Finnur færir sig um set. Rétt eins og stjórnmálin urðu fyrir blóðtöku þegar Finnur fluttist úr þeim í business. En Aurasálin örvæntir ekki. Þvert á móti er ekki ólíklegt að áhrif Finns í viðskiptalífinu muni enn aukast nú þegar hann er kominn aftur í pólitíkina. Það er mikilvægt í lýðræðislegu samfélagi að stjórnmálamenn, sem fara með lýðræðislegt umboð þjóðarinnar, láti til sín taka bæði í viðskiptum og pólitík – og jafnvel víðar, til dæmis í menningu og íþróttum. Aurasálin hefur fengið endur- nýjaða trú á lýðræðinu eftir að Framsókn náði völdum í Reykjavík og Finnur í Framsókn (það er auðvitað bara formsat- riði að láta kjósa hann formann). Nú sjáum við öll fram á betri og bjartari tíð með fleiri og stærri álverum, eða hagvaxtar- verksmiðjum eins og Aurasálin kýs að kalla þau, meiri þunga- iðnaði, auknum landsbúnaði, hærra kjötfjalli og fleiri fram- sóknarmönnum í æðstu stöður þjóðfélagsins. Til dæmis vonar Aurasálin að Finnur Ingólfsson finni almennilegan og traustan framsóknarmann til að verða fréttastjóri Útvarps. X-Finnur. Finnur í forystu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.