Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 66

Fréttablaðið - 07.06.2006, Page 66
?��������������� ?��������������� 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR14 Jules Rimet bikarinnn var upp- runalegi verðlaunagripurinn á Heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Úrugvæar unnu hann fyrstir allra árið 1930 en þá kall- aðist hann reyndar „Sigur“ eða Victory. Nafni hans var breytt formlega árið 1946 til heiðurs Jules Rimet, forseta FIFA, sem hafði árið 1929 átt upphafið að HM í knattspyrnu. Bikarinn hefur þó nánast ávallt verið nefndur HM-bikarinn. Abel Lafleur hannaði bikar- inn en hann vóg 3,8 kíló og var 35 cm hár. Hönnun hans var vísun í vængjótta fígúru sem kallaðist kunnuglegu nafni, Nike. Hún var grísk gyðja sem var tákn sigurs. Í heimsstyrjöld- inni síðari voru Ítalir handhafar bikarsins. Ottorino Barassi, þáverandi varaformaður FIFA, faldi bikarinn frá Þjóðverjum í skókassa undir rúminu sínu. Rétt fyrir úrslitaleikinn í Englandi árið 1966 var verð- launagripnum stolið þar sem hann var til sýnis í Westminster Central Hall, en leitarhundur fann hann viku síðar, umvafinn dagblöðum í ruslagámi í hinum enda Lundúna. Eftirgerð var samstundis framleidd og var hún notuð í fagnaðarlátunum eftir úrslitaleikinn sem Eng- lendingar unnu á heimavelli. Eftirgerðin var einnig notuð við einstaka tilefni þar til árið 1970 en hún var svo seld á uppboði fyrir 254.000 pund árið 1997 og er hún nú til sýnis á knattspyrnu- minjasafni Englands í Preston. Brasilíska liðið sem vann HM árið 1970 fékk þann heiðurs aðnjótandi að fá bikarinn til eignar. Árið 1983 var bikarnum svo stolið enn á ný, þá í Rio de Janeiro, og hefur hann aldrei fundist aftur. Brasilíska knatt- spyrnusambandið lét búa til sína eigin eftirlíkingu. Bikarinn sem kom í staðinn er núverandi bikar sem Brasilíu- menn hafa í sinni vörslu. Það var Silvio Gazzaniga sem hann- aði þennan stórbrotna verð- launagrip en hann er 36,5 cm hár og er gerður úr 18 karata gulli (75 prósent), sem vegur um 5 kíló. Botninn er svo 13 cm í þver- mál og samtals vegur bikarinn 6.175 kíló, en hann sýnir tvær mannlegar fígúrur halda á jörð- inni. FIFA World Cup er greftrað neðst á bikarinn og undir honum eru svo nöfn allra sigurvegara á HM frá upphafi. Það sést því ekki þegar hann stendur, en öll nöfnin þar eru á ensku. Sjö þjóð- ir hafa fengið nafnið sitt greftr- að á bikarinn en ekki er vitað hvað gerist þegar plássið fyrir nöfnin verður uppurið. Það ger- ist eftir HM 2038. Reglur FIFA kveða á um að verðlaunagripurinn megi ekki vera til sýnis, ólíkt forvera hans. Sigurvegararnir á HM fá hann að láni í fjögur ár, og fá einnig endurgerð til eignar. Saga verðlaunagripsins Saga verðlaunagripsins á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er ótrúleg í meira lagi. Allt frá því Jules Rimet setti heimsmeistarakeppnina á fót og þar til verðlaunagripnum var stolið í tvígang hefur saga hans verið merkileg en tveir verðlaunagripir hafa verið notaðir frá upphafi- SÁ UPPRUNALEGI Jules Rimet bikarinn, sem stolið var rétt fyrir HM 1966, og aftur árið 1983. NORDICPHOTOS/AFP BIKARINN GLÆSILEGI Verðlaunagripurinn eftirsótti er stórglæsilegur, en hann vegur yfir sex kíló og er gerður úr átján karata gulli. NORDICPHOTOS/AFP VISSIR ÞÚ... Gísli Marteinn HJARTAÐ SEGIR ENGLAND EN HEILINN BRASILÍA Bogi Ágústsson ENGLAND Hilmar Björnsson BRASILÍA Freyr Bjarnason BRASILÍA Heiðar í Botnleðju BRASILÍA Magnús Ver Magnússon BRASILÍA Frosti í Mínus BRASILÍA Gísli Einarsson ENGLAND Dagur B. Eggertsson BRASILÍA Ívar Guðmunds BRASILÍA Baldur Beck TÓGÓ Helgi Seljan ÍRAN Páll Rósinkranz BRASILÍA Óli Palli ÞÝSKALAND EÐA BRASILÍA Einar Þorvarðarson BRASILÍA Jón Kaldal ARGENTÍNA Atli Eðvaldsson ÞÝSKALAND Geir Sveinsson BRASILÍA Gaupi ÍTALÍA Patrekur Jóhannesson ÞÝSKALAND Þorsteinn J. FRAKKLAND, BRASILÍA EÐA SPÁNN Árni Johnsen ENGLAND Jón Arnar Magnússon ÞÝSKALAND ...að Hakan Sükur skoraði sneggsta mark allra tíma á HM árið 2002? Það gerði hann gegn gestgjöfunum í Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið eftir aðeins ellefu sekúndur. Hann bætti þar með 40 ára gamalt met Václav Masek frá Tékkóslóvakíu um fjórar sekúndur. ...að Ungverjar hafa skorað flest mörk í leik á HM? Það gerðu þeir árið 1982 þegar þeir burstuðu El Salvador 10-1. Ungverjar eiga líka næstflestu mörkin, níu talsins gegn Suður-Kóreru árið 1954. ...að Just Fontaine er sá sem hefur skorað flest mörk allra á HM. Það gerði hann fyrir Frakkland árið 1958 þegar hann skoraði þrettán mörk í aðeins sex leikjum. Að meðaltali þurfti hann aðeins rúmar 40 mínútur til að skora. ...að Hollendingar hafa ekki tapað vináttuleik fyrir HM síðan árið 1990? Það var Austurríki sem vann Hollendinga 3-2 árið 1990 en síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. ...að Gerd Müller er markahæsti leikmaður HM frá upphafi? Þjóðverjinn skoraði fjórtán mörk í tveimur heimsmeistarakeppnum, árin 1970 og 1974. Brasilíumaðurinn Ronaldo er sá eini sem getur skákað honum á HM í Þýskalandi en hann hefur þegar skorað tólf mörk á tveimur mótum, 1998 og 2002. ...að Flest spjöld í einum leik á HM komu árið 2002? Í leik Þýskalands og Kamerún, sem Þjóðverjar unnu 2-0, gaf Antonio Lopez Nieto dómari hvoru liði átta gul spjöld og eitt rautt, og því samtals sextán gul spjöld og tvö rauð. ...að Mohamed Al Deayyea, markmaður Sádi-Arabíu, er leikreyndasti leikmaður sem spilar á HM í sumar? Hann hefur spilað 181 leik fyrir þjóð sína en leikreyndasti útileikmaðurinn er Claudio Suárez frá Mexíkó, sem leikið hefur 176 leiki. ...að markahæsti leikmaður HM fyrir sína þjóð er Íraninn Ali Daei? Þessi magnaði markaskorari hefur skorað 109 mörk fyrir Íran en hann er markahæsti leikmaður allra tíma fyrir landslið. ...að flestir leikmenn sem spila á HM leika á Englandi? Alls 105 leikmenn spila þar í landi, 73 í Þýskaland og 61 á Ítalíu. Leikmennirnir í liðunum 32 spila alls í 49 löndum en átta deildir hafa einn leikmann á HM. ...að Arsenal á flesta leikmenn sem spila á HM? Alls koma fimmtán leikmenn frá Skyttunum, en Chelsea skartar fjórtán mönnum. AC Milan kemur næst með þrettán. ...að Brasilía hefur oftast tekið þátt í HM? Brasilía hefur tekið þátt í öllum heimsmeistarakeppnum fram að þessu, alls átján talsins. Þýskaland, að Vestur-Þýskalandi meðtöldu, hefur tekið þátt sextán sinnum, líkt og Ítalía. ...að Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollendinga, er yngsti þjálfarinn á HM? Hann er fæddur 31. október árið 1964 og verður því 41 árs og 221 ára gamall. Otto Pfister verður sá elsti, 68 ára og 197 daga gamall. ...að Ali Boumnijel er elsti leikmaðurinn á HM? Þessi markmaður Túnis verður 40 ára og 57 daga gamall á opnunardegi HM. Englendingurinn Theo Walcott er sá yngsti, 17 ára og 85 daga gamall.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.