Fréttablaðið - 07.06.2006, Side 77

Fréttablaðið - 07.06.2006, Side 77
MIÐVIKUDAGUR 7. júní 2006 21 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.739 -1,78% Fjöldi viðskipta: 386 Velta: 7.060 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,20 -0,61% ... Alfesca 3,95 +0,00%... Atorka 5,90 -0,84% ... Bakkavör 48,80 -1,41% ... Dagsbrún 6,08 -1,62% ... FL Group 19,90 -0,50% ... Flaga 4,06 -2,17% ... Glitnir 18,20 -1,09% ... KB banki 777,00 -2,88% ... Landsbankinn 22,00 -2,22% ... Marel 69,90 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,30 -1,21% ... Straumur-Burðarás 17,90 -1,11% ... Össur 112,00 -0,89 MESTA HÆKKUN Tryggingamiðstöðin +2,50% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -5,73% Kaupþing banki -2,88% Landsbankinn -2,22% Umsjón: nánar á visir.is 36ltr. coke og 20 pokar af Maarud snakki fylgja einnig í kaupauka149.990kr Verð Hagnaður írska lággjaldaflug- félagsins Ryanair nam 302 millj- ónum evra á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars, og er það tólf pró- sentum meira en árið á undan. Þá er hagnaðurinn sjö milljónum evrum meiri en stjórn flugfélags- ins hafði búist við. Búist er við fimm til tíu pró- senta auknum hagnaði á yfirstand- andi rekstrarári ef olíuverð helst í kringum sjötíu Bandaríkjadali á tunnu út árið, að sögn stjórnarinn- ar. Gengi hlutabréfa í Ryanair hefur lækkað um sautján prósent á árinu, meðal annars vegna ótta um verri afkomu flugfélagsins sökum hækkana á olíuverði. - jab Góður hagnað- ur hjá Ryanair EIN VÉLA RYANAIR Hagnaður lággjaldaflug- félagsins Ryanair jókst um tólf prósent á milli ára. MYND/AFP Útbreiðsla dagblaða í heiminum jókst um tæplega 0,6 prósent á síðasta ári og hefur aukist um sex prósent síðustu fimm ár. Kom þetta fram í ársskýrslu Alþjóða- samtaka dagblaða (WAN) en sam- tökin halda nú árlegan aðalfund sinn í Moskvu. Ef fríblöðum er bætt við seld dagblöð jókst útbreiðsla um rúm- lega 1,2 prósent. Sex prósent allra dagblaða sem lesin eru í heimin- um eru fríblöð en hlutfallið er öllu hærra í Evrópu, sautján prósent. Fram kemur í skýrslunni að 439 milljónir manna kaupa dag- blöð daglega og að sjö af tíu útbreiddustu dagblöðum verald- ar eru gefin út í Asíu. Kína er stærsti dagblaðamarkaður í heimi en þar eru seld tæplega 97 millj- ón blöð á degi hverjum. Tæplega 79 milljónir dagblaða seljast í Indlandi. Hlutfallslega eru seld flest dagblöð í Japan en þar eru seld 634 dagblöð á hverja þúsund íbúa. Í Noregi seljast 626 dagblöð fyrir hverja þúsund íbúa. - jsk Aukin sala á dagblöðum ÍSLENSKU BLÖÐIN Í nýrri könnun Alþjóðasamtaka dagblaða kemur fram að útbreiðsla dagblaða í heiminum hefur aukist um rúmlega hálft prósent. Viðskiptaráð Íslands hvetur til aukinnar aðkomu einkaaðila að framkvæmdum ríkisins. Í vænt- anlegu fréttabréfi veltir ráðið sér- staklega upp þeim möguleika að einkaaðilum verði í auknum mæli falinn rekstur og framkvæmdir við samgöngumannvirki. Fram kemur að Hvalfjarðar- göngin séu ef til vill nærtækasta dæmið um framkvæmd sem falin hafi verið einkaaðilum og heppn- ast framar vonum. Í upphafi hafi verið talið að göngin yrðu um tuttugu ár að borga sig upp en nú sé ljóst að það taki mun skemmri tíma og skatttekjur ríkissjóðs af framkvæmdinni séu meiri. Á verð- lagi árs 1996 nam stofnkostnaður ganganna 4,6 milljörðum króna. Þá fagnar Viðskiptaráð yfirlýs- ingu samgönguráðherra um að kanna skuli hvort fela eigi einka- aðilum framkvæmdir við Suður- landsveg og Sundabraut. „Einkaaðilar hafa meiri hvata en ríkið til að ná fram hagræð- ingu. Það á jafnt við vegafram- kvæmdir sem önnur svið. Við áréttum mikilvægi þess að ríkis- valdið velji hagkvæmasta kost- inn,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. - jsk HVALFJARÐARGÖNGIN Viðskiptaráð telur Hvalfjarðargöngin gott dæmi um fram- kvæmd sem falin hefur verið einkaaðilum og heppnast framar vonum. Einkaaðila í ríkisframkvæmdir Viðskiptaráð vill að einkaaðilum verði í auknum mæli falinn rekstur og fram- kvæmdir við samgöngumannvirki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.