Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 78
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhannes R. Snorrason fyrrverandi yfirflugstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. júní kl. 13.00. Arna Hjörleifsdóttir Hjördís Jóhannesdóttir Gunnar Bergsveinsson Hjörleifur Jóhannesson Árdís Kjartansdóttir Jóhannes Örn Jóhannesson Ragna D. Davíðsdóttir Snorri H. Jóhannesson Jóhanna Björnsdóttir Margrét B. Jóhannesdóttir Baldvin Thor Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, Hjalti Þorvarðsson fyrrverandi rafveitustjóri á Selfossi, lést að Ljósheimum á Selfossi föstudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 14.00. Sigurveig Sigurðardóttir Sverrir Hjaltason Guðrún Eyja Erlingsdóttir Sigurður Hjaltason Aagot F. Snorradóttir Anna Hjaltadóttir Guðmundur Þorsteinsson Þorvarður Hjaltason Ólafía Sigurðardóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Unnur Agnarsdóttir Sóltúni 5, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, Reykjavík, föstu- daginn 9. júní kl. 15.00. Óskar H. Gunnarsson Gunnhildur Óskarsdóttir Arnór Þ. Sigfússon Agnar Óskarsson Margrét Ásgeirsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ívar Andersen vélstjóri, lést föstudaginn 2. júní. Ingibjörg Ívarsdóttir Guðmundur Ívarsson Erla Ívarsdóttir Haraldur Sigursteinsson Gretar Ívarsson Anna Dís Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför hjart- kærrar eiginkonu, móður, dóttur og fóstur- dóttur, Þórdísar Pétursdóttur Seli, Grímsnesi. Sérstakar þakkir til læknanna Eiríks Jónssonar og Óskars Jóhannssonar og alls starfsfólks deildanna 11-E og 13-D, Landspítala við Hringbraut, fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Skúli Kristinsson Aðalbjörg Skúladóttir Halldóra Þórdís Skúladóttir Árni Kristinn Skúlason Þórunn Árnadóttir Pétur Jónsson Sigrún Guðmundsdóttir og Kristján Sigtryggson. MERKISATBURÐIR 1099 Krossfarar í fyrstu kross- ferðinni hefja umsátur um Jerúsalem. 1904 Íslandsbanki, hinn eldri, tekur til starfa. Honum var lokað 3. febrúar 1930. 1936 Hnefaleikameistaramót Íslands fer fram í fyrsta sinn. Íþróttin er bönnuð tveimur áratugum síðar. 1939 Georg sjötti Bretakonungur heimsækir Bandaríkin. 1951 Minnismerki um 212 breska hermenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni er afhjúp- að í Fossvogskirkjugarði. 1977 Elísabet Bretadrottning heldur upp á 25 ára stjórn- unarafmæli sitt. 1990 Banni á útflutningi á bresku nautakjöti er aflétt. JUDY HOLLIDAY (1921-1965), LÉST ÞENNAN DAG. „Ég þoldi ekki tilhugs- unina um að vera leikkona. Venjulega kastaði ég upp fyrir hverja sýningu og grét að henni lokinni.“ Hin bandaríska Judy Holliday varð fræg fyrir leik sinn og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Born Yesterday. Þennan dag árið 1954 kynnti Dwight Eisenhower Bandaríkjaforseti til sög- unnar dómínókenninguna svoköll- uðu, sem gekk út á að ef komm- únistar kæmust til valda í Indókína (síðar Víetnam) myndu önnur ríki í Suðaustur-Asíu einnig falla þeim í skaut. Kenningin átti eftir að verða pólstjarnan í bandarískri utanríkis- stefnu næsta áratug. Árið 1954 var ljóst að Frakkar gætu ekki endurheimt nýlendustjórn sína í Indókína, sem þeir höfðu tapað í hendur Japana í seinni heimsstyrjöld. Víetnömskum þjóðernissinnum hafði vaxið ásmegin undir handleiðslu Ho Chi Minh og voru á barmi þess að vinna sigur á Frökkum. Banda- ríkjamenn óttuðust afleiðingar þess ef kommúnistar kæmust til valda og til að ná hylli almennings hélt Eisenhower frægan blaðamannfund hinn 7. júní árið 1954. Þar talaði hann um dómínó- kenninguna í fyrsta sinn og sagði að hvert ríkið á fætur öðru í Suðaustur- Asíu myndi falla eins og dómínó- kubbar kommúnistum í skaut. Kenningin hafði ekki mikil bein áhrif í fyrstu. Í maímánuði náðu víetnamskir kommúnistar tökum á Norður-Víetnam. Eisenhower og eftirmenn hans, Kennedy og Johnson, höfðu kenninguna hins vegar að leiðarljósi, sem leiddi til stigmagnandi íhlutunar Bandaríkjanna í Víetnam næsta áratuginn sem lyktaði með einni blóðugustu styrjöld sem háð var á tuttugustu öldinni. ÞETTA GERÐIST: 7. JÚNÍ 1954 Dómínókenningin sett fram DWIGHT EISENHOWER Á dögunum var nafni Hússtjórnar- skólans á Hallormsstað breytt í Hand- verks- og Hússtjórnarskólann. Sam- hliða nýju nafni er von á nokkrum breytingum í námsframboði við skól- ann þar sem nemendum verður boðið upp á fjölbreyttara val á handverki. „Gamla nafnið er búið að vera í notkun frá því á níunda áratugnum og var þá breytt úr húsmæðraskóla í hússtjórnarskóla. Húsmæðraskólinn var þá búinn að vera starfandi síðan 1930,“ segir Þráinn Lárusson, skóla- meistari í Handverks- og húsmæðra- skólanum. „Nafninu var breytt í kjöl- far umræðu sem var þá í samfélaginu um jafnréttismál til að bjóða stráka líka velkomna í skólann.“ Þráinn segir að ástæðan fyrir nýja nafninu núna sé mikið til sú sama og að horft sé til þess að koma betur til móts við drengi sem sækja skólann. „Við höfum verið með tvo til fjóra drengi á hverri önn og hefur það í rauninni lítið breyst undanfarin tuttugu ár. Með þessu móti reiknum við með því að fá fleiri stráka,“ segir Þráinn, sem ítrekar að námið eigi jafn vel við alla, óháð kyni. Nú þegar hefur mikið verið gert til að auka fjölbreytni í námi og má þar meðal annars nefna kennslu í tága- vinnu og ullarþæfingu. „Við erum að opna skólann mikið meira með því að veita nemendum aukið val á fjölda námsgreina. Á síðasta ári byrjuðum við að kenna myndlist og nú í haust ætlum við meðal annars að kenna fín- smíði, steinaslípun og slíkt. Einnig erum við með í bígerð að auka náms- framboð enn frekar og erum með ýmislegt í farvatninu,“ segir Þráinn. Um 22 nemar eru við skólann á hverri önn og er næg aðsókn. „Yfir- leitt fáum við fleiri umsóknir að skól- anum en plássin leyfa og erum búin að sækja um til ráðuneytisins að fá auk- inn kennslukvóta. Þá ættum við að geta aukið nemendafjöldann allt upp í þrjátíu eða jafnvel meira.“ Aðspurður segir Þráinn að alls konar fólk stundi nám við skólann en algengasti aldur- inn sé á milli 18 og 25 ára. „Námstím- inn er ein önn þótt menn geti tekið námið á tveimur önnum og þá er farið hægar. Sumir velja það.“ Þessa dagana tekur skólinn á móti umsóknum á komandi haustönn og rennur umsóknarfresturinn út 15. júní. HANDVERKS- OG HÚSSTJÓRNARSKÓLINN: NÝIR TÍMAR Í HALLORMSSTAÐ Vill fleiri stráka í skólann HANDVERKS- OG HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Á HALLORMSSTAÐ Skólinn fékk nýtt nafn á dögunum og er það önnur nafnbreytingin sem tekin er á síðustu árum í takt við jafnréttisumræðuna í samfélaginu og í því skyni að koma betur til móts við drengi sem hafa hug á því að sækja skólann. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Freddy Laustsen húsasmiður, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að Furugerði 1, lést sunnudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Sveinbjörg Laustsen Guðjón Guðmundsson Fanný Laustsen Þórhallur Stefánsson Matthildur Laustsen Ólafur Ólafsson Þórir Laustsen Helgi Laustsen barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.