Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 07.06.2006, Qupperneq 82
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR26 menning@frettabladid.is Kl. 20.00 Finnski stúlknakórinn Tähdet Kertovat Tyttökuoro (Skrifað í stjörnurnar) frá Turku heldur tónleika í Langholtskirkju. Sérstakur gestur er Graduale- kór Langholtskirkju. > Ekki missa af... útgáfutónleikum Tilrauna- eldhússins annað kvöld í Iðnó. Fram koma hljómsveit- irnar amiina, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Illi Vill. leikritinu Ritskoðaranum eftir Anthony Neilson sem Sokkabandið setur upp í sal Sjóminjasafns Íslands við Grandagarð. ljósmynda- og málverkasýn- ingum norska listamannsins Patrick Huse í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýningin heitir „Innileg fjarvera“ og er hluti af dagskrá Bjartra daga í bænum. Carnegie Art Award eru ein stærstu myndlistarverðlaun heims en á morgun verður opnuð sýning í Hafnarhús- inu á verkum eftir liðlega tuttugu norræna listamenn sem tilnefndir voru til þess- ara merku verðlauna. Verðlaunin voru afhent í Osló í september og um leið hófst átján mánaða sýningarferðalag til allra höfuðborgar Norðurlandanna, Nice og Lundúna. Að þessu sinni eru fjórir íslenskir listamenn þátttakendur í sýningunni en auk Eggerts Péturssonar, sem hlaut önnur verðlaun í sjálfri keppn- inni, eru verk eftir Steingrím Eyfjörð, Jón Óskar og Finnboga Pétursson á sýningunni. Vaxandi upphefð „Þessi verðlaun skipta mjög miklu máli, bæði vegna þess að sýningin er farin að fara víðar og fólk er farið að veita þessu meiri eftirtekt. Þetta er hæsta verð- launaféð sem veitt er á Norður- löndunum og með því hæsta í heiminum,“ segir Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og einn af dómnefndarfulltrúum í keppn- inni. Hann segir að verðlaunin verði æ meiri stökkpallur fyrir listamenn. „Margir tóku þetta ekki alvarlega fyrstu árin en á síðustu þremur árum eða svo hefur komið allt annað hljóð í strokkinn, sérstaklega eftir að sumir verðlaunahafanna urðu heimsfrægir.“ Fyrstu verðlaun að þessu sinni, að upphæð tíu milljónir króna, hlaut sænska listakonan Karin Mamma Anderson en önnur verð- laun, að upphæð sex milljónir króna, hlaut Eggert Pétursson. Þriðju verðlaun hlaut finnska listakonan Petra Lindholm og myndlistarstyrk ungra listamanna fékk Sirous Namazi frá Svíþjóð. Afstæð málaralist Stofnað var til verðlaunanna árið 1998 en sögu þeirra má rekja til frumkvöðulsins Carnegie. „Annar bróðirinn fór til Bandaríkjanna, sá frægi Carnegie sem Carnegie Hall heitir eftir. Hinn bróðirinn fór til Svíþjóðar og stofnaði sam- nefndan sjóð og banka þar. Í erfðaskránni kom fram að það ætti að nota hluta ágóðans til að styrkja málaralist.“ Úr varð að hluti fjárins var notaður til að koma á fót safni fyrir vatnslita- myndir en hinn hlutinn til þess að koma verðlaunasjóðnum á kopp- inn. „Verðlaunin eru hins vegar enn bundin við málverkið og þá eru góð ráð dýr því það er vissum erfiðleikum bundið að ákveða hvað er málverk og hvað ekki.“ Eftirtektarverður árangur Að sögn Halldórs Björns hafa aldrei fleiri íslenskir listamenn verið valdir á sýninguna. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það eru fjórir Íslendingar í þessum liðlega tuttugu manna hópi. Miðað við höfðatölu þá erum við að baka hina í Skandinavíu,“ segir hann kíminn. Hann tekur undir að þessi árangur sé til marks um þann skilning og vel- vilja sem íslensk myndlist mæti á erlendri grund. „Skandinavía er nokkurs konar millistökkpall- ur út í hinn stóra heim sem íslenskir listamenn átta sig ekki nándar nærri nógu vel á. Hér- lendir listamenn hafa oft verið að hlaupa beint á meginlandið og reyna að komast til Ameríku. Skandinavar eru mjög opnir fyrir því sem verið er að gera, það sannast kannski best á Ólafi okkar Elíassyni.“ Fáninn flækist ekki fyrir Tilnefnt er til verðlaunanna í hverju landi fyrir sig en dóm- nefndarfulltrúarnir sjálfir hafa enga aðkomu að tilnefningunum. „Það er líka hægt að tilnefna lista- menn frá öðrum löndum en það er síðan dómnefndarinnar að velja úr þeim bunka.“ Halldór Björn útskýrir að ekki sé hlaupið að því að gera upp á milli listamann- anna, dómnefndarfulltrúar frá hverju þátttökulandanna hittist auk eins utanaðkomandi fulltrúa sem yfirleitt er þekktur safn- stjóri eða listfræðingur og fund- irnir eru oft mjög krefjandi og stífir. „Þetta er rosalega strembn- ar og miklar sessjónir, kannski eins og búskapurinn í ríkisstjórn- unum þar sem menn eru ekki allt- af sammála,“ Það þarf vissan sannfæringarkraft til þess að koma sínum skilningi á framfæri í þessu samkeppnisumhverfi en Halldór Björn áréttar að dóm- nefndin megi ekki verða þjóð- rækin. „Við látum ekki fánann ráða heldur fagið en það getur verið erfitt að hemja það. Það geta komið upp sárindi ef eitt landið fær kannski bara einn listamann á sýninguna en annað landið fimm, það er dálítill bömm- er fyrir þá sem fá fæsta til- nefnda.“ Fyrirtaks þverskurður Verkin á sýningunni nú eru fjöl- breyttari hvað tækni og efnis- meðferð snertir en nokkru sinni fyrr í sögu verðlaunanna. „Fjöl- breytnin er líka mikil hjá íslensku listamönnunum, sem eru ótrúlega ólíkir innbyrðis,“ segir Halldór Björn og nefnir að verk Finnboga Péturssonar séu gott dæmi um hversu afstæð flokkunin innan myndlistarinnar sé. „Þessi sýning gefur ofboðslega góða mynd af því hvað hægt er að teygja hug- takið málaralist í margar áttir.“ Sýningin er í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur og stendur til 20. ágúst. kristrun@frettabladid.is EGGERT PÉTURSSON LISTMÁLARI Hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award 2006 fyrir einstök blómamálverk sín. FREÉTTABLAÐIÐ/HARI Fáninn flækist ekki fyrir ! Hafnarborg stendur öllum opin í hádeginu í dag en þar munu Sig- urður Skagfjörð Steingrímsson baritónsöngvari og Antonía Hevesi píanó- leikari flytja söngdag- skrána „Harð- jaxlar og mjúkir menn“. Á efnisskránni eru verk eftir Donizetti, Mozart, Tsjaik- ovsky og Bizet og öll snúast þau um ástina. Sigurður Skagfjörð hefur hald- ið tónleika víða hérlendis og erlendis og sungið með Sinfóníu- hjómsveit Íslands og á vegum Íslensku óperunnar. Antonía er listrænn stjórnandi og píanóleik- ari hádegistónleikaraðar Hafnar- borgar. Ókeypis er á tónleikana. - khh SIGURÐUR SKAGFJÖRÐ Mýktin og harkan Andrés Þór Gunnlaugsson heldur útgáfutónleika í Hafnarborg í kvöld þar sem hann kynnir geisladiskinn Nýjan dag. Á diskinum leikur jazzkvartett hans frumsamda jazztónlist en auk Andrésar sem leikur á gítar skipa kvartettinn Sigurður Flosason á altó saxófón, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson á kontra- bassa og Scott McLemore á trommur. Andrés Þór lauk burtfar- arprófi af jazzbraut FÍH vorið 199 og stundaði framhalds- nám við Konunglega tónlistarháskólann í Haag í Hollandi. Á námsárunum í Hollandi lék Andrés á tónleikum víðsvegar í Hollandi og einnig í Belgíu, Lúxemborg og Þýskalandi með ýmsum sveitum en einna mest með djasstríóinu Wijnen, Winter & Thor sem lék m.a. á Jazzhátíð Reykjavíkur 2003 og gaf út plötuna It Was a Very Good Year 2004, en lag Andrésar, Þórdís- ardans, af þeirri plötu var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004. Andrés fluttist heim frá Hollandi vorið 2004 og hefur verið virkur í tónlistarlífinu hér heima sem hljóðfæraleik- ari og tónlistarkennari síðan. Nýr dagur er fyrsti geisladiskur Andrésar í eigin nafni og eingöngu með frumsömdum verkum hans. ANDRÉS ÞÓR GUNNLAUGSSON DJASSGÍTARLEIKARI Útgáfutónleikar Nýs dags ÍSLENSKIR ÞÁTTTAKENDUR Á CARNEGIE ART AWARD SÝNINGUNNI Jón Óskar, Finnbogi Pétursson og Steingrímur Eyfjörð FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL, GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.