Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 85

Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 85
MIÐVIKUDAGUR 7. júní 2006 29 ����� ������� ����� ����� ����� ������ ������ ����� ���� �� ����� ����� ������ ����� �������� ������ ���� LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ Galdraskyttan Þjóðleikhúsið / Listahátíð í Reykjavík Höfundur: Carl Maria von Weber / Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafs- son / Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson / Leikmynd: Agnes Treplin / Búningar: Eva Signý Berger / Lýsing: Jón Þorgeir Kristjánsson / Helstu sönghlutverk: Herbjörn Þórðarson, Guðmundur Helgi Hegner Jónsson, Elísa Vilbergsdóttir, Hlín Pétursdóttir, Hrólfur Sæmundsson, Kolbeinn Ketilsson, Stefán Arngrímsson, Hafsteinn Þórólfsson og m.fl. Ég ætla að byrja á því að taka hatt minn ofan fyrir framtaki Hrólfs Sæmundssonar og Sumaróperunnar fyrir að ráðast í þetta viðamikla verk- efni. Hér er ungt fólk í miklum meiri- hluta jafnt á sviðinu sem baksviðs þótt ýmsir með meiri reynslu leggi hönd á plóg, en fyrst og síðast er aðdáunarvert hvernig hópurinn leggur krafta sína og metnað í að gera vel. Söngvararnir eru allir vel menntaðir og margir hverjir með heilmikla reynslu og þjálfun í sínu fagi, enda gera þeir allir mjög vel og mætti segja að það væri helsti styrkur þessarar sýningar hversu vel allur söngur hljómar. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar hér Sinfóníuhljómsveit unga fólksins sem hljómaði ágætlega en var ekki alltaf samstíga og stundum eins og ekki alveg samstillt á köflum. Í svona verki þar sem tónlistin spilar stærstu rulluna og öll heildaráferð hlýtur að taka mið af henni, þá var hljómsveitin helst til veikburða til að bera uppi þessa tónlist eða verkið of stórt í sniðum fyrir hljómsveitina þannig að áhrifamáttur tónlistarinnar verður minni en ella. Það gætti frumsýningarskrekks framan af og mikið um mistök í tækni- legri útfærslu hlutanna. Ljósastjórnin var eitthvað óörugg og trúlega hefði sýningin haft gott af fáeinum rennslum til viðbótar fyrir frumsýningu til að allt gengi upp eins og til var ætlast. Í svona sýningu verða allir hlutir að ganga vel og snurðulaust fyrir sig og leikstjóri verður að gefa sér tíma til að fínpússa hana eins og kostur er. Reynsluleysi leikstjórans er auðséð á heildaryfir- bragði sýningarinnar og hástemmd lýsingarorð um þýskan ævintýraheim þar sem umlykjandi skógurinn með öllum sínum hættum og ógnum voru í litlu samræmi við það sem sást á sviðinu. Nær enga tilfinningu var hægt að fá fyrir skógi og talsverður viðvan- ingsbragur var á of mörgu í þessari sýningu. Voru til dæmis hvítu frauð- plastskassarnir undir þurrísinn hluti af leikmyndinni? Dansatriði lífguðu oft upp á mörg atriðin og einfaldleikinn í búningum og leikmynd skiljanlegur í ljósi þeirra forsendna sem menn gefa sér í svona uppfærslu en það verður að þjálfa upp betri leiktúlkun hjá söngvurum til að þeir komi tilfinningum og blæbrigðum betur til skila - ekki síst fyrir þá sök að hljóðmótun texta hjá söngvurum miðar að því að rúnna af sérhljóða til að tónn- inn verði fallegri og fyrir vikið þá skiljast illa orðin sem sungin eru. Þá hjálpa einmitt líkamstjáning, geðbrigði og rétt stillt tilfinningaflæði sem áhorfendur/ áheyrendur geta þá lesið í. Unga fólkið lærir heilmikið af þessari reynslu og þeir agnúar sem ég hef talið upp hér að fram- an munu án efa slípast af sýningunni en ég endurtek að söngurinn var óaðfinnan- legur og vel mátti njóta þess að hlusta á hann. Gott framtak og ég er þess fullviss að samvinna þessa góða fólks á eftir að skila því áfram á þessari braut þegar til lengri tíma er litið. En þess verður að vænta í framtíðinni að gerðar eru kröfur til þeirra sem vilja teljast atvinnumenn í faginu og því dugar ekkert hálfkák. En á sínum eigin forsendum er þessi sýning allrar athygli verð. GALDRASKYTTAN Á LISTAHÁTÍÐ Sýning sem er allrar athygli verð. Djarft framtak Sumaróperunnar! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 4 5 6 7 8 9 10 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Finnski stúlknakórinn Tähdet Kertovat Tyttökuoro (Skrifað í stjörnurnar) frá Turku heldur tónleika í Langholtskirkju. Sérstakir gestir er Gradualekór Langholtskirkju.  22.00 Dúettinn Sessý og Sjonni heldur tónleika á Café Rosenberg í Lækjargötu. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ LEIKLIST  10.00 Brúðubíllinn sýnir Duddurnar hans Lilla við Arnarbakka í Breiðholti. Sögur, gamalar og nýjar, leiklist, dans og söngur og börnin taka undir. Sýningin tekur um 30 mínútur. ■ ■ DANSLIST  20.00 Japanska nútímadans- verkið Genji í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Verkið byggir á kafla úr Genji Monogatari, þekktri sígildri japanskri skáldsögu frá 11. öld. ■ ■ SÝNINGAR  13.00 Bergljót S. Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Byggðasafni Garðskaga. Sýningin er opin til 14. júní.  13.00 Huginn Þór Arason og Unnar Örn Jónasson sýna ASÍ FRAKTAL GRILL í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 25. júní.  Sunna Sigfríðardóttir sýnir í Café Karolínu á Akureyri. Sýningin stendur til 30. júní.  Marinó Thorlacius sýnir mynd- verk sín á Thorvaldsen Bar í Austurstræti. ■ ■ ÓPERA  20.00 Óperan Galdraskyttan er sýnd á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. Óperan er samvinnuverk- efni Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins, Sumaróperu Reykjavíkur og Dansleikhússins, auk félaga úr karlakórnum Fóstbræðum. ■ ■ BJARTIR DAGAR  11.00 Patrick Huse sýnir ljós- myndir og málverk í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Innileg fjarvera. Sýningunni lýkur mánudaginn 3. júlí.  12.00 Harðjaxlar og mjúkir menn - tónleikadagskrá í Hafnar- borg. Aðgangur ókeypis.  20.00 Tónleikar í Gamla bóka- safninu, fram koma Shima, Lokbrá, Kimono, Coral og Changer. Húsið opnar kl. 19.30.  21.00 Andrés Þór Gunnlaugsson heldur útgáfutónleika í Hafnarborg. Jazzkvartett hans leikur tónlist af diskinum Nýr dagur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.