Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 89
Skráning stendur yfir til 15. júní á VISA REY CUP 2006 og fer fram á vefnum www.reycup.is, með tölvupósti reycup@reycup.is og í síma 580-5902 icelandexpress.is Mikil þátttaka erlendra félagsliða: WBA frá Englandi í 3. fl. karla, IFK Gauta- borg í 3. fl. karla, IF Älgarna frá Härnösand Svíþjóð í 3. flokki karla, Jitex BK Gautaborg 3. flokkur kvenna, Kew Park Ranges í 4. flokki kvenna, Nora/ Pershyttan BK frá Stokkhólmi í 4. flokki kvenna, Hearts frá Skotlandi í 4. flokki karla. Einn þekktasti dómari Englands Dermot Gallagher dæmir úrslitaleiki auk þess munu átta erlendir dómarar víðsvegar að dæma á VISA REY CUP. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Bruce Willis er hasarmyndahetja af guðs náð. Kvikmyndaþríleikur- inn um lögreglumanninn John McClane í Die Hard er besta sönn- unin um það. En líkt og hjá öðru fólki færist aldurinn yfir kvik- myndastjörnur og Willis er vissu- lega farinn að reskjast. Leikarinn hefur því farið þá leið að taka að sér hlutverk sem kvikmyndahúsa- gestir eru ekki vanir í bland við „hefðbundnari“ Willis-myndir. 16 Blocks er hálfgerður kokk- teill af þessum tveimur flokkum. Annars vegar er aðalsögupersón- an, New York-lögreglumaðurinn Jack Mosley, nokkuð dæmigerð Willis-týpa, kaldhæðinn einstakl- ingur, óvinveittur en ákaflega snjall og úrræðagóður. Hins vegar er Mosley lífsþreyttur náungi sem brennt hefur allar brýr að baki sér með drykkju og skeytingarleysi gagnvart umhverfi sínu. Honum er í raun slétt sama hvort lífinu lýkur í dag eða á morgun. 16 Blocks hefst á því að Mosley er falið að flytja smáglæpamann- inn Edward Bunker úr fangaklefa sínum yfir í réttarsal þar sem hann á að bera vitni í stóru máli. Mosley er meinilla við verkefnið enda hefur hann verið að alla nótt- ina og þráir ekkert meira en náin kynni við Bakkus. Verkefnið á að vera létt og löðurmannlegt en í ljós kemur að félagar Mosley hafa í hyggju að koma kauða fyrir katt- arnef enda er hann lykilvitni í stóru spillingarmáli. Ástæðan fyrir því að Mosley var settur í málið var sú að efstu menn töldu næsta víst að hann myndi líta undan, eins og svo oft áður. Öllum að óvörum ákveður lögreglumað- urinn hins vegar að stíga niður fæti og láta réttlætið ná fram að ganga þrátt fyrir að það gæti orðið banabiti hans. Upphefst í kjölfarið eltingaleikur um götur New York- borgar þar sem félagarnir tveir reyna að komast í réttarsalinn á réttum tíma. Leikstjórinn Richard Donner kann að halda uppi hasarnum enda skemmt kvikmyndahúsagestum konunglega með kvikmyndunum Lethal Weapon. Donner er heldur ekkert að tvínóna við hlutina held- ur hefst hasarinn nánast strax. Handritsgerðin hefur ekki verið flókin, nokkrar kaldhæðnar athuga- semdir frá Willis en sem betur fer er pólítískri rétthugsun haldið sem lengst frá ef undanskilið er stutt atriði í strætisvagninum. Kvik- myndatakan nær að fanga vel þá miklu mannþröng sem ríkir á götum New York-borgar en tónlist- in magnar upp einhverja væmni sem á engan veginn við. Willis stendur sig vel í aðalhlut- verkinu enda kann leikarinn þetta hlutverk upp á tíu. Mos Def er pínulítið pirrandi til að byrja með sem Edward Bunker en senuþjóf- urinn er hins vegar David Morse í hlutverki Frank Nugent, gjör- spillts lögreglumanns og fyrrum félaga Mosley í lögreglunni, sem hyggst vernda hagsmuni sína með öllum tiltækum ráðum. 16 Blocks byrjar mjög vel og Donner heldur uppi góðri keyrslu. Plottið er fínt, leikurinn góður og spennan til hreinnar fyrirmyndar en af hverju eru þá engin upp- hrópunarmerki? Vegna þess að endirinn tekur þessa fínu hasar- mynd og keyrir hana beint niður í svaðið. Væmnin verður yfirdrifin og gestirnir í salnum gleymdu því eitt augnablik að þeir voru á has- armynd. Fyrir vikið verður 16 Blocks ekkert meira en gott Willis- stuð sem á eftir að sóma sér vel í myndbandstækjum landsmanna. Freyr Gígja Gunnarsson Gott Willis-stuð 16 BLOCKS LEIKSTJÓRI: RICHARD DONNER Aðalhlutverk: Bruce Willis, Mos Def og David Morse Niðurstaða: 16 Blocks nær að halda dampi lengst framan af en fellur síðan niður í alkunnan forarpytt væmninnar og klisjunnar í lokin og verður fyrir vikið ekkert annað en meðalgóð hasarmynd sem á vafalítið eftir að gera góða hluti á myndbandaleigunum þegar fram líða stundir. FRÉTTIR AF FÓLKI Nú er það staðfest að Pen-elope Cruz og Matthew McConaughey eru hætt saman eftir árssamband en svo virðist vera að parið hafi fallið í sömu gryfju og önnur skammlíf Hollywood-pör. ,,Þau hafa ákveðið að hætta saman sem par. Vegna anna og of mikils tíma í burtu hvort frá öðru ákváðu þau fyrir fjórum vikum að þetta væri best í stöðunni,“ sagði í yfirlýsingu frá parinu. Þetta þýðir að Matthew, sem var nefnd- ur kynþokkafyllsti maðurinn af Peop- le-tímaritinu, er á lausu, og munu eflaust margar konur kætast við það. Penelope, sem var með Tom Cruise áður en hún byrjaði með Matthew, er við tökur á Spáni vegna myndarinnar Manolete. Sögur hafa verið uppi um að samband hjartaknúsarans Hugh Grant og kærustu hans Jemima Khan gangi illa, en nú hefur komið í ljós að parið trúlofaði sig leynilega fyrir hálfu ári síðan. Grant ku hafa farið á hné og beðið kærustunnar á Barbados um jólin og gefið hennar safír- demantshring. Vinir parsins eru greini- lega þagmælskir og ótrúlegt að Grant hafi tekist að halda þessu leyndu svona lengi. Kvikmyndin Brokeback Mountain var sigursæl á MTV-kvikmynda- verðlaununum í Kaliforníu á dög- unum. Jake Gyllenhaal fékk verð- laun fyrir besta leikinn - og fyrir besta kossinn, ásamt meðleikara sínum Heath Ledger. Grínmyndin Wedding Crashers mokaði inn verðlaunum á hátíðinni og var meðal annars valin besta myndin. Smalarnir sigursælir JAKE GYLLENHAAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.