Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 90

Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 90
34 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is ����������� � � � � � � � �� � � ��������������� �������������� ��������������������������� ���������� ������������ ���� ��������� �������������� ������ ������ �������������� ��� ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� Helsinki bjálkahús alls 54 fm. og verönd 13 fm. Þetta er það síðasta af þessum fallegu húsum á gamla verðinu kr. 1.293.000,- Meri garð-/grillhús 7 fm. gullfallegt áttkantað garð-/grillhús kr. 456.000,- Eskola 2 11,5 fm. m/tvöfaldri hurð, 6 gluggum og hliðar- borðum. Hentugt t.d. sem grillhús svo sem í sameign fyrir fjölbýlishús. kr. 369.000,- Goddi.is S. 5445550. Eskola 1 11,5 fm. grillhús, opið á þrjá vegu með hliðarborðum kr. 180.000,- 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 3-2 KR-völlur. Áhorf: 1085 Magnús Þórisson (4) 1-0 Rógvi Jacobsen (21.) 1-1 Kristján Óli Sigurðsson (53.) 1-2 Marel Jóhann Baldvinsson, víti (62.) 2-2 Sigmundur Kristjánsson (78.) 3-2 Grétar Ólafur Hjartarson (81.) KR Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–8 (6–4) Varin skot Kristján 2 – Hjörvar 3 Horn 2–0 Aukaspyrnur fengnar 13–15 Rangstöður 2–4 BREIÐA. 4–5–1 Hjörvar Hafliða. 3 Stig Haaland 6 Risser 4 Magnús Páll 5 (74. Nenad -) Árni Kristinn 4 Kristján Óli 6 Olgeir Sigurg. 6 Srdjan Gasic 5 Podzemsky 5 Steinþór Þorsteins. 7 Marel Jóhann 6 *Maður leiksins KR 4–4–2 Kristján Finnboga. 5 Kristinn Magnús. 6 Gunnlaugur Jóns. 5 Dalibor Pauletic 6 Gunnar Einars. 4 (77. Björgólfur -) Guðmu. Reynir 6 (67. Sölvi Dav. 6) Bjarnólfur Lár. 5 Mario Cizmek 6 *Sigmundur Krist. 8 Rógvi Jacobsen 7 Grétar Ólafur 7 STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI 1. FH 5 5 0 0 11-3 15 2. FYLKIR 5 3 0 2 6-4 9 3. VÍKINGUR 5 3 0 2 9-9 9 4. KR 5 3 0 2 6-9 9 5. GRINDAVÍK 5 2 2 1 8-7 8 6. KEFLAVÍK 5 2 1 2 7-5 7 7. BREIÐABLIK 5 2 0 3 11-12 6 8. VALUR 5 2 0 3 7-8 6 9. ÍBV 5 1 1 3 3-9 4 10. ÍA 5 0 0 5 5-10 0 Bjarki Gunnlaugsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍA í ellefu ár í fyrradag þegar hann kom beint inn í byrjunarliðið í 1-0 tapleik gegn Fylki. Bjarki ákvað að hætta knattspyrnuiðkun í vetur, en dró fram skóna að nýju til að enda ferilinn í heimabæ sínum og við hlið tvíbura- bróður síns, Arnars. „Ég er ánægður með mitt framlag en ég er frekar aumur í dag, þetta tekur á. Ég á ekki von á því að geta spilað með gegn Keflavík á fimmtudaginn, á þessu stigi á ég erfitt með að taka tvo leiki á fjórum dögum. Það kom mér á óvart að ég héldi út heilan leik og væri sterkari ef eitthvað er þegar leið á leikinn, það sýnir að þolið er í góðu lagi enda æfði maður átta sinnum í viku með KR í vetur og það er greinilega að skila sér,“ sagði Bjarki, léttur í lundu. „Ég hef breyst sem leikmaður, ég er ekki í þessum snöggu snúningum eða að taka menn á. Ég geri ekkert sem ég ræð ekki við og geri bara það sem skrokkurinn leyfir. Ég varð að breyta stílnum og spila einfaldara í dag sem að mörgu leyti er betra en maður saknar þess aðeins að geta ekki gert sömu hluti og þegar maður var 23 ára,“ sagði Bjarki, sem hlífir sér eins og hann getur á æfingum, með það fyrir augum að spila sem flesta leiki. „Ég fæ að hafa þetta eins og ég get og þarf. Ef við spilum einu sinni í viku reyni ég að ná tveimur til þremur æfing- um auk þess sem maður hleypur og lyftir á milli,“ sagði Bjarki, sem líkt og margir aðrir botnar ekkert í gengi Skagaliðsins, sem situr á botni deildarinnar án stiga eftir fimm umferðir. „Við þurfum að fara að hala inn stig. Við höfum verið óheppnir í leikjunum og hóp- urinn er ekki stór og hann má illa við skakkaföllum, en þegar á móti blæs þá þjöppum við okkur bara betur saman og höldum áfram,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson, sem vonandi heldur áfram að gleðja knattspyrnuáhugamenn í sumar. BJARKI GUNNLAUGSSON: SÝNDI GÓÐA TAKTA OG SPILAÐI ALLAN LEIKINN FYRIR ÍA Í FYRRADAG Aumur en ánægður með framlagið Halldór náð samkomulagi Halldór Ingólfsson, handboltamað- ur úr Haukum, hefur náð munnlegu samkomulagi við lið Stavanger í Noregi. Halldór er 37 ára og mun því að öllum líkindum taka að sér þjálfun liðsins en ólíklegt er að hann spili með því. > Logi tæpur Logi Geirsson spilaði ekki með íslenska landsliðinu gegn Dönum í gær og mun ekki spila heldur á morgun. Ástæðan er sú að hann er með sýkingu í lungum og er alls óljóst um þátttöku hans í leikj- unum gegn Svíum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem toppmað- urinn Logi meiðist þegar verkefni landsliðsins eru handan við hornið en Logi hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli undanfarin ár. Vináttulandsleikur: ÍSLAND-DANMÖRK 34-33 (18-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 6/3 (9/3), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (7), Ólafur Stefánsson 5 (6), Sigfús Sigurðsson 5 (5), Arn´´or Atlason 5 (8), Alexander Petersson 3 (5), Róbert Gunnarsson 3 (4), Ragnar Óskarsson 2 (4), Mark- ús Máni Michaelsson 1 (1). STABÆK-VÅLERENGA 2-2 Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir Stabæk. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það er áhugavert að lesa fréttir spænskra og enskra fjöl- miðla um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen. Ensk blöð héldu því fram í gær að Manchester United væri á undan Barcelona í kapp- hlaupinu um íslenska landsliðs- fyrirliðann en spænsk blöð virð- ast vera á því að Eiður sé á leið til Evrópumeistaranna. NFS greindi enn fremur frá þvi að Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs, væri kom- inn til Spánar. Eiður Smári ku vera í fríi á Mallorca og því stutt fyrir hann að fara ef á þarf að halda. Eiður er talinn vilja ganga frá sínum málum fyrir HM og ef hann er harður á því má búast við tíðindum jafnvel á morgun. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - hbg Sögunni endalausu um framtíð Eiðs Smára ekki lokið: Arnór kominn til Barcelona? EIÐUR TIL BARCA? Það gæti farið að draga til tíðinda hjá Eiði Smára í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Valsmenn urðu fyrir áfalli annan leikinn í röð þegar Valur Fannar Gíslason meiddist gegn Víkingi en fyrirliðinn Sigur- björn Hreiðarsson kinnbeins- brotnaði gegn ÍA á dögunum. Liðbönd í hnéi Vals Fannars tognuðu og hann getur því ekki leikið næstu sex vikurnar. Áfall fyrir Valsmenn: Valur Fannar frá í sex vikur FÓTBOLTI Það var stórskemmtileg- ur leikur í Frostaskjólinu í gær þegar KR-ingar unnu Breiðablik 3-2. Eftir að hafa varla verið með lífsmarki í fyrri hálfleiknum komu Blikar ákveðnir í til leiks í seinni hálfleik en með góðum lokakafla tryggðu KR-ingar sér stigin þrjú. Alþjóðleg varnarlína Blika opn- aðist hvað eftir annað í gær og KR-ingar sköpuðu sér fjöldamörg færi í fyrri hálfleiknum. Færey- ingurinn Rógvi Jacobsen fékk góða sendingu frá Grétari Hjart- arsyni en náði ekki að fóta sig og skot hans var framhjá, þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðn- ar urðu honum hins vegar ekki á nein mistök og kláraði vel eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Guð- mundi Reyni Gunnarssyni. Kantmenn heimamanna voru mjög hættulegir í hálfleiknum og gestirnir áttu í stökustu vandræð- um með þá. Grétar skallaði rétt yfir eftir frábæra fyrirgöf frá Sig- mundi, sem komst einnig nálægt því að skora sjálfur. Blikar gátu andað léttar þegar Magnús Þóris- son flautaði til hálfleiks og prísað sig sæla yfir því að hafa aðeins fengið eitt mark á sig í fyrri hlut- anum. Allt annað lið mætti til leiks í seinni hálfleikinn. Blikar gáfu KR- ingum strax viðvörunarmerki með hættulegri sókn áður en þeir náðu að skora beint úr aukaspyrnu en þar var Kristján Óli Sigurðsson að verki. Aukaspyrnan var dæmd á Kristján Finnbogason fyrir að handleika knöttinn utan teigs. Heimamenn voru allt í einu ótrúlega andlausir eftir líflegan fyrri helminginn og vöknuðu upp við vondan draum þegar Marel Baldvinsson hafði allt í einu komið Breiðablik yfir úr umdeildri víta- spyrnu sem dæmd var eftir að Steinþór Þorsteinsson féll innan teigs. KR-ingar, sem virtust hafa leikinn í hendi sér voru skyndi- lega lentir undir. Það var þó enn líf í Sigmundi Kristjánssyni, sem náði að jafna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Grétars Hjartarsonar. Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir kom síðan sigurmarkið en Grétar Hjartarson skoraði eftir hræðileg mistök hjá Hjörvari Haf- liðasyni, markverði Breiðabliks og fyrrum leikmanni KR. Hann átti ekki í erfiðleikum með að koma boltanum í autt markið eftir óskiljanlegt úthlaup Hjörvars. „Það er skelfilegt að tapa þess- um leik. Við komum frábærlega stemmdir í seinni hálfleikinn og það er mjög sárt að fá á sig annað og þriðja markið, sérstaklega það síðasta eftir einstaklingsmistök. Það er leiðinlegt að Hjörvar skyldi gera þetta eftir að hafa átt fínan leik. Þetta var sárt,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Blika, eftir leikinn. elvar@frettabladid.is Slæm mistök kostuðu Blika stig í Vesturbænum KR halaði inn þrjú mikilvæg stig gegn Breiðabliki í fjörugum leik í Frostaskjóli. Blikar voru klaufar undir lokin og það reyndist þeim dýrt. FÖGNUÐUR Færeyingurinn Rógvi Jacobsen fagnar hér marki sínu gegn Blikum sem liggja svekktir í valnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.