Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 91

Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 91
MIÐVIKUDAGUR 7. júní 2006 Þú missir aldrei af HM marki Fáðu frítt prufumark: Sendu HMPRUFA á 1900. Skráðu þig: Sendu HM2006 á 1900. Öll HM mörkin á 990 kr. Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar. HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son var útnefndur besti leikmað- ur þýsku úrvalsdeildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum úr lið- unum átján í þýsku úrvalsdeild- inni. Guðjón er annar Íslending- urinn sem nær þessum frábæra árangri, en Ólafur Stefánsson var valinn sá besti bæði árið 2001 og 2002. „Ég veit ekki hvort þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi, það er mjög erfitt að fullyrða eitthvað um slíkt. Þetta gekk ágætlega hjá mér í vetur, ég átti marga ágætis leiki en ég átti líka marga slaka leiki. Tímabilið var kannski stöðugt en það er alltaf tími til að bæta sig og þroskast sem leikmaður. Það er samt ekki spurning um það að það er gaman að hljóta þessa viðurkenningu,“ sagði heiðursmaðurinn Guðjón, með hógværðina í öndvegi eins og venjulega. „Það er ekki ónýtt að vera kominn á sama stall og Óli og gerir þetta kannski enn skemmti- legra fyrir vikið. Þetta er gott fyrir sjálfstraustið enda ein- staklingsverðlaun, en vissulega vill maður vinna til verðlauna með liðinu, það er vonandi að það fari að fylgja í kjölfarið,“ sagði Guðjón, en Gummersbach hafnaði í þriðja sæti deildarinn- ar og nældi sér þar með í sæti í Meistaradeildinni á næstu leik- tíð. Guðjón var markahæsti leik- maður deildarinnar, en hann lék þar eftir afrek Sigurðar Sveins- sonar, sem varð markakóngur í deildinni árið 1986 á dögum sínum með Lemgo. Guðjón skor- aði 264 mörk í vetur. - hþh Handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson: Ég gæti þetta ekki án liðsfélaganna GUÐJÓN VALUR Varð markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, skoraði 7,76 mörk að meðaltali í leik. HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik lék sinn fyrsta leik undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í gær og var vel við hæfi að leikið væri í KA-heimilinu þar sem Alfreð gerði garðinn frægan. Það var fullt hús og flott stemning sem var vel við hæfi í endurkoma Alfreðs til Akureyrar. Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá íslenska liðinu og minnti um margt á leik liðsins á EM þegar hann var hvað bestur. Lykilmenn- irnir þrír - Ólafur, Guðjón og Snorri - voru allir að leika skín- andi vel, varnarleikurinn var ágætur en markvarslan slök. Allt frekar þekktar staðreyndir. Reyndar var dapurt að sjá hversu liðið var slakt í að hlaupa til baka en það var veisla hjá Lars Christi- ansen í hraðaupphlaupunum og án hans hefði Ísland stungið af. Alfreð var að reyna nýja hluti í vörninni þar sem Guðjón Valur klippti á vinstri skyttuna og miðj- una og um leið var umferðinni beint inn að miðjunni þar sem stóðu Ólafur, Sigfús og svo Sverrir Björnsson. Þetta gaf ágæta raun og íslenska liðið keyrði hraðaupp- hlaupin vel þar sem Ólafur og Guðjón voru í essinu sínu. Ísland leiddi með tveim mörk- um í leikhléi, 18-16, og hélt þeirri forystu lengi vel í síðari hálfleik. Nokkuð fjaraði undan leik íslenska liðsins þegar varamenn fengu tækifæri en ánægjulegt var samt að fylgjast með endurkomu Ragn- ars Óskarssonar sem sýndi skemmtileg tilþrif en hann hefur verið í frystinum allt of lengi. Ísland náði forystu á ný þegar byrjunarliðið kom aftur inn á völl- inn. Strákarnir sýndu að þeir leika vel undir pressu og vel útfærð hraðaupphlaup skilaði liðinu aftur forystu og síðan sigur í leiknum. Þessi frumraun Alfreðs Gísla- sonar lofar nokkuð góðu og liðið stefnir áfram í rétta átt eftir EM. Alfreð virðist eiga eftir að fín- pússa varnarleikinn nokkuð og verður gaman að sjá hvernig liðið spilar í seinni leiknum á fimmtu- dag. - hbg Fín frumraun hjá Alfreð Gíslasyni Íslenska landsliðið vann Dani, 34-33, í fyrsta leik sín- um undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Leikur liðsins lofar góðu fyrir framhaldið. LOFTFIMLEIKAR Guðjón Valur Sigurðsson fann sig vel á sínum gamla heimavelli og yljaði áhorfendum með glæsilegum tilþrifum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.