Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 94

Fréttablaðið - 07.06.2006, Síða 94
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR38 ������ ����� ������������������ ����������� ������ Björn Stefánsson, tónlistarmaður: „Mér finnst þetta bara vera fínt. Hann er örugglega mjög fínn karl sem stóð sig ágætlega en ég held að breytingar séu alltaf af hinu góða.“ Sigurjón Kjartansson, fjölmiðlamaður: „Já, ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun Halldórs og það er gott að menn séu farnir að sjá að sér hjá Framsóknarflokknum. Flokkurinn er bara grín og mér finnst að hann ætti bara að segja af sér allur sem slíkur og binda enda á þessa vitleysu.“ Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur: „Já, ég er sátt við það. Nú sendum við Halldór til Íraks, þangað vantar örugglega hrausta menn ennþá.“ ÞRÍR SPURÐIR HALLDÓR ÁSGRÍMSSON TILKYNNTI AFSÖGN SÍNA SEM FORSÆTISRÁÐHERRA Ertu sátt(ur) við þessa ákvörðun Halldórs? FRÉTTIR AF FÓLKI Undirbúningur fyrir hátíða-höld á þjóðhátíðardag- inn 17. júní standa nú yfir og starfsmenn Reykjavík- urborgar leggja mikið upp úr því að gera borgina sem glæsilegasta. Athafna- maðurinn Björgólfur Guðmundsson lætur ekki sitt eftir liggja og hyggst hann bæta ásýnd Lækjartorgsins fyrir hátíðarhöldin. Björgólfur á bygginguna sem hýsir strætóbiðstöðina á Lækjar- torgi, kaffihúsið Segafredo og fleira. Byggingin hefur til þessa verið steingrá og fremur dauf á að líta. Björgólfur hefur nú fyrirskipað að húsið skuli málað hvítt og á því verki að sjálfsögðu að vera lokið áður en þjóðhátíðardagurinn rennur upp. Fréttir af því að hin unga leikkona Aníta Briem muni leika í nýrri kvikmynd um Leyndardóma Snæfellsjökuls hafa vakið mikla athygli þó eftir því hafi verið tekið hvað vantaði í fréttir af málinu. Þessi fræga saga Jules Verne hefur áður verið kvikmynd- uð, en það var árið 1959 og þá kom Íslendingur líka við sögu. Þá fór Pétur Rögnvaldsson, eða Peter Ronson eins og hann kallaði sig erlendis, með hlutverk Hans Belker. Pétur vakti mikla athygli og var í kjölfarið boðið fleiri hlutverk í Hollywood sem hann hafnaði. Kunnugum þykir ljóst að framleiðendur nýju myndarinnar hafa ekki talið sér stætt á öðru en að Íslendingur kæmi við sögu nú og þótti Aníta smellpassa í hlutverkið. Félagarnir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson eru nú að ydda saman blýanta en þeir eru að skrifa saman handrit að sjónvarps- þáttum. Byggja þeir meðal annars lífinu eins og það gengur fyrir sig á rit- stjórn dagblaðs. Verkefn- ið er skammt á veg komið en vitað er að þeir Sigurjón og Óskar voru að sniglast á ritstjórnarskrifstofum DV fyrir um mánuði í sérstakri vettvangs- skoðun. - hdm HRÓSIÐ FÁ... Benedikt Bjarnason og Mattthias Müller fyrir að ætla gera heimild- armynd um Íslendingabók og kynnast þannig íslenskum fjölskyldutengslum nánar. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Benedikt Bjarnason 2 Daði Lárusson 3 1974 „Við verðum með kvikmyndatöku- lið með okkur alla ferðina og ætlum að gera tónleikamynd upp úr þessu,“ segir Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar. Hljóm- sveitin ætlar að halda átta eða níu tónleika á Íslandi í júlí og ágúst. Tónleikarnir verða víða um land en ekki hefur enn verið gengið nákvæmlega frá öllum tímasetn- ingum eða því hvar tónleikarnir verða haldnir. Ljóst er þó að stærstu tónleikarnir verða á Miklatúni í Reykjavík 29. eða 30. júlí og verða þeir opnir öllum. Búast má við að þúsundir Íslend- inga sæki þá tónleika. Orri segir að ástæðan fyrir því að myndin sé tekin upp hér á landi sé sú að meðlimir Sigur Rósar hafi ekki viljað gera hefðbundna rokk og ról mynd. Þvert á móti vilji þeir leyfa tónlistinni að njóta sín og að heimamenn verði áberandi meðal gesta. Orri og aðrir meðlimir Sigur Rósar, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson og Georg Holm, sjá um gerð myndarinnar ásamt Kára Sturlusyni og kvikmynda- tökumanninum Steingrími Karls- syni. „Jú, þetta kostar helling af peningum,“ viðurkennir Orri. Hann segir að þeir séu ákveðnir í að gera skemmtilega mynd. „Við erum búnir að spila þetta tónleika- prógramm svo lengi og viljum „dokúmentera“ það. Það er alveg óvíst hvenær við förum aftur í tón- leikaferðalag. Þetta gæti verið í síðasta sinn sem við förum á túr með þessu sniði, með amiinu og þessari ljósa- og myndasýningu sem við höfum verið með. Við vitum nefnilega ekkert hvað við ætlum að gera næst.“ Búist er við að harðir aðdáend- ur sveitarinnar utan úr heimi flykkist hingað til lands af þessu tilefni. Þeir sem ekki vilja leggja ferð til Íslands á sig geta huggað sig við að fyrirhugað er að stórtón- leikarnir verði sendir beint út í tut- tugu bíóhúsum í Evrópu og Banda- ríkjunum. Sigur Rós mun tilkynna nánar um tónleika sína og myndina þegar gengið hefur verið frá öllum lausum endum í sambandi við þessa stóru framkvæmd. hdm@frettabladid.is HLJÓMSVEITIN SIGUR RÓS: LEIKUR Á TÓNLEIKUM Á ÍSLANDI Í SUMAR Taka upp tónleikamynd á Íslandi í júlí og ágúst SIGUR RÓS Leikur á fjölda tónleika á Íslandi í sumar og verða þeir teknir upp fyrir tónleikamynd. Frá vinstri eru þeir Georg Holm, Kjartan Sveinsson, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Já, ég get staðfest það að Silvía Nótt er að taka upp plötu en ég get ekki sagt mikið meira en það,“ segir Gaukur Úlfarsson, umboðs- maður Silvíu Nætur. Lítið hefur heyrst frá Silvíu eftir að hún fór fyrir Íslands hönd í Eurovision á dögunum en eftir það skellti hún sér í frí á eyjunni Mýkonos. Í við- tali við Fréttablaðið fyrir skemmstu lofaði Gaukur tíðindum af Silvíu og nú liggur næsta verkefni fyrir. Gaukur segir að væntanleg plata Silvíu Nætur sé gerð fyrir erlendan markað. Það þýðir auðvit- að að dívan heldur áfram að mæla og syngja á enskri tungu eins og henni tókst svo ágætlega í Grikk- landi. „Þetta verkefni er komið af stað og upptökur eru að hefjast. Það má vel búast við því að ein- hverjar alþjóðlegar stjörnur komi fram á plötunni,“ segir Gaukur Úlfarsson, sem þvertekur fyrir að ljóstra frekar upp um væntanlega plötu Silvíu Nætur. - hdm Silvía Nótt tekur upp plötu SILVÍA NÓTT Dívan á sviðinu í Aþenu með Romario og Pepe. Ekki er vitað hvort þeir koma fram á fyrstu plötu stjörnunnar sem nú er í vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 selur 6 stefna 8 dæling 9 forskeyti 11 í röð 12 krapi 14 sykurlögur 16 borðaði 17 spíra 18 höld 20 bardagi 21 tigna. LÓÐRÉTT 1 teikniblek 3 í röð 4 hlutavelta 5 beita 7 fjarskiptatæki 10 mánuður 13 augnhár 15 fálma 16 svif 19 klukkan. LAUSN: LÁRÉTT: 2 urta, 6 út, 8 sog, 9 sam, 11 mn, 12 slabb, 14 síróp, 16 át, 17 ála, 18 tök, 20 at, 21 aðla. LÓÐRÉTT: 1 túss, 3 rs, 4 tombóla, 5 agn, 7 talstöð, 10 maí, 13 brá, 15 pata, 16 áta, 19 kl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.