Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 10
10 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR Eftir stutta fjarveru eru Havarti, Krydd Havarti og Búri nú fáanlegir í næstu verslun! Komnir úr fríi ... H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 DANMÖRK, AP Breiður þingmeiri- hluti samþykkti að hækka ellilíf- eyris- og eftirlaunaaldur danskra þegna til að létta undir með vel- ferðarkerfi Danmerkur. Þetta þótti nauðsynlegt í ljósi þess hversu mikið þjóðin eldist hlutfallslega, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Eftirlaunaaldur verður hækk- aður úr 60 ára aldri í 62 ára fyrir árið 2027, en ellilífeyrisaldur úr 65 ára í 67 ára. Velferðarsamningur- inn var samkomulag fimm flokka á danska þinginu og kveður einnig á um endurbætur á innflytjenda- löggjöfinni. Fyrirtækjum verður umbunað sérstaklega fyrir að ráða atvinnulausa innflytjendur. - kóþ Dönsku velferðarkerfi breytt: Eftirlaunaald- ur hækkaður FRÁ KAUPMANNAHÖFN Danskir þingmenn voru samstiga um breytingarnar. DANMÖRK Peter Brixtofte, fyrr- verandi bæjarstjóri Farum á Sjá- landi, var á þriðjudag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa svikið bæjarfé- lagið um fé sem síðan var látið renna til íþróttafélagsins Farum Boldklub. Brixtofte var sakfelldur fyrir að hafa látið bæinn greiða yfir- verð fyrir byggingaverkefni sem byggingafyrirtækið Skanska ann- aðist; það lét hið ofgreidda fé renna í sjóði Farum Boldklub. Bæjarstjórinn var aftur á móti sýknaður af hliðstæðri ákæru sem tengdist ferðaskrifstofu- ferðum fyrir eldri borgara. - aa Danskur bæjarstjóri í fangelsi: Svik í þágu íþróttafélags KLIFRAÐ NIÐUR AF HÁUM PALLI Afgönsk kona klifrar þarna niður af háum palli bif- reiðar sem flutti hana og fleiri flóttamenn aftur á heimaslóðir í Kabúl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Konur sem bera í sér tiltekinn erfðabreytileika eru í 80 prósenta meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein en hinar sem ekki bera hann. Þetta kemur fram í læknis- fræðitímaritinu PloS Medicine sem birti í gær grein eftir vísinda- menn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þar er lýst tengslum erfðabreytileika við brjóstakrabbamein. Rannsóknin náði til um eitt þúsund kvenna sem greinst hafa með brjósta- krabbamein á Íslandi og reyndust um 5,4 prósent þeirra bera þennan erfðabreytileika, miðað við 3,1 prósent einstaklinga í viðmiðunar- hópi. Rannsóknir á Ítalíu og í Finn- landi höfðu áður gefið til kynna að breytileiki í BARD1-erfðavísinum kynni að tengjast aukinni hættu á brjóstakrabbameini í ákveðnum fjölskyldum með háa tíðni brjósta- krabbameins. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna að ákveðin áhættuarfgerð BARD1- erfðavísisins gegnir hlutverki í myndun brjóstakrabbameins almennt. Á Íslandi tengjast um 8 prósent tilfella brjóstakrabbameins ákveð- inni stökkbreytingu í BRCA2- erfðavísinum. Í rannsókninni er sýnt fram á að mjög sterkar líkur eru á að konur sem erfa bæði áhættuarfgerðir BARD1- og BRCA2-erfðavísanna fái brjósta- krabbamein. -jss ÍSLENSK ERFÐAGREINING Stefnir á, í samstarfi við bandaríska líftæknifyrir- tækið Illumina Inc., að staðfesta þessar niðurstöður hjá öðrum þjóðum og þróa greiningarpróf á grundvelli þeirra. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á brjóstakrabbameini: Áttunda hver kona í áhættu VÍNARBORG, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti segist hafa fullan skilning á áhyggjum Evr- ópumanna af hinum umdeildu fangabúðum bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu. „Ég skil áhyggjur þeirra,“ sagði Bush að loknum fundi sínum með leiðtogum Evrópu- sambandsins í Austurríki í gær. „Ég vildi gjarnan binda endi á Guantanamo. Ég vildi að það væri allt saman búið.“ Hann tók fram að 200 fangar hefðu nú þegar verið sendir heim til sín. Eftir eru 460 fangar og þeir eru flestir frá Sádi-Arabíu, Jemen og Afganistan. „Sumir þeirra þurfa að koma fyrir rétt í Bandaríkjunum,“ sagði Bush. „Þeir eru kaldrifjað- ir morðingjar. Þeir munu fremja morð ef þeim er sleppt út.“ Bush kom til Vínarborgar í gær og hitti þar að máli Wolf- gang Schlüssel, kanslara Austur- ríkis, sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu. Einnig sátu fundinn þeir Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, og Javier Solana, utanríkismála- stjóri ESB. Að loknum fundinum hvöttu bæði Bush og Evrópusambands- leiðtogarnir Írana og Norður- Kóerumenn til þess að láta af áformum sínum í kjarnorkumál- um. Bush sakaði írönsk stjórnvöld um að hafa dregið alltof lengi að svara tilboði frá Vesturlöndum, sem Javier Solana kynnti þeim fyrir rúmlega hálfum mánuði. Bush sagði einnig að Norður- Kóreumenn myndu einangrast enn frekar á alþjóðlegum vett- vangi ef þeir láta verða af því að gera tilraunir með langdræg flugskeyti, sem hægt væri að skjóta alla leið til Bandaríkj- anna. Bush viðurkenndi einnig að ágreiningur hefði verið milli Evrópumanna og Bandaríkjanna um hernaðinn í Írak, en hann sagðist vonast til þess að sá ágreiningur væri að baki. Hann sagði niðurstöður skoð- anakönnunar, sem nýverið var gerð meðal íbúa Evrópusam- bandsins, vera „fáránlegar“, en samkvæmt þeirri könnun telur meirihluti Evrópumanna fram- ferði Bandaríkjamanna í Írak vera meira vandamál fyrir heimsbyggðina en kjarnorkuá- form Írana. gudsteinn@frettabladid.is GEORGE W. BUSH OG WOLFGANG SCHÜSSEL Á blaðamannafundi í Vínarborg í gær sagðist Bandaríkjaforseti hafa fullan skilning á áhyggjum Evrópumanna vegna fangabúðanna við Guantanamo. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Segist vilja loka en ekki geta það strax Fangabúðirnar við Guantanamo voru ofarlega á baugi á leiðtogafundinum í Austurríki. Bush beindi spjótum sínum að Íran og Norður-Kóreu, og sagði „fá- ránlegt“ að hernaðurinn í Írak væri stærra vandamál en kjarnorkuáform Írans. STJÓRNMÁL Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem hlutur kvenna í nefndum borgar- stjórnar er harmaður. Þær benda á að í aðeins tveim ráðum af átta er kona formaður en það eru þær Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs, og Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferð- arsviðs. Í tilkynningunni segir orðrétt: „Tíðkast hefur verið að nota þá afsökun að konur taki ekki þátt í stjórnmálum en hér er ekki hægt að nota slíka afsökun enda helm- ingur frambjóðenda konur.“ Camilla Ósk Hákonardóttir, formaður Hvatar, segir að félagið hafi sent ályktunina út núna þar sem styttist í alþingiskosningar og þetta líti ekki vel út fyrir þær konur sem hyggjast bjóða sig fram þar. - gþg Hvatarkonur álykta: Harma rýran hlut kvenna Mannrán í Bagdad Hálfum níunda tug verksmiðjustarfsmanna var rænt í gær er þeir voru á leið úr vinnu sinni í norðurhluta Bagdad og gíslarnir fluttir í bíla. Ekkert var vitað um afdrif þeirra, að sögn lögreglu. ÍRAK Forseti segi af sér Leiðtogi stjórnar- andstöðu Taívans hefur krafist afsagnar forseta landsins vegna spillingarmála í fjölskyldu hans og meintrar vanhæfni. TAÍVAN STJÓRNMÁL Borgarstjórn sam- þykkti samhljóða á síðasta borgar- stjórnarfundi tillögu borgarfull- trúa vinstri grænna um úttekt á kynjajafnréttismálum hjá Reykja- víkurborg. Borgarstjórn ákvað að fela mannréttindanefnd að gera þessa úttekt en hún á meðal annars að afla upplýsinga um laun starfs- manna eftir kynjum, skiptingu kynja í nefndir og ráð á vegum borgarinnar og að kanna viðhorf embættismanna til kynjajafnréttis. Árni Þór Sigurðsson borgarfull- trúi vinstri grænna segir tillöguna ekki tengjast sérstaklega þeirri gagnrýni sem komið hefur fram um skipan í nefndir og ráð borgar- innar en það hafi þó vakið fólk til umhugsunar um þessi mál. -gþg Tillaga VG samþykkt: Úttekt á jafn- réttismálum ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær að tilboði stórveldanna, sem Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, kynnti fyrir Írönum í byrjun júní, verði ekki svarað fyrr en um miðjan ágúst. Tilboðið felur í sér að Íranar fái margvíslega aðstoð frá Vest- urlöndum láti þeir af áformum sínum um að auðga úran, sem er aðferð til þess að gera úran geislavirkara, sem er nauðsynlegt til þess að það verði nothæft í kjarnorkuvopn. Jafnframt er Írön- um hótað refsiaðgerðum gangi þeir ekki að tilboðinu. - gb Forseti Írans: Gefur svar um miðjan ágúst MAHMOUD AHMADINEJAD Friðarviðræður Þrír æðstu ráðamenn bráðabirgðastjórnarinnar í Sómalíu flugu í gær til friðarviðræðna við uppreisnar- menn íslamista, sem ráða nú lögum og lofum í landinu. Viðræðurnar fara fram í nágrannaríkinu Súdan. SÓMALÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.