Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 22.06.2006, Síða 18
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við 2003 34 5. 35 0 39 1. 38 2 29 1. 60 1 2004 2005 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum fyrir í bílnum. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku kerrurnar frá Camp-let í mörgum stærðum Fortjöld frá Isabella fyrir fellihýsi, ferðabíla og hjólhýsi. Örugglega bestu fortjöld sem fáanleg eru. Verð frá 19.900 Farangurs kassar Það sem upp á vantar Hestakerrur frá Camp-let sem bera af Ný hentug skjóltjöld í garða frá Isabella. Verð frá 24.900 kr. Sagt var frá því í gær að starfsmenn Lands- bankans hefðu fjölmennt í bíl Blóðbankans til að gefa blóð. Sigríður Lárusdóttir er hjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri Blóðbankans. Hversu margir gefa blóð á hverju ári? Það eru á milli níu og tíu þúsund blóðgjafar sem koma einu sinni eða oftar á ári og eru gjafirnar um sautján þúsund á ári. Það eru 450 millilítrar í hverjum skammti þannig að þetta eru um 8000 lítrar. Við þurfum 70 blóðgjafa á hverjum einasta degi til að standa undir því sem heilbrigðisstofnanir um allt land þurfa og við þurfum að hafa svolítið fyrir því að ná þessu marki. Hver eru skilyrðin fyrir blóðgjöf? Við fyrstu komu þarf að fylla út sjúkraskýrslu og síðan er tekið sýni og athugað með vírusa og í hvaða blóðflokki viðkomandi er. Hann þarf að vera heilbrigður og laus við lyf í líkamanum. Ef allt er í lagi þá má koma og gefa blóð eftir hálfan mánuð. Karlar mega gefa fjórum sinnum á ári og konur þrisvar. Hafið þið meiri þörf fyrir einn blóðflokk en annan? Okkur skortir oftast algengasta blóðflokkinn, O, enda gengur hann í alla. Við þurf- um alltaf að eiga ákveðið magn af O mínus blóði, sem er svokallað neyðarblóð, sérstaklega á þessum tíma, á sumrin þegar það er þung umferð á þjóðvegunum og tíðari slys. Hins vegar eru bara 7-8% Íslendinga í O-mínus blóðflokki. SPURT OG SVARAÐ BLÓÐBANKINN Mest þörf fyrir O mínus SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR HJÚKRUN- ARFRÆÐINGUR OG DEILDARSTJÓRI BLÓÐBANKANS. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Á dögunum ákváðu starfsmenn í þjónustu- störfum í Leifsstöð að leggja niður störf milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun til að mótmæla bágum kjörum og slæmri vinnuaðstöðu. Talsmenn Samtaka atvinnulífs- ins og verkalýðsfélags starfsmannanna kalla aðgerðirnar ólöglegt verkfall. Hvenær er verkfall löglegt? Samkvæmt lögum mega stéttarfélög ákveða verkfall til þess að ná fram kjarasamningi sé öllum formsreglum fullnægt. Þær reglur kveða meðal annars á um tilkynningaskyldu, atkvæða- greiðslu og framkvæmd, en mjög hart er tekið á því sé ekki farið eftir öllum þessum reglum þegar boðað er til verkfalls. Ef þetta er ekki gert er hætt við að verkfallið verði dæmt ólöglegt. Í verkfalli falla niður störf þeirra sem að því standa, og er það í höndum þeirra að ákveða hversu alvarleg vinnustöðvunin er. Sumar stéttir hætta allri vinnu þangað til samningar nást, aðrar hætta allri vinnu í fyrirfram ákveðinn tíma og enn aðrar vinna enga yfirvinnu meðan á samningaviðræðum stendur. Einnig eru dæmi um að starfsmenn hafi unnið hægar en venju- lega í verkfalli. Hver eru viðurlögin við ólöglegu verkfalli? Ef þeim reglum um boðun verkfalls sem nefndar eru að ofan, ásamt fleirum, er ekki fylgt nákvæmlega getur verið um ólöglegt verkfall að ræða. Það þýðir að starfsmenn eru frá vinnu án leyfis og getur vinnuveitandi skipað starfsfólki að mæta aftur til vinnu ellegar verði því sagt upp. Hann má einnig ráða aðra í störf þeirra sem tóku þátt í verkfallinu, en það má hann ekki ef verkfallið er löglegt. Ef verkfallið hefur í för með sér tjón atvinnurekanda getur hann einnig farið í skaðabótamál við einstaka starfsmenn eða stéttarfélag, hafi það tekið þátt í aðgerðunum. FBL-GREINING: VERKFÖLL Mikið þarf til að verkfall sé löglegt Fyrsti sérmenntaði erfða- ráðgjafinn hefur tekið til starfa hér á landi. Hlutverk hans er að miðla upplýsing- um um erfðasjúkdóma og rannsóknir vegna þeirra, hjálpa fólki að taka á móti fréttum um erfðasjúkdóma og vinna úr tilfinningum þeim tengdum. Verið er að byggja upp aukna þjónustu á sviði erfðaráðgjafar á Landspítala-háskólasjúkra- húsi. Hlutverk erfðaráðgjafa felst í almenningsfræðslu, að miðla upp- lýsingum um erfðir og erfðasjúk- dóma, segja frá því hvernig sjúk- dómarnir erfast, hver hugsanleg áhætta einstaklingsins og barna hans er, hjálpa fólki að takast á við tilfinningarnar sem fylgja því að frétta um, fá og vera með erfða- sjúkdóma og undirbúa fólk undir það að fara í erfðarannsókn. Vigdís Stefánsdóttir, fyrsti sér- menntaði erfðaráðgjafinn á Íslandi, er nýtekin til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH. Hún er þessa dagana í starfshópi sem er að ljúka við gerð bæklings um fósturskimun og fósturgrein- ingu sem verður dreift til þung- aðra kvenna um allt land. Starfs- kraftar hennar fara þó mest í viðtöl við pör, eða konur, þar sem fóstur- skimun eða fósturgreining hefur leitt í ljós að eitthvað er að hjá fóstrinu og uppbyggingarstarf í samstarfi við lækna og aðra starfs- menn LSH. „Í líkama okkar allra eru fjöl- margar breytingar á erfðaefni. Oftast valda þær engum vandræð- um. Það er bara þegar þær valda sjúkdómum sem við höfum áhyggj- ur af þeim,“ segir Vigdís. Fjölskyldusagan er mikilvæg Erlendis skiptist erfðaráðgjöf í almenna erfðaráðgjöf, erfðaráð- gjöf á fósturskeiði og erfðaráðgjöf krabbameina. Erfðaráðgjöf krabbameina er stærst og mest vaxandi því að vitneskjan um erfðafræði krabbameina vex stöðugt. Á LSH er Vigdís að skipu- leggja krabbameinserfðaráðgjöf í samvinnu við Óskar Jóhannsson, lækni á krabbameinsdeild, en hann er nýkominn frá Svíþjóð. Hann hefur séð um erfðaráðgjöf krabba- meina og er mikill áhugamaður um hana. Sjálf hefur Vigdís mikinn áhuga á erfðaráðgjöf á fósturskeiði. „Ég veit ekki hvers vegna en ég dregst alltaf að erfðaráðgjöf á fóstur- skeiði. Ég er stöðugt að lesa grein- ar um þau mál og sá lestur kveikti meðal annars áhuga minn á að búa til gen.is en á þeim vef er stærsta erfðafræðiorðasafn landsins og þýðingar á greinum og upplýsing- ar um ýmsa erfðasjúkdóma,“ segir hún. Mikið uppbyggingarstarf er framundan í erfðaráðgjöfinni hjá LSH og verður á næstunni boðið upp á meiri þjónustu en áður. Vig- dís segir að fólk geti leitað til deild- arinnar, hringt eða pantað tíma hafi það áhyggjur af eða viti af erfðasjúkdómum í fjölskyldunni. Einnig geta læknar vísað fólki til deildarinnar vegna gruns um erfðasjúkdóm. Meta ættgengið „Ég tek á móti fólki og tek niður helstu upplýsingar. Ég fæ sam- þykki fólks fyrir því að skoða við- eigandi sjúkraskrár og leita upp- lýsinga um rannsóknir sem gerðar hafa verið. Ég tek líka niður helstu upplýsingar fyrir ættartréð og fjöl- skyldusöguna. Fjölskyldusagan er óhemju mikilvæg og ættartréð líka þegar kemur að því að skoða hvern- ig erfðir liggja í fjölskyldunni. Það má segja að það sé mikilvægasta tæki erfðaráðgjafans til að meta ættgengi sjúkdóma, hvort einhver sjúkdómur er í fjölskyldunni eða hvort það er bara einstakt tilfelli. Í mörgum tilvikum verða breyting- ar á erfðaefni í fyrsta sinn í við- komandi einstaklingi og það þarf ekki að vera neinn annar með sjúk- dóminn. Eftir sem áður vill fólk vita um hann, skilja hvað er í gangi og vita hvort hann erfist eða ekki.“ Flókið að vita um genin Það er flókið mál að fá vitneskju um erfðasjúkdóm, ekki síst er það stórmál að fá upplýsingar um sjúk- dóm sem kemur fram seint á ævinni. Vigdís tekur dæmi um fjöl- skyldu, foreldra og 25 ára einstakl- ing. Fjölskyldusaga sýnir að ætt- gengur sjúkdómur getur verið fyrir hendi hjá öðru foreldrinu og hann er hugsanlega alvarlegur og ólæknandi. Einstaklingurinn vill fá rannsókn þó að foreldrarnir hafi ekki veikst. Hann hefur fullan rétt á að vita hvort hann sé arfberi en foreldrarnir vilja kannski ekki fá vitneskjuna. „Um leið og einstaklingurinn er búinn að fá úr því skorið að hann hafi breytinguna hefur það áhrif á foreldrana sem um leið eru búnir að fá þessa vitneskju. Þetta hefur því töluverðar afleiðingar. Vitn- eskja verður ekki tekin frá fólki og vitneskjunni geta fylgt afleiðingar og flóknar tilfinningar,“ segir hún. „Það getur haft miklar afleið- ingar fyrir fólk að frétta að eftir tíu til tuttugu ár verði það hugsan- lega veikt,“ segir Vigdís. „Fólk vill svör og útskýringar. Það vill fá að vita hvað er í gangi, hvort hætta sé á að sjúkdómurinn erfist og hvað það þýðir fyrir það sjálft og afkom- endur. En svo eru aðrir sem vilja ekki fá þessa vitneskju.“ Veitir ráðgjöf um ættgenga sjúkdóma VITNESKJAN HEFUR AFLEIÐINGAR „Um leið og einstaklingurinn er búinn að fá úr því skorið að hann hafi breytinguna hefur það áhrif á foreldrana sem um leið eru búnir að fá þessa vitneskju. Þetta hefur því töluverðar afleiðingar,“ segir Vigdís Stefánsdóttir, fyrsti sérmennt- aði erfðaráðgjafinn á Íslandi. Vigdís er hér með samstarfskonum sínum, Auði D. Jónsdóttur skrifstofustjóra og Guðlaugu Torfadóttur líffræðingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RANNSAKA DNA Nokkrir læknar veita og hafa veitt klíníska erfðaráðgjöf á Íslandi en Vigdís Stefánsdóttir er fyrsti einstaklingurinn sem beinlínis lærir og starfar við erfða- ráðgjöf. Hún hefur nú tekið til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss en deildin annast rannsóknir til greiningar á erfðasjúkdómum og erfðaráðgjöf í tengslum við hættu á sjúkdómserfðum. Erfðaefni mannsins er aðalviðfangsefni deildarinnar, þar er verið að rannsaka DNA. Deildin sinnir fósturskimun sem byggist á mælingu lífefnavísa í sermi hjá þunguðum konum á meðgöngu. Niðurstöðurnar gefa til kynna hvort auknar líkur eru á tilteknum litningagöll- um. Litningarannsóknir eru gerðar hjá börnum eða fullorðnum þegar grunur vaknar um vanskapnað eða þroska- hömlun sem gæti stafað af litningagalla. Nýburaskimun felst í að leitað er að tveimur alvarlegum, meðfæddum sjúkdómum þegar blóðdropi er tekinn úr hæl hjá öllum nýfæddum börnum á Íslandi. Sameindaerfðafræðirannsóknir felast í leit að tilteknum stökkbreytingum í erfðaefni hjá einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa ákveðna erfða- sjúkdóma. > Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli Heimild: Hagstofa Íslands FRÉTTAVIÐTAL GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.