Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 77
FIMMTUDAGUR 22. júní 2006 41
PLAYERS
Laugardagskvöld:
Stuðhljómsveitin
KARMA
gerir allt vitlaust
CAFÉ ROSENBERG
Fimmtudagskvöld:
Ameríski dúettinn
CLAUDIA & RANDALL
Föstudags- og laugardagskvöld:
Jazzbandið
KRUMMAFÓTUR
DJAMMIÐ UM HELGINA:
Allt um djammið
29. júní Frumsýning – Uppselt
30. júní – Örfá sæti laus
1. júlí – Uppselt
6. júlí – laus sæti
7. júlí – laus sæti
8. júlí – laus sæti
Miðasalan er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
www.minnsirkus.is/footloose
Á ÞAKINU
9 . H V E R V I N N U R !
S E N D U S M S S K E Y T I Ð J A S A F Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0
O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I Ð A F Y R I R T V O .
V I N N I N G A R E R U • B Í Ó M I Ð A R F Y R I R T V O • D V D M Y N D I R • T Ö
L V U L E I K I R
V A R N I N G U R T E N G D U R M Y N D I N N I O G M A R G T F L E I R A
F R U M S Ý N D 2 2 . J Ú N Í
Vi
nn
in
g
ar
v
er
Ð
a
af
he
nd
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eÐ
þ
ví
a
Ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úa
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
iÐ
.
[KVIKMYNDIR]
UMFJÖLLUN
Lífið gengur sinn vanagang í
ónefndu krummaskuði í miðvest-
urríkjum Bandaríkjanna þegar
loftsteinn fellur til jarðar. Hann
ber með sér óværu úr geimnum;
eins konar snigil sem tekur sér
bólfestu í mönnum og málleysingj-
um, sem fyrir vikið breytast í ban-
hungraða uppvakninga, sem éta
allt kvikt svo lengi sem á því er
kjöt.
Starla (Banks) heitir ung og fal-
leg kennslukona sem giftist durt-
inum Grant Grant (Rooker) til
fjár. Hjónabandið er ástlaust auk
þess sem Starla rennir hýru auga
til lögregluþjónsins og æskuvinar
síns, Bills Pardy (Fillion). Grant
er svo óheppinn að verða fyrsti
hýsill geimsnigilsins á jörðinni.
Hann byrjar smám saman að
ummyndast og verður miðstýrð
samvitund sniglanna og uppvakn-
inganna þegar þeir fjölga sér. Þótt
hann sé fyrst og fremst keyrður
áfram af hungri í kjöt, skipar ástin
á Störlu ennþá stóran sess í lífi
Grants svo hann sendir uppvakn-
ingaher sinn í leit að henni.
Slither sver sig í ætt við aðrar
gamanhrollvekjur á borð við Trem-
ors (1990) og Eight Legged Freaks
(2002), sem eiga það allar sameig-
inglegt að vera óður til gömlu B- og
splatter-myndanna. Í Slither eru til
dæmis áhrifin frá The Blob (1958),
The Fly (1986) og uppvakninga-
myndum George Romero greinileg.
James Gunn á að baki tilþrifalítinn
feril í leikstjórastól en hefur helst
unnið sér það til frægðar að hafa
leikstýrt tveimur myndum um
Scooby-Doo. Slithers kemur þó
skemmtilega á óvart, er ágæt
afþreying og sjálfsagt hrollvekj-
andi fyrir þá sem eru hóflega klígu-
gjarnir. Söguþráðurinn er svo sem
ekki beysinn, enda lítil þörf á því
þegar uppistaða myndarinnar er
mannát og iðradreifing. Samfélags-
lýsingin, þar sem úrkynjunin er í
fyrirrúmi, er bráðfyndin (Holly-
wood verður seint sögð snobba
fyrir dreifbýlinu) og hálfkærings-
leg samfélagsádeilan ágætlega
heppnuð; sérstaklega atriði þar
sem Starla áttar sig á að sami hugur
stjórnar öllum uppvakningunum og
segir með þunga: „Guð minn góður,
þetta er vitundarsjúkdómur.“
Slither er sannarlega yfir með-
allagi og fellur aldrei í þá gryfju
að taka sig alvarlega. Ógeðið er
sæmilegt og persónurnar
skemmtilegar svo ekki er annað
hægt en að brosa út í annað allan
tímann. Nokkrum sinnum má
skella upp úr, en það vantar herslu-
muninn til að myndin heppnist
virkilega vel.
Geimsniglaveislan
SLITHER
LEIKSTJÓRI: JAMES GUNN
AÐALHLUTVERK: ELIZABETH BANKS,
NATHAN FILLION OG MICHAEL ROOKER.
Niðurstaða: Ágæt og á köflum meinfyndin
afþreying. Sjálfsagt hrollvekjandi fyrir klígju-
gjarna en vantar herslumuninn til að fara alla
leið.
Þingblót Ásatrúarfélagsins fer
fram á Þingvöllum í kvöld, Þórs-
dag í tíundu viku sumars, og verða
tveir nýir goðar vígðir. Vígðum
goðum mun því fjölga úr sex í átta
en þeir sem vígðir verða, Baldur
Pálsson og Haukur Halldórsson,
hafa þó verið goðar í alllangan
tíma en ekki fengið formlega
vígslu. „Svo hefur eitt bæst við á
þessu blóti því tvær nafngiftir
fara fram á þingblótinu. Það var
nú kallað knésetning áður fyrr en
það er eiginlega ónothæft í dag
því það hefur andstæða merkingu,
þýðir ekki lengur að hefja eitthvað
til vegs og virðingar,“ segir Óttar
Ottósson lögsögumaður Ásatrúar-
félagsins, en hann mun einmitt
hefja blótið með lestri úr lögum
félagsins að fornum hætti.
Dansk-íslenska þjóðlagatríóið
Krauka frá Jótlandi mun koma
fram en þar er fremstur í flokki
Guðjón Rúdolf Guðmundsson sem
þekktur er fyrir húfu-lagið. Að
blótinu og vígslum loknum verður
matast og drukkið, en á boðstólum
er hvorki meira né minna en reykt
hrossakjöt með uppstúfi. „Við
heiðingjar erum mjög gjarnir á
hrossakjöt og svínakjötsát. En svo
höfum við kjúklingapottrétt með.
Við lifum fyrst og fremst í nútím-
anum en skírskotum til gamalla
hefða,“ segir Óttar. Hann bendir á
að margt tölvufólk sé á meðal
heiðingja svo ljóst er að nýjasta
tækni og hin forna trú eiga vel
saman. Nýju goðarnir hafa þó lítið
með tölvunarfræði að gera, því
Baldur, sem verður vígður Freys-
goði, er slökkviliðsmaður og í bæj-
arstjórn Fljótsdalshéraðs og
Haukur, tilvonandi Reykjanes-
goði, er myndlistarmaður sem
hefur nánast eingöngu fengist við
myndefni úr goðafræði.
„Allar samkomur Ásatrúarfé-
lagsins eru öllum opnar fyrir utan
allsherjarþingið í október, og við
eigum von á að margir komi við á
Þingvöllum. Við höfum reiknað
með 50 manns í mat en eflaust
verða fleiri við vígsluna,“ segir
Óttar. Safnast verður saman við
Lögberg kl. 18.00 og svo verður
gengið í gjána þar sem blótið fer
fram.
Blótað á Þingvöllum í kvöld
BLÓTAÐ EN EKKI BÖLVAÐ Goðarnir klæðast gjarnan glæsilegum víkingafötum.
ÓTTAR OTTÓSSON Óttar er lögsögumaður
Ásatrúarfélagsins en er kerfisfræðingur að
mennt.