Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 80
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR44 bio@frettabladid.is Brannon Braga, einn af framleið- endum og höfundum Star Trek- þáttanna, er staddur hér á landi og spjallar við áhugasama í Nexus- myndasögubúðinni við Hverfis- götu í kvöld. Braga hóf feril sinn sem hand- ritshöfundur að Star Trek: The Next Generations-seríunni, þar sem Patrick Stewart vakti fyrst eftirtekt í hlutverki Jean-Luc Picard skipstjóra. Braga vann sig fljótlega upp í stöðu framleiðanda og er aðalframleiðandi Star Trek Enterprise. Alls hefur hann samið um hundrað þætti í seríunni, bæði einn og með öðrum, auk þess sem hann er meðhöfundur að myndun- um Generations og First Contact, sem er af mörgum talin besta myndin í bálknum. Braga er á Íslandi til að vera viðstaddur ráð- stefnu trúleysingja, sem Athiest Alliance Int. og SAMT um trúleysi standa að, en hann flytur einmitt erindi um trúleysi í Star Trek. Áður en Braga mætir á svæðið sýnir Nexus í spilasal sínum finnsku myndina Star Wrek: in the Pirkinning; óð til Star Trek sem gerður var við þröngan kost en af mikilli hugvitssemi. Sýningin hefst klukkan 19 í kvöld en spjall Braga hefst klukkan 21. Ókeypis er inn á báða atburði og allir eru velkomnir. Framleiðandi Star Trek í Nexus BRANNON BRAGA Hóf feril sinn sem hand- ritshöfundur en er nú aðalframleiðandi Star Trek-þáttanna. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES - Okay, let me see if I got this straight. In order to be grounded I‘ve got to be crazy, and I must be crazy to keep flying missions. But, if I ask to be grounded that means I‘m not crazy anymore, and I have to keep flying. That‘s some catch, that catch-22. - It‘s the best there is. John Yossarian kemst að því að ekki er hlaupið að því að komast úr flughernum, jafnvel þótt maður sé genginn af vitinu. Úr Catch-22 í leikstjórn Mike Nichols frá 1970. Þýski leikstjórinn Uwe Boll hefur fengið sig fullsaddan af vondri gagnrýni og skorar á kvikmynda- gagnrýnendur að slást við sig. Myndir Bolls byggja iðulega á tölvuleikjum og hafa fallið í grýtt- an jarðveg gagnrýnenda og áhorf- enda. Sem dæmi má nefna að síð- ustu þrjár myndir hans skrapa allar botninn á vefnum Internet Movie Database. Auk þess kallaði Alan Jones, höfundur bókarinnar The Rough Guide to Horror Movies, hann „versta leikstjóra í heimi“. Boll hefur nú fengið nóg og skor- ar á þá sem hafa eitthvað út á mynd- ir hans að setja að gera út um málið fyrir fullt og allt í tíu lotu bardaga í Vancouver í Kanada, þar sem hann vinnur nú að myndinni Postal. Þótt myndir Bolls hafi fallið í grýttan jarðveg í vissum kreðsum hafa myndir hans gefið ágætan arð og honum gengið vel að fá þekkt nöfn til liðs við sig, þar á meðal Michelle Rodriquez, Christian Slat- er og sir Ben Kingsley. Til gamans má geta að Boll hefur komið við sögu íslenskrar kvikmyndagerðar en hann var einn af framleiðendum myndarinnar Fíaskó eftir Ragnar Bragason. -bs Vill slást við gagnrýnendur UWE BOLL Síðasta mynd hans, Bloodrayne, kom út í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Eftirlætis kvikmynd: Þetta er erfiðasta kvik- myndaspurning í heimi, eiginlega vonlaus. Mér dettur þó í hug Being There, Big Blue, Cinema Paradiso, Dansar við úlfa, 2001: A Space Odyssey, The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover og Braveheart svo fáar séu nefndar. Eftirminnilegasta atriðið: Litli strákurinn sem syngur í The Cook, the Thief, His Wife and Her Lover. Fallegasta rödd sem ég hef heyrt! Uppáhaldsleikstjóri: Stanley Kubrick er bara snillingur sem getur allt. Jim Jarmusch hefur frábæran húmor og skrifar frábær handrit og lífið er svo „real“ hjá Hal Hartley. Uppáhalds íslenska myndin: Englar alheims- ins er fullkomin frá upphafi til enda. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Inspector Clouseau, Chaplin og Kalli kanína. Mesti skúrkurinn: Pass. Hver fer mest í taugarnar á þér? Hreinlega þoli ekki Jennifer Tilly. Röddin hennar! Hvar eru eyrnatapparnir? Ef þú fengir að velja kvikmynd til að leika í, leikstjóra og mótleikara, hvernig mynd yrði það? Athyglisverð spurning. Ef Kubrick væri enn meðal okkar, fengi hann þann heiður að leikstýra dekurróf- unni á móti Gary Oldman í ævintýra- mynd, helst með fullt af hestum og indíánaþema. KVIKMYNDANJÖRÐURINN VALERIE DESCRIERES ATHAFNAKONA Á hestbaki með Gary Oldman Tölvuteiknimyndin Bílar er sýnd í kvikmyndahúsum landsins um þessar mund- ir. Fjöldi þekkktra leikara ljær persónum myndarinn- ar raddir sínar í íslensku útgáfunni. Þeirra á meðal er Þórhallur Sigurðsson – Laddi – en fáir, ef nokkrir hér á landi hafa talað inn á jafnmargar myndir úr draumaverksmiðjunni og hann. „Krókur er öðruvísi en flestir þeir sem ég hef talað inn á fyrir,“ segir Laddi um persónu sína í Bílum. „Þetta er svona ekta amerískur sveitadurgur, en afskaplega skemmtilegur sem og myndin öll. Ég fer ekki alltaf að sjá myndirn- ar sem ég tala inn á en ég ætla svo sannarlega að sjá þessa.“ Laddi hefur haft fast hlutverk í fjölmörgum teiknimyndum frá stórframleiðendum á borð við Disney, Pixar (sem hefur reyndar sameinast Disney) og Dream- works frá því hann fetaði í fótspor Robin Williams árið 1992 þegar hann talaði fyrir andann í Aladdín. Hann segir það líka vera með eft- irminnilegri hlutverkum. „Þetta var fyrsta aðalhlutverkið og mjög skemmtilegt líka. En Tímon í Kon- ungi ljónanna er líka í miklu uppá- haldi, enda eru hann og Púmba sérstaklega fjörugt tvíeyki.“ Af öðrum persónum sem Laddi hefur ljáð rödd sína má nefna asnann í Shrek, Tuma tígur í myndunum um Bangsímon og Dumbledore prófessor í Harry Potter. Sjálfur kveðst Laddi ekki hafa hugmynd um hvað hann hefur talað inn á margar myndir. „Þær eru orðnar svo margar að það er ekki nokkur leið að halda utan um þetta.“ Persónurnar sem Laddi talar fyrir eiga það oftar en ekki sam- eiginlegt að vera vitgrannir kjaftaskar og orkusugur en með hjartað á réttum stað. Laddi viður- kennir að það geti reynt á að leika slíkar persónur og hann sé misvel upplagður til starfans. „Ég reyni að vera ekki á ferðinni snemma á morgnana. Þá er röddin heldur ekki komin almennilega í gang. Mér finnst best að byrja um klukk- an ellefu á morgnana og vera til svona þrjú eða fjögur. En ég er helst ekki að í meira en fjóra tíma í einu.“ Það er strangara ferli en marg- an grunar að talsetja myndir fyrir fyrirtæki á borð við Disney-Pixar, til dæmis þurfa menn ytra að sam- þykkja allar raddir og þar á bæ eru menn vandlátir. Laddi er þó einn þeirra sem framleiðendur þurfa vart að heyra í til að sam- þykkja. „Já, mér skilst að ég njóti einhvers velvilja þarna úti. Eitt sinn var mér sagt að það hafi geng- ið illa að finna rétta rödd í ákveðið hlutverk. Eftir að því hafði verið hafnað tvisvar eða þrisvar var hins vegar spurt að utan. „Af hverju fáið þið ekki bara Ladda?“ Sem var gert. Þannig að ég er vel tengdur í Hollywood,“ segir Laddi og hlær. bergsteinn@frettabladid.is Andinn og Tímon í mestu uppáhaldi LADDI Segir Krók vera öðruvísi karakter en hann talar yfirleitt inn á fyrir. Ekta amerískur sveitadurgur, en þrælskemmtilegur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS Kaggi í klandri á þjóðvegi 66 Tölvuteiknimyndin Bílar gerist í bílaheimi og segir frá kappakstursbílnum Leiftri McQueen, sem hefur slegið í gegn á kappakstursbrautinni. Frægðin hefur stigið honum eilítið til höfuðs; gorgeirinn kemur honum í klandur í bænum Vatnskassa vin og gæti kostað hann meistaratitil í kappakstri. Leiftur er dæmdur í samfélagsþjónustu til að borga skemmdir sem hann hefur valdið. Hann kemst fljótt að því hann þarf ekki aðeins að greiða skuldir sínar heldur líka að læra að meta og virða bæjarbúana, þótt þeir kunni að virðast honum framandi. Á vegi hans verða litríkar persónur, þar á meðal dráttarbíllinn Krókur, tryllitækið Kalli kaldi og gamli skrjóðurinn Doksi Hudson en allir eiga þeir eftir að kenna Leiftri að fleira skiptir máli í lífinu en velgengni á kappakstursbrautinni. KRÓKUR OG LEIFTUR Atli Rafn Sigurðarson talar fyrir Leiftur í íslensku útgáfunni en Laddi talar fyrir Krók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.