Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 74
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! KL. 14.00Sýningum Karin Sander og Ceal Floyer í Safni á Laugavegi 37 lýkur nú um helgina. Á grunnhæð Safns býður Karin Sander gestum að hlýða á hljóðverk eftir 40 lista- menn. Á annarri og þriðju hæð byggingarinnar má svo sjá skúlptúr, textaverk, málverk, ljósmyndir og vídeóverk eftir myndlistarkonurnar tvær en þær eru meðal þekktustu og áhugaverðustu myndlistarkonum í Evrópu í dag. Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson heldur sína fimmtu einkasýningu hér á landi í gall- erí Suðsuðvestur, Hafnargötu 23 í Keflavík. Sýningin nefnist „yst glitrar“ og verður opnuð á laugardaginn. Heimir hefur nýlega verið með einka- sýningar í Hollandi og Belgíu og hann býr og starfar bæði í Los Angeles og Amster- dam. Listamaðurinn lýsir sýningunni svo að allt eigi sér hliðstæðu í hlaupkenndu efni með venjulegum augum. Hann telur að allir hlutir glitri jafnvel hið hlaupkennda. Sýn- ingin stendur til 16. júlí og er opin fimmtu- daga og föstudaga frá kl. 16-18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17. Nánari upplýs- ingar má finna á vefsíðunni www.sudsu- dvestur.is. Allt glitrar hjá Heimi LISTAMAÐURINN SJÁLFUR Heimir Björgúlfsson opnar sýningu sína á laugardaginn og nefnist hún „yst glitrar“. > Ekki missa af... fyrstu menningargöngunni frá Leirubakka sem verður farin nú á Jónsmessunótt, 23. júní. Gengið verður að Landréttum í Réttanesi undir leiðsögn tveggja fjallkónga í Landmannaafrétti. Einnig verða gömlu Landréttirnar skoðaðar sem lögðust af vegna sandroks 1660. Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir þjóð- fræðinemi mun leiða gönguna. Hádegistónleikum Hallveigar Rúnarsdóttur og Árna Heimis Ingólfssonar í galleríi Animu við Ingólfsstræti 8. Tónleikum hljómsveitarinnar The Gang frá New York sem Smekk- leysa og tímaritið Grapevine standa fyrir á Galleríi Humri eða frægð. Tónleikarnir hefjast klukkan 15. Hljómsveitirnar Land og synir og Dikta verða á meðal þeirra sem koma fram á tónlistar- hátíðinni Jóansvøku- festival sem hefst í Fær- eyjum í dag og stendur fram til 25. júní. Á meðal fleiri sveita sem koma fram eru 200, Brandur Enni og Dejá Vu frá Færeyjum. Um fimm þúsund erlendir gestir sóttu hátíðina í fyrra, sem þótti heppn- ast ákaflega vel. Hátíðin er haldin í Suðurey, þar sem um fimm þúsund manns búa. Tvöfaldast því mannfjöldinn á eynni þegar hátíðin er haldin. Íslendingar í Færeyjum HREIMUR Hreimur Örn Heimisson og félagar í Landi og sonum spila í Færeyjum um næstu helgi. RÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leiksýningin Ferðir Guð- ríðar hefur ferðast til yfir fimmtán landa en saga þessarar merku formóður heillar áhorfendur beggja vegna Atlantsálanna og nýlega fór Guðríður sína fyrstu ferð til Asíu. Höfundur og leikstjóri sýningar- innar er Brynja Benediktsdóttir en verkið var frumsýnt í Skemmti- húsinu, leikhúsinu við Laufásveg- inn þar sem Brynja og Erlingur Gíslason eiginmaður hennar fara með lyklavöldin. Verkið hefur verið sýnt meira en þúsund sinn- um en átta leikkonur hafa farið með hlutverk Guðríðar og leikið sýninguna á fimm tungumálum. „Eins og allir vita ferðaðist Guðríður frá Íslandi til Noregs, Grænlands og alla leið til Vínlands þar sem hún settist að í þrjú ár og eignaðist soninn Snorra. Hún sneri heim til Grænlands og settist síðar að í Glaumbæ í Skagafirði en fór sem fullorðin kona í pílagríms- göngu suður til Rómar, til að leita aflausnar hjá páfanum,“ segir Brynja. Sögu þessarar merku konu vinnur hún upp úr heimild- um úr Grænlendingasögu og Þor- finns sögu karlsefnis en Guðríður var uppi snemma á 11. öld. Sterk og breysk kona Brynja byggir verkið á sögunum tveimur en skáldar auðvitað í eyð- urnar og nýtir sér tæki og mögu- leika leikhússins til þess að miðla sögunni og heldur með því í heiðri hinni munnlegu geymd sem sög- urnar varðveittust í til að byrja með. Í sýningunni er tónlist eftir Margréti Örnólfsdóttur en leik- mynd hennar hannar Rebekka Rán Samper. Brynja útskýrir að verkið sé ekki eingöngu ferðasaga heldur saga konu sem lifir af hremmingar í fallvöltum heimi. „Guðríður var fædd heiðin en varð kristin síðar á ævinni. Hún er hin sterka en líka hin breyska kona − ég geri hana mannlega í verkinu ólíkt lýsingunum af henni í forn- sögunum þar sem hún er svo dás- amlega upphafin og kristin. Hún er bara venjuleg, sterk, íslensk kona,“ segir Brynja og áréttar að margt sé kunnuglegt við sögu hennar þrátt fyrir þúsund ára tímamun. Frábærar viðtökur Nú á 21. öldinni fögnuðu áhorfend- ur á alheimsþingi Alþjóða leikhús- málastofnunarinnar á Filippseyj- um kynnum af Guðríði en tvær leikkonur, þær Valdís Arnardóttir og Sólveig Simha, ferðuðust til höfuðborgarinnar Manilla með sýninguna ásamt tæknimanninum Guðmundi Guðmundssyni. Hátíð þessari hefur verið líkt við ólymp- íuleika leiklistarinnar en yfir 1000 manns sóttu hana að þessu sinni. Fullt var út úr dyrum á báðar sýn- ingarnar og að sögn Viðars Egg- ertssonar, forseta stofnunarinnar á Íslandi sem staddur var á hátíð- inni, vöktu sýningarnar hrifningu og aðdáun leikhúsunnenda hvaða- næva að. Engin stofnun Brynja hefur ávallt fylgt sýning- unni sinni eftir, ekki aðeins sem höfundur og leikstjóri heldur einn- ig sem tæknimaður ef nauðsyn krefur en hún komst þó ekki með til Manilla sökum kostnaðar því ekki er ókeypis að ferðast með leikhúsið til fjarlægra heimsálfa. „Við vitum ekki hvernig framtíðin verður en boðin halda áfram að hrynja inn. Leikhúsið mitt er engin stofnun − þetta er bara tveggja manna leikhús okkar hjónanna. Þess vegna byrja ég alltaf á núll- punkti þegar kemur að því að finna peninga fyrir sýninguna. Næsta boð er til Kólumbíu og nýlega barst boð frá Ítalíu og okkur finnst alveg nauðsynlegt fyrir Guðríði að komast aftur til Rómar,“ segir Brynja og bendir á að líka sé búið að bjóða sýningunni alla leið til Tasmaníu. „Svo ég spyr mig hvort ég eigi að leggja þetta niður og hætta eða hvort ég eigi enn að fara af stað og reyna að safna.“ Sífellt erfiðara reynist að afla fjár til þess að hægt sé að sýna verkið hérlendis og þetta er til dæmis fyrsta sumarið sem sýn- ingin er ekki sett upp í Skemmti- húsinu. Forréttindi fyrir höfund Sýningin um Ferðir Guðríðar hefur verið í stöðugri þróun öll þessi ár og Brynja segist njóta mikilla forréttinda sem höfundur að geta fylgst með henni vaxa og breytast. „Ég hef unnið handritið áfram, til þess að lifa af þá hef ég sífellt verið að breyta áherslum til dæmis svo hver leikkona fái notið sín, þó þemað sé alltaf hið sama,“ segir hún. Brynja vinnur ásamt eigin- manni sínum að öðru verki um pílagrímsför Guðríðar svo leik- húsgestir geta búist við áfram- haldandi ævintýrum og sögum af ferðalögum Guðríðar. Hver veit nema að hún nái að ferðast kring- um hnöttinn á endanum? kristrun@frettabladid.is Guðríður gerir víðreist BRYNJA BENEDIKSDÓTTIR OG VALDÍS ARNARDÓTTIR Leikritið Ferðir Guðríðar hefur verið sýnt meira en þúsund sinnum, í rúmlega fimmtán löndum og á fimm tungumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ��������������������������������������� ���������������� ��� �� �� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� ������������� ������������� ����������� ����������� ������� ������������������������������ ������� ����� ��� �� � �� �������� ������ ���������� � �������� ��������������������� �� ����������� �������������� ������������� ��������� ������ ���������� � ������������� ��������������������� �� ����������� Miðasala á tónlistarhátíðina Inni- púkann sem verður á Nasa 4. til 6. ágúst hefst fimmtudaginn 29. júní. Tuttugu og þrjú tónlistaratriði verða á hátíðinni, þar af fimm erlend. Verða þau tilkynnt sama dag og miðasalan hefst. Á meðal hljómsveita sem spiluðu á Innipúk- anum í fyrra voru Blonde Redhead, Trabant, Singapore Sling, Mugison, Hjálmar, Jonathan Richman og Apparat. Þetta er fimmta árið sem hátíðin fer fram um verslunarmannahelg- ina í Reykjavík. Tilgangurinn er að bjóða upp á góða tónlist í Reykjavík á sama tíma og vertíð útihátíða gengur í garð. Miðasala á hátíðina hefst klukk- an 10 á midi.is, í verslunum Skíf- unnar og í vel völdum verslunum BT. Hægt verður að kaupa passa á alla hátíðina og einstaka daga líka. Passi á alla hátíðina kostar 6.000 kr. auk miðagjalds og dagspassi kostar 2.900 krónur auk miðagjalds. Þess ber að geta að alltaf hefur orðið uppselt á hátíðina og takmarkað fjöldi miða er í boði. Fimm erlend nöfn á Innipúkanum TRABANT Hljómsveitin Trabant spilaði á Innipúkanum í fyrra við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.