Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 42
■■■■ { sumarið 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Ég gleymi því seint þegar ég gekk Laugaveginnn fyrir fimm árum síðan, en óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi ekki reynst mér vel í það skiptið,“ segir Steingrím- ur. „Ég var þá annar tveggja farar- stjóra sem fór með tuttugu manna hóp yfir svæðið. Fyrstu dagleiðina var gengið frá Landmannalaug- um til Álftavatns, en við urðum að gera hlé þar sem við lentum í þvílíku roki og slyddu á leiðinni. Þegar við höfðum hlýjað okkur aðeins var haldið áfram.“ Að sögn Steingríms rigndi eins og hellt væri úr fötu nóttina fyrir síðustu dagleiðina, þegar gist var á Emstrum. „Það hafði ekki rignt jafn mikið á svæðinu í heil tuttugu og fimm ár, þannig að það átti að vera ófært inn í Þórsmörk og Bása,“ segir hann. Við létum það hins vegar ekki stöðva okkur og gengum í úrhellisrigningu. Þegar við Guðrún Guðnadóttir fararstjóri óðum út í Þrönguá, náði vatnið okkur upp í mitti en yfirleitt nær það bara upp í hné.“ Þótt útlitið hafi verið svart í fyrstu gekk vel að koma mann- skapnum yfir ána. „Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að fáir fari yfir í einu,“ útskýrir Steingrímur. „Svo má ekki horfa ofan í vatnið því þá er hætt við að menn svimi og þeim skriki fótur.“ Þegar á leiðarenda var komið stóð til að drekka rauðvín og borða steik, en þá kom í ljós að ekki hafði tekist að senda birgðirnar vegna ófærðar, svo pastapakkinn var tek- inn fram enn einu sinni öllum til mikils ama. „Eins og í öllum góðum ferðum fór þó allt vel að lokum, þar sem veðurblíða ríkti og allir lifðu af,“ bætir Steingrímur glaðlega við í lokin. Vondar ferðir standa upp úr Steingrímur Jónsson verkefnastjóri hjá KB banka hefur verið duglegur við að ferðast innanlands og hefur ratað í alls kyns ævintýri. Steingrímur Jónsson hefur ferðast mikið innanlands og við alls kyns aðstæður. Hann segir að vont veður sé bara hugar- ástand. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Þessa mynd tók Steingrímur norðan við Dyngjujökul í jeppaferð með Útivist árið 2002. Farið var Gæsavatnaleið sem þykir hin mesta manndómsraun, en flestir fara bara einu sinni. Fararstjórastarfið getur verið fjölbreytilegt og krefjandi, eins og sést hér þar sem Steingrím- ur ber barn yfir á. Myndina tók Delia Kristín Howser. Nýtt hótel, Hótel Sóley, hefur verið opnað á Dalvík. Þetta er skemmti- legt 25 herbergja hótel, en húsnæðið gegndi áður hlutverki heimavistar Dalvíkurskóla. Hverju herbergi fylgir baðherbergi, sjónvarp og aðrar nauðsynjar. Hótelið er útbúið fallegum veitingasal þar sem fjallahring- ur Svarfaðardals blasir við út um gluggann. Í kjallaranum verður hita- og þurrkklefi fyrir skíðaútbúnað. Sjá www.hotel-soley.com. Hótel Sóley á Dalvík „Þessi leikjabók er alveg í anda Fíusólar,“ byrjar Kristín á því að segja. „Þessi persóna hefur hreiðrað um sig í hjörtum margra barna, þannig að okkur Halldóri Bald- urssyni teiknara, sem myndskreytir bók- ina, þótti skemmti- legt að hún færi í ferðalag með þeim í sumar.“ Aðspurð um hvað geri Ferða- bók Fíusólar ólíka öðrum ferðabók- um handa börnum, segist Kristín byggja hana á reynslu sinni af uppeldi og ferðamennsku. „Allir sem eiga börn, vita hversu óþolin- móð þau geta orðið á ferðalögum,“ útskýrir hún. „Margir for- eldrar verða sér úti um dvd-spilara til að kaupa sér smá frið. Við Halldór vildum útbúa einhvern annan valkost, enda er hægt að gera alls kyns skemmtilega leiki úr umhverfinu sem þýtur framhjá.“ Ferðalagasjúk fjölskylda Nýverið kom út Ferðabók Fíusólar, eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, sem sver sig frá fyrri sögum um sam- nefnda persónu þar sem hún er uppfull af leikjum og þrautum fyrir sumarið. Kristín Helga Gunnarsdóttir rekur vinsældir bókanna um Fíusól til þess hversu auðvelt börn eigi með að samsama sig aðalpersónunni, sem fæst við raunsæislegar aðstæður sem börn glíma við á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ekki nóg með nú sé komin út sjálfstæð leikjabók með Fíusól, heldur er von á þriðj- unni bókinni um persónuna seinna á þessu ári þannig að aðdáendur söguhetjunnar hafa yfir mörgu að gleðjast. Þessa mynd tók Steingrímur af Jökultungum. Horft er til suðurs yfir Álftavatn (nær) og Torfavatn (fjær).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.