Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 81
Unglingahrollvekjan Stay Alive verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag. Myndin fjallar um hóp tölvu- leikjaspilara frá New Orleans sem kemst yfir nýjan og hættulegan leik sem nefnist Stay Alive. Byggir hann á sögu fjöldamorðingjans The Blood Countess sem var uppi á 18. öld. Þegar spilaranir komast yfir leikinn fara þeir smám saman að týna tölunni einn af öðrum á sama hátt og persónur þeirra í leiknum gera. Spurningin er bara hvort þeir spila leikinn svona vel eða hvort leikurinn er að spila með þá. Hættulegur tölvuleikur STAY ALIVE Unglingahrollvekjan Stay Alive verður frumsýnd í dag. Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg er að undirbúa nýja kvikmynd um hóp geimfara sem ferðast inn í nýja vídd í gegnum ormagöng. Myndin, sem hefur enn ekki fengið nafn, er byggð á rannsókn- um eðlisfræðingsins Kip S. Thorn frá Kaliforníu sem hefur haldið því fram að ormagöng séu í raun og veru til og hægt sé að ferðast í fram og aftur í tímann í gegnum þau. Spielberg hefur lengi haft áhuga á geimnum og ýmiss konar vísindaskáldskap. Má þar nefna myndir á borð við ET, Close Encounters... og War of the Worlds sem kom út á síðasta ári með Tom Cruise í aðalhlutverki. Leikstjórinn var víst svo spenntur fyrir nýju myndinni að hann fékk 89 ára gamlan föður sinn, sem er fyrrverandi verk- fræðingur, til Kaliforníu til að fylgjast með Thorne og öðrum vísindamönnum að störfum. Spielberg vonast til að geta leikstýrt myndinni sjálfur en hann er einnig að undirbúa fjórðu myndina í Indiana Jones-seríunni. Einnig er talið að hann sé með puttana í væntanlegri mynd um ævi Abrahams Lincoln með Liam Neeson úr Schindler´s List í aðal- hlutverki. Reyndar hefur Spielberg lýst yfir áhuga á að leikstýra ódýrari myndum en hann hefur verið þekktur fyrir en eitthvað ætlar hann að bíða með það miðað við næstu verkefni hans. Spielberg í gegnum ormagöng STEVEN SPIELBERG Leikstjórinn heims- þekkti er að undirbúa kvikmynd um tímaferðalög. Gamanmyndin Just My Luck með unglingastjörnuna Lindsey Lohan í aðalhlutverki hefur verið tekin til sýninga í Smárabíói, Regnbog- anum og Borgarbíói Akureyri. Myndin fjallar um hina stál- heppnu stúlku Ashley Albright sem er hinn mesti lukkunnar pam- fíll. Þegar hún hittir draumaprins- inn, hrakfallabálkinn Jake (Chris Pine), snýst hins vegar heppni hennar upp í algjöra martröð þar sem allt gengur á afturfótunum. Jake virðist hins vegar hafa smit- ast af heppni Ashley og smám saman fara allir hans draumar að rætast. „Þetta er frábær saga um það að fullorðnast og mér fannst þetta hárrétta hlutverkið fyrir mig til að skipta yfir í fullorðinshlut- verk,“ sagði Lohan, sem sló í gegn í Freaky Friday. „Ashley er með allt á tæru, sem er frábært. En hún hefur aldrei þurft að ganga í gegnum neina erfiðleika og þurft að hafa fyrir hlutunum. Í gegnum þessa lífsreynslu sína kemst hún að því um hvað lífið í raun og veru snýst,“ sagði hún. Allt á afturfótunum ASHLEY ALBRIGHT Lindsey Lohan fer með hlutverk hinnar stálheppnu Ashley Albright sem kynnist hrakfallabálkinum Jake. Kvikmyndin Superman Returns, sem verður frumsýnd í næstu viku í Bandaríkjunum, hefur fengið mjög góða dóma hjá gagn- rýnendum, þar á meðal hjá tíma- ritunum Daily Variety, Hollywood Reporter og Newsweek. Telja þeir að nýliðinn Brandon Routh, sem leikur ofurhetjuna, eigi eftir að vinna áhorfendur auðveldlega á sitt band. Þá er leikstjórinn Bryan Singer lofaður fyrir góð efnistök; hann þykir hafa nálgast myndina af einlægni og virðingu og fellur ekki í þá gryfju að láta útlitið ráða á kostn- að innihaldsins. Einn gagnrýn- andi lét hafa eftir sér að Singer hafi tekist að endurnýja Super- man rétt eins og Christopher Nolan tókst að gera við Batman í fyrra. Á heildina litið þykir Singer hafa tekið rétta ákvörðun er hann ákvað að leikstýra Superman í stað þess að taka að sér þriðju myndina um X-Men. Fellur í kramið SUPERMAN Ofurmennið skikkjuklædda fær góða dóma í Bandaríkjunum. FIMMTUDAGUR 22. júní 2006 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.