Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 50
■■■■ { sumarið 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 „Aðsóknin er góð þótt það fari heldur minna fyrir gamla tjaldinu en áður,“ segir Garðar Kjartansson, rekstraraðili Þrastalundar sem hefur umsjón með tjaldsvæðinu í Þrasta- skógi. „Hústjöld og húsvagnar eru meira áberandi. Fækkun tjalda má líka rekja til fjölgunar sumarbústaða en verið er að byggja 600 sumarbú- staði á innan við tíu kílómetra radí- us frá Þrastalundi.“ Að mati Garðars er margt sem ræður aðsókninni í Þrastaskóg. „Hér ríkir náttúrulega logn vegna hárra trjáa,“ útskýrir hann og bætir við að fjöldi göngustíga um svæðið og góð sal- ernisaðstaða nálægt tjaldsvæðinu skemmi heldur ekki fyrir. Líkt og á öðrum tjaldsvæð- um ríkja síðan ákveðnar reglur í Þrastaskógi, sem gott er að þekkja. „Á tjaldsvæðinu er vörður sem sér um að þeim sé framfylgt,“ útskýrir Garðar. „Það er til dæmis bannað að kveikja eld í skóginum, þar sem við viljum auðvitað koma í veg fyrir skógarelda. Á móti kemur að hér er góð aðstaða til að elda utanhúss. Svo krefjumst við snyrtilegrar umgengni og að fólk sýni hvert öðru tillit. Það er til dæmis bannað að spila háværa tónlist fram eftir öllu, en hlýði fólk því ekki þá er lögregla kölluð til.“ En hvernig skyldi landanum ganga að fara eftir þessu fyrir- komulagi? Að sögn Garðars hlýða flestir settum reglum og umgengni á svæðinu er til fyrirmyndar. „Fólk tekur í flestum tilvikum tillit hver til annars og unga fólkið stendur sig mjög vel í því samhengi,“ segir hann. „Það er auðvitað alltaf ein- hverjar undantekningar á því, en þær eru sjaldgæfar,“ bætir hann við. Gamla tjaldið á undanhaldi Margir telja Þrastaskóg með fallegri útvistarsvæðum Íslands. En hver er aðsóknin á svæðið og hvaða reglur eru þar í gildi? Garðar líkir Þrastaskógi við falinn fjársjóð, þar sem svæðið er hulið háum trjám svo það fer stundum alveg fram hjá vegfarendum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKULL ÓLAFSSON Garðar er ánægður með aðsóknina á svæðið og segir að fyrirhugað sé að halda þar tónleika í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veitingastaðurinn Fjöruborðið á Eyrarbraut 3 á Stokkseyri er marg- rómaður fyrir ljúffengan, grillað- an humar með hvítlauk og smjöri, borinn fram með góðu brauði og salati. Aðeins er unnið með ferskt hráefni enda stendur staðurinn við fjöruna. Þá þykir humarsúpan vera einstök. Fyrir þá sem ekki borða humar má velja á milli lambafillets og nauta carpaccio sem er hvort tveggja með góðu meðlæti. Sér- stakur barnamatseðill er á staðn- um. Sjá www.fjorubordid.is. Fjöruborðið á Stokkseyri Á Narfeyrarstofu við Aðalgötu 3 í Stykkishólmi (í miðbænum við hlið gömlu kirkjunnar) er boðið upp á ferskan afla úr Breiðafirði, svo sem humar, rauðsprettu og skötusel. Af eftirsóttum réttum má nefna hörpuskel, þorsk, reyktan svart- fugl, léttsoðið egg í brauðbollu með salati og fiskisúpu, byggða á soði af humarskeljum, trjónu- krabba og fiski, sem hefur notið samfelldra vinsælda frá upphafi. Ekki nóg með að Narfeyrarstofa bjóði upp á ljúffengan mat heldur standa eigendur staðarins nú fyrir hestvagnaferðum um bæinn. Narfeyrarstofa í Stykkishólmi „Við vildum tengja saman menn- ingu og ferðamál,“ segir Áslaug um kaup þeirra hjóna á Faktorshúsinu á Ísafirði. Húsið var 70 ár í eigu Ísafjarðarkaupstaðar áður en þau keyptu húsið 1993 og hófu endur- bætur á því fimm árum síðar. „Við ákváðum fyrst að hafa kaffi- og veitingahús í húsnæðinu, þar sem nú er boðið upp á fisk og aðrar kræsingar, enda litum við svo að húsið væri ekki einkamál heldur tilheyrði menningararfi íslensku þjóðarinnar,“ bætir hún við. Að sögn Áslaugar hafði hana síðan lengi dreymt um að hafa svítu í húsinu, en sá draumur varð að veruleika á síðasta ári þegar form- legum endurbótum á húsnæðinu lauk. „Þar inni eru tvær tvíbreiðar lokrekkjur í fullri lengd, í gamaldags stíl en þó búnar öllum nútímaþæg- indum,“ útskýrir hún. Almenningi stendur því nú til boða að snæða og gista á sögulegum slóðum, í hjarta Ísafjarðarbæjar en senda má tölvu- póst á gistias@snerpa.is til að fá nánari upplýsingar. Menningararfur þjóðarinnar Fyrir þrettán árum festu hjónin Áslaug Jóhanna Jensdóttir ferðaþjónn og Magnús Helgi Alfreðsson húsasmíðameistari kaup á einu elsta húsi landsins, staðsettu í Ísa- fjarðarbæ, og gerðu upp, en þar er nú skemmtilegt veitingahús og gistiheimili rekið. Þótt Faktorshúsið sé í gamaldags stíl eins og hér sést, er það búið helstu nútíma- þægindum. Sem dæmi geta fartölvueig- endur notfært sér þráðlaust net. Mynd tók Halldór Sveinbjörnsson. Lokrekkja og svefnbekkur eru málið ef þú vilt upplifa þægilegan svefnmáta. Mynd tók Halldór Sveinbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.