Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 22
22. júní 2006 FIMMTUDAGUR22
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS
[Hlutabréf]
ICEX-15 5.565 +2,45% Fjöldi viðskipta: 400
Velta: 5.120 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,10 +0,16% ... Alfesca
3,55 +2,60%... Atorka 5,90 +1,72% ... Bakkavör 45,20 +1,80% ...
Dagsbrún 5,72 +0,53% ... FL Group 18,00 +2,27% ... Flaga 3,81
+0,00% ... Glitnir 17,60 +1,73% ... Kaupþing banki 745,00 +1,50%
... Landsbankinn 21,10 +3,94% ... Marel 69,40 +1,17% ... Mosaic
Fashions 15,,0 +0,66% ... Straumur-Burðarás 19,10 +7,30% ...
Össur 109,50 +2,82%
MESTA HÆKKUN
Straumur-Burðarás +7,30%
Landsbankinn +3,94%
Össur +2,82%
MESTA LÆKKUN
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni
í Kaupmannahöfn hefur lækkað
mest allra norrænna vísitala á
árinu eða um átta prósent. „Það
sem manni finnst svolítið merki-
legt er hvað Danirnir eru rólegir
yfir þessu. Ef okkar stærstu hluta-
bréf myndu að lækka á hálfu ári
um 30-40 prósent þá væru menn
með í maganum á Íslandi,“ segir
Skarphéðinn Berg Steinarsson
sem fer fyrir fjárfestingum Baugs
á Norðurlöndum.
Baugur Group er umsvifamik-
ill fjárfestir í Danmörku í gegnum
fasteignafélögin Keops og Nordic-
om en einnig mun félagið eiga
hlutabréf í Jeudan, stærsta skráða
fasteignafélagi Danmerkur.
Keops, sem er stærsta skráða fjár-
festing Baugs í Danmörku, hefur
lækkað um 29 prósent frá áramót-
um. „Keops er ekkert einsdæmi,
stór og öflug félög eins og Möller-
Mærsk og Danske Bank hafa verið
að gefa eftir alveg ótrúlega,“ segir
Skarphéðinn.
Honum virðist sem miklar
sveiflur á danska markaðnum stafi
meðal annars af mikilli hlutabréfa-
eign almennings og fer fólk hratt
inn og út úr hlutabréfum. Þegar
almenningur fer hratt út virðist
enginn vera til staðar til að taka
við þeim bréfum sem eru á lausu,
eins og í Keops, og leiðir það til
þess að verðið gefur svona eftir.
Stýrivextir danska seðlabank-
ans hafa farið hækkandi sem
hefur þar af leiðandi haft nei-
kvæð áhrif á verðþróun hluta-
bréfaverðs. Skarphéðinn telur þó
ekki að hækkandi vaxtastig rétt-
læti þær miklu lækkanir sem hafa
átt sér stað í Danmörku upp á síð-
kastið.
Einnig hefur verið rætt um
hvort fasteignaverð í Danmörku
sé orðið of hátt. „Við teljum hins
vegar að það sé ekki óeðlileg verð-
lagning á fasteignamarkaði.“ - eþa
FRÁ STRIKINU Í KAUPMANNAHÖFN Þrátt fyrir nokkra lækkun hlutabréfaverðs eru Danir
rólegir yfir gangi mála.
Danir „ligeglad“ þrátt fyrir
lækkun hlutabréfaverðs
Verðlagning danskra fasteigna eðlileg að mati framkvæmdastjóra hjá Baugi.
Roland Koch, forsætisráðherra í
sambandslandinu Hessen í Þýska-
landi, og Alois Rhiel, fjármálaráð-
herra Hessen, blönduðu sér óvænt
í baráttu þýsku kauphallarinnar til
að sameinast samevrópska hluta-
bréfamarkaðnum Euronext í byrj-
un vikunnar.
Eigendur þýsku kauphallarinn-
ar hafa lengi horft til þess að sam-
einast Euronext en hafa fram til
þessa lagt áherslu á að höfuðstöðv-
ar markaðanna verði í Frankfurt,
sem er í Hessen.
Í endurskoðuðu tilboði hafa eig-
endur þýsku kauphallarinnar dreg-
ið kröfuna til baka og sagt að ef af
sameiningu verði muni yfirstjórn
kauphallanna verða í Frankfurt,
Amsterdam og í París.
Kauphöllin í New York (NYSE) í
Bandaríkjunum bauð jafnvirði 765
milljarða króna í kauphöllina í maí
en þýska kauphöllin hækkaði boðið
um 60 milljarða daginn eftir. Hlut-
hafar Euronext ákváðu hins vegar
að taka boði NYSE og hefur sam-
runaferli verið samþykkt.
Þeir Koch og Rhiel sögðu á
blaðamannafundi í gær að eigend-
ur þýsku kauphallarinnar hefðu
ekki borið hag sambandslandsins
fyrir brjósti enda muni miðstöð
fjármálalífsins færast frá Frank-
furt verði af samruna. Geti svo
farið að fjármálaeftirlitið skerist í
leikinn til að koma í veg fyrir sam-
runa við Euronext. - jab
EURONEXT OG ÞÝSKA KAUPHÖLLIN Í
Hessen eru forsætis- og fjármálaráðherra
mótfallnir breyttri yfirstjórn kauphallanna.
Samruna mótmælt
Hennes & Mauritz stefnir að því
að opna verslanir í Kína á næsta
ári, eina í Hong Kong og aðra í
Sjanghæ. „Innrás þeirra í Kína er
ekkert smámál,“ segir Asa Mos-
berg, sérfræðingur hjá Kaupþingi
í samtali við fréttasíðu Forbes.
H&M byggir rekstur sinn á því
að verða stórt á fáum mörkuðum
og metur Asa það svo að fleiri
verslanir fylgi í kjölfarið.
H&M birti í gær uppgjör fyrir
annan ársfjórðung í reikningsári
félagsins sem var umfram vænt-
ingar markaðarins. Hagnaður nam
2,6 milljörðum sænskra króna, eða
26,5 milljörðum króna, og jókst
sala um tólf prósent frá öðrum
ársfjórðungi í fyrra. Salan í maí
jókst um þrettán prósent á milli
ára.
Aukningin er fyrst og fremst
rakin til verslana fyrir utan Evr-
ópu. Hlutabréf í félaginu hækk-
uðu um 3,7 prósent eftir birtingu
afkomutalna. - eþa
H&M opnar í Kína
Alþingi fór í níutíu prósent tilvika
eftir tillögum Viðskiptaráðs Íslands
þegar ráðið veitt umsögn sína á
nýliðnu þingári. Þetta kemur fram á
vefsíðu Viðskiptaráðs.
Viðskiptaráð veitti umsagnir um
fimmtíu og sjö frumvörp og ellefu
þingsályktunartillögur á árinu, eða
um fjórðung allra frumvarpa og níu
prósent þingsályktana.
Fram kemur að Viðskiptaráð hafi
í nokkrum tilfellum átt frumkvæði
að því að veita þinginu umsögn, oft
eftir ábendingar fyrirtækja sem eru
aðilar að ráðinu.
Yfirleitt var um að ræða frum-
vörp sem snertu viðskiptalífið með
einhverjum hætti. Flestar umsagn-
arbeiðnir bárust frá viðskipta- og
efnahagsnefnd, en einnig frá öðrum
nefndum. Starfsmenn Viðskipta-
ráðs voru einnig nokkrum sinnum
boðaðir fyrir þingnefnd til að fjalla
um afstöðu ráðsins til ýmissa mála.
Alþingi komst í níu tilfellum að
niðurstöðu sem var gagnstæð
umsögn Viðskiptaráðs. Alls urðu
119 frumvörp að lögum á síðasta
þingári af þeim 234 sem lögð voru
fram. -jsk
Alþingi sammála
Viðskiptaráði
Markaðsvirði íslensk-
bandaríska líftæknifyri-
tækisins Cyntellect er
60,7 milljónir banda-
ríkjadala eða sem nemur
rúmlega 4,5 milljörðum
íslenskra króna sam-
kvæmt verðmati TSG
Partners.
Cyntellect verður á
næstunni skráð á hinn
nýja iSEC-markað Kaup-
hallar Íslands, fyrst
félaga. Hlutafjárútboð
fyrirtækisins hófst þann
15. júní og var nýlega
framlengt út mánuðinn.
Útboðsgengið er 2,5
bandaríkjadalir á hlut
en samkvæmt verðmati
TSG Partners er virði
hlutarins 3,41 dalir.
Verðmatið var unnið
að frumkvæði Nor-
dVest verðbréfa. TSG
Partners er sérhæft
ráðgjafarfyrirtæki
fyrir líftækniiðnaðinn
með höfuðstöðvar í
New York. -jsk
Gengi undir verðmati
BERNHARD Ö. PÁLSSON
Bernhard er stjórnarfor-
maður Cyntellect, sem
metið er á 4,5 milljarða
króna.
MARKAÐSPUNKTAR...
Stjórn Englandsbanka ákvað á vaxta-
ákvörðunarfundi sínum í gær að halda
stýrivöxtum óbreyttum í Bretlandi.
Þeir eru nú 4,5 prósent og hafa verið
óbreyttir í tíu mánuði.
Veltan í dagvöruverslun var 4,7 prósent-
um meiri í maí samanborið við sama
tíma í fyrra en þá nam vöxtur dagvöru-
verslunar 13 prósentum. Greiningardeild
Glitnis segir minni tiltrú neytenda á
stöðu efnahagslífsins og vaxtahækkun
hafa skilað sér í minni neyslu.
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði
lítillega í gær í kjölfar gagna bandaríska
orkumálaráðuneytisins þess efnis að
olíubirgðir hafi aukist meira en búist
var við.
Launskrið er meira en
ráð var fyrir gert. Milli
apríl og maí hækkuðu
laun um 0,9 prósent og
nemur hækkun á tólf
mánuðum 8,7 prósent-
um. Launaskrið kann
að minnka svigrúm
fyrirtækja til að sitja á
hækkunum vegna gengis
krónunnar.
Laun landsmanna hækkuðu um
tæpt prósent á milli apríl og maí-
mánaðar samkvæmt tölum Hag-
stofu Íslands. Launaskrið er held-
ur meira en reiknað var með en
laun hafa þannig hækkað um 8,7
prósent á 12 mánuðum.
„Þetta er umtalsverð hækkun
launa bæði sögulega séð og í
alþjóðlegu samhengi. Hækkunin
er einnig langt umfram fram-
leiðnivöxt á sama tíma. Munurinn
kemur fram í vaxandi verðbólgu-
þrýstingi um þessar mundir.
Launahækkanir þessar skila því
litlu í auknum kaupmætti,“ segir í
áliti greiningardeildar Glitnis
banka og bent á að yfir sama tíma-
bil hafi verðbólgan verið 6,5 pró-
sent og kaupmáttur því aukist um
2,2 prósent á tímabilinu. „Miklar
launahækkanir endurspegla þá
spennu sem er á innlendum vinnu-
markaði. Atvinnuleysi er nær ekk-
ert, mikið framboð af störfum,
atvinnuþátttaka mikil og vinnu-
dagurinn hjá hverjum starfandi
langur.“
Ingvar Arnarson, sérfræðingur
á greiningardeild Glitnis banka,
segir ljóst að við endurskoðun
kjarasamninga í haust þurfi að
huga vel að þeim aðstæðum sem
upp séu því líklegt sé að verhækk-
anir fylgi launahækkunum og kaup-
máttaraukning verði því lítil.
„Hækkun launavísitölunnar er
meiri en við reiknuðum með og
vonandi að hún verði ekki jafnmik-
il yfir árið í heild,“ segir hann og
telur að launaskrið undangenginna
missera skýri ef til vill hversu hratt
gengislækkun krónunnar hafi skil-
að sér í aukinni verðbólgu. „Ætla
má að þegar gengið styrktist hafi
menn getað haldið sínu verði eða
jafnvel lækkað það þrátt fyrir auk-
inn launakostnað. Núna hækka hins
vegar báðir þættir, verð á innflutt-
um vörum og launaliðurinn og þá
skilar það sér mikið hraðar út í
verðlag.“ olikr@frettabladid.is
Launaskrið dregur úr
sveigjanleika fyrirtækja
INGVAR ARNARSON
ÞRÓUN LAUNAVÍSITÖLUNNAR FRÁ ÁRAMÓTUM
Janúar Febrúar Mars Apríl Maí
290
288
286
284
282
280
8,7%
8,6%
8,5%
8,4%
8,3%
8,2%
Vísitala
12 mán.
hækkun
LAUNAVÍSITALA
12 MÁN. HÆKKUN
Heimild: Hagstofa Íslands
Vanþakklátur markaður
Eftir samfellda rigningu
sunnanlands allan júní-
mánuð birti loksins til í
gær. Maður hefði nú haldið
fjárfestar og verðbréfamiðl-
arar, sem hafa mátt þola
óhemju rólega tíð á markaði
að undanförnu, myndu þá
drífa sig út í góða veðrið og
þakka veðurguðunum fyrir
örlæti sitt. En það var öðru
nær. Úrvalsvísitalan hækkaði
um 2,5 prósent og beindust
sjónir manna einkum að
hlutabréfum í Straumi og
Landsbankanum. Fyrrnefnda
félagið hækkaði hvorki meira
né minna en um sjö prósent,
enda hafa menn verið að búast
við stórtíðindum frá félaginu.
Glitnir í spilakassafjármögnun
Íslenski bankar koma orðið víða við í
heiminum og gefa mönnum ráð, hafa
milligöngu um viðskipti og fjármagna
margvísleg kaup þar sem Íslendingar
koma að öðru leyti hvergi nærri. Nú síð-
ast bárust af því fregnir að Glitnir banki
hefði fjármagnað skuldsetta yfirtöku á
finnska leiktækjafyrirtækinu Pelika net
Oy, en það er leiðandi í framleiðslu
spilakassa og glymskratta. Fyrirtækið
starfrækir yfir sex þúsund slík tæki á
yfir þrjú þúsund stöðum í Finnlandi.
Kaupendur eru breska eignarhalds-
félagið BG Kapital Partners og stjórn-
endateymi Pelika. Finnskir fagfjárfestar
seldu, en tilkynnt var um viðskiptin í
gær. Glitnir hélt utan um og fjármagnaði
viðskiptin auk þess að eiga ákriftarrétt
að hlutafé í Pelika.
Peningaskápurinn...