Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 22. júní 2006 23 Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software hefur sent frá sér útgáfu af Opera-vafranum fyrir einkatölvur sem keyra á stýrikerfum frá Microsoft, Apple og Linux. Vafrinn, líkt og fyrri vafrar Opera, ber nafn fyrirtæk- isins. Hann er sá níundi í röðinni og á 25 tungumálum. Hægt er að hlaða vafranum niður ókeypis af vefsvæðinu Opera.com. Í tilkynningu frá Opera Soft- ware segir að fjölmargar nýj- ungar séu í nýja vafranum en á meðal þeirra er stuðningur við skráaskiptiforritið BitTorrent, sem auðveldar fólki að skiptast á skrám á netinu. Auk þess er hægt að rápa um netið í mörgum flipum í einu þótt einungis einn gluggi Opera 9 sé opinn. Þá geta notendur vafrans sömuleiðis hindrað að auglýsingagluggar skjótist upp á skjáinn. Haft er eftir Jóni Stephenson von Tetzchner, forstjóra og stofnanda Opera Software, að fyrirtækið hafi reynt til þrautar að fullnægja flestum þörfum netverja. „Ég held að Opera 9 hafi eitthvað fyrir alla,“ segir hann og bendir sérstaklega á BitTorrent stuðninginn og lítil hjálparforrit sem kallast widgets og eru innbyggð í nýja vafrann. „Við förum að ytri mörkum þess sem fólk býst við af upplifun sinni af netinu bæði hvað varðar hraða og nýjungar.“ - jab JÓN S. VON TETZCHNER Fyrirtæki Jóns, Opera Software, hefur gefið út nýjan vafra, Opera 9. MYND/VILHELM Nýr Opera-vafri styður BitTorrent Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, sagði á fundi efnahags- og fjárlaganefndar Evrópusambandsins (ESB) í gær, að bankinn væri reiðubúinn til að hækka stýrivexti hvenær sem er til að halda verðbólgu niðri. Trichet sagði ennfremur að snörp hækkun á fasteignaverði og aukning veðlána hafi verið ástæða 25 punkta hækkunar stýrivaxta í maí en þeir standa nú í 2,75 pró- sentum. Næsti vaxtafundur evrópska seðlabankans er í lok ágúst. Sér- fræðingar segja miklar líkur á 25 punkta hækkun stýrivaxta að þeim fundi loknum og segja líkur á ann- arri hækkun fyrir árslok. - jab Er tilbúinn að hækka vexti JEAN CLAUDE TRICHET Sérfræðingar spá því að bankastjórn evrópska seðlabankans hækki stýrivexti tvisvar á árinu. Velta í dagvöruverslun í maí var 4,7 prósent minni heldur en á sama tíma í fyrra segir í Morgunkornum Glitnis. Fyrir ári mældist þrettán prósenta vöxtur dagvöruveltu í maí. Að mati greiningardeildar Glitnis eru heimilin í landinu að bregðast við breytingum á kaup- mætti samhliða vaxandi verðbólgu og gengislækkun krónunnar. Minni neysla er sögð forsenda þess að það dragi úr þeirri þenslu sem ein- kennt hefur efnahagslífið og að úr viðskiptahallanum réttist. -jsk Hægir á í dag- vöruverslun Samtök farsímafyrirtækja, The GSM Association (GSMA), hafa sett sig upp á móti áætlunum Evr- ópusambandsins um að jafna og lækka gjöld fyrir reikisímtöl. GSMA heldur því fram að fyrirætl- anir ESB komi til með að hafa afdrifa- ríkar og slæmar afleiðingar fyrir farsímafyrirtæki í Evrópu enda sé ætlun- in „að innleiða handa- hófskennt gjald í allri Evr- ópu án tillits til mikils munar sem verið getur á aðstæðum fyrir- tækja milli landa Evrópusam- bandsins“. Samtökin vilja meina að í kjölfarið dragi úr samkeppni og nýsköpun í símageiranum. Verð á reikisímtölum milli landa er oft hátt og símafyrirtækj- um nokkur tekjulind, en nýjar reglur ESB myndu draga nokkuð úr gróða þeirra vegna millilanda- símtala. - óká Farsímafyrir- tæki mótmæla Síminn tók upp svokallað TEMS-villuleitarkerfi Ericsson fyrir fimm árum og hefur notað það með góðum árangri til að þétta farsímanet sitt um land allt. „Við litum á þetta sem sjálfsagðar fyrirbyggj- andi aðgerðir til að tryggja og bæta þjónustu okkar og töldum svo sem ekki ástæðu til að hampa því sérstaklega,“ segir Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Hún taldi þó rétt að árétta að Síminn hefði fyrir margt löngu tekið þetta upp í kjölfar fregna frá Og Vodafone um að þeir hefðu nýlega hafið slíka villuleit og talið sig frum- kvöðla í Evrópu á því sviði. TEMS eru sendar sem prófa fjarskiptanet á sjálfvirkan hátt og gerir skýrslur um niðurstöð- urnar. Og Vodafone er með slíkan sendi í einum bíl, en Síminn hefur verið með fimm bíla í umferð. „Markmið okkar er að vera með besta kerfið og við höfum notað TEMS til að hjálpa okkur að ná því markmiði frá árinu 2001,“ bætir Eva við. - óká EVA MAGNÚSDÓTTIR Fyrst með sjálfvirka villuleit á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.