Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 30
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. „Hvaða þjóðremba er nú þetta?“ Þessari spurningu dembdi gamall vinur minn einn yfir mig með svo- litlum þjósti, þegar hann heyrði mig vitna með velþóknun í hálfrar aldar gamalt ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar, sem hefst á þessum línum: „Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.“ Er þetta þjóðremba? Nei. Sá, sem ann landi sínu og þjóð, gerir sig ekki sekan um þjóðrembu, ekki frekar en karl, sem elskar konuna sína: hann gerir sig með engu móti sekan um kvenrembu. Samt er reginmunur á því að elska sitt land og elska konuna sína. Munurinn er sá, að það er nú orðið góðu heilli hampalaust að elska mörg lönd í senn. Ættjarðarástarkvæði Snorra Hjartarsonar er ekki yfirlýsing um, að hann unni ekki öðrum lönd- um. Öðru nær. Sá, sem elskar land- ið sitt af öllu hjarta, er jafnan lík- legur til að kunna þá einnig að elska önnur lönd, allan heiminn. Þjóðrækni og heimshyggja eru systur, og það er rangt – það stang- ast á við rök og reynslu! – að stilla þeim upp sem andstæðum. Borinn og barnfæddur Reykvíkingur er ekki þar fyrir verri Íslendingur, og þjóðrækinn Íslendingur er ekki þar fyrir áhugalaus um evrópska einingu. Það felst engin þversögn í breiðvirkri átthagatryggð, hvorki innan lands né utan. Breiðvirk hjónabönd eru hins vegar bönnuð með lögum hér heima af hagnýt- um ástæðum og víða annars stað- ar. Sambærilegar fjárhagsástæð- ur standa ekki lengur í vegi fyrir breiðvirkri ættjarðarást, því að heimurinn hefur breytzt. Það er nú til að mynda orðið býsna algengt, að börn vaxi úr grasi í tveim löndum í senn. Og ættjarðar- ástin getur auðvitað verði misheit eftir atvikum. Einn helzti styrkur bandarísks samfélags er fjölbreytnin: fólk úr öllum áttum á einum og sama stað. Eitt helzta framlag Bandaríkja- manna til heimsmenningarinnar er djassinn, ættaður frá Afríku. Singapúr er svipuð að þessu leyti: þar búa Arabar, Indverjar, Kín- verjar og Malæjar saman í einni kös og í sátt og samlyndi og búa við góð kjör, þótt lýðræði sé að sönnu ábótavant þar austur frá. Þannig er hægt að færa sig land úr landi, þótt einnig megi að sönnu finna ýmis nýleg dæmi um átök og ófrið milli ólíkra kynbálka. Sátt, friður og umburðarlyndi eru meg- inreglan í samskiptum manna óháð uppruna þeirra og kynþætti. Og þannig er Evrópa okkar daga: þangað streymir fólk alls staðar að. Evrópuþjóðunum er mikill vandi á höndum, af því að þær hafa mun skemmri reynslu af stríðu innstreymi útlendinga og minni viðbúnað en Bandaríkja- menn. Einn hollenzkur þingmaður sefur sjaldan á sama stað tvær nætur í röð og kemst ekki milli húsa nema í fylgd lögreglu og er nú á leið úr landi, þar eð öfgamenn úr hópi aðfluttra múslíma hafa kveðið upp dauðadóm yfir honum. Sum önnur Evrópulönd eiga við svipaðan vanda að glíma, eins og hryðjuverk í London og Madríd og óeirðir í París vitna um. Íslending- ar hafa undan engu slíku að kvarta. Margir Íslendingar taka fagnandi á móti innflytjendum víðs vegar að. Aðrir óttast hætturnar, sem geta steðjað að litlu landi, sem leyfir upprunasamsetningu mann- fjöldans að gerbreytast á skömm- um tíma. Andstaðan gegn innflutn- ingi erlends vinnuafls skírskotar öðrum þræði til ýmissa vanda- mála, sem upp hafa komið í nálæg- um löndum, og er af tvennum toga. Öðrum megin standa öfgamenn, sem ofsækja minnihlutahópa og svífast stundum einskis og verð- skulda enga samstöðu í siðuðu mannfélagi. Hinum megin standa þeir, sem vilja í ljósi sögunnar standa vörð um þjóðlega arfleifð fámenns lands, sem smæðar sinn- ar vegna er viðkvæmara en fjöl- mennari samfélög fyrir innflutn- ingi mikils fjölda fólks frá öðrum löndum. Þessi þjóðræknu varð- veizlurök eiga sér langa og virðu- lega sögu í orðræðum hér heima og víða annars staðar og eiga ekk- ert skylt við öfgar hinna. Eitt af mörgum brýnum verk- efnum okkar samfélags næstu ár er að finna friðsæla og framsýna málamiðlun á milli opingáttarhug- sjónarinnar, sem býður mönnum að breiða út faðminn á móti þeim, sem hingað vilja koma og gerast Íslendingar og læra málið og sög- una, og hálfgáttarstefnunnar, sem kallar á aðgát og aðhald í innflytj- endamálum af gildum varðveizlu- ástæðum. Innilokunarstefnan, sem átti ríkan þátt í hugum og hjörtum margra Íslendinga á fyrri tíð, kemur ekki lengur til álita, hún er dauð. Ég vil elska mín lönd Í DAG ÆTTJARÐARÁST OG INNFLYTJEND,UR ÞORVALDUR GYLFASON Sá, sem elskar landið sitt af öllu hjarta, er jafnan líklegur til að kunna þá einnig að elska önnur lönd, allan heiminn. Þjóðrækni og heimshyggja eru systur, og það er rangt - það stangast á við rök og reynslu! - að stilla þeim upp sem and- stæðum. Reagan Stjórnvöld leysa ekki vandamál – þau niðurgreiða þau, sagði Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Koma þessi ummæli upp í hugann þegar fréttir um styrki Evrópusambandsins til sjávarútvegs eru lesnar. Í vikunni komust sjávarútvegsráðherrar ESB að samkomulagi um nýjan þróunar- sjóð, sem á að veita 360 milljörðum íslenskra króna til sjávarútvegsfyrirtækja og stuðla þannig að sjálfbærum veið- um. Eru þetta rúmir fimmtíu milljarðar árlega næstu sjö árin. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, bendir á að þetta skekki samkeppnis- stöðu íslensks sjávarútvegs. Milljörðum sé dælt í sjávarút- vegsfyrirtæki í Evrópu en þau íslensku þurfi að greiða auðlindaggjald. Tvískinnungur Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra tekur undir orð Friðriks í Fréttablaðinu í gær. Enda hafa íslensk stjórnvöld barist gegn niðurgreiðslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og talað fyrir frjálsum viðskiptum með sjávar- afurðir. Hins vegar má minna sömu stjórnmálamenn á að hér á landi nemur niðurgreiðsla landbúnaðar- afurða milljörðum króna á ári hverju. Þar að auki er fólki óheimilt að flytja inn landbúnaðarvörur í sam- keppni við innlenda framleið- endur. Í stefnu stjórnvalda felst því ákveðinn tvískinnungur, sem rétt er að leiðrétta. Sjómanna- afslátturinn er líka ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði útgerðanna. Sumarháskóli Kannski væri við hæfi að senda suma alþingismenn í sumarháskóla Rann- sóknarstofnunar um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Þar verður meðal annars fjallað um áhrif þrýstihópa í stjórnmálum og rentusókn. Er algengt að erlendar rannsóknastofn- anir, svipaðar RSE, reki slíka skóla að sumri til. Hafa nokkrir Íslendingar sótt námskeið erlendis undanfarin ár. Sumarháskóli RSE, sem Birgir Tjörvi Pétursson framkvæmdastjóri hefur skipulagt, er haldinn í samstarfi við Viðskiptaháskólann á Bifröst og stendur frá 7. til 9. júlí. Meðal fyrirlesara eru Sigurður Líndal, Hannes H. Gissurarson, Magnús Árni Skúlason, Jakob F. Ásgeirs- son og Haraldur Jóhannes- sen hagfræðingur. bjorgvin@frettabladid.is Stundum hefur manni sýnst að íslenskir fjölmiðlar séu á góðri leið með að verða sjálfbærir í fréttum. Það er að segja, að einn daginn verði lítið annað skrifað eða sagt í fjölmiðlum en fréttir af öðrum fjölmiðlum og af fólki sem vinnur við fjölmiðla. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við þennan sjálfhverfa áhuga okkar fjölmiðlafólks. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar starfs- stéttir sem vilja fylgjast vel með því sem er á seyði innan síns fags. Nema hvað í okkar tilviki sendum við fréttir byggðar á þess- ari sjálfhverfni inn á öll heimili landsins. Aðrar stéttir hafa ekki sama tækifæri til að þröngva sambærilegum áhuga sínum upp á þjóðina. Í þessu ljósi er hollt fyrir lesendur og áhorfendur að skoða fréttir fjölmiðla af öðrum fjölmiðlum. Smæstu innansveitarkrón- íkur eiga það til að vinda stórfenglega upp á sig og fá pláss og vægi á síðum blaðanna og í útsendingum ljósvakamiðlanna, sem er langt um fram tilefni, aðeins vegna þess að fjölmiðlafólk virð- ist halda að aðrir deili miklum áhuga þess á fjölmiðlum. Þannig má telja nokkuð víst að framboðið af þessu efni sé í raun langt umfram eftirspurn. Að þessu sögðu er þó ekki hægt annað en að draga örlítið í land, því staðreyndin er sú að það er svo sannarlega ákveðin eftirspurn eftir fréttum af sumu fólki sem vinnur við fjölmiðla. Þetta eru fréttir af fólkinu sem talar til landsmanna á hverjum degi af sjónvarpsskjánum. Þulur sem brosa til okkar, ábúðarfullir fréttamenn, grínararnir sem gera sig óhikað að fífli fyrir áhorf- endur, þau sem segja okkur tíðindi af veðri og umsjónarfólkið sem stendur fyrir kvöldvökum í sjónvarpssal um helgar, allt er þetta fólk sem með reglulegum heimsóknum inn í stofur landsins er á vissan hátt komið í hóp heimilisvina. Og á sama hátt og fólk vill fá fréttir af öðrum vinum og kunn- ingjum hlustar það á, og les af athygli, fréttir af vinum sínum og kunningjum af skjánum. Þannig er fullkomlega eðlilegt þegar fjölmiðlar segja fréttir á borð við að þekkt sjónvarpspar eigi von á barni og keppast svo við að birta fyrstu myndir af ungviðinu, eða þegar sýnt er frá glæsilegum sumarbústað sem glaðlynda þulan hefur verið að innrétta um árabil. Það er ekki nema sjálf- sögð kurteisi fjölmiðla að verða við eftirspurninni eftir slíkum fréttum og engin ástæða til að gera lítið úr þeim sem sinna þeirri eftirspurn. Allt er þetta samt spurning um jafnvægi og það er sígilt við- fangsefni fjölmiðlafólks að varast að gleyma sér ekki um of við að stara í spegilinn. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Framboð af fréttum af fjölmiðlum er meira en eftirspurnin. Naflaskoðun blaðamanna Í þessu ljósi er hollt fyrir lesendur og áhorfendur að skoða fréttir fjölmiðla af öðrum fjölmiðlum. Smæstu innansveitarkróníkur eiga það til að vinda stórfeng- lega upp á sig og fá pláss og vægi á síðum blaðanna og í útsendingum ljósvakamiðlanna, sem er langt um fram tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.