Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 22. júní 2006
Finnsk hönnun eins og hún
gerist best.
Það hefur ávallt verið vinsælt
meðal hönnuða að búa til skondna
og nýstárlega lampa. Finnski hönn-
uðurinn Eero Aarnio er þar engin
undantekning. Hann er einn helsti
húsgangnahönnuður Finna og hefur
í gegnum árin komið fram með
ýmsa hluti sem náð hafa miklum
vinsældum.
Einn þessara hluta er loftbólu-
lampinn sem hannaður var árið
2001. Lögun lampans er einstaklega
skemmtileg en lampinn minnir
einna helst á einhvers konar loft-
bólur eða sápukúlur. Til að tryggja
jafna birtu eru þrjár perur í hverj-
um lampa, ein í hvorum belg og ein
í miðjunni. Lampinn er fáanlegur í
þremur útgáfum, tvær ólíkar gerð-
ir af borðlömpum eru til sem og ein
gerð af stórum gólflampa. - þo
Finnskur loftbólulampi
Lampinn fæst í þremur útgáfum.
Form lampans er einstaklega skemmtilegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/NETIÐ
Þótt sumarið sé
komið er alls ekki
bannað að sitja inni
við kertaljós. Kerti
eru skemmtilegt
skraut fyrir heim-
ilið og þau veita
notalega birtu sama
hvaða árstími er.
Lífgaðu upp á
heimilið með litrík-
um og sumarleg-
um kertum. Blá,
græn, gul, bleik og
fjólublá kerti eru svo
sannarlega sumarleg.
Sumarlegt
kertaljós
KERTI ERU EKKI BARA FYRIR
SKAMMDEGIÐ.
PLAST ER EKKI ÓNÝTT ÞÓTT ÞAÐ
BROTNI
Plast getur brotnað eins og flest
annað, margir álíta sem svo að ekki
sé hægt að gera við ýmsar plastvörur
eftir að þær brotna en fyrirtækið
Plastviðgerðir Grétars í Kópavogi
sérhæfir sig í viðgerðum á fjölmörg-
um vörum gerðum úr plasti. Hægt
er að láta laga nær allar plastvörur
hjá fyrirtækinu, allt frá þvottavélum
og upp í þakrennur. Auk þess gerir
fyrirtækið við heimilisvörur og tæki
úr plasti, meðal annars þvottavélar
og önnur rafmangstæki.
Auk viðgerða á heimilistækjum
sérhæfir fyrirtækið sig meðal annars
í plastviðgerðum á bílum, fellihýsum
og ýmiskonar öðrum farartækjum.
húsráð }
Að gera við plast
Það er hægt að gera við borvélar sem
brotna.
NÝTT BLAÐ KEMUR ÚT
ALLA FIMMTUDAGA