Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 68
22. june 2006 THURSDAY32
Nokkuð hefur verið rætt um það
að undanförnu að stóriðjustefna sé
þungamiðja í atvinnustefnu stjórn-
valda. Ég kýs reyndar miklu frek-
ar að tala um orkuiðnað sem þá
nær yfir bæði framleiðslu á orku
og nýtingu hennar í iðnaði. Þetta
kemur meðal annars fram í mikið
ræddri bók Andra Snæs Magna-
sonar, Draumalandinu, og á fundi
um „Framtíðarlandið“ nú nýverið.
Við skulum skoða þetta aðeins
nánar. Er þetta svona? Hvert er
hlutverk orkuiðnaðarins í þjóðar-
búskapnum? Ef það er ekki greint
rétt þá verða ályktanirnar sem
dregnar eru alltaf rangar.
Það hefur oft verið gripið til
þess að bera saman mikilvægi áls
og þorsks í þjóðarbúskapnum. Það
er að mínu mati að mörgu leyti
eðlilegt enda eru samlíkingarnar
sláandi. Í báðum tilfellum er um að
ræða atvinnuvegi sem skapa mikl-
ar gjaldeyristekjur. Báðar grein-
arnar byggja á langtímamarkmið-
um um auðlindanýtingu og skapa á
þann hátt festu í atvinnulífið og þá
sérstaklega útflutningsgreinarnar.
Í þessu tilfelli er rétt að nefna hvað
þorskurinn er stór hluti af sjávar-
útveginum en hann leggur til 40%
af heildarverðmætum útfluttra
sjávarafurða. Það er freistandi að
skoða hver líkleg staða þessara
greina verður á árinu 2008 þegar
núverandi uppbyggingu í orkuiðn-
aði verður lokið. Til þess eru settar
fram þær upplýsingar sem eru í
töflu 1.
Útflutningsgreinarnar eru
afkastamiklar
Hvað má lesa út úr þessum upplýs-
ingum um stöðuna 2008? Í fyrsta
lagi að mikilvægi orkuiðnaðarins
felst öðru fremur í að skapa miklar
útflutningstekjur með hlutfalls-
lega litlum mannafla. Í öðru lagi
má draga þá ályktun að sjávarút-
vegurinn stefni í sömu átt; það er
að skapa miklar útflutningstekjur
með fáum starfsmönnum. Í þriðja
lagi sýna tölurnar að til þess að
gera fáar hendur muni standa að
baki vöruútflutningum árið 2008
eða um eða innan við 6% af starf-
andi fólki ef aðrar greinar ná sömu
framleiðni og álið og þorskurinn.
Þessar tölur styðja ekki fullyrðing-
ar um ofuráherslu á orkuiðnað.
Þvert á móti sýna þær að sífellt
færri hendur starfa við fram-
leiðsluiðnaðinn sem skapar svig-
rúm fyrir aðrar greinar og þar með
fyrir enn auknar þjóðartekjur.
Staðreynd málsins er nefnilega
sú að við Íslendingar höfum á síð-
ustu árum verið á hraðari ferð til
þess sem er kallað þekkingar- eða
þjónustusamfélag en flestar aðrar
þjóðir. Við þurfum ekki nema til
þess að gera fáar kennitölur til
þess að átta okkur á því. Á rúmum
áratug hefur kaupmáttur launa
hækkað um nálægt fimmtíu pró-
sent. Á sama tíma hefur þeim sem
starfa í sjávarútvegi og því sem í
gögnum er kallað annar iðnaður
samtals fækkað verulega hlutfalls-
lega á meðan störfum í þekkingar-
og þjónustugreinum og þeim sem
stunda háskólanám hefur fjölgað
stórlega samanber töflu 2.
100% fjölgun háskólanema
Þessi tafla endurspeglar margt.
Hún sýnir fækkun starfa í þeim
greinum sem samsvarar fram-
leiðsluiðnaði í öðrum löndum (fisk-
veiðar og vinnsla og annar iðnaður)
og að hlutfall þeirra sem vinna við
þessar greinar stefnir í að vera
svipað því sem lægst gerist annars
staðar eða innan við 15% af vinnu-
aflinu. Hún sýnir að störfum í
nokkrum þjónustu- og mennta-
greinum hefur fjölgað um 50 % á
einum áratug. Hún sýnir að þeim
sem stunda háskólanám hefur fjölg-
að um 100% á þessum áratug. Ef
rýnt er í grunngögnin sem tölurnar
í töflunni byggja á kemur í ljós að
1995 unnu 16.000 manns beint við
sjávarútveginn en rúmlega 9.000
manns voru við háskólanám.
Nú vinna rúmlega 9.000 manns
við sjávarútveginn en um 18.000
manns eru í háskólanámi. Einnig
sést við nánari greiningu að mest
fjölgun hefur verið í flokknum
fasteigna- og viðskiptaþjónusta en
þar starfar hátt hlutfall þeirra, á
annað þúsund sérfræðinga sem
hægt er að sýna fram á að þjónusti
orkuiðnaðinn í dag.
Hver er hlutur stjórnvalda í þess-
ari þróun? Ég vil í því samhengi
nefna sjö atriði:
1. Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi á
níunda áratug síðustu aldar
lagði grunninn að mikilli fram-
leiðniaukningu í sjávarútvegi.
2. Þjóðarsáttin 1990 tryggði stöð-
ugleika í efnahagslífinu.
3. Innganga í Evrópska efnahags-
svæðið í byrjun tíunda áratug-
arins skipti sköpum varðandi
öll viðskipti við Evrópu.
4. Aukinn kraftur í orkuiðnaði um
miðjan tíunda áratuginn hleypti
nýju lífi í efnahagslífið.
5. Lækkun skatta á fyrirtæki og
fjármagnstekjur hefur í senn
aukið skattekjur frá atvinnulíf-
inu og hvatt það til dáða.
6. Aukið framboð af háskólanámi
með stórauknum opinberum
framlögum virðist hafa skilað
sér nánast línulega í fjölgun
sérhæfðra vel launaðra starfa.
7. Einkavæðing banka og sjóða um
aldamótin 2000 hefur hjálpað til
við að koma fótunum undir
fjölda fjölþjóðlegra fyrirtækja.
Af þessari upptalningu má ljóst
vera að hin svokallaða stóriðju-
stefna er ekki nema lítill hluti af
þeim stjórnvaldsaðgerðum sem
hefur verið beitt til þess að efla
íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.
Þeir sem halda því ganstæða fram
eru fyrst og fremst hávær hópur
andstæðinga orkuiðnaðar og að
nokkru stjórnmálamenn og umræð-
an virðist ekki byggja á neinum
rannsóknum á því sem raunveru-
lega hefur verið að gerast.
Orkuiðnaðurinn er hluti af stærri
heild
Af öllu framansögðu má vera ljóst
að tal um að öll áhersla síðustu ára
hafi verið á orkuiðnað er röng.
Orkuiðnaðurinn hefur einungis
verið einn angi af atvinnu- og
efnahagsstefnu okkar Íslendinga
en gegnir mikilvægu hlutverki við
gjaldeyrisöflun, skapar dýrmæt
störf í framleiðsluiðnaði, hefur
haft mikil staðbundin byggðaáhrif
og hefur lagt grunninn að nýrri
þekkingu og þar með fjölda starfa
í þekkingargreinum. Megin-
straumur breytinganna á þeim
áratug sem hér er skoðaður er án
nokkurs vafa í átt til þekkingar- og
þjónustustarfa og breytingarnar
eru það hraðar að þetta tímabil
hlýtur að fara í sögubækurnar
sem eitt byltingarkenndasta tíma-
bil í íslenskri atvinnusögu.
Þessi þróun virðist að mestu
lúta þeim kenningum sem hafa
verið settar fram um hið svokall-
aða þekkingar- eða þjónustusam-
félag og það bendir margt til að
orkuiðnaðurinn hafi ekki verið
dragbítur á þessa þróun heldur
miklu frekar einn af þeim þáttum
sem hafa lagt henni lið og eigi
eftir að gera það enn frekar. Þar
má m.a. nefna fjöllþjóðlegt rann-
sóknarverkefni um niðurdælingu
á koltvísýring; sem nú er að hefj-
ast þar sem íslenskir vísindamenn
leika lykilhlutverk. Einnig hug-
myndir um alþjóðlegan orkuhá-
skóla á Akureyri; en bæði þessi
verkefni byggja á þekkingu sem
hér hefur verið byggð upp við eða
fyrir tilstuðlan orkuiðnaðarins.
Draumalandið hefur sínar
skuggahliðar
Með þetta allt í huga veltir maður
fyrir sér sviðsmyndinni í Drauma-
landinu hans Andra Snæs. Sú bók
fjallar um allt aðra veröld en
kemur fram í tölunum hér að ofan.
Til að allrar sanngirni sé gætt þá
fjallar hún einnig um mikilvægi
landvörslu. En einnig þar virðist
umræðan ekki alltaf vera í takt
við raunveruleikann. Hér á landi
er verið að stíga stærri skref til
landverndar en þekkist annars
Hvar er Framtíðarlandið?
UMRÆÐAN
ORKUIÐNAÐUR
OG ÞEKKINGAR-
SAMFÉLAG
JÓHANNES GEIR SIGURGEIRSSON
STJÓRNARFORMAÐUR LANDSVIRKJUNAR
TAFLA 1. HLUTUR ÞORSKS OG ÁLS Í ÞJÓÐARBÚSKAP 2008
Þorskur, veiðar og vinnsla Orkuiðnaður
Nettó verðmæti útflutnings (milljarðar) 33,5 35,0
Nettó verðmæti útflutnings (hlutfall af vöruútflutningi) 22,8% 23,8%
Fjöldi starfa 3.000 1.500
Launagreiðslur samtals (milljarðar) 15,1 11,3
Laun og launatengd gjöld á starf (milljónir) 5,0 7,5
Hlutfall af heildarmannafla < 2,0% < 1,0%
TAFLA 2. BREYTINGAR Á VINNUMARKAÐI 1995–2004
1995 2004
fjöldi hlutfall* fjöldi hlutfall*
Fiskveiðar og vinnsla og annar iðnaður 31.000 21,8% 26.400 16,9%
Fjármála- og viðskiptaþjónusta, fræðslustarfsemi 22.600 15,9% 33.300 21,3%
Fjöldi í háskólanámi 9.177 6,5% 18.203 11,6%
* hlutfall af starfandi fólki.
Orkuiðnaðurinn hefur einungis
verið einn angi af atvinnu- og
efnahagsstefnu okkar Íslend-
inga en gegnir mikilvægu
hlutverki við gjaldeyrisöflun,
skapar dýrmæt störf í fram-
leiðsluiðnaði, hefur haft mikil
staðbundin byggðaáhrif og
hefur lagt grunninn að nýrri
þekkingu og þar með fjölda
starfa í þekkingargreinum.
www.bluelagoon.is
Styrkur