Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 22. júní 2006 47 Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Alvöru orf á góðu verði FRÉTTIR AF FÓLKI Ástralska leikkonan Nicole Kidman er á leið upp að altarinu ásamt kántrí- söngvaranum Keith Urban. Stjarnan úr myndinni Moulin Rouge ætlar að gifta sig í Mary McKillop-kirkjunni í Sydney á sunnudaginn kemur áður en hjónin halda í brúðkaups- ferðalag til Fiji-eyja. “Við erum afar ánægð með að vera komin til Ástralíu til að fagna brúðkaupi okkar með fjölskyldu og vinum,” sagði hið hamingjusama par í yfir- lýsingu sem þau sendu frá sér fyrir skömmu. Talskona Kidman segir þó að fyrir- hugað brúðkaup sé ekki vegna þess að leikkonan beri barn undir belti. „Orðrómur þess efnis kemur upp í hverjum mánuði og trúið mér, hún á ekki von á barni.“ Fréttamaðurinn Dan Rather hefur sagt skilið við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS eftir að hafa starfað þar sem frétta- maður og þulur í ein 44 ár. Talsmaður stöðvarinnar sagði að Rather myndi láta af störfum í dag og á sama tíma verður sendur út sérstakur þáttur sem verður tileinkað- ur fréttamanninum góðkunna. Núverandi samningur Rathers við CBS rennur ekki út fyrr en í nóvember. Fyrirhugað var að gera nýjan samning en Rather hefur ekki enn komist að samkomulagi við sjón- varpsstöðina. Óvíst er hvað Rather tekur sér fyrir hendur en í viðtali við The New York Times sagðist hann vera að íhuga að stjórna nýjum fréttaþætti hjá Hdnet-sjón- varpsstöðinni. Svo gæti farið að leikarinn Paul Newman muni taka að sér hlutverk í kvikmynd ásamt félaga sínum Robert Redford en þeir léku meðal annars saman í myndinni Butch Cassidy And The Sundance Kid. Félagarnir, sem hafa ekki leikið saman í mynd síðan 1973, eru að vinna að nýju verkefni sem gæti orðið til þess að Newman leiki í sinni fyrstu bíómynd í fjögur ár. Newman hefur haldið sig til hlés síðustu ár ef undan er skilin talsetning í teiknimyndinni Bílar. Hinn 81 árs gamli leikari vonast til að svanasöngurinn á hvíta tjaldinu verði með Robert Redford. Þeir félagar leita nú að rétta handritinu en Redford hefur þó smá áhyggur: „Stóra spurningin er hvort hann geti lært rulluna.” Fyrsta sólóplata Snorra Snorrasonar Idol-stjörnu kemur í verslanir í byrj- un júlí. Platan nefnist „Allt sem ég á“ og stjórnaði Snorri upptökum ásamt Vigni Snæ Vigfússyni, gítar- leikara Írafárs og upptökumanni hjá RMP. Semur Vignir jafnframt eitt lag á plötunni. Lagið „Farin burt“ verður frum- flutt í útvarpi í dag og er það eftir Snorra sjálfan ásamt textanum. „Þetta er nýjasta lagið mitt. Það var samið á meðan ég var í Idol-inu,“ segir Snorri. „Þetta er „power-ball- aða“ myndi ég segja, rosalega dram- atískt lag og einhvers konar trega- ástarsöngur,“ segir hann. Snorri semur tvö önnur lög á plöt- unni en einnig eru þar nýjar útgáfur af erlendum lögum með íslenskum textum, þar á meðal eftir Snorra, Stefán Hilmarsson og Andreu Gylfa- dóttur. Má þar nefna lagið I Wanna Know What Love Is. Að auki eru þar lög sem Snorri söng í Idol-keppninni í vetur. Einnig syngur Snorri dúett með Regínu Ósk í laginu „Himinninn og við“ sem er eftir hann sjálfan. Snorri er vitaskuld spenntur fyrir nýju plötunni sem var í mánuði í vinnslu. „Ég hef verið með puttana sjálfur mikið í þessu og hef unnið það mikið sjálfur í stúdíóinu að ég get ekki setið alveg aðgerðarlaus án þess að tjá mig um plötuna,“ segir hann. Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru fyrirhugaðir um miðjan júlí. -fb Power-ballaða frumflutt í dag SNORRI Snorri Snorrason, Idolstjarna, er að gefa út sína fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL Önnur tvíburadóttir George W. Bush Bandaríkjaforseta var viðstödd tón- leika Radiohead í New York á dögun- um. Sex lífverðir fylgdu henni á tón- leikana en ekki fer sögum af því hvernig henni líkaði. Radiohead hefur gagnrýnt Bush harkalega und- anfarin ár og kom það liðsmönnum sveitarinnar því í opna skjöldu er þeir fréttu af komu dótturinnar eftir tónleikana. Síðasta plata Radiohead, Hail to the Thief, er til að mynda bein tilvitnun í sigur Bush í forseta- kosningunum er hann vann Al Gore mjög naumlega. Þann 10. júlí kemur út fyrsta sóló- plata söngvarans Thom Yorke sem nefnist The Eraser. Í nýlegu viðtali sagðist Yorke hafa byrjað á plötunni þegar honum var farið að leiðast í tónleikaferð sinni með Radiohead. Dóttir forsetans á tónleikum THOM YORKE Söngvari Radiohead var undrandi á komu dóttur Bush á tónleika sveitarinnar. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.