Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 22. júní 2006 3
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Gallabuxur eru frábærar, alltaf í
tísku, passa við allt og til í öllum
myndum, jafnvel núorðið eru
þær flottustu notaðar í brúð-
kaupsveislum. Einn er þó gallinn
og hann er sá að því miður er
þessi fatnaður náttúrunni dýr.
Auðvitað má segja það sama um
margt annað í okkar daglega lífi
í þessu neysluþjóðfélagi, svo
sem um bílanotkun, ónauðsynleg
ferðalög í álþotum sem menga
og svo mætti lengi telja. En ef
við notum alltaf einhverja afsök-
un gegn því að vera duglegri í
umhverfismálum endar þessi
saga okkar ansi illa.
Í gallaefni er notuð bómull
sem er ræktuð með miklu vatni,
allskyns efnum og skordýraeitri,
yfirleitt á Indlandi, Egyptalandi
og fleiri löndum þar sem oft á
tíðum er ekkert eftirlit með
vatnsmengun. Náttúran er meng-
uð annars staðar þar sem enginn
er til frásagnar. Þetta kemur
fram í rannsókn frá frönsku
umhverfis- og orkunýtingar-
skrifstofunni, Ademe (hægt að
lesa meira á heimasíðunni, www.
ademe.fr). Bómullin er svo flutt
til annarra landa til vinnslu með
tilheyrandi mengun. Nútímafólk
er hreint og strokið og þess vegna
eru gallabuxurnar notaðar þri-
svar sinnum að meðaltali áður en
þær eru þvegnar og til að bæta
gráu ofan á svart eru þær oft
straujaðar á eftir með tilheyr-
andi orkubruðli, því fæstar þjóð-
ir heims búa við lúxus Íslendinga
að eiga nóg af hreinni raforku og
vatni. Og því meira sem gallaefn-
ið er steinþvegið og unnið til að
gera það gamalt í útliti því meira
er notað af efnum eins og klór.
Það allra versta eru svo lúxus-
gallabuxur sem með pallíettum
og Swarovski-steinum sem þarf
að þurrhreinsa með tilheyrandi
efnum og mikilli orku.
En í myrkrinu er að kveikna
ljós. Lífrænt ræktuð bómull er
aðeins að ryðja sér til rúms í
textíliðnaði. Hún er ræktuð án
þess að spilla náttúrunni, án
skordýraeiturs og annarra efna.
Oft er um að ræða samvinnu við
fátæka bændur í þriðja heims
löndum sem um leið fá meira
verðmæti fyrir vöru sína en ella.
Nokkrir fataframleiðendur
munu væntanlega bjóða upp á
gallabuxur úr lífrænni bómull
innan skamms.
Önnur nýjung sem ég hef áður
minnst á hér eru bambusþræðir
sem koma í stað bómullar við
fataframleiðslu. Bambus er ein-
staklega auðveldur gróður sem
vex hratt og víða og með litlu
vatni og hentar vel til þess að
framleiða efni.
Þeir sem framleiða umhverfis-
væn föt sýna yfirleitt fram á
hvaðan og hvernig framleiðslan
er til komin með einhvers konar
gæðastimpli. Þess vegna gætuð
þið spurt sölumanninn næst
þegar þið mátið gallabuxur hvort
hann viti hvaðan þær koma og
hvort þær séu umhverfisvænar.
Ég þykist vita hvert svarið yrði.
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Gallabuxur, óvinur náttúrunnar
Ilmtvennan frá Puma, Puma Man og Woman Limited Edition, er komin á mark-
að í tilefni heimsmeistarakeppninnar í fótbolta.
Kvenlínan er í hárauðum umbúðum og er ilmurinn afskaplega ferskur og krydd-
kenndur því í honum blandast meðal annars saman jasmín, moskus, möndlu-
viður, lótusblóm og bóndarós.
Karlailmurinn er hins vegar í fallega bláum umbúðum og samanstendur af
sítrónutónum, kardemommu, lavender, jasmínu, blágresi og moskus svo eitt-
hvað sé nefnt.
Fersk ilmtvenna
Fyrirsætan Jordan kveðst ekki
geta klæðst hönnunarfötum sökum
vaxtarlags síns. ,,Ég elska Roberto
Cavalli og Versace og ég elska
fötin sem þeir hanna,“ sagði hún í
viðtali við The Observer-tímaritið.
Hins vegar getur hún ekki verið í
þessum fötum þar sem þau passa
ekki utan á líkama hennar. ,,Ég
breyti öllu sem ég kaupi á mig,“
sagði hún. „Ég verð að gera það.
Vegna útlína minna passar ekkert
almennilega á mig. Ég er of lítil og
síðan eru það brjóstin.“
Hin 28 ára gamla fyrirsæta og
tveggja barna móðir segist hafa
verið háð saumavélinni sinni frá
14 ára aldri og tekist að spara
mikið á því.
Of lítil og
brjóstastór
Jordan þarf að breyta öllum
fötum sem hún kaupir vegna
þess hvernig hún er vaxin.
Jordan
Rautt
glasið fyrir
kvenna-
ilminn vekur
athygli.
Flott hönnun
er á glös-
unum.
Undirmerki TopShop, Unique,
verður selt í verslunum Corso
Como Comme des Garcons í
Tókýó.
TopShop er í örum vexti og nú
hefur fyrirtækið gert samning um
að lína Unique, sem er undirmerki
TopShop, verði seld í tíu verslun-
um Corso Como Comme des Gar-
cons í Tókýó.
Sóst var eftir því að Unique-
merkið, sem nú þegar er selt í
Opening Ceremony í New York og
Colette í París, kæmi í verslanir
Comme í Tokyo eftir að samstarf
var hafið við verslanir þess í New
York á síðasta ári. „Það er mikill
heiður fyrir TopShop-merkið að
starfa með Comme des Garcons,
sem bæði er auðugt af hugmynd-
um og frumleika,“ sagði yfirmað-
ur Unique-merkisins, Jane Shep-
herdson. „Við teljum þetta nýjasta
samstarf mikilvægan hluta í útrás
okkar.“
Unique-línan verður innan um
merki svo sem Junya Watanabe,
Comme des Garcons og Rochas í
verslunum Comme.
Unique til Tókýkó
Unique er orðið vinsælt víða um heim.
Hér sést fyrirsæta sýna sumarlínu Unique
í Singapúr.
NORDICPHOTOS/AFP
Helena er byrjuð með bróður-
syni Anjelicu Huston.
Helena Christensen er komin með
nýjan kærasta. Sá heppni heitir
Jack Huston en hann er 23 gamall
bróðursonur leikkonunnar Anjelicu
Huston. Helena kom í fylgd með
kærastanum á frumsýningu nýrrar
myndar, Allegro, þar sem hún leik-
ur á móti Ulrich Thomsen, aðalleik-
ara Festen. Parið sást kyssast og
knúsast á frumsýningunni en þar
sáust einnig stjörnurnar Josh Lucas,
Liv Tyler og Rachel Roy.
Allegro er þriðja myndin sem
Helena leikur í. Sú fyrsta er grín-
mynd frá árinu 1992 þar sem einnig
koma fyrir fyrirsæturnar Tyra
Banks, Eva Herzigova og Kate
Moss. Önnur myndin var samstarf
hennar við listamanninn og eigin-
mann Bjarkar, Matthew Barney.
Breytingar á högum Helenu
Jack Huston er 23 ára leikari.
Helena var að leika í nýrri mynd og er
komin með nýjan kærasta.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
www.tvolif.is
Opið 11-18 alla virka daga og 11-16 á laugardögum
Útsalan er hafin!
Allar sumarvörur á 30-60% afslætti,
klassískar vörur á 15% afslætti fram yfir helgi.
Komið og gerið frábær kaup