Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 52
■■■■ { sumarið 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12 Þó hér hafi synt hvalir í hafinu kringum landið sennilega löngu áður en Ingólfur Arnarson steig hér niður fæti, hafa ekki allir Íslend- ingar séð hval. Eftir að hvalveiðar hættu fóru menn að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir og hafa þær notið vinsælda hjá erlendum ferða- mönnum. Íslendingar hafa þó tekið á sig rögg og eru farnir að nýta sér þessar ferðir til að berja augum þessar stórmerkilegu skepnur sem fólk víða um heim gerir ótrúleg- ustu hluti til að vernda. Sæferðir er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur staðið fyrir hvalaferðum frá Ólafs- vík. Þaðan eru daglega farnar tvær ferðir frá Ólafsvík fyrir og eftir hádegi, og hver ferð tekur rúmar þrjár klukkustundir. „Algengustu hvalirnir sem við sjáum eru háhyrningar en þeir eru yfirleitt saman í hópum,“ segir Svanborg Siggeirsdóttir hjá Sæferðum. Hún segir oft tvo til þrjá hópa sjást í einu á svæðinu, með 15 -20 háhyrningum í hverjum hóp. „Þeir hafa sést yfir þrjátíu saman,“ bætir Svanborg við og bendir á að háhyrningar halda sig frekar mikið við yfirborðið en stærri hvalir fara meira í djúpkaf. „Háhyrningar við Ísland sjást ekki hvar sem er, en vel hefur geng- ið að sjá þá við Snæfellsnesið og virðist þar vera uppvaxtarstaður þeirra, enda höfum við séð nýfædd- an kálf í einum hópnum,“ segir Svanborg. Á því svæði eru líka hópar af blettahnýðum, sem eru höfrung- ar. Þeir eru mjög fjörugir og leika sér oft við það að stökkva upp úr vatninum. Einnig hafa hrefnur sést í sumum ferðunum. „Ef að líkum lætur, þá eigum við von á því að hnúfubakurinn komi nær ströndinni þegar fer að nálg- ast júlímánuð og þykir okkur hann vera forvitnastur allra hvala og koma þeir oft mjög nærri skipinu. Hann á það til að sýna listir sínar með því að snúa sér í sjónum rétt við borðstokkinn, vera með sporða- köst og mynda alls konar skvettur. Oft stekkur hnúfubakurinn alveg upp úr sjónum og svo höfum við tvisvar sinnum séð hann stökkva 50-60 sinnum upp úr sjónum hvað eftir annað. Það er mikið sjónarspil að sjá 15-30 tonna flykki skella með gusugangi aftur niður,“ segir Svanborg. Á síðasta ári segir Svanborg að hnúfubakurinn hafi verið mjög lengi nálægt landi. „Mikið fuglalíf er líka oft í kringum hvalina, enda bæði fuglar og hvalir að sverma fyrir æti í sjónum. Ekki skemmir heldur að geta séð tignarlegan Snæfellsjökul- inn frá sjó og gaman er einnig að skoða strandlengju Snæfellsness eins og Svörtuloft með sínum fjölmörgu tilþrifum. Út af Snæfellsnesinu er eina þekkta svæði steypireyðarinnar í Evrópu og er alls ekki útilokað að hún muni sýna sig á þessu svæði í sumar,“ segir Svanborg. Eiga von á hnúfubak í júlí Sæferðir sigla með erlenda og íslenska ferðamenn út frá Ólafsvík og freista þess að sjá hinar ýmsu hvalategundir leika listir sínar. Háhyrningar eru algengustu hvalirnir sem sjást við Snæfellsnes. „Það hefur enginn velt sér nakinn upp úr dögginni hingað til,“ segir Skúli þegar hann er inntur eftir því hvort sú hefð sé hluti af Jónsmessu- næturgöngu Útivistar. „Það er að minnsta kosti ekki skipulagður við- burður hjá okkur, en því yrði ekki illa tekið ef einhverjir tækju upp á því,“ bætir hann hlæjandi við. Samkvæmt Skúla er aðsóknin í gönguna mikil í ár. „Gengið er yfir Fimmvörðuhálsinn á föstu- deginum,“ útskýrir hann. „Lagt er af stað í þremur lotum frá Skógar- fossi upp með ánni og í skálann þar sem einhver smá hressing verð- ur í boði. Síðan er haldið áfram frá Bröttufönn, um Heljarkamb og niður í Strákagil, þar sem fleiri veitingar standa til boða. Um laugar- dagskvöldið verður heljarinnar grillveislu slegið upp við varðeld í Básum, þar sem búast má við mik- illi gleði. Við hvetjum sem flesta til að mæta og minnum fólk á að vera vel búið.“ Nánari upplýsingar um dagskrána eru á www.utivist.is. Nakin í dögginni Jónsmessunæturganga Útivistar verður 23.-25. júní. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, segir gönguna vel sótta í ár. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivstar, segir aðsóknina í Jónsmessugöng- una vera góða í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Á laugardagskvöldinu verður heljarinnar grillveislu slegið upp við varðeld í Básum, en sé tekið mið af fyrri árum má búast við góðri skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/GRÉTAR W. GUÐBERGSSON Gengið verður yfir Fimmvörðuhálsinn á föstudegi en á leiðinni verða smá hressingar í boði fyrir þreytta ferðalanga. Mikið verður um dýrðir á Reyk- hóladeginum sem haldinn er nú á á laugardaginn. Dagurinn er haldinn í annað sinn, í fyrra var hann haldinn í júlíbyrjun en er nú haldinn á sjálfri Jónsmessunni. Dagurinn hefst kl. 13 með göngu- ferð frá Miðjanesi að Heyárfossi og þaðan niður að Skerðingsstöðum. Leiðsögumaður er Halldóra Ját- varðardóttir sem betur er þekkt sem Lóa á Miðjanesi, en hún kann skil á öllum þeim fjölda örnefna sem eru á svæðinu. Mæting er kl. 13.00 að Miðjanesi. Klukkustund síðar hefst dagskrá fyrir framan húsnæði hlunninda- sýningarinnar á Reykhólum. Þar verður fornbátasýning, þar sem má líta gamla báta frá Breiðafirði og víðar. Meðal annars munu Aðal- steinn Valdimarsson á Reykhólum, Hjalti Hafþórsson á Akranesi, Eggert Björnsson á Patreksfirði og Hafliði Aðalsteinsson í Kópavogi mæta með báta á staðinn. Kristján Arnarsson frá Stórholti í Saurbæ leikur tón- list fyrir gesti og Freyja Ólafsdóttir, kokkur í Bjarkalundi, mun matreiða skarf og fleira góðgæti fyrir gesti til að smakka. Einnig verður kven- félagið Katla með sölubás á staðn- um o.fl. Að dagskrá lokinni verður grillað í Hvanngarðabrekku í Kven- félagsgarðinum. Kveikt verður upp í grillinu kl. 16.30 og fólk hvatt til að mæta með eitthvað gott á grillið. Um kvöldið verður boðið upp á sætaferðir að Hótel Bjarkalundi en þar verður hlaðborð, brenna og ball. Farið verður frá Reykhólaskóla kl. 19.30 og síðan á hálftíma fresti ef aðsókn er næg. Að lokum munu allir velta sér upp úr dögginni. Spennandi dagur að Reykhólum Á Jónsmessunni verður mikið um dýrðir að Reykhólum en þá verður Reykhóladagurinn haldinn í annað sinn. Hér eru menn að flá sel á Reykhóladeginum í fyrra. Selkjötið var grillað af matreiðslumeist- ara og vakti mikla hrifningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.