Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 86
50 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Tilvalin fyrir heimilið og sumarbústaðinn Vélorf með rafmagns- eða bensínmótor www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. S tæ ð il e g u r! !! Fylkismaðurinn Hrafnkell Helgason hefur ekki átt sjö dagana sæla vegna meiðsla undanfarin misseri. Undanfarin tvö ár hafa krossbandaslit í hné og önnur meiðslavandaræði þýtt að hann hefur oftar en ekki þurft að horfa á félaga sína af hliðarlínunni. Á föstudaginn fór Hrafnkell í speglun á vandræðahnénu sem hefur haldið honum frá keppni að mestu leyti í sumar. Hann hefur einu sinni komið inn á sem varamaður hjá Fylki í sumar, gegn Grindavík í annarri umferð, en þar entist hann ekki inni á vellinum nema í fáeinar mínútur áður en honum var skipt aftur út af. Aðgerðin þýðir að hann verður frá í 3-4 vikur en í ljós kom einnig að ástandið á krossböndunum er ekki gott. „Það eru fjórir krossbandaþræðir í hnénu og eru tveir slitnir og sá þriðji í fremur slæmum málum. Læknirinn sagði að það þyrfti ekki mikið til að sá fjórði færi ef ég myndi djöflast mikið á hnénu,“ sagði Hrafnkell í samtali við Fréttablaðið. Hann sagðist enn vera að melta fréttirnar og væri ekki búinn að taka ákvörðun um framhaldið. „Læknirinn sagði að það gæti vel farið svo að þessi meiðsli myndu binda enda á ferilinn en ef svo færi væri það ákvörðun sem ég þyrfti að taka sjálfur. Hann bætti því svo við að þetta væri það furðulegasta hné sem hann hafi séð í knattspyrnumanni. Ég tók því ekki sem hrósi,“ sagði hann og hló. Hrafnkell segist þó ætla að skoða málið á næstu vikum og jafnvel láta reyna á hnéð síðar í sumar. Hvort hann færi þá í aðgerð eftir tímabilið kæmi einnig í ljós síðar meir. „Þetta er ekki sá endir sem ég hafði hugsað mér á mínum knattspyrnuferli. Mig langar til að láta reyna á þetta. Ef það gengur ekki eftir neyðist maður til að endurskoða margt.“ FYLKISMAÐURINN HRAFNKELL HELGASON: MEIÐSLAVANDRÆÐI ÓGNA FERLINUM Með furðulegasta hnéð í boltanum VIGNIR GUÐJÓNSSON BLOGGAR FRÁ HM 2006 Í ÞÝSKALANDI Hvernig skal fara í rútu 101 Þremur tímum fyrir leik Englands og Svíþjóðar í fyrradag var ég staddur í mið- bænum í Köln og ætlaði að fá stemn- inguna hjá Þjóðverjum eftir sigur þeirra á Ekvador beint í æð. Mér gafst þó heldur lítill tími til þess því það spurðist út að rúta enska liðsins væri staðsett fyrir utan Hilton-hótelið í miðbænum og væri við það að flytja leikmenn liðsins á völlinn. Ég stóðst ekki mátið og slóst í för með ensku stuðningsmönnunum sem náttúrulega flykktust á svæðið. Þegar ég mætti á svæðið var fjöldi fólks búinn að koma sér fyrir á sem bestum stað til að bera stjörnurnar augum. Öryggisgæslan var gríðarleg, hátt í hundrað lögreglumenn og fjöldi slefandi Shaeffer-hunda með slefandi kjaftinn múlbundinn. Hundarnir voru hrikalega ógnvekjandi og minntu mikið á Hanni- bal Lecter. Ekki furða að ensku bullurnar hafi tekið lífinu með stóískri ró. Það var hins vegar óborganlegt að horfa upp á saklausa hótelgesti sem var meinað að fara inn á hótelið á meðan beðið var eftir enska liðinu. Enginn, og þá meina ég enginn, fékk að fara inn á hótelið í rúman klukkutíma – ekki einu sinni sjálfir gestirnir. Undir lokin hafði mynd- ast nokkuð myndarleg röð með gestum sem fengu ekki að fara inn á hótelið. Og þeir voru gjörsamlega brjálaðir, eins og gefur að skilja. Eftir að ég hafði beðið í rúmlega klukku- tíma fyrir utan hótelið létu leikmennirnir loksins sjá sig. En nei, það var ekkert verið að heilsa upp á mannfjöldann sem saman var kominn fyrir utan og þakka fyrir stuðninginn. Bara beint upp í rútu. Sá eini sem var svo almennilegur að svo lítið sem veifa til fólks var þjálfar- inn Sven-Göran Eriksson. Allir aðrir voru bara steinrunnir, reyndu ekki svo mikið sem að brosa, hvað þá horfa til fólksins. Svo var með ólíkindum að sjá hversu fljótir ensku leikmennirnir voru að fara upp í rútuna. Það tók tíu sekúndur hámark að koma 23 leikmönnum inn í rútuna, enda voru þeir að troða sér 2-3 á sama tíma inn um hurðina. Hreint ótrúleg sjón. Augljóst að ensku hópur- inn hefur setið námskeið í því hvernig á að fara upp í rútu á sem skemmstum tíma. FÓTBOLTI Samstöðubæturnar eru flókið fyrirbæri en þær eru greiddar þegar leikmaður sem er með samning, er keyptur til ann- ars félags. Bæturnar eru greiddar til þeirra félaga sem leikmaður er samningsbundinn frá 12-23 ára aldurs en í tilfelli Eiðs Smára Guð- johnsen eru það ÍR, Valur, PSV Eindhoven, KR, Bolton og Chel- sea. Félögin skipta sín á milli 5 pró- sentum af kaupverði Eiðs Smára, sem talið er vera 8,2 milljónir punda, um 1150 milljónir íslenskra króna. Félögin sex skipta því á milli sín 410.000 pundum en af þeim fá íslensku félögin 1,5 pró- sent. Það staðfesti Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fréttablaðið. 1,5 prósent gera 123.000 pund, sem samsvarar 17,2 milljónum íslenskra króna. Eiður var lengst af íslensku félögunum hjá ÍR en þar sem hann var orðinn eldri þegar hann var hjá Val fá félögin sömu upphæð. KR fær afskaplega litla upphæð sem vart er vert að greina frá. Jónas Þórhallssson, formaður meistaraflokksráðs KR, sagðist ekki vita um upphæðina en bjóst við að hún myndi smellpassa í að bæta matarföng í blaðamanna- stúkunni á KR-vellinum, sem þó er með þeim betri á Íslandi. Valsmenn eru vitaskuld ánægð- ir með að fá peningana, en upp- hæðin er þó ekki staðfest. „Við erum afskaplega þakklátir Eiði Smára fyrir að hafa staðið sig frá- bærlega með okkur og í sinni atvinnumennsku, það er frábært að Valur skuli nú njóta góðs af uppbyggingarstarfi félagsins. Það væri svo ekkert verra að fá strák- inn heim í lok ferilsins eins og pabbi hans gerði en í hvað pening- urinn fer er ekki ákveðið, enda er hann ekki í hendi enn,“ sagði glað- beittur Pétur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Vals, við Frétta- blaðið í gær. „Við erum að byggja mikið upp, bæði í fasteignum og öðru. Upp- byggingin í íþróttastarfinu er mikil og stór hluti af innkomu okkar fer í það en þessi fjárhæðin er ekki sú að hún skipti miklum sköpum fyrir rekstur félagsins þrátt fyrir að þetta sé vissulega væn upphæð,“ sagði Pétur. hjalti@frettabladid.is ÍR og Valur fá 8,6 milljónir fyrir sölu Eiðs til Barcelona Barcelona þarf að greiða ÍR og Val hvoru um sig rúmar 8,6 milljónir króna í samstöðubætur vegna kaupa þeirra á Eiði Smára Guðjohnsen frá Chelsea. KR fær lítið fyrir sinn snúð en PSV, Bolton og Chelsea fá öll sinn skerf af kökunni. EIÐUR SMÁRI Er kominn til Barcelona og hans gömlu félög njóta góðs af því. ÍR og Valur fá nokkrar milljónir í vasann, það kemur báðum félögum vel og þá sérstaklega ÍR sem hafa átt við fjárhagsvandræði að stríða.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kristján ávíttur af KSÍ Aganefnd KSÍ ákvað í gær að ávíta Kristján Guðmundsson, þjálfara Kefla- víkur, fyrir ummæli sín um dómgæslu í leik gegn ÍA og sekta félagið um 10.000 krónur vegna þeirra. Þá ákvað aganefnd einnig að veita Leifi Garðarssyni, þjálfara Fylkis, áminningu vegna ummæla hans. FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvar á vellinum hann hyggst nota Sinisa Kekic, nýjasta leikmann félagsins. Kekic er þekktur fyrir mikla fjölhæfni og getur spilað í vörn, miðju eða sókn eftir því sem best hentar. „Ég á eftir að hitta hann sjálfan undir fjögur augu og við förum vel yfir þessi mál saman. Eftir það þá verður tekin ákvörðun, ég vil hlusta á hvað hann hefur að segja. Hann er fyrst og fremst að koma hingað til okkar í þeim tilgangi að miðla reynslu sinni þrátt fyrir að vera óneitanlega frábær leikmað- ur. Að miðla reynslu til hinna verð- ur því eiginlega hans stærsta hlut- verk hjá okkur,“ sagði Atli. „Ég verð að minnsta kosti búinn að finna stöðu fyrir hann fyrir klukkan átta á föstudagskvöld þegar við mætum Fram. Hann getur spilað alls staðar og þetta kemur allt í ljós þegar við höfum rætt saman.“ - egm Atli Eðvaldsson um Kekic: Kemur til að miðla reynslu ATLI EÐVALDS Verður búinn að finna stöðu fyrir Kekic á föstudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Michael Owen spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi eftir að hafa snúið sig á hné í leiknum gegn Svíþjóð á þriðjudag. Liðbönd gáfu sig þegar hann var að senda boltann til Ashley Cole á fyrstu mínútum leiksins. Meiðsli þessa 26 ára leik- manns eru enska landsliðinu gríð- arleg vonbrigði en hann verður frá í fimm mánuði vegna þeirra. Wayne Rooney er nýbúinn að jafna sig af meiðslum og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu gegn Svíþjóð. Fyrir utan hann eru Peter Crouch og unglingurinn Theo Walcott einu sóknarmennirnir í hópnum. Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari var gagnrýndur fyrir að velja ekki Jermain Defoe og Darren Bent í hópinn og svo virðist sem hann treysti ekki Walcott til að spila á mótinu. Varnarmaðurinn Rio Ferdinand fór einnig meiddur af velli gegn Svíþjóð en meiðsli hans virðast ekki alvarleg og líklegt að hann spili með gegn Ekvador í sextán liða úrslitum. - egm Meiðsli í enska landsliðinu: Owen hefur lokið keppni MEIDDUR Owen verður frá í fimm mánuði. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Ousmane Dabo er kominn til Manchester City á frjálsri sölu frá ítalska liðinu Lazio og skrifaði hann undir þriggja ára samning við enska liðið. Þessi 29 ára miðju- maður er fyrrverandi landsliðs- maður Frakklands en hann neitaði nýju samningstilboði Lazio. Hann var 28 sinnum í byrjunarliði Lazio á síðasta tímabili. „Ég er hæstánægður með komu Ousmane. Hann gefur okkur aukna möguleika og kemur með aukna reynslu inn í hópinn,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. - egm Leikmannamarkaðurinn: Dabo til City > Kristján skoraði Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson skoraði eitt mark í 3-1 sigri Brann á neðri deildarlið- inu Stord í fyrsta æfingaleik liðsins eftir sumarfrí. Hann skoraði fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu. Ólafur Örn Bjarnason kom inn á sem varamaður í leiknum á 36. mínútu. Brann er enn taplaust í norsku úrvalsdeildinni og með fjögurra stiga forystu á Lilleström en liðin hafa stungið af á toppi deildarinnar. Kristján Örn og félagar mæta Ham-Kam í næsta leik þann 2. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.