Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 24
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna Katrín Júlíusdóttir alþing- ismaður brá sér í verslunar- leiðangur fyrir neytendasíðu Fréttablaðsins. Í leiðinni var gerður verðsamanburður í fjórum matvöruverslunum. Vörurnar voru síðan gefnar Mæðrastyrksnefnd sem nú er til húsa að Hátúni 12b. Katrín Júlíus- dóttir breytti mataræði sínu fyrir nokkru og er hætt að borða kjöt. Katrín versl- ar mikið í heilsu- búðum og hún tók þátt í verðsaman- burði neytendasíðunnar og keypti vörur sínar í Hagkaupum. Aðrar verslanir sem voru í samanburðin- um að þessu sinni voru Melabúðin, Bónus og Krónan. Katrín segir að verð á heilsuvörum hafi lækkað mjög á undanförnum misserum en segir þó mun dýrara að kaupa þessar vörur en almenna matvöru. „Ég reyni að kaupa lífrænt rækt- aðar vörur þó þær séu dýrari en aðrar en þessar vörur hafa einnig lækkað í verði. Ef þær væru ódýrari myndi ég eingöngu kaupa lífrænt ræktaðar vörur.“ Í matarkörfu Katrínar voru átta vörutegundir: Rauður chili-pipar, tófú, íslenskir tómatar, spínat, hvít- laukur, ferskur ananas, brokkólí og mungbaunir (500 grömm). Allar vörurnar fengust í Hagkaupi en brokkólíið var selt með blómkáli og því ekki fáanlegt eitt sér. Í ljós kom að brokkólí var eingöngu selt með blómkáli í þeim verslunum sem verðsamanburðurinn var gerður. Tófú var ekki fáanlegt í Krónunni og mungbaunir voru aðeins til í heilsu- búð Hagkaups þessar vörur eru því ekki reiknaðar með í heildarútreikn- inginn þótt verð þeirra sé getið í töflunni. Verðsamanburðurinn var gerður mánudaginn 19. júní. Ódýrust var matarkarfan í Bónus, 796 krón- ur, í Krónunni kostuðu vörurnar 825 krónur, 1.160 krónur í Melabúðinni en dýrastar voru vörurnar í Hag- kaupi þar sem karfan kostaði 1.366 krónur. Þegar vel viðrar er fátt skemmtilegra en að grilla. Gasgrill eru til af ýmsum gerðum og stærðum og njóta mikilla vinsælda. Fréttablaðið gerði lauslega verðkönnun á gasgrillum en gott grill fyrir fjögurra manna kjarnafjölskyldu kostar um 30.000. Ódýrasta grillið kostaði tæpar 14.000 krónur, en eflaust er hægt að fá þau enn ódýrari. Dýrasta grillið reyndist kosta 80.000 krónur en því fylgir nokkur aukabún- aður sem fáir kannski þurfa á að halda. Á bens- ínstöðvum fengust þær upplýsingar að níu kílóa gaskútur kostar rúmar 5.000 krónur þegar hann er keyptur í fyrsta skipti en eftir það er hægt að fylla á hann og það kostar rúmar 3.000 krónur. 1. 77 0. 03 1 2. 06 7. 52 8 1. 40 7. 51 9 Stökktu til Rimini 28. júní frá kr. 29.990 m.v.2 Aðeins örfá sæti Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins í sumar á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Bókaðu flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. að lágmarki 2 ferðist saman. Stökktu tilboð í viku 28. júní. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. „Þannig er það með mig að ég er léleg að kaupa inn sjálf og eiginlega er það bóndinn sem sér um öll innkaup. Þannig að ég á erfitt með að nefna einhver bestu og verstu kaup,“ segir Sigrún Magnús- dóttir. „Ég held að það sé fágætt að eiga eiginmann sem skammar mig fyrir að vera léleg að versla,“ segir Sigrún hlæjandi og bætir við að hann hafi í gegnum tíðina keypt á hana sparikjóla, pelsa og úlpur meðal annars. „Ég sé stundum eftir að hafa ekki látið verða af kaupum, fólk verður helst vart við eftirsjá í mér.“ Spurð um bestu kaupin segist Sigrún þó geta nefnt ein sem áttu sér stað nýlega. Það var í tilefni af útskrift hennar úr þjóðfræði í Háskóla Íslands. „Við fórum tvær stöllur saman og keyptum okkur eins flauelsjakka sem við erum afar sælar með, ég fékk mér framsóknargrænan og vinkona mín rauð- an.“ Sigrún tekur fram að eiginmaðurinn hafi verið mjög ánægður með þessi kaup. Nóg er að gerast í lífi Sigrúnar um þessar mund- ir. Eins og fyrr segir er hún nýútskrifuð úr þjóðfræði og nýtist sú menntun henni í starfi hennar sem forstöðukona á Sjóminjasafninu. „Safnið er á Grandagarði 8 sem er við sjóinn og ótrúlega flott umhverfi fyrir sjóminjasafn.“ Sigrún segir svæðið vera að taka miklum breyting- um og miklir möguleikar framundan. Sigrún er að fara í útskriftarferð til Færeyja ásamt fjórum vinkonum úr þjóð- fræðinni. „Við ákváðum fyrir löngu síðan að fara til Færeyja þar sem við munum halda upp á Jónsmessu.“ NEYTANDINN: SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR FORSTÖÐUKONA SJÓMINJASAFNSINS Framsóknargrænn flauelsjakki ■ Hvað kosta... gasgrill? Sumarið er tíminn til að grilla Áður en lagt er af stað í ferðalagið er mikilvægt að skipuleggja það vel, hvert á að fara, hvar eigi að gista og hvað á að skoða. Flokkun gistiþjónustu á Íslandi hefur batnað mikið en Ferðamálastofa hefur haft frumkvæði að sam- ræmdri gæðaflokkun á bæði gististöðum og tjaldsvæðum með störnugjöf. Tjaldsvæði á Íslandi eru flokkuð með stjörnugjöf frá einni stjörnu upp í fimm stjörnur. Dæmi um fimm stjörnu tjaldstæði er tjald- svæðið að Fossatúni í Borgarnesi og tjaldsvæðið við Heiðarbæ á Húsavík. Fimm stjörnu tjaldsvæði þurfa meðal annars að uppfylla skilyrði um 24 tíma viðveru starfsfólks alla daga, veitingasölu og aðgengi að nettengingu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdalag.is. ■ Verslun og þjónusta Gæði tjaldstæða Viðskiptavinir Og Vodafone Frelsi geta nú hringt frá helstu nágrannalöndunum án þess að skrá símanúmerið sitt sérstaklega. Símtöl eru jafnframt skuldfærð um leið af inneign og því á viðskiptavinurinn ekki að þurfa að kvíða símreikningi þegar heim er komið. Þjónustan nær til tæplega þrjátíu landa. - æþe Enginn bakreikningur Heilsuvörur eru dýrari HRÁEFNIÐ VALIÐ AF KOSTGÆFNI Katrín Júlíusdóttir vandar valið þegar hún velur vörur eins og myndin sýnir. MATARKARFAN KEMUR Í GÓÐAR ÞARFIR Fulltrúi Mæðrastyrksnefndar tekur við matarpokunum úr hendi Katrínar. Heimild: Hagstofa Íslands > Rauðvínssala í lítrum talið ■ Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur á sér uppáhaldskartöflurétt sem gott er að nota afganga í. Ég á forláta uppskrift að kartöflurétti sem ég man eftir frá því ég var krakki. Ég útbjó hann gjarnan fyrir mína krakka. Í réttinn eru notaðar kartöflur, laukur, og 2-3 egg sem eru hrærð saman. Kartöflurnar eru síðan saxaðar niður og eggjunum hellt yfir og kartöflunum velt upp úr eggjahrærunni. Til að drýgja réttinn er tilvalið að nota afganga úr ísskápnum eins og pylsubita, beikon eða annað sem til fellur. Annars er ég er hin dæmigerða útivinn- andi kona og spái lítið í húsráð.” GÓÐ HÚSRÁÐ AÐ NÝTA AFGANGA VERÐSAMANBURÐUR Vörur Chili-pipar 35 kr. 198 kr. 19 kr. 44 kr. 999 kg 6 stk. 1.299 k g Tófú 269 149 ■ 298 Ísl. tómatar 6 stk. 208 kr. 75 kr. 74 kr. 136 kr. 369 kg 124 kr kg (kg á 199 kr) Spínat 389 298 249 379 Hvítlaukur 17kr 49 kr 50 kr 37 kr 269 kr. kg 3 stk. (kg á 497 kr. Ferskur ananas 219 97 98 210 Brokkólí-mix 269 228 151 kr. 104 kr. (kg á 279 kr.) (kg 409 kr.) Provamel sojamjólk 214 149 169 235 Mungbaunir 500gr. 239 ■ ■ ■ Samtals 1.366 796 825 1.160 ■ Vara ekki fáanleg í viðkomandi verslun Melabúðin NMT-450 farsímaþjónustan verður lögð niður í árslok árið 2008 en hún hefur verið rekin af Símanum frá árinu 1986. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að kerfið sé orðið tæknilega úrelt og að notkun erlendis verði hætt fljótlega. Fram- leiðslu á tækjabúnaði hafi verið hætt og því verði allt viðhald mjög erfitt. Hrafnkell segir að það sé stefna stjórn- valda að annað kerfi komi í staðinn og segir að þrjú langdræg kerfi séu til skoðunar sem hugsanlegur arftaki. „Stjórnvöld úthluta tíðnum fyrir þessi kerfi og markaðsaðilar taka ákvörðun um uppbyggingu kerfanna, sem kostar heilmikla peninga og síðan setja þeir kerfið á markað og selja inn í þau. „Það kæmi vel til álita að gera þá kröfu að það kerfi sem verður byggt upp í stað NMT hafi sömu útbreiðslu, og ekki minni útbreiðslu en NMT-kerf- ið“ segir Hrafnkell. Aðspurður um kostnað neytenda við þessa breytingu segir Hrafnkell að þeir þurfi að minnsta kosti að bera kostnað vegna nýs tækjabúnaðar en kostnaður við notkunina er óviss. Í dag eru um 15-20.000 notendur NMT-kerfisins, flestir úti á miðunum og til sveita. Eftir að Síminn var einkavæddur er það hlutverk markaðarins að byggja upp nýtt kerfi, ef símafélögin sjá ekki hag sinn í því að setja upp nýtt kerfi er óljóst hvort það verði gert. -gþg NMT-kerfið verður lagt niður í árslok 2008: Nýtt kerfi hafi sömu útbreiðslu Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins, segir að þar á bæ lítist mönnum illa á að NMT-kerfið verði lagt niður þar sem það hafi reynst félaginu vel og sé mikið notað í skálum þess. Hann segir að þeim lítist þó mjög vel á frekari uppbyggingu gsm-kerfisins. „Það er afar mikilvægt að það sé gott símasamband á hálendinu og í óbyggðum. Til að mynda þá er nánast ekkert símsamband til dæmis í Landmannalaugum og á Fjallabaki en mikill fjöldi ferðmanna fer þar um á hverju ári.“ -gþg Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands: Líst illa á brotthvarf NMT Svona erum við KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR KAUPIR INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.