Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 94
 22. júní 2006 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Nýr humar, grillpinnar sólþurrkaður saltfiskur opið alla laugardaga 11-14 www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. B la u tu r st ú tu r o g m a ll a k ú tu r HRÓSIÐ ... fær Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri fyrir að hefja veiðitímabilið í Elliðaánum með því að landa fjögurra punda hrygnu. Tónleikarnir Hljómsveitin Í svörtum fötum spilar á Nasa á laugardag en tón- leikarnir hefjast klukkan 23.00. Silfur Hádegismatseðillinn á Silfri er gómsætur og eflaust verður staðurinn vinsæll um helgina enda nýopnaður. Útskriftarveisla Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll á laugardaginn kl. 14.00 og eflaust verða mörg útskriftarpartí um kvöldið. Verum nú góð við vini og kunningja sem hafa lokið þessum áfanga og sendum þeim smá kveðju. Þjóðminjasafnið Gaman er að rölta um safnið og fá sér eitthvað gott á kaffi- húsinu. Safnið er opið frá 10 til 17 um helgina. Just my luck Forvitnilegt verður að sjá hvernig Lindsay Lohan stend- ur sig í gamanmyndinni Just my luck. Fótboltinn 16 liða úrslit í HM hefjast á laug- ardag. Spennan magnast, flestir í fríi og því tilvalið að verja deginum í smá HM dekur. Góð helgi... LÁRÉTT: 2 helminguð 6 utan 8 bæli 9 strit 11 hljóta 12 mest 14 lúkar 16 hvað 17 frostskemmd 18 einkar 20 klukkan 21 krafs. LÓÐRÉTT: 1 hljóðfæri 3 í röð 4 klapp 5 ham- fletta 7 heimting 10 rá 13 segi upp 15 samtals 16 merki 19 kusk. LAUSN: Framleiðendur heimildarmynd- arinnar „Þetta er ekkert mál“ sem fjallar um ævi Jóns Páls Sigmars- sonar aflraunamanns leita nú aðstoðar almennings við gerð myndarinnar. Framleiðendurna vantar nauð- synlega kraftatæki sem voru vin- sæl á mörgum heimilum á níunda áratugnum, þar á meðal tæki sem nefnist Bullworker. Einnig eru þeir sem eiga ljósmyndir eða myndbandsupptökur af Jóni Páli hvattir til að hafa samband. „Við ætlum að klára myndina í þessum mánuði. Myndin gengur rosalega vel og við erum að klippa þetta saman núna,“ segir krafta- karlinn Hjalti „Úrsus“ Árnason. „Við finnum fyrir gífurlegri eftir- væntingu fyrir myndinni í öllum aldurshópum,“ segir Hjalti en Jón Páll var einn dáðasti íþróttamað- ur Íslendinga áður en hann lést langt fyrir aldur fram. Myndin verður frumsýnd í hérlendum kvikmyndahúsum þann 8. september og fyrir jól verður hún síðan gefin út á DVD- mynddiski. Þeir sem vilja leggja Hjalta og félögum lið við gerð myndarinnar geta sent póst á hjaltiar@simnet.is. - fb Óska eftir kraftatækjum JÓN PÁLL Kraftakarlinn Hjalti „Úrsus“ Árnason er að undirbúa heimildarmynd um Jón Pál Sig- marsson og vantar aðstoð frá almenningi. LÁRÉTT: 2 hálf, 6 út, 8 ból, 9 bis, 11 fá, 12 allra, 14 káeta, 16 ha, 17 kal, 18 all, 20 kl, 21 klór. LÓÐRÉTT: 1 túba, 3 áb, 4 lófatak, 5 flá, 7 tilkall, 10 slá, 13 rek, 15 alls, 16 hak, 19 ló. FRÉTTIR AF FÓLKI Lítið hefur farið fyrir skáksnillingnum Bobby Fischer síðustu mánuði. Bobby er þó hvergi nærri dauður úr öllum æðum og sást meðal annars til hans á taílenska veitingastaðnum Krúa Thæ í Tryggvagötu á föstudaginn var. Bobby hámaði þar í sig núðlur og annað góðgæti og með honum til borðs sat traustur vinur, sjálfur Sæmi Rokk. Félagarnir virtust njóta matarins til hins ýtrasta en Bobby var nú ekki á því að blanda geði við aðra gesti staðarins. E iður Smári Guðjohnsen, knatt-spyrnumaður Barcelona, er staddur í fríi hér á landi um þessar mundir. Eiður Smári og Ragnhildur eiginkona hans röltu um miðbæinn á laugardaginn var og komu meðal annars við á Vegamót- um. Og það var ekki að sökum að spyrja, þessi dáðasti sonur Íslands var umsetinn æstum aðdáendum af báðum kynjum sem vildu spyrja Smárann spjörunum úr. Fleiri íþróttamenn sem búsettir eru á Spáni voru eftirsóttir á föstu- dagskvöldið en Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður Ciudad Real, var vinsæll meðal gesta á Barnum á Lauga- vegi 22. Ólafi og félögum í íslenska landsliðinu tókst sem kunnugt er að leggja sjálfa Svíagrýluna að velli í tveim- ur leikjum í síðustu viku og tryggðu sér þar með sæti í heimsmeistarakeppn- inni. Gestir Barsins virtust æstir í að ræða við Ólaf um þennan frábæra árang- ur landsliðsins og ábyggilega þó nokkrir sem eru þegar byrj- aðir að fagna sjálfum heimsmeistaratitlin- um enda strákarnir okkar þeir bestu í heimi. -kh Hundrað ára afmæli íslensku símaskrárinnar var haldið einu ári of seint. Fyrirtækið Já, sem gefur út Símaskrána, fagnaði aldaraf- mæli hennar í ár og miðaði við að hún hefði komið út árið 1906. Fyrsta símaskráin á Íslandi kom hins vegar út árið 1905 hjá Tal- símahlutafélagi Reykjavíkur. „Vitneskja okkar náði bara ekki lengra aftur,“ segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Síma- skrárinnar. „Við héldum að við ættum allar símaskrár sem komið hafa út á Íslandi og sú elsta sem við eigum er frá árinu 1906. Það reyndist hins vegar ekki rétt ár.“ Ásgeir Svanbergsson, eftir- launamaður, hefur sankað að sér nokkrum af helstu símaskrám sem komið hafa út á Íslandi, þar á meðal þeirri fyrstu frá árinu 1905. „Félagi minn sem vann alla sína ævi hjá Landsímanum seldi mér nokkrar af gömlu símaskránum og þar á meðal þá elstu,“ segir Ásgeir, sem notaði símaskrárnar í ætt- fræðigrúsk. „Ég gat nýtt mér símaskrána til að sjá hvar fólk átti heima. Þessi aðferð dugði samt skammt því það var ekki fyrr en eftir 1950 sem almenningur fékk síma. Símaskráin fyrir þann tíma var frekar þunn og segir ekki margt,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir þó að símaskráin sé að mörgu leyti góð heimild: „Þar er til dæmis hægt að finna heimildir um fyrirtæki, verslanir og kaup- menn. Þá er nokkuð af auglýsingum í henni og þá sér maður hverjir voru að versla hvar og þess háttar.“ Talsímahlutafélag Reykjavíkur gaf út tvær fyrstu símaskrár landsins, árið 1905 og 1906. Land- síminn gaf sína fyrstu símaskrá hins vegar út árið 1907 og nokkr- um árum síðar keypti fyrirtækið Talsímahlutafélagið. Guðrún María ritstjóri segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvernig verði brugðist við þessum rangfærslum í Símaskránni. kristjan@frettabladid.is FYRIRTÆKIÐ JÁ: SÍMASKRÁIN ELDRI EN TALIÐ VAR Röngu afmælisári fagnað ÁSGEIR OG ELSTA SÍMASKRÁ LANDSINS Samkvæmt hátíðarútgáfu Símaskrárinnar, sem kom einnig út í ár, er birt mynd af símaskrá Talsímahlutafélags Reykjavíkur með fyrirsögninni: Fyrsta símaskrá Íslands. Þetta reyndist hins vegar ekki rétt því fyrsta símaskráin á Íslandi kom út árið 1905. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.