Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.06.2006, Blaðsíða 70
 22. june 2006 THURSDAY34 Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. PAT NIXON (1912-1993) LÉST ÞENNAN DAG. „Að vera forsetafrú er erfiðasta ólaunaða starf í heimi.“ Pat Nixon tók virkan þátt í stjórnmálavafstri eiginmanns síns, Richard Nixon. Á þessum degi árið 1978 fundu vísindamenn Karon, fylgitungl Plútós. Voru stjörnufræðingarnir James W. Christy og Robert S. Harrington að skoða myndir af Plútó þegar þeir ráku af tilviljun augu í Karon þar sem þeir voru við störf í stjörnuskoðunarstöð bandaríska sjóhersins. Karon er stærsta fylgitungl Plútós og í raun svo stórt í saman- burði við móðurreikistjörnu sína að sumir stjörnufræðingar segja að Karon og Plútó myndi í reynd tvíreikistjörnu. Radíus Karon er 625 kílómetrar eða um helmingur radíuss Plútó og nær massi Karons tæpum tíunda hluta af massa Plútós. Fram til ársins 2005 héldu vísindamenn að Karon væri eina tungl Plútó en með tilkomu Hubble-geim- sjónaukans kom í ljós að tvö agnarsmá tungl hringsóla einnig í kringum reikistjörnuna. ÞETTA GERÐIST: 22. MAÍ 1978 Fylgitungl Plútó uppgötvað Á þjóðhátíðardaginn vann íslenskt ræðulið Evrópumeistaratitil í rökræð- um á Evrópuþingi JCI. Þingið fór fram í eistnesku höfuðborginni Tallin en auk íslenska sigursins var Ingimundur Guðmundsson valinn besti ræðumaður keppninnar. „Við erum búin að keppa að þessu í sex ár og loksins tókst það,“ segir Ingi- mundur sem var að vonum kampakát- ur með árangurinn. „Við höfum staðið okkur svona þokkalega í þessari keppni og náðum í úrslitin fyrir tveimur árum en töpuðum þá fyrir Bretum. Í úrslita- keppninni unnum við Norðmenn en tókum bæði út Íra og Skota á leiðinni.“ Ingimundur kveðst ekki síst vera ánægður með sigurinn yfir Írum og Skotum því þjóðirnar hafi lengi verið þrándur í götu Íslendinga. „Styrkur þeirra er tungumálið þannig að það virðist vera auðveldara fyrir þá að koma máli sínu frá sér. Þjóðir sem ekki eru með móðurmálið ensku eru að styrkja sig í þessari keppni sem sést vel á þjóðerni liðanna sem kepptu til úrslita núna.“ Sextán lið frá tíu löndum tóku þátt í rökræðukeppninni að þessu sinni en keppnin er árlegur viðburður. Á heimsþingi JCI er einnig haldið heimsmeistaramót í rökræðum og stefnir Ingimundur ásamt liði sínu ótrauður þangað en heimsmeistara- mótið í ár verður í nóvember. Enginn beinn undirbúningur liggur að baki þátttöku í rökræðukeppninni. „Það er ósköp erfitt að undirbúa sig fyrir þetta. Umræðuefnin koma bara fimmtán mínútum fyrir keppnina svo undirbúningurinn er helst bara að keppa. Við erum með svona keppni hérna heima og köllum hana ræðu- veisluna.“ Ræðuveislan fer þó fram á íslensku svo Ingimundur segir að undir- búningurinn sé að því leyti ólíkur keppninni. „Annars gildir bara að slaka á og koma sér í gírinn.“ Ingimundi virðist líka takast sér- lega vel að „koma sér í gírinn“ því dómarar töldu hann hafa staðið sig best allra þátttakanda í keppninni. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta, engin spurning,“ segir Ingimundur aðspurður um hvernig tilfinning fylgi sigrinum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann er valinn ræðumaður keppn- innar því hann fékk sömu viðurkenn- ingu í keppninni fyrir tveimur árum. „Vissulega var samt mjög gaman að fá að fara þarna upp á verðlaunapallinn tvisvar á þinginu, bæði að vinna með liðinu og þennan titil.“ INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON: EVRÓPUMEISTARI Í RÖKRÆÐUM Sigur eftir sex ára bið INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON MEÐ SIGURSKJALIÐ OG BIKARINN Íslendingar voru sigursælir í rökræðukeppninni á Evrópuþingi JCI því íslenskt lið sigraði keppnina og svo var Ingimundur Guðmundsson valinn ræðumaður keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL 13.00 Gunnar Knútur Proppé verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Kristín Jónasdóttir frá Borg í Reykhólasveit, Dalabraut 20, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 15.00 Hulda Dóra Jóhannsdóttir, Tinnubergi 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. timamot@frettabladid.is ÚTFARIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, Sigríður Sigbjörnsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 20. júní síðastliðinn. Þorvarður Guðmundsson Anna Sigurbjörg Þorvarðardóttir Valur Þórarinsson Guðmundur Jens Þorvarðarson Svava Haraldsdóttir Stefán Ragnar Þorvarðarson Aðalbjörg Þorvarðardóttir Tryggvi Aðalsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, Sigríður Kristjánsdóttir Reynivöllum 6, Selfossi, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 15. júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 24. júní kl. 11. Pétur Kristjánsson Guðrún V. Árnadóttir Ragnheiður Kristjánsdóttir Páll Imsland Guðlaug E. Bóasdóttir. Ástkær dóttir okkar, sambýliskona, systir, mágkona og frænka, Guðrún Gísladóttir Arnarhrauni 11 Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. júní. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. júní kl 15.00. Gísli Sumarliðason Guðrún M. Jónasdóttir Einar B. Pétursson Sigrún Erla Gísladóttir Þorvaldur Svavarsson Jón Ari Gíslason Arnar Gíslason Björk Arnbjörnsdóttir og systkinabörn. Í dag, 22. júní, er áttræð Helga Pálsdóttir fyrrum húsfreyja Eyjum I í Kjós. Helga ætlar, ásamt eiginmanni sínum, Ingólfi Guðnasyni, að taka á móti gestum laugardaginn 24. júní milli kl:15.00-19.00 í veislusal Gullsmára 13 á 1.hæð. Þau vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn á þessum tímamótum til að samfagna með þeim. Afmæli Afmæli 70 ára var 22. apríl Einar Pálmason skipstjóri, Sóltúni 5, Keflavík. Hann og eiginkona hans, Jóhanna Auður Árnadóttir, bjóða ættingjum og vinum laugardaginn 24. júní kl. 15.00 í Félagsheimilið Árblik, Miðdölum Dalabyggð. Dagbjartur Einarsson fyrrum forstjóri í Fiskanesi verður sjötugur 26. júní nk. Af því tilefni bjóða hann og eiginkona hans, Birna Óladóttir, til gleðskapar í Festi laugardaginn 24. júní kl: 19:00. Allar gjafir harðbannaðar en á staðnum verður söfnunarkassi ætlaður fyrir orgelsjóð Grindavíkurkirkju. Afmæli LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Kristjánsson vélstjóri, Heiðvangi 48, Hafnarfirði, lést á Landsspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju, föstudaginn 23. júní kl. 13.00. Karin Gústavsdóttir Claus Hermann Magnússon Ásdís Elín Guðmundsdóttir Gunnar Geir Magnússon Garðar Þór Magnússon Elínrós Erlingsdóttir Pálmey Magnúsdóttir Bjarni Knútsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, Guðjón Björn Ásmundsson Hríseyjargötu 6, Akureyri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. júní. Jarðsungið verður frá Glerárkirkju föstudaginn 23. júní klukkan 14.00. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. Ólöf Tryggvadóttir Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir Birgir Gunnarsson Guðmundur Karl Guðjónsson Sigrún Guðmundsdóttir Ásmundur Jónas Guðjónsson Helga María Stefánsdóttir Valborg Inga Guðjónsdóttir Guðjón Páll Jóhannsson Tryggvi Stefán Guðjónsson Auður Birgisdóttir Erla Hrönn Ásmundsdóttir og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.