Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 12

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 12
12 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að leyfilegur heildarafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði 193 þúsund tonn en hann er 198 þúsund tonn á yfirstandandi fisk- veiðiári sem lýkur 31. ágúst næst- komandi. Við ákvörðun á heildarafla þorsks á næsta fiskveiðiári er byggt á breyttri aflareglu. Nú ákvarðast aflamark sem meðaltal af aflamarki síðasta fiskveiðiárs og hlutfalli af viðmiðunarstofni í upphafi úttektarárs. Þetta er í samræmi við tillögur Aflareglu- nefndar frá árinu 2004 en áfram er miðað við óbreytt veiðihlutfall, 25 prósent. Þetta hefur í för með sér að veidd verða fimm þúsund tonn- um meira af þorski á komandi fisk- veiðiári en annars hefði verið gefið leyfi fyrir og er umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Aðspurður um hvort ákvörðun fiskveiðiheimilda í þorski umfram ráðgjöf gæti haft slæm áhrif á afrakstursgetu þorsks í framtíð- inni svaraði sjávarútvegsráðherra að hann liti svo á að úthlutunin væri mjög ábyrg og annars hefði hann aldrei lagt hana til. „Ég vek athygli á því að um litlar breyting- ar er að ræða frá þeirri aflareglu sem var í gildi. Ég vil undirstrika að þorskstofninn okkar er ekki undir sérstakri vá.“ Einar segir stóra málið vera hvernig staðið verði að uppbyggingu þorskstofns- ins og til þess vanti heildarmynd. „Þess vegna bað ég Hagfræði- stofnun Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og skoða áhrif af mismunandi veiðihlutfalli á þorski.“ Hér vísar ráðherra til úttektar sem Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar, mun leiða og tekur til áhrifa breyttrar aflareglu og veiðihlutfalls til lengri og skemmri tíma fyrir efnahagslífið í heild, sjávarútveginn, einstök fyrirtæki, útgerðarstaði og landsvæði. Við ákvörðun á heildarafla annarra fisktegunda er stuðst í meginatriðum við tillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar. Undan- tekning er að leyfilegt verður að veiða sama heildarmagn af ýsu og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 105 þúsund tonn. Tillaga Hafrann- sóknastofnunarinnar kvað á um 95 þúsund tonn. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir fátt koma á óvart. „Það eru reyndar breytingar á aflareglunni í þorski og ég held að það sé skynsamleg breyting. Þessi aðferðafræði gengur til dæmis ekki eins nærri ungfiski þegar hann er að koma inn í veiðina.“ svavar@frettabladid.is 193.000 tonn af þorski Fimm þúsund tonnum minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári en á því sem er yfirstandandi. Óveruleg breyting verður á aflaverðmæti milli ára. GULA GULLIÐ Nokkru minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári. Óveruleg breyting verður þó á aflaverðmæti á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON EINAR K. GUÐFINNSSON ■ LEYFILEGUR HEILDARAFLI FISK- VEIÐIÁRIÐ 2006-2007 Í TONNUM Tegund Kvóti 06/07 Ráðgjöf Hafró ■ Þorskur 193.000 187.000 ■ Karfi 57.000 57.000 ■ Ýsa 105.000 95.000 ■ Ufsi 80.000 80.000 ■ Grálúða 15.000 15.000 ■ Steinbítur 13.000 12.000 ■ Skarkoli 6.000 5.000 ■ Sandkoli 2.000 1.000 ■ Skötuselur 3.000 2.200 ■ Ísl. síld 130.000 130.000 ■ Humar 1.800 1.700 SAMKEPPNISMÁL Og Vodafone hefur kært Símann til Samkeppniseftir- litsins vegna gruns um að fyrirtæk- ið misnoti ráðandi stöðu sína á ADSL-markaðnum og mismuni þannig símnotendum í landinu. Síminn ræður yfir svokölluðu grunnneti sem þýðir að setja þarf upp ADSL-tengingu á símalínu notanda áður en önnur fjarskipta- fyrirtæki geta boðið viðskipta- vinum sínum upp á aðgang að netinu. Hefur borið á að við- skiptavinir annarra en Símans verði að bíða nokkra daga eftir slíkri tengingu meðan viðskipta- vinir Símans séu afgreiddir sam- dægurs. Og Vodafone telur ástæðu til að samkeppniseftirlit- ið beiti sér fyrir því að skilja heildsölu Símans frá öðrum þátt- um í rekstrinum. Í yfirlýsingu frá Símanum er lýst yfir furðu á málflutningi Og Voda- fone. Um 80 prósent allra viðskipta- vina beggja fyrirtækja eru tengdir innan fjögurra daga samkvæmt könnun Póst og fjarskiptastofnunar, en hluti verkbeiðna Og Vodafone séu ófullnægjandi og það útskýri tafir á afgreiðslu pantana. - aöe Og Vodafone kærir Símann fyrir samkeppnisbrot: Segja Símann misnota ráðandi stöðu STJÓRNMÁL Jónmundur Guðmars- son var ráðinn bæjarstjóri Sel- tjarnarness á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Sel- tjarnarness sem fór fram um miðj- an mánuðinn. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en Jón- mundur var einnig bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili. Forseti bæjarstjórnar er Ásgerður Halldórsdóttir en hún skipaði annað sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins og Sigrún Edda Jónsdóttir, þriðji maður á lista flokksins, er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar. - gþg Seltjarnarnes: Bæjarstjórinn heldur áfram UMFERÐ Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, mun í dag ýta úr vör átaki gegn utanvegaakstri sem Ferða- klúbburinn 4x4 og Vélhjóla- íþróttaklúbbur- inn standa fyrir í samvinnu við Ferðafélag Íslands, Umhverfis- stofnun, Land- græðsluna og Landvernd. Náttúra Íslands þarf á öllum samherjum að halda um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að þetta fyrsta opinbera verkefnið sem Jónína innir af hendi eftir að hún tók við ráðherraembætti. - shá Átak gegn utanvegaakstri: Náttúran þarf samherja EKKI VIÐ SAMA BORÐ Kæra Og Vodafone á hendur Símanum hefur borist Samkeppniseftirlitinu. BAGDAD, AP Írösk stjórnvöld hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásinni á Gullnu moskuna í Samarra í febrú- ar. Hinn handtekni, sem er sagður vera frá Túnis, heitir Yousri Fakher Mohammed Ali en gengur einnig undir nafninu Abu Qudama. Hann er þó ekki talinn vera for- sprakki árásarinnar á moskuna. Höfuðpaurinn er sagður heita Haitham Sabah Shaker Moham- med al-Badri, en hann hefur ekki verið handsamaður. Þeir Abu Qudama og al-Badri voru í hópi með tveimur Írökum og fjórum Sádi-Aröbum þegar þeir gerðu árásina á Gullnu moskuna þann 22. febrúar síðastliðinn. Þeir komu fyrir sprengjum í moskunni, sem er tólf hundruð ára gömul og einn helgasti staður sjía-múslima. Árásin vakti mikla reiði meðal sjía-múslima og brutust út harka- leg átök milli þeirra og súnní- múslima, en sjíar kenndu súnnum um árásina. Átökin stóðu vikum saman og kostuðu hundruð manna lífið. Meira en 20 þúsund fjölskyld- ur hröktust að heiman og tugir moskna voru eyðilagðar eða skemmdar. - gb EYÐILEGGINGIN Hið fagra gullna hvolfþak moskunnar í Samarra eyðilagðist algerlega í árásinni í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Írösk stjórnvöld upplýsa árásina á Samarra í febrúar: Einn handtekinn JÓNÍNA BJARTMARZ ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� ����������������������� ������������ ������������������� ����������� ����������� ����������������� ������������������� SMEG gaseldavélar á tilboði ����������������������� ������������ ������������������� ����������� ����������� ����������������� ������������������� AFSLÁTTUR 20% ������������������������������������������������������ ����������� ����������������� ��� ��������������������������������������������������������� ���������� ������������� �������������������������� DRYKKJARVATN Þessi indverski drengur nær sér hér í drykkjarvatn úr polli handa fjölskyldu sinni. Yfir 40 prósent Indverja lifa á minna en 60 krónum á dag, og hafa ekki aðgang að heilnæmu drykkjarvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.