Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 12
12 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að leyfilegur heildarafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði 193 þúsund tonn en hann er 198 þúsund tonn á yfirstandandi fisk- veiðiári sem lýkur 31. ágúst næst- komandi. Við ákvörðun á heildarafla þorsks á næsta fiskveiðiári er byggt á breyttri aflareglu. Nú ákvarðast aflamark sem meðaltal af aflamarki síðasta fiskveiðiárs og hlutfalli af viðmiðunarstofni í upphafi úttektarárs. Þetta er í samræmi við tillögur Aflareglu- nefndar frá árinu 2004 en áfram er miðað við óbreytt veiðihlutfall, 25 prósent. Þetta hefur í för með sér að veidd verða fimm þúsund tonn- um meira af þorski á komandi fisk- veiðiári en annars hefði verið gefið leyfi fyrir og er umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Aðspurður um hvort ákvörðun fiskveiðiheimilda í þorski umfram ráðgjöf gæti haft slæm áhrif á afrakstursgetu þorsks í framtíð- inni svaraði sjávarútvegsráðherra að hann liti svo á að úthlutunin væri mjög ábyrg og annars hefði hann aldrei lagt hana til. „Ég vek athygli á því að um litlar breyting- ar er að ræða frá þeirri aflareglu sem var í gildi. Ég vil undirstrika að þorskstofninn okkar er ekki undir sérstakri vá.“ Einar segir stóra málið vera hvernig staðið verði að uppbyggingu þorskstofns- ins og til þess vanti heildarmynd. „Þess vegna bað ég Hagfræði- stofnun Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og skoða áhrif af mismunandi veiðihlutfalli á þorski.“ Hér vísar ráðherra til úttektar sem Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar, mun leiða og tekur til áhrifa breyttrar aflareglu og veiðihlutfalls til lengri og skemmri tíma fyrir efnahagslífið í heild, sjávarútveginn, einstök fyrirtæki, útgerðarstaði og landsvæði. Við ákvörðun á heildarafla annarra fisktegunda er stuðst í meginatriðum við tillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar. Undan- tekning er að leyfilegt verður að veiða sama heildarmagn af ýsu og á yfirstandandi fiskveiðiári, eða 105 þúsund tonn. Tillaga Hafrann- sóknastofnunarinnar kvað á um 95 þúsund tonn. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir fátt koma á óvart. „Það eru reyndar breytingar á aflareglunni í þorski og ég held að það sé skynsamleg breyting. Þessi aðferðafræði gengur til dæmis ekki eins nærri ungfiski þegar hann er að koma inn í veiðina.“ svavar@frettabladid.is 193.000 tonn af þorski Fimm þúsund tonnum minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári en á því sem er yfirstandandi. Óveruleg breyting verður á aflaverðmæti milli ára. GULA GULLIÐ Nokkru minna verður veitt af þorski á næsta fiskveiðiári. Óveruleg breyting verður þó á aflaverðmæti á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON EINAR K. GUÐFINNSSON ■ LEYFILEGUR HEILDARAFLI FISK- VEIÐIÁRIÐ 2006-2007 Í TONNUM Tegund Kvóti 06/07 Ráðgjöf Hafró ■ Þorskur 193.000 187.000 ■ Karfi 57.000 57.000 ■ Ýsa 105.000 95.000 ■ Ufsi 80.000 80.000 ■ Grálúða 15.000 15.000 ■ Steinbítur 13.000 12.000 ■ Skarkoli 6.000 5.000 ■ Sandkoli 2.000 1.000 ■ Skötuselur 3.000 2.200 ■ Ísl. síld 130.000 130.000 ■ Humar 1.800 1.700 SAMKEPPNISMÁL Og Vodafone hefur kært Símann til Samkeppniseftir- litsins vegna gruns um að fyrirtæk- ið misnoti ráðandi stöðu sína á ADSL-markaðnum og mismuni þannig símnotendum í landinu. Síminn ræður yfir svokölluðu grunnneti sem þýðir að setja þarf upp ADSL-tengingu á símalínu notanda áður en önnur fjarskipta- fyrirtæki geta boðið viðskipta- vinum sínum upp á aðgang að netinu. Hefur borið á að við- skiptavinir annarra en Símans verði að bíða nokkra daga eftir slíkri tengingu meðan viðskipta- vinir Símans séu afgreiddir sam- dægurs. Og Vodafone telur ástæðu til að samkeppniseftirlit- ið beiti sér fyrir því að skilja heildsölu Símans frá öðrum þátt- um í rekstrinum. Í yfirlýsingu frá Símanum er lýst yfir furðu á málflutningi Og Voda- fone. Um 80 prósent allra viðskipta- vina beggja fyrirtækja eru tengdir innan fjögurra daga samkvæmt könnun Póst og fjarskiptastofnunar, en hluti verkbeiðna Og Vodafone séu ófullnægjandi og það útskýri tafir á afgreiðslu pantana. - aöe Og Vodafone kærir Símann fyrir samkeppnisbrot: Segja Símann misnota ráðandi stöðu STJÓRNMÁL Jónmundur Guðmars- son var ráðinn bæjarstjóri Sel- tjarnarness á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Sel- tjarnarness sem fór fram um miðj- an mánuðinn. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en Jón- mundur var einnig bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili. Forseti bæjarstjórnar er Ásgerður Halldórsdóttir en hún skipaði annað sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins og Sigrún Edda Jónsdóttir, þriðji maður á lista flokksins, er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar. - gþg Seltjarnarnes: Bæjarstjórinn heldur áfram UMFERÐ Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, mun í dag ýta úr vör átaki gegn utanvegaakstri sem Ferða- klúbburinn 4x4 og Vélhjóla- íþróttaklúbbur- inn standa fyrir í samvinnu við Ferðafélag Íslands, Umhverfis- stofnun, Land- græðsluna og Landvernd. Náttúra Íslands þarf á öllum samherjum að halda um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að þetta fyrsta opinbera verkefnið sem Jónína innir af hendi eftir að hún tók við ráðherraembætti. - shá Átak gegn utanvegaakstri: Náttúran þarf samherja EKKI VIÐ SAMA BORÐ Kæra Og Vodafone á hendur Símanum hefur borist Samkeppniseftirlitinu. BAGDAD, AP Írösk stjórnvöld hafa handtekið mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásinni á Gullnu moskuna í Samarra í febrú- ar. Hinn handtekni, sem er sagður vera frá Túnis, heitir Yousri Fakher Mohammed Ali en gengur einnig undir nafninu Abu Qudama. Hann er þó ekki talinn vera for- sprakki árásarinnar á moskuna. Höfuðpaurinn er sagður heita Haitham Sabah Shaker Moham- med al-Badri, en hann hefur ekki verið handsamaður. Þeir Abu Qudama og al-Badri voru í hópi með tveimur Írökum og fjórum Sádi-Aröbum þegar þeir gerðu árásina á Gullnu moskuna þann 22. febrúar síðastliðinn. Þeir komu fyrir sprengjum í moskunni, sem er tólf hundruð ára gömul og einn helgasti staður sjía-múslima. Árásin vakti mikla reiði meðal sjía-múslima og brutust út harka- leg átök milli þeirra og súnní- múslima, en sjíar kenndu súnnum um árásina. Átökin stóðu vikum saman og kostuðu hundruð manna lífið. Meira en 20 þúsund fjölskyld- ur hröktust að heiman og tugir moskna voru eyðilagðar eða skemmdar. - gb EYÐILEGGINGIN Hið fagra gullna hvolfþak moskunnar í Samarra eyðilagðist algerlega í árásinni í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Írösk stjórnvöld upplýsa árásina á Samarra í febrúar: Einn handtekinn JÓNÍNA BJARTMARZ ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� ����������������������� ������������ ������������������� ����������� ����������� ����������������� ������������������� SMEG gaseldavélar á tilboði ����������������������� ������������ ������������������� ����������� ����������� ����������������� ������������������� AFSLÁTTUR 20% ������������������������������������������������������ ����������� ����������������� ��� ��������������������������������������������������������� ���������� ������������� �������������������������� DRYKKJARVATN Þessi indverski drengur nær sér hér í drykkjarvatn úr polli handa fjölskyldu sinni. Yfir 40 prósent Indverja lifa á minna en 60 krónum á dag, og hafa ekki aðgang að heilnæmu drykkjarvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.