Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 16

Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 16
16 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUR Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær tillögu samgönguráð- herra þess efnis að ferjusiglingar frá höfn í Bakkafjöru hæfust árið 2010. Rannsóknum á hafnarsvæð- inu er ekki lokið ennþá. Tillagan, sem byggð er á rannsóknarvinnu starfshóps um samgöngubætur milli lands og Eyja, gerir ráð fyrir að ferjulægi í Bakkafjöru verði framtíðartenging milli lands og Eyja, en heildarkostnaður við upp- byggingu hafnarinnar og bygging- ar nýrrar ferju er talinn nema 3,8 til 4,5 milljörðum króna. Eftir þessa breytingu styttist ferðatíminn til og frá Vestmanna- eyjum niður í hálftíma en siglingin með Herjólfi tekur í tvær klukku- stundir og 45 mínútur, miðað við eðlilegar aðstæður. Gert er ráð fyrir að siglingar með nýrri ferju hefjist árið 2010. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestamanneyjum, segir þessar breytingar skipta sköpum fyrir Vestmannaeyjar og Suðurland í heild sinni. „Ég er ánægður með þessa viðurkenningu ríkisstjórnar- innar og samgönguráðherra, á þeim vaxtarmöguleika sem skiptir sköp- um fyrir Vestmannaeyjar,“ sagði Elliði. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir áætlaðan smíðatíma nýrrar ferju vera 15 til 18 mánuði. Ljóst er nú að ekki verður ráðist í gerð jarðgangna en rannsóknir á þeim möguleika gáfu ekki tilefni til þess að þær væru raunhæfur kost- ur í stöðunni. „Að teknu tilliti til þeirrar niðurstöðu starfshópsins að ekki sé réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir varðandi gerð jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja og þess hversu fýsilegur kostur ferjulægi í Bakkafjöru er miðað við þær rann- sóknir sem unnar hafa verið, var ekkert því til fyrirstöðu að taka ákvörðun í málinu,“ sagði Sturla eftir að ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar lá fyrir. Samkvæmt áætlunum er reikn- að með því að framkvæmdir hefjist á næsta ári en fram að þeim tíma sem tekur að koma siglingunum frá Bakkafjöru í gagnið verður leitast við að hámarka nýtingu á núver- andi samgönguleiðum. - mh Ráðgert er að hefja ferjusiglingar frá Bakka árið 2010: Hálftímasigling til Vestmannaeyja STURLA VIÐ LÍKAN AF HÖFNINNI Rannsókn á staðarháttum í Bakkafjöru er ekki lokið ennþá en ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu samgönguráðherra um að stórbæta sam- göngur til Vestmannaeyja með uppbyggingu hafnar í Bakkafjöru. Reiknað er með því að siglingarnar frá höfninni hefjist árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRUVERND Sigurður Sveins- son, lögmaður á Selfossi, segir stofnun hollvinasamtaka Ingólfs- fjalls vera í bígerð. „Það er ljóst hvað markmiðið er og þetta verð- ur ærin barátta,“ segir Sigurður og segir marga vilja stöðva malar- nám í fjallinu. „Það verður ekki aftur tekið sem þegar hefur verið gert, en ef það á að taka áttatíu metra af fjallsbrúninni verður það verra en nokkurn tímann.“ Landvernd og Náttúruverndar- samtök Suðurlands kærðu ákvörð- un bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí, þess efnis að framkvæmda- leyfi yrði veitt til efnistöku úr fjallinu. Framkvæmdir sem þýða lækkun eða breytingu á fjallsbrún í sunnanverðu fjallinu voru því tímabundið stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála. Sigurður segir marga vera ósátta vegna umhverfisspjallanna og breytinga á útliti fjallsins. „Auðvitað er eyðileggingin á fjall- inu það sem bæjarbúum blöskrar helst.“ Sigurður segir einnig marga hafa bent á aðra staði á svæðinu þar sem hægt væri að sækja möl. Samtökin eru ennþá á frum- stigi, en Sigurður segist finna mik- inn meðbyr meðal Sunnlendinga og að samtökin verði án efa öflug- ur málsvari friðlýsingar á Ingólfs- fjalli. - sgj Stofna hollvinasamtök Ingólfsfjalls til að berjast gegn malarnámi í fjallinu: Vilja láta friðlýsa Ingólfsfjall MALARNÁM Í INGÓLFSFJALLI Sigurður segir Ingólfsfjall vera mörgum hjartfólgið. LÍKAMSÁRÁS Maður er ákærður fyrir að hafa ráðist á leigubílstjóra í apríl á síðasta ári. Árásin var gerð á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og er manninum gefið að sök að hafa gripið í handlegg leigubílstjórans og slegið hann hnefahögg í andlit- ið og sparkað í hné hans. Leigubíl- stjórinn hlaut mar, roða og eymsli í andliti og á hné. Ákæruvaldið krefst refsingar og leigubílstjórinn fer fram á skaðabætur. - æþe Líkamsárás á Snorrabraut: Lamdi leigubíl- stjóra í andlitið Fær aðild að Sameinuðu þjóð- unum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma að Svart- fjallaland fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Svartfjallaland verður þar með 192. ríkið sem fær aðild. SVARTFJALLALAND LÍKAMSÁRÁS Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykja- ness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra. Manninum var gefið að sök að hafa snúið upp á hönd stúlkunnar, fyrir utan bifreið sem hann ók og stúlkan var farþegi í, skellt henni niður í malbik, tekið hana háls- taki og kýlt í magann. Maðurinn og stúlkan þekktust þar sem maðurinn, sem vann sem félagsráðgjafi, hafði haft afskipti af stúlkunni í gegnum tíðina starfs síns vegna. Ákæruvaldinu tókst ekki að sanna sekt mannsins fyrir rétti og var hann því sýknaður. - æþe Héraðsdómur Reykjaness: Líkamsárás á unga stúlku BALLETTÆFING Þessir rúmensku ballett- dansarar voru þaulsætnir við æfingarnar í Dresden í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar er nú verið að setja upp ballett við undirleik tónlistar eftir Wolfgang Amadeus Mozart. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÁRMÖGNUN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 VIÐSKIPTAVINURINN Í FYRSTA SÆTI Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla og atvinnutækja. Eigð’ann Eignastu bílinn með hjálp Glitnis • Bílalán • Bílasamningur Leigð’ann Greiddu aðeins fyrir afnot af bílnum • Einkaleiga • Rekstrarleiga Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.