Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 16
16 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUR Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær tillögu samgönguráð- herra þess efnis að ferjusiglingar frá höfn í Bakkafjöru hæfust árið 2010. Rannsóknum á hafnarsvæð- inu er ekki lokið ennþá. Tillagan, sem byggð er á rannsóknarvinnu starfshóps um samgöngubætur milli lands og Eyja, gerir ráð fyrir að ferjulægi í Bakkafjöru verði framtíðartenging milli lands og Eyja, en heildarkostnaður við upp- byggingu hafnarinnar og bygging- ar nýrrar ferju er talinn nema 3,8 til 4,5 milljörðum króna. Eftir þessa breytingu styttist ferðatíminn til og frá Vestmanna- eyjum niður í hálftíma en siglingin með Herjólfi tekur í tvær klukku- stundir og 45 mínútur, miðað við eðlilegar aðstæður. Gert er ráð fyrir að siglingar með nýrri ferju hefjist árið 2010. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestamanneyjum, segir þessar breytingar skipta sköpum fyrir Vestmannaeyjar og Suðurland í heild sinni. „Ég er ánægður með þessa viðurkenningu ríkisstjórnar- innar og samgönguráðherra, á þeim vaxtarmöguleika sem skiptir sköp- um fyrir Vestmannaeyjar,“ sagði Elliði. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir áætlaðan smíðatíma nýrrar ferju vera 15 til 18 mánuði. Ljóst er nú að ekki verður ráðist í gerð jarðgangna en rannsóknir á þeim möguleika gáfu ekki tilefni til þess að þær væru raunhæfur kost- ur í stöðunni. „Að teknu tilliti til þeirrar niðurstöðu starfshópsins að ekki sé réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir varðandi gerð jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja og þess hversu fýsilegur kostur ferjulægi í Bakkafjöru er miðað við þær rann- sóknir sem unnar hafa verið, var ekkert því til fyrirstöðu að taka ákvörðun í málinu,“ sagði Sturla eftir að ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar lá fyrir. Samkvæmt áætlunum er reikn- að með því að framkvæmdir hefjist á næsta ári en fram að þeim tíma sem tekur að koma siglingunum frá Bakkafjöru í gagnið verður leitast við að hámarka nýtingu á núver- andi samgönguleiðum. - mh Ráðgert er að hefja ferjusiglingar frá Bakka árið 2010: Hálftímasigling til Vestmannaeyja STURLA VIÐ LÍKAN AF HÖFNINNI Rannsókn á staðarháttum í Bakkafjöru er ekki lokið ennþá en ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu samgönguráðherra um að stórbæta sam- göngur til Vestmannaeyja með uppbyggingu hafnar í Bakkafjöru. Reiknað er með því að siglingarnar frá höfninni hefjist árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRUVERND Sigurður Sveins- son, lögmaður á Selfossi, segir stofnun hollvinasamtaka Ingólfs- fjalls vera í bígerð. „Það er ljóst hvað markmiðið er og þetta verð- ur ærin barátta,“ segir Sigurður og segir marga vilja stöðva malar- nám í fjallinu. „Það verður ekki aftur tekið sem þegar hefur verið gert, en ef það á að taka áttatíu metra af fjallsbrúninni verður það verra en nokkurn tímann.“ Landvernd og Náttúruverndar- samtök Suðurlands kærðu ákvörð- un bæjarstjórnar Ölfuss frá 11. maí, þess efnis að framkvæmda- leyfi yrði veitt til efnistöku úr fjallinu. Framkvæmdir sem þýða lækkun eða breytingu á fjallsbrún í sunnanverðu fjallinu voru því tímabundið stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála. Sigurður segir marga vera ósátta vegna umhverfisspjallanna og breytinga á útliti fjallsins. „Auðvitað er eyðileggingin á fjall- inu það sem bæjarbúum blöskrar helst.“ Sigurður segir einnig marga hafa bent á aðra staði á svæðinu þar sem hægt væri að sækja möl. Samtökin eru ennþá á frum- stigi, en Sigurður segist finna mik- inn meðbyr meðal Sunnlendinga og að samtökin verði án efa öflug- ur málsvari friðlýsingar á Ingólfs- fjalli. - sgj Stofna hollvinasamtök Ingólfsfjalls til að berjast gegn malarnámi í fjallinu: Vilja láta friðlýsa Ingólfsfjall MALARNÁM Í INGÓLFSFJALLI Sigurður segir Ingólfsfjall vera mörgum hjartfólgið. LÍKAMSÁRÁS Maður er ákærður fyrir að hafa ráðist á leigubílstjóra í apríl á síðasta ári. Árásin var gerð á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og er manninum gefið að sök að hafa gripið í handlegg leigubílstjórans og slegið hann hnefahögg í andlit- ið og sparkað í hné hans. Leigubíl- stjórinn hlaut mar, roða og eymsli í andliti og á hné. Ákæruvaldið krefst refsingar og leigubílstjórinn fer fram á skaðabætur. - æþe Líkamsárás á Snorrabraut: Lamdi leigubíl- stjóra í andlitið Fær aðild að Sameinuðu þjóð- unum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma að Svart- fjallaland fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum. Svartfjallaland verður þar með 192. ríkið sem fær aðild. SVARTFJALLALAND LÍKAMSÁRÁS Maður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykja- ness af líkamsárás á unga stúlku í fyrra. Manninum var gefið að sök að hafa snúið upp á hönd stúlkunnar, fyrir utan bifreið sem hann ók og stúlkan var farþegi í, skellt henni niður í malbik, tekið hana háls- taki og kýlt í magann. Maðurinn og stúlkan þekktust þar sem maðurinn, sem vann sem félagsráðgjafi, hafði haft afskipti af stúlkunni í gegnum tíðina starfs síns vegna. Ákæruvaldinu tókst ekki að sanna sekt mannsins fyrir rétti og var hann því sýknaður. - æþe Héraðsdómur Reykjaness: Líkamsárás á unga stúlku BALLETTÆFING Þessir rúmensku ballett- dansarar voru þaulsætnir við æfingarnar í Dresden í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar er nú verið að setja upp ballett við undirleik tónlistar eftir Wolfgang Amadeus Mozart. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÁRMÖGNUN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 VIÐSKIPTAVINURINN Í FYRSTA SÆTI Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla og atvinnutækja. Eigð’ann Eignastu bílinn með hjálp Glitnis • Bílalán • Bílasamningur Leigð’ann Greiddu aðeins fyrir afnot af bílnum • Einkaleiga • Rekstrarleiga Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.