Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 6

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 6
6 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR EVRÓPA „Velferðarkerfi Evrópu er ógnað af nýfrjálshyggjunni og alþjóðavæðingunni,“ segir Jürgen Buxbaum, framkvæmdastjóri Evrópudeildar PSI, sem eru sam- tök um 20 milljón launþega í almannaþjónustu. „Það er eitt helsta afrek launþegasamtaka á síðari árum að koma í veg fyrir að upprunalandsreglan yrði sett í þjónustutilskipunina. Hins vegar óttumst við mjög að reynt verði að koma henni í gegn bakdyramegin og þurfum því að vera vel á verði í framtíðinni,“ segir Buxbaum, en samvæmt upprunalandsreglunni hefðu til dæmis fyrirtæki í Lett- landi getað sett upp þjónustu á Íslandi og farið eftir lettneskum lögum um starfsmenn, framleiðslu og umhverfismál. Buxbaum kallar þetta „félags- legt undirboð“ sem hefði ógnað launafólki í þróaðri ríkjunum, „þróunin hefði ætíð orðið í átt að botninum; með þrýstingi á að lækka launin.“ Er ekki jákvætt að verkamenn geti farið milli landa að leita betri kjara? „Jú að vissu leyti, en neikvæð samfélagsleg áhrif eru einnig aug- ljós. Tökum sem dæmi heilbrigð- isgeirann, þegar læknir fer frá S- Afríku til starfa í Evrópu, keppir hann við læknana í Evrópu og lækkar, með tímanum, launakjör þeirra. Hann skilur einnig eftir sig skarð í S-Afríku, því þar vant- ar nú mann í stöðu hans og ríkið þar þarf að mennta lækni í nokkur ár og það er ekki ódýrt. Með þessu er verið að nota fátækari lönd til að búa til vinnuafl fyrir okkur. Fátæku löndin standa fátækari eftir.“ En er nokkur leið að sporna við alþjóðavæðingu? Áunnin velferð Evrópu byggist að miklu leyti á áratugalöngu starfi launþegasamtaka innan Evrópu. Nú er svo komið að það dugar ekki að halda áfram að að verja einungis eigin hagsmuni, þ.e. innan Evrópu. til að tryggja áframhaldandi velferð í heimin- um þarf að berjast á öllum víg- stöðvum til þess að breyta þróun- inni „að botninum“ í V-Evrópu og að toppinum í A-Evrópu. Það er lífsspursmál fyrir okkur sjálf að treysta starfsemi laun- þegasamtaka í A-Evrópu svo þau geti betur varist ágangi nýfrjáls- hyggjunnar. Öflug launþegasam- tök, ásamt sterku velferðarkerfi og lýðræðislegri stjórnun, eru skilyrði fyrir góðum samfélögum. Það er þetta sem þarf að herða á í Evrópu. Velferðarkerfið var eitt aðalatriði Evrópusambandsins hér á árum áður, nú snýst þetta meira og minna um frjálsan markað og hámarkshagnað fjárfesta. Þessari þróun þarf að snúa við, fyrsta skrefið í þá átt er að launþegasam- tök stuðli að ákveðnum almennum lágmarkslaunum í Evrópu, þar með yrði dregið úr misnotkun á erlendu starfsfólki.“ Eru vestur-evrópskir launþeg- ar með þessu ekki bara að verja sig fyrir samkeppni? „Mörg launþegasamtök í A- Evrópu halda einmitt þetta. Málið er að það er alls ekki starfsmönn- um í A-Evrópu í hag að vinna fyrir sama sem ekki neitt, það er ein- ungis skammtímalausn sem kemur samfélagi þeirra ekki held- ur til góða, nær væri að treysta innviði samfélagsins beint, eins og gert hefur verið í V-Evrópu; félagslegt undirboð skaðar öll lönd. Að elta fjármagnið milli landa er vítahringur fyrir laun- þega og skerðir þau samfélög sem að máli koma.“ klemens@frettabladid.is Velferðarkerfið á undir högg að sækja Staða launþega í ljósi alþjóðavæðingar og nýrrar þjónustutilskipunar Evrópu- sambandsins var til umræðu á fundi í húsakynnum BSRB í gær. Jürgen Bux- baum var harðorður á fundinum og sagði launþega þurfa að vera vel á verði. ÖGMUNDUR JÓNASSON, ALAN LEATHER OG JÜRGEN BUXBAUM. „Launþegasamtök gegna lykilhlutverki í að viðhalda velferðarkerfinu,“ sagði Jürgen Buxbaum á opnum fundi BSRB. STJÓRNSÝSLA Dóms- og kirkjumála- ráðherra, hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytis, í emb- ætti lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins frá og með 15. júlí á þessu ári. Stefán útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og hóf þá störf í dómsmálaráðuneytinu. Árin 1999 til 2001 starfaði hann hjá sendiráðinu í Brussel á sviði dóms- og innanríkismála. Hann var skipaður í stöðu skrifstofu- stjóra dómsmálaráðuneytisins árið 2002 og starfaði þar meðal annars innan framkvæmdanefnd- ar um lögreglumál. - æþe Stefán Eiríksson í embætti: Nýr lögreglu- stjóri skipaður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VAÍSLANDSMET Jón Eggert Guðmunds- son setti í gær Íslandsmet í göngu en þá hafði hann lagt að baki 1.417 km frá því í byrjun sumars. Jón gengur til styrktar Krabbameins- félagi Íslands. Jón setti metið rétt við Þingeyri í gær en eldra Íslands- metið setti Reynir Pétur Ingvars- son þegar hann gekk hringveginn árið 1985. „Það er ákveðinn áfangi að slá þetta tuttugu og eins árs gamla met. Maður sér núna hvað þetta var mikið afrek á sínum tíma,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Þeir sem vilja leggja söfnun- inni lið geta hringt í 907 5050 en einnig er hægt að heita á Jón með því að hafa samband beint við Krabbameinsfélagið. - öhö Strandganga Jóns Eggerts: Setti Íslands- met í göngu JÓN EGGERT GUÐMUNDSSON KJÖRKASSINN Ætlar þú að fylgjast með úrslita- leik HM? Já 63% Nei 37% SPURNING DAGSINS Í DAG Hver sigrar HM í knattspyrnu? Segðu skoðun þína á Vísi.is BANDARÍKIN, AP Þó að Coca-Cola og Pepsi séu yfirleitt svarnir óvinir, brugðust ráðamenn Pepsi við á afar heiðarlegan hátt þegar þeim voru boðnar til kaups leynilegar uppskriftir af Coca-Cola drykkj- um í Bandaríkjunum fyrir sex vikum. Þeir fóru beint til lögreglu og ljóstruðu upp um þjófana. Þrennt situr nú í fangelsi, ákært fyrir að stela leyndarmál- um Coca-Cola. „Samkeppnin getur verið hörð, en hún verður líka að vera sann- gjörn,“ sagði Dave DeCecco, tals- maður Pepsi, í samtali við blaða- menn. - smk Gosdrykkjaframleiðendur: Pepsi kom upp um þjófana PEPSI OG COCA-COLA Samkeppnin er hörð, en þó ganga ráðamenn Pepsi ekki svo langt að kaupa stolin leyndarmál Coca- Cola. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÉTTINDI Sjö pólskir starfsmenn Atlantsskipa þurftu að greiða sam- tals 245 þúsund krónur í leigu fyrir 80 fermetra íbúð sem þeir bjuggu í saman. Þetta kom fram í fréttatíma NFS á fimmtudag, Mennirnir greiddu 35 þúsund krónur hver í mánaðarleigu og leita nú réttar síns eftir að leigu- sali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru við vinnu, að þeirra sögn vegna þess að þeir neituðu að greiða aukalega 35 þús- und krónur hver einn mánuðinn í tryggingu fyrir eignaskemmdum, þótt þeir segðu ekkert í íbúðinni nema lítið sjónvarpstæki. Menn- irnir áttu erfitt með að leita sér aðstoðar vegna tungumála- örðugleika en í vinnu sinni hjá Atl- antsskipum kynntust þeir toll- verðinum pólskumælandi, Friðjóni Steinarssyni, og sögðu honum frá aðstæðunum. Friðjóni blöskraði saga mannanna og hafði þegar samband við Alþýðusamband Íslands sem hefur málið nú til athugunar. Stefán Kjærnested, leigusali mannanna, segir íbúðina rúma 100 fermetra og fullbúna og að menn- irnir hafi einungis verði sex í íbúð- inni. Mennirnir hafi ekki haft íbúðina á leigu heldur hafi tvö fyr- irtæki leigt íbúðina og mennirnir væru þar á þeirra snærum. Fyrir- tækin hefðu svo sagt leigunni upp í lok júní og þess vegna hefðu eigur mannanna verið bornar út. Að hans mati er leiguupphæðin ekki há. „Menn borga 80 þúsund á mánuði fyrir svefnpokapláss hjá Hjálpræðishernum. Þetta er ódýr- ara en á tjaldstæði.“ - sh Sjö pólverjar þurftu að borga 250 þúsund krónur á mánuði í leigu á lítilli íbúð: Leigusalinn segir leiguna lága LYFJAVERÐ Erlendur S. Þorsteins- son, sem keypti Voltaren Rapid í staðinn fyrir samheitalyfið Vóst- ar-S, hefur nú fengið leiðréttingu sinna mála. Niðurstaðan var sú að skipta því sem eftir var af Voltar- en Rapid-töflunum út fyrir Vóstar- S og endurgreiða 755 krónur. Erlendur keypti Voltaren Rapid þar sem honum var ekki kynnt mun ódýrara samheitalyf, Vóstar-S, eins og lyfjafræðingum er skylt að gera. Hann óskaði eftir endurgreiðslu vegna þessa. Starfsmenn Lyfja og heilsu tóku orð hans trúanleg og sögðu að mistök hefðu orðið. „Við skildum öll sátt,“ segir Erlendur. - ghs Lyf og heilsa endurgreiddi: Fékk Vóstar-S og 755 krónur SÁTT VIÐ MÁLALOK Hjalti Sölvason, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, Sigurborg Sigurðardóttir lyfjafræðingur og Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur. Vöðvaslit Kona sleit vöðva í Jökulsárgili um hádegi í gær, en hún hefur líklega misstigið sig við að stökkva yfir læk. Björgunarsveit var send á vettvang og var konan flutt til Akureyrar til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTT Naglar í maga Kona ein í Víetnam fór til læknis á dögunum vegna þráláts magaverks. Eftir stutta skoðun var hún send með hraði í uppskurð. Skurðlækn- arnir náðu að fjarlægja úr konunni eitt hundrað og nítján ryðgaða nagla, sjö til átta sentimetra langa. Konan hefur þurft á aðstoð geðlækna að halda í gegnum tíðina. VÍETNAM ATLANTSSKIP Stefán Kjærnested leigusali er fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantsskipa, sem Pólverjarnir unnu hjá. M YN D /G U N N A R G U N N A R SS O N VARNARMÁL Þriðji fundur samn- inganefnda Íslands og Bandaríkj- anna um varnarsamstarf ríkj- anna fór fram í gær í Þjóðmenningarhúsinu við Hverf- isgötu og lauk fundinum klukkan rúmlega sex. Á fundinum var rætt um hvernig vörnum Íslands verði háttað eftir brottför varnarliðs- ins og með hvaða hætti gengið verði frá samkomulagi um þær. Jafnframt fór í fyrsta skipti fram efnisleg umræða um einstök atriði sem lúta að yfirtöku Íslend- inga á rekstri og viðhaldi Kefla- víkurflugvallar og hvernig verði farið með mannvirki Bandaríkj- anna og Atlantshafsbandalagsins á varnarsvæðinu. Albert Jónsson, verðandi sendiherra Íslands í Washington, leiddi viðræðurnar fyrir hönd Íslands og Thomas Hall, aðstoðar- varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, leiddi bandarísku viðræðu- nefndina. Albert vildi ekkert tjá sig um viðræðurnar umfram það sem kom fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að næsti fundur samninganefndanna fari fram í byrjun ágúst. Ljóst er að varnarliðið þarf að ganga frá ýmsum lausum endum áður en það hverfur á brott. Slökkviliðsmenn á Keflavíkur- flugvelli krefjast vangoldinna launahækkana frá áramótum í samræmi við ákvörðun kaup- skrárnefndar varnarsvæða og enn er ósamkomulag milli varnarliðs- ins og Hitaveitu Suðurnesja varð- andi samning um kaup á heitu vatni en varnarliðið hefur verið langstærsti kaupandinn. - sdg Samninganefndir Íslands og Bandaríkjanna funduðu í gær í þriðja sinn: Varnir landsins voru ræddar Á FUNDINUM Albert Jónsson, verðandi sendiherra í Washington, leiddi viðræðurn- ar fyrir hönd Íslands. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karl- manni sem setið hefur í gæslu- varðhaldi frá því 7. maí fyrir að hafa brotið rúðu á bíl föður síns og kastað inn logandi handklæði. Bíll- inn brann mikið og einnig kvikn- aði í tveimur nærliggjandi bílum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að í úrskurði héraðsdóms frá 7. maí hafi verið tekið fram að tím- inn frá 7. maí til 7. júní yrði hæfi- legur til að leiða málið til lykta, sérstaklega þar sem maðurinn ját- aði brotið. Málið hefur dregist heldur betur á langinn en á þriðju- dag var maðurinn úrskurðaður í framlengt varðhald í héraðsdómi, sem nú hefur verið fellt úr gildi. - sh Mál brennuvargs tekið fyrir: Varðhaldsúr- skurður ógiltur ÍTALÍA Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, þarf að mæta fyrir rétt í nóvem- ber vegna ásakana um að hann hafi stundað fjársvik, falsað bókhald, svikið undan skatti og tekið þátt í pen- ingaþvætti í tengsl- um við viðskipti með sýningarrétt í sjónvarpi á árunum 1994 til 1999. Dómstóll á Ítalíu komst að þess- ari niðurstöðu í gær, en viðskiptin tengjast fjölskyldufyrirtæki Berlus- conis, Mediaset. Berlusconi harð- neitar öllum þessum ásökunum. - gb Sakaður um fjárdrátt og svik: Berlusconi fer fyrir dómstól BERLUSCONI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.