Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 8
8 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR LANDBÚNAÐUR Grasspretta hefur tekið vel við sér á Mýrum eftir stóru sinueldana á svæðinu fyrr á árinu. „Þetta er allt farið að spretta aftur,“ segir Unnsteinn Jóhanns- son, bóndi í Laxárholti. „Þetta verða fallegustu mýrar á landinu, held ég.“ „Ég held að þetta hafi engin áhrif á búfénað. Kindurnar mínar fara bara á túnin að éta,“ segir Unnsteinn og er bjartsýnn á sprett- una. Mikil vætutíð undanfarið hefur þó truflað heyskapinn. Jörð sviðnaði í eldunum og trjá- gróður eyddist nær allur. „Ég er að byrja í skógrækt og það var mjög þægilegt að gróðursetja trén, þar sem allur gróður hafði eyðst,“ bætir Unnsteinn við. -sgj Áhrif sinuelda á Mýrum: Allt orðið fínt og grænt á ný EFTIR BRUNANN Á MÝRUM Að sögn ábú- enda er sprettan orðin góð og grasið grænt og fallegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.flugfelag.is | Sími 570 3075 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 3 33 59 0 7/ 20 06 Komdu með á Ólafsvöku dagana 26. til 29. júlí. Skemmtu þér með bestu frændum okkar. Upplifðu alvöru norræna stemmningu eins og hún gerist best, hringdans, tónleikar, fjöldasöngur, kappróður o.m.fl. um alla Tórshavn samfleytt í þrjá daga. Komdu með og upplifðu Færeyjar í sinni réttu mynd. Frábær skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, jafnt ungir sem aldnir. Hafðu samband við Hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570 3038 Viltu eignast vini í Færeyjum? DÓMSMÁL FL Group var í gær sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum þeim kröfum sem Sigurð- ur Helgason, fyrrverandi forstjóri félagsins, gerði á hendur félag- inu. Sigurður vildi að viðurkennt yrði með dómi að verðmæti kaup- réttarsamninga þeirra átta hæst launuðu starfsmanna fyrirtækis- ins sem eftirlaun hans miðast við yrði tekið með í útreikning launa þeirra. Sigurður lét af störfum hjá félaginu, þá Flugleiðum, árið 1990 eftir 13 ára starf og hljóðaði eftir- launasamningur hans þannig að hann fengi framvegis um 77 pró- sent af meðaltali launa átta hæst launuðu starfsmanna fyrirtækis- ins, sem er sama hlutfall og hann hafði í laun árið 1990. Nýlega hafa starfsmenn félags- ins fengið kaupréttarsamninga á hlutabréfum félagsins til viðbótar við launagreiðslur sínar og snerist deilan um það hvort ágóði af þeim bréfum sem starfsmennirnir nýttu rétt sinn til að kaupa teldist til launa starfsmannanna og ætti því að vera reiknaður inn í eftirlauna- greiðslur Sigurðar. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að því að svo sé ekki, ágóðinn af kaupréttarsamningun- um teldist vissulega til tekna en ekki til eiginlegra launa þar sem þeir hefðu val um að nýta kaup- réttinn, og sýknaði því félagið af öllum kröfum Sigurðar. Máls- kostnaður féll á ríkissjóð. - sh FL Group hefur verið sýknað af kröfum Sigurðar Helgasonar, fyrrverandi forstjóra: Ágóði af kauprétti ekki laun GAZASTRÖND, AP Avi Dichter, örygg- ismálaráðherra Ísraels, sagði í gær að ísraelsk stjórnvöld myndu láta palestínska fanga lausa fljótlega eftir að Palestínumenn sleppi ísra- elska hermanninum, sem þeir hafa haft í haldi sínu í tvær vikur. „Ísraelar kunna að gera þetta. Ísraelar hafa gert það oftar en einu sinni,“ sagði hann í gær, en þó var ekki ljóst hvort hann talaði þar fyrir munn annarra ráðherra. Hamas-samtökin sendu einnig frá sér í gær skilaboð um að þau væru reiðubúin til að semja um að láta ísraelska hermanninn lausan. Ummæli Dichters þóttu merki um að Ísraelar væru reiðubúnir til að fallast á tillögu frá Egyptalandi um að Palestínumenn létu fanga sinn lausan í skiptum fyrir loforð frá Ísrael um að hernaði á Gaza- strönd verði hætt og palestínskir fangar fái síðan fljótlega frelsi. Ísraelski herinn hóf viðamiklar hernaðaraðgerðir á Gazaströnd fyrir tæpum tveimur vikum í þeim tilgangi að frelsa ísraelska her- manninn. Á fimmtudaginn varð ísraelski herinn á þriðja tug Palestínumanna að bana í mannskæðustu árásum sínum á Palestínumenn frá því átökin hófust. - gb PALESTÍNUMENN LEITA SÉR SKJÓLS Hópur Palestínumanna fylgdist á fimmtudaginn með aðförum ísraelskra hermanna í Beit Lahiya norðan til á Gazasvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Útiloka ekki lengur samninga við Palestínumenn: Skoða fangaskipti VEISTU SVARIÐ? 1 Í hvaða á veiddi George Bush eldri lax síðustu daga? 2 Hvað heitir núverandi forseti Mex-íkó sem var endurkjörinn í nánast hnífjafnri kosningu á dögunum? 3 Hver hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta? TÖLVUMÁL Lögreglan í Reykjavík rannsakar mál þar sem verulegri upphæð var stolið í gegnum net- bankaaðgang einstaklings og hún millifærð á reikning erlendis. Lögregla hefur rökstuddan grun um að við verknaðinn hafi verið notuð tölvuveira sem tengist þúsund- um rusl SMS- skilaboða sem íslenskir far- símanotendur fengu send í júnímánuði. Er um einangrað atvik að ræða að sögn lögreglu. Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur segir að síma- fyrirtækin hefðu auðveldlega getað komið í veg fyrir þetta. Friðrik segir lítið mál fyrir óprúttna aðila að senda SMS-skila- boð nánast út um allan heim í gegnum gáttir sem geta verið heimasíður símafyrirtækja og annað slíkt. Hann segir atvikið, sem átti sér stað hérlendis um miðjan júní, vera eitthvað sem símafyrirtæki erlendis hafi þegar brugðist við. „Þegar allt í einu berast þús- undir skilaboða til símafyrirtækj- anna, sem öll innihalda sömu skila- boðin og koma frá sömu gáttinni eru þau stöðvuð og berast því aldrei farsímanotendum. Það er á ábyrgð símafyrirtækjanna að mínu áliti að loka fyrir svona rusl- skeyti,“ segir Friðrik. Hann segir að tæknilega séð sé lítið mál fyrir símafyrirtækin að stöðva sending- ar af þessu tagi, hins vegar geti verið að símafyrirtækin haldi að sér höndum til að forðast að þurfa að taka ábyrgð. Talsmenn símafyrirtækjanna segja að bæði hafi viðskiptavinum þeirra verið send skilaboð sem vöruðu við innihaldi skeytanna og lokað hafi verið fyrir sendingarn- ar. Friðrik segir það hafa gerst of seint. „Þau lokuðu kerfinu eftir að símnotendum bárust skilaboðin og svo sendu þau varnaðarskilaboðin einum til tveimur dögum of seint, þá var skaðinn skeður,“ segir Frið- rik. Hann vill brýna fyrir fólki að láta ekki glepjast af skilaboðum af þessu tagi. Friðrik hefur komist að því að skilaboðin sem um ræðir hafi bor- ist hingað í gegnum gátt á Bret- landseyjum, en höfuðpaurinn sé í Bandaríkjunum. Hann hefur gert lögreglu viðvart. aegir@frettabladid.is Segir símafyrirtækin hafa sofið á verðinum Friðrik Skúlason segir símafyrirtækin auðveldlega hafa geta komið í veg fyrir að þúsundir SMS-skilaboða bærust viðskiptavinum sínum. SMS-skeytin voru til þess fallin að hafa farsímanotendur að féþúfu. Einn viðskiptavinur lét glepjast. FRIÐRIK SKÚLASON SÝKNAÐ Sigurður fékk stóran hluta tekna sinna áfram eftir starfslokin. SKAÐRÆÐISSÍMAR Friðrik Skúlason segir lítið mál fyrir óprúttna aðila að senda fjölda-SMS um gáttir símafyrirtækja. SPÁNN, AP Fuglaflensuveiran af mannskæða stofninum H5N1 hefur fundist á Spáni í fyrsta sinn. Land- búnaðarráðuneyti Spánar sendi frá sér tilkynningu þar um í gær. Veiran fannst í villtum fugli af goðaætt sem fannst í mýri skammt fyrir utan borgina Vitoria á Norður- Spáni. Svæðið hefur verið sett í sótt- kví, enda var afbrigði veirunnar ákaflega skætt, að sögn talsmanna ráðuneytisins. Jafnframt hefur úti- ganga alifugla verið bönnuð í tíu kílómetra radíus. Minnst 131 maður hefur látist úr flensunni síðan árið 2003, sam- kvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. - smk H5N1 afbrigði fuglaflensu: Fyrsta tilfellið finnst á Spáni FUGLAR Fuglaflensa hefur stungið sér niður á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍSINDI Rannsóknir eru hafnar á því hvort hægt sé að finna hentugt bóluefni til að koma í veg fyrir lifrarbólgusýkingar í hundum, en þær geta valdið alvarlegum veik- indum eða dauða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Land- búnaðarstofnun í gær. Könnun stofnunarinnar bendir til þess að tilfellum af smitandi lifrarbólgu í hundum hafi farið fjölgandi á síðustu árum og er nú unnið að því að kanna hvernig hægt sé að bregðast við vandan- um. Niðurstöður munu liggja fyrir á haustmánuðum og verður þá hægt að ákveða hvort leyfa eigi umrætt bóluefni. - sþs Lifrarbólga í hundum: Hefja leit að nýju bóluefni Ekki fullur Fyrrverandi þingmaður í Póllandi, Grzegorz Gruszka, var handtek- inn á dögunum grunaður um ölvunar- akstur. Þegar hann kom fyrir dómara bar hann því við að hann hefði ekki verið drukkinn, heldur hefði hann skolað munninn þann morguninn með alþýð- legu munnskoli sem kallast „jogobelka“, blöndu vodka og sinneps. Honum var ekki refsað. PÓLLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.