Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 10

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 10
10 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR DRAUMUR KAFARANS Sádiarabískur prins hvetur nú ferðamenn til að koma til landsins og njóta gæða þess. Þessir höfrungar voru myndaðir í Rauðahafinu við Sádi-Arabíu, og birti prinsinn myndina í auglýsingum um land sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Stefán Úlfarsson, hag- fræðingur hjá Alþýðusambandi íslands, býst við að verðbólga nái hámarki í haust og fari svo að hægja á sér, sérstaklega eftir áramót. Hann vill ekkert spá um það hversu mikið hún mun hækka áður en hún fer lækkandi aftur. Mikilvægt sé að fólk missi ekki móðinn þó að verð- bólga lækki ekki strax. Verðbólga náði hámarki í júní þegar hún mældist átta prósent. „Það er líklegt að eitthvað af verð- bólguskotinu eigi eftir að koma fram,“ segir Stefán. „Við erum að vonast til að lenda mjúklega í lok næsta árs, verðbólgan verði þá 2,5 prósent og að við getum þá farið að horfa aftur á kaupmáttaraukn- ingu.“ Stefán segir að samkomulagið sem gert var milli ASÍ, Samtaka atvinnulífsins og ríkisins hafi almennt miðast við að „koma gæðum til þeirra sem hingað til hafa fengið minnst út úr upp- sveiflunni. Ef aðrir hópar, sem þegar hafa notið uppsveiflunnar í ríkum mæli, innheimta þetta líka og öll launahlutföll breytast strax þá er voðinn vís og hætta á að verðbólgan magnist enn frekar. Það gæti gerst en við vonum að til þess komi ekki.“ - ghs STEFÁN ÚLFARSSON Fólk missi ekki móðinn þótt verðbólga hækki: Mjúk lending verð- ur í lok næsta ársALÞINGI Þingfundir voru alls 125 og stóðu samtals í 628 klukkustundir á 132. löggjafarþinginu sem lauk í byrjun júní. Lengsti þingfundurinn stóð í rúmlega 16 klukkustundir. Alls voru 234 lagafrumvörp lögð fram á þinginu. Stjórnarfrum- vörp voru 138, þingmannafrum- vörp 93 og nefndarfrumvörp þrjú. Alls urðu 120 frumvörp að lögum, þar af voru 115 stjórnarfrumvörp. Fimm þingmannafrumvörp urðu að lögum, tvö flutt af þingmönnum og þrjú flutt af nefnd. - sdg 132. löggjafarþingið: 628 stundir af þingfundum KNATTSPYRNA Dauða fimmtíu manns víðs vegar um heiminn má rekja beint til heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi um þessar mundir. Þessu heldur heimasíðan World Cup Death Watch fram. Á heimasíðunni kemur fram að níu manns hafi látist í Kína vegna keppninnar, þó Kína hafi ekki átt lið í keppninni. Hægt er að kenna tímamismuninum um það, en leik- irnir eru svo seint á kvöldin að áhorfinu fylgir oft talsverð drykkja. Nú síðast kastaði kín- verskur maður sér út um hótel- glugga þegar Holland tapaði fyrir Portúgal, líklega vegna þess að hann hafði veðjað á leikinn. Maður var drepinn í Malasíu, líklega af lánadrottnum, en hann gat ekki endurgreitt þeim fé sem hann fékk lánað til að veðja á fótbolta- leikina. Sextugur Japani hengdi sig eftir að lið hans tapaði fyrir Þjóð- verjum. Einn Taílendingur stakk annan í rifrildi vegna vítaspyrnu- dóms í leik Ítalíu og Ástralíu. Nokkrir hafa líka farist vegna hjartaáfalla út af yfirþyrmandi geðshræringu tengdri kappleikj- unum. Andleg spenna og örmögn- un vegna stanslausra hvatninga- hrópa hefur reynst banvæn blanda fyrir marga dygga stuðnings- menn. Athygli vekur að ekkert dauðs- fall hefur orðið vegna venjulegra uppþota fótboltabullna. Í Nígeríu var þó maður kyrktur af félögum sínum þegar þeir voru að horfa á opnunarleikinn. Kínversk kona dó eftir fall af sautjándu hæð íbúðar- húss, eftir að hafa rifist við kær- asta sinn sem vildi horfa á boltann snemma morguns. Kærastinn segir hana hafa stokkið af sjálfs- dáðum út um gluggann. Sex létust í Haítí vegna slags- mála um rafal til að knýja sjón- varp svo hægt væri að horfa á fót- boltaleik. Skoti var stunginn í rifrildi um fótbolta og múslimi í Sómalíu skaut tvo menn sem voru að horfa á leik, en slíkt þykir guð- last þar á bæ. Loks fyrirfór maður frá Ekvador sér af ótta við eigin spádómsgáfu, en hann hafði rétti- lega spáð fyrir um úrslit leiks Ekvadora og Pólverja. steindor@frettabladid.is Tugir látnir vegna HM Nokkuð hefur verið um uppþot og handtökur vegna HM í Þýskalandi, en það sem færri vita er að dauðsföll fimmtíu manns má rekja beint til mótsins. Enginn þeirra lést í hefðbundnum knattspyrnuóeirðum. STUÐNINGSMENN Á HM Í ÞÝSKALANDI Nú þegar heimsmeistaramótið nær hátindi á sunnudaginn verða menn að passa sig á að láta kappið ekki hlaupa með sig í gönur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A FP KÆNUGARÐUR, AP Ekkert verður af því að Júlía Tímósjenkó verði for- sætisráðherra í Úkraínu þar sem slitnað hefur upp úr samstarfi þriggja flokka meirihluta, sem hafði valið hana í embættið, áður en stjórnarmyndun var lokið. Sósíalistaflokkurinn, sem hafði myndað þingmeirihluta með flokki Júlíu og flokknum Okkar Úkraína, gekk til liðs við Héraðaflokkinn, sem er flokkur Viktors Janúkó- vitsj, fyrrverandi forseta lands- ins. Á fimmtudaginn var Oleksandr Moroz, leiðtogi Sósíalistaflokks- ins, kosinn þingforseti og í gær sagðist nýi þingmeirihlutinn hafa ákveðið að næsti forsætisráðherra landsins yrði Janúkóvitsj, sem hrökklaðist úr forsetaembættinu eftir að Úkraínumenn gerðu „app- elsínugulu byltinguna“ gegn honum haustið 2004. Leiðtogi bylt- ingarinnar var Viktor Júsjenkó, sem nú er forseti landsins. Þingkosningar voru haldnar í Úkraínu í mars en eftir að „app- elsínugulu“ flokkunum hafði loks tekist að ná saman um að mynda stjórn kom þáverandi stjórnar- andstaða í veg fyrir að þingið gæti gengið til atkvæða með því að leggja hreinlega undir sig þingsal- inn þangað til slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. - gb JANÚKOVITSJ Á TALI VIÐ ÞINGMENN Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseti Úkraínu og leiðtogi Héraðaflokksins, verður væntan- lega forsætisráðherra eftir að nýr þingmeiri- hluti myndaðist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Meirihluti „appelsínuflokkanna“ í Úkraínu féll áður en stjórnarmyndun lauk: Kúvending á Úkraínuþingi Hvalur í ánni Mjaldur, tannhvalur sem er flækingur við Íslandsstrendur, fannst nýverið dauður er ísa leysti á fljóti í Alaska, 1.600 kílómetrum frá kjörsvæði sínu. Mjaldurinn hefur líklega synt upp- eftir ánni er hann elti laxagöngur. ALASKA SAMGÖNGUMÁL Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir rangt að halda því fram að ákvarðanir hafi verið teknar um að fresta einstök- um vegaframkvæmdum eða að um misræmi sé að ræða í málflutningi hans og annarra ráðherra ríkis- stjórnarinnar. Þetta segir í tilkynn- ingu samgönguráðuneytisins í gær. Viðræður standa nú yfir milli fjármálaráðherra og félagsmálaráð- herra annars vegar og Sambands íslenskra sveitafélaga hins vegar um mögulegar aðhaldsaðgerðir hjá sveitafélögum. Að þeim loknum verður tekin ákvörðun um hvaða einstöku verkefnum verður frestað. - sþs Samgönguráðherra: Misskilningur í umræðunni BRETLAND Íslendingur á þrítugs- aldri viðurkenndi í vikunni að hafa vingast við 14 ára breska stúlku á netinu með það í huga að leita eftir kynferðislegu sam- bandi, og að hafa misnotað hana. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Guðni Snæbjörnsson ferðað- ist tvisvar til Bretlands í fyrra áður en hann var gripinn í febrú- ar, þá nakinn ásamt stúlkunni hálfklæddri í rúmi á hótelher- bergi í Burnley. Hann var hand- tekinn og hefur síðan setið í fang- elsi. Ljóst er að Guðni og telpan höfðu átt í sambandi um nokkurt skeið, þó verjandi hans bendi á að engar sannanir séu fyrir nokkru kynferðislegu fyrr en helgina sem Guðni var handtekinn. Dómur fellur í málinu í næsta mánuði. - smk Íslendingur ákærður í Burnley: Viðurkennir misnotkun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.