Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 16
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Hálfs mánaðar ferðalagi mínu um
lendur heimsmeistarakeppninnar
í Þýskalandi er lokið. Á morgun
lýkur líka keppninni. Keppni sem
alþjóðasamfélagið hefur fylgst
með, í stærri og meiri mæli en
nokkru sinni fyrr. Það hefur í
rauninni ekkert gerst í henni ver-
öld sem mark er á takandi eða sem
máli skiptir, síðan HM hófst. Hér
heima er enn einn ganginn allt að
fara í loft upp í spítalamálum, í
Afganistan eru talibanarnir að
færa sig heldur betur upp á skaft-
ið og í sjálfu Þýskalandi sagði
stórfyrirtæki þar í landi upp sjö
þúsund starfsmönnum á einu
bretti. Og enginn ygglir brún. Eng-
inn tekur eftir neinu, nema því
hver skoraði og hver sigraði.
Það var auðvitað mikil upplifun
að komast í snertingu við þá hita-
sótt sem greip um sig meðal Þjóð-
verja meðan þeir áttu von í heims-
meistaratignina, vera á staðnum
og finna fyrir því rafmagnaða
andrúmslofti sem ríkir í mannhaf-
inu. Á vellinum, í stúkunni, á torg-
um, strætum, veitingastöðum og
hvar sem komið er. Það var eins
og þessi þjóð hefði látið niður-
bælda þjóðerniskennd fá útrás
eftir sextíu ára innibyrgða skömm
og sektarkennd. Það hefur aftur
verið gaman að vera Þjóðverji. Og
við hin getum samglaðst með þeim
og allir geta væntanlega tekið
undir með mér, að mikið væri nú
heimurinn betri og ánægjulegri,
ef átök manna í milli væru alla-
jafna ekki alvarlegri en þau, að
takast á í boltaleik.
En það er auðvitað meira og
fleira en fótboltaleikir sem gleðja
augað í þessu víðfeðma landi,
Þýskalandi. Við ferðalangarnir
ókum til að mynda Das
Romantische Strasse, veg hinna
rómantísku leyndardóma, enda
fegurðin mikil og smjör drýpur
þar af hverju strái. Það er auðvelt
að sjá fyrir sér ástir og ævintýri í
þessu gósenlandi skóga og engja
og fljóts. Paradís hins eilífa lífs.
Rómantíkin hlýtur að blómstra við
slíkar aðstæður. Enda ekkert lát á
aðförum og árásum framandi
þjóða. Svíar reyndu til dæmis að
leggja þessa náttúrufegurð undir
sig, þar stóð þrjátíu ára stríðið og
sjálfir reistu innfæddir bæði kirkj-
ur og kastala á þrettándu og fjór-
tándu öldinni, sem enn standa og
eru minnismerki um þá staðreynd
að þarna ríkti menning og reisn,
löngu áður en við Íslendingar viss-
um að til væri annað byggingar-
efni en torf. Og það er orð á því
gerandi að þarna í miðri fegurð-
inni og auðlegðinni, ríkti slík veð-
ursæld að ég þori varla að nefna
það, staddur í rigningarsuddanum
hér heima. Því hlutskipti deilum
við mörlandarnir ennþá með kyn-
slóðum frá örófi alda.
En er það ekki skrítið að mitt í
öllum þessum fótbolta og allri
þessari sögu, er hreyfiaflið sams-
konar manneskjur, samskonar
fólk, með eyru og augu og nef, eins
og við! Og þó enginn eins, ekki
nokkur maður. Ég sest niður á
kaffihúsi eða bjórstofu og virði
fyrir mér mannmergðina sem
líður framhjá. Ég tek auðvitað
fyrst og fremst eftir konunum og
er ennþá nógu ungur (eða á ég að
segja þeirrar náttúru) að snúa mig
úr hálsliðnum, þegar falleg kona
gengur hjá. En þarna labba litlir
og stórir, feitir og mjóir, sköllóttir
og hjólbeinóttir, glaðir eða
afundnir, alls kyns fólk og enda-
laust mannhaf, og enginn er eins.
Ráfar um, eins og það eigi ekkert
erindi við umheiminn, en skrafar
saman og er sjálfsagt allt að hugsa
um kvöldmatinn eða kærastann.
Upptekið í hversdagsleikanum,
með hugann við sig og sína eða
bara dólar þarna í góða veðrinu og
lætur sér fátt um finnast og veit
ekki einu sinni af því, að á stéttinni
situr Íslendingur, afkomandi vík-
inganna, og glápir á þau og á ekk-
ert sameiginlegt með þeim, nema
það eitt að vera til í þessum heimi,
nákvæmlega núna, eitt lítið peð í
mannhafinu.
Já, eitt lítið peð má sín kannske
lítils gagnvart kóngum og drottn-
ingum á skákborði tilverunnar. En
samt er þetta fólk, öll þessi smá-
peð og samborgarar í veröldinni,
mikilvægustu einstaklingarnir, af
því að það erum við, við öll, sem
leggjum lóð á vogarskálarnar,
gerum fótboltann að áhugamáli
okkar, höfum skoðanir, eigum dag-
drauma, reisum kirkjur og kastala
og búum til og eigum þennan heim,
meðan við tórum. Rétt eins og for-
feður okkar, rétt eins og afkom-
endur okkar. Eins ólík og við erum.
Það er eitt af undrum jarðarinnar
og mannkynsins. Þessi mann-
skepna ein og sér. Í öllum sínum
hverdagsleika og breytileika.
Í miðju mannhafinu
Guðmundur í ráðuneyti
Guðmundur Hörður Guðmundsson
fréttamaður verður nýr upplýsingafull-
trúi umhverfisráðuneytisins. Guðmund-
ur Hörður hefur unnið á fréttastofu
Sjónvarpsins að undanförnu, líkt og
hann gerði síðasta sumar. Áður vann
hann á Fréttablaðinu og á fréttastofu
Útvarpsins. Síðasta
vetur nam Guð-
mundur Hörður
umhverfisfræði í
Edinborg og á milli
kúrsa skrifaði hann
nokkrar aðsendar
greinar í Frétta-
blaðið um þann
víðfeðma mála-
flokk. Staða
upplýsinga-
fulltrúa umhverfisráðuneytisins er ekki
ný af nálinni, upplýsingafulltrúi hefur
starfað í ráðuneytinu í tólf ár en borið
annan titil.
Dagur ráðninga
Annars var fjör á fjölmörgum vinnu-
stöðum í gær enda þótti dagurinn
heppilegur til mannaráðninga,
einhverra hluta vegna. Nýr ritstjóri var
ráðinn að Blaðinu, nýr framkvæmda-
stjóri var ráðinn til Nýsköpunarsjóðs og
skipað var í nýtt embætti lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins. Þá var tilkynnt
að forstjóri Eddu útgáfu væri að hætta
en ekki hefur verið ákveðið hver tekur
við starfinu.
Ár ritstjóra
Fleiri ritstjórar en tölu verður á komið
hafa verið ráðnir á hin ýmsu blöð það
sem af er ári. Síðast í gær var Sigurjón
M. Egilsson ráðinn ritstjóri Blaðsins en
fyrr á árinu var Ásgeir Sverrisson ráðinn
til starfsins. Páll Baldvin Baldvinsson
og Björgvin Guðmundsson voru ráðnir
ritstjórar DV á árinu en Björgvin hætti
skömmu síðar. Þá varð Þorsteinn Páls-
son ritstjóri Fréttablaðs-
ins á árinu. Ónefnd
eru þá mannaskipti í
brúm fjölda tímarita
en ritstjóraskipti urðu
á Veggfóðri, Nýju
lífi, Séð og heyrt,
Hér og nú, Vik-
unni og eflaust
mætti áfram
telja.
bjorn@frettabladid.is
Í DAG
Á FERÐ UM
ÞÝSKALAND
ELLERT B. SCHRAM
En er það ekki skrítið að mitt í
öllum þessum fótbolta og allri
þessari sögu, er hreyfiaflið
samskonar manneskjur, sams-
konar fólk, með eyru og augu
og nef, eins og við! Og þó eng-
inn eins, ekki nokkur maður.
Mála sannast er að embætti forseta Íslands dregst sjaldan inn á vettvang stjórnmálaumræðna. Formaður þing-flokks VG, Ögmundur Jónasson, hefur nú gert smávægi-
lega undantekningu þar frá á heimasíðu sinni. Tilefnið er koma
George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til landsins í
boði forseta Íslands.
Boð forseta Íslands er sérstaklega til þess að þakka Bush fyrir
framlag hans til verndar laxastofnum í höfunum með einkaréttar-
legum aðferðum til uppkaupa á veiðirétti. Það er áhrifarík og
ábyrg aðferð við nýtingu auðlinda sjávar með því að veiðiréttur-
inn er viðurkenndur sem andlag í viðskiptum.
Þingflokksformaðurinn gagnrýnir forseta Íslands hins vegar
fyrir heimboðið með skírskotun í forstjórastarf Bush hjá CIA og
enn fremur til „blóðugrar ofbeldisfullrar heimsvaldastefnu“ sem
hann telur forsetann fyrrverandi tákngerving fyrir.
Þetta eru efnislega sömu andmælin og Ólafur Ragnar Gríms-
son, þáverandi formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, beindi í
útifundarræðu gegn komu Bush hingað í boði stjórnvalda árið
1983.
Með engu móti er unnt að fallast á röksemdafærslu þingflokks-
formannsins. Þvert á móti geta íslensk stjórnvöld haft gildar
ástæður til að sýna Bandaríkjunum sóma með því að bjóða hingað
fyrrverandi forseta hvort heldur það er vegna náinnar samvinnu
í utanríkis- og varnarmálum eða frjálsra viðskipta með veiðirétt-
indi á laxi.
Hitt er kórrétt hjá þingflokksformanninum að heimboðið er að
sjálfsögðu í nafni íslensku þjóðarinnar og „því eðlilegt að um
málið sé fjallað í slíku samhengi“ eins og hann segir. En þá þarf að
gæta að stjórnskipulegri stöðu forsetaembættisins.
Samkvæmt réttum stjórnskipunarlögum ber utanríkisráðherra
ábyrgð á öllum embættisathöfnum forseta Íslands sem fela í sér
að bjóða hingað erlendum gestum í nafni þjóðarinnar. Þingflokks-
formaðurinn á því að beina gagnrýni sinni um þessa tilteknu
heimsókn að utanríkisráðherra en ekki forsetanum sjálfum.
Eðlilega geta verið skiptar skoðanir um heimboð af þessu tagi.
Það er ekki síst skiljanlegt í ljósi þess að stjórnvöld eru sérstak-
lega með henni að þakka framlag til aðferða við veiðistjórnun
sem hafa verið umdeildar hér á landi.
Þingflokksformaður VG er því í fullum rétti þegar hann lætur
skoðanir sínar í ljós á þessari heimsókn. Það sem meira er: Hann
á sjálfsagðan rétt til að krefja utanríkisráðherra svara á Alþingi
telji hann ástæðu til að kalla eftir skýringum á þessari táknrænu
framkvæmd utanríkisstefnunnar.
Afar mikilvægt er að virða stjórnskipunarreglurnar um ábyrgð
ráðherra á embættisathöfnum forseta Íslands. Með því eina móti
er unnt að halda embættinu utan og ofan við stjórnmálaátök.
Sú staða forsetaembættisins má hins vegar ekki hindra stjórn-
málamenn í pólitískri umræðu um táknræn pólitísk efni sem for-
setaembættið óhjákvæmilega tengist. Fyrir þá sök eiga stjórn-
málamenn, þegar þannig háttar til, að beina spjótum sínum að
viðkomandi ráðherra.
Í þessu máli á forseti Íslands þakkir skildar fyrir að láta ekki
fyrri pólitíska afstöðu sína gagnvart Bush og aðferðir við fisk-
veiðistjórnun trufla eðlilega embættisathöfn í nafni þjóðarinnar.
Þetta er vert að virða því forsetinn hefur stjórnskipulega stöðu til
að synja um aðild embættisins að slíkum athöfnum þó að jákvæð
framkvæmd þeirra sé á ábyrgð ráðherra.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Stjórnskipuleg ábyrgð utanríkisráðherra:
George Bush og
forseti Íslands